Morgunblaðið - 15.07.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 15.07.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 15. JÚIÍ 1988 5S KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ -1. DEILD Ekkert fær stöðvað Framara FRAMARARfóru með öll þrjú stigin af Hlíðarenda í gær- kvöldi. Ormarr Örlygsson skor- aði eina mark leiksins þegar langt var liðið af fyrri hálfleik. Markið var nokkuð skondið því Ormarr ætlaði greinilega að gefa fyrir markið frá hægri en há sending hans fauk hreinlega yfirGuðmund Baldursson, markvörð Vals, sem var kom- inn of langt út úr markinu. „Þetta átti að vera fyrirgjöf, en vindurinn greip boltann og hef- ur eflaust ruglað Guðmund í rýminu," sagði Ormarr. Framarar hafa nú ellefu stiga forskot á næsta lið, Val, og fær lítið stöðvað þá úr þessu á leið þeirra að íslandsmeisrtaratitlinum. ■■■■IH Þrátt fyrir mikla Valur pressu Valsmanna í Jónatansson síðari hálfleik tókst skrifar þeim ekki að finna ieið í mark Framara. Birkir átti stórleik í marki Fram og bjargaði oft glæsilega. Fyrri hálfleikur var frekar tíðind- alítill ef frá er talið markið. Mest var um baráttu á miðjunni og fá marktækifæri sköpuðust. Framarar fengu tvö marktækifæri sem tal- andi er um. Fyrst er Ómar Torfason hann átti skalla eftir fyrirgjöf frá Pétri Ormslev, sem Guðmundur Baldursson varði meistaralega. Síðan skallaði Arnljótur rétt yfir eftir sendingu frá Ormarri. Vals- menn fengu eitt marktækifæri og sáu reyndar um að veija það sjálf- ir. Ingvar fékk boltann við vítateig eftir laglegt spil og þrumuskot hans fór beint í afturenda Jóns Grétars. Valsmenn sóttu látlaust Síðari hálfleikur var algjörlega eign Valsmanna sem sóttu látlaust. Framarar, bökkuðu og freistuðu þess að halda hreinu út leikinn. Þeir fóru varla fram á vallarhelming Vals allan hálfleikinn. Valsmenn fengu mörg góð færi sem þeir hefðu nýtt á eðlilegum degi. Siguijón komst þrívegis í færi en var fyrir- munað að koma boltanum í netið. Jón Gunnar Bergs, sem kom inná sem varamaður, fékk þó bestu marktækifærin. í fyrra skiptið skallaði hann rétt yfir og síðan klúðraði hann fyrirgjöf frá Guð- mundi Baldurssyni fyrir opnu marki. Valsmenn settu Guðna Bergsson í fremstu víglínu undir lokin og skapaði hann oft mikinn usla og var nálægt því að jafna á síðustu mínútunum og hefði það ekki verið ósanngjarnt. LiAln Framarar með Birki markvörð, sem Valur-Fram O : 1 (0 : 1) Valsvöllur, fslandamótið - 1. deild, fimmtudaginn 14. júlf 1988. Mark Fram: Ormarr Örlygsson (39. mín.). Gult spjald: Pétur Ormslev, Fram (49. mfn.) og Kristinn R. Jónsson, Fram (50. mín.). Sævar jónsson, Val (72. mín.). Dómari: Haukur Torfason 6. Línuverðir: Þoroddur Hjaltalín og Geir Þorsteinsson. Áhorfendur: Um 2000. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj- ánsson, Magni Blöndal Pétursson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jonsson, Guðni Bergsson, Guðmundur Baldursson, Valur Valsson, (J6n Gunnar Bergs vm. á 05. mín.), Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar Jónsson, (Steinar Adólfsson vm. á 74. mín.). Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, (Kristján Jónsson vm. á 88. mín.), Ómar Torfason, Steinn Guðjónsson, Ormarr Örlygsson, Arljótur Daviðsson. Framarar hafa nú ellefu stiga forskot í 1. deild Morgunblaðið/Bjarni Lok lok og læs... Þetta var algeng sjón í síðari hálfleik í leiks Vals og Fram að Hlíðarenda í gærkvöldi. Birkir, markvörður, hefur hand- samað knöttin og var sá sem valdið hafði í vítateig Fram. Vöm Fram bíður átekta á marklínu. besta mann, léku þennan leik mjög skynsamlega. Þeir létu boltann ganga vel í fyrri hálfleik en tóku samt enga áhættu. í síðari hálfleik sýndu þeir enn einu sinni hversu sterk vöm þeirra er, en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 deildarleikjum. Þeir geta líka skor- að ef sá gallinn er á þeim eins og staða þeirra í deildinni sannar. Lið- ið lék vel sem heild og baráttan v?r- fyrir hendi. Það má því segja að úrslit íslandsmótsins séu svo til ráðin hvað varðar efsta sætið. Það em ár og dagar síðan lið hefur haft slíka forystu í miðju móti. Valsmenn vom taugaóstyrkir í fyrri hálfleik en fóm í gang í þeim seinni, en það nægði þó ekki að þessu sinni, enda við streka vörn Fram að eiga. Framlína Vals var ekki nægilega hreyfanleg og var því auðvelt að valda þá fyrir Framara. Vöm Vals stóð fyrir sínu og eins vom miðjumennirnir góðir. Magni Blöndal átti einn sinn besta leik í sumar, en hann lék í gær sinn 200. leik með meistaraflokki Vals. Urslit Jeiksins em mikil vonbrigði fyrir íslandsmeistarana því þar misstu þeir trúlega endanlega af titlinum í ár til Framara. Amljótur Davíðsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson og Jóns Sveinsson, Pétur Amþórsson, Fram. Guðni Bergsson, Magni Blöndal Pétursson, Ingvar Guðmundsson, Guðmundur Baldursson (nr.8), Val. Hvað sögðu þeir? „Þetta em bestu fyrirgjafimar" - sagði Ormarr Örlygsson, sem skoraði sigurmark Framara að Hlíðarenda etta átti að vera fyrirgjöf hjá mér en vindurinn greip bolt- ann og hann lenti í marknetinu hjá Guðmundi," sagði Ormarr eft- ir leikinn. „Það segir sig sjálft að þetta em bestu fyrirgjafirnar og þetta var sætur sigur. Valsmenn pressuðu að vísu mjög stíft í seinni hálfleiknum og okkur tókst ekki að spila okkur út úr þeirri klemmu. Valsmenn fengu góð færi og höfðu tækifæri til að jafna en við stóðumst pressuna og sigr- uðum,“ og þar með var hann rok- inn inn í búningsklefann til að taka þátt í sigurhrópum Framara. Guðmundur Baldursson „Þetta var fyrirgjöf frá Ormarri. Ég hafði þurft að fara út í teig og slá boltann frá, og var því að færa mig aftur í markið þegar fyrirgjöfín kom og boltinn ein- hvem veginn datt mjög hratt nið- ur í markið. Það var bara ekki nokkur leið fyrir mig að eiga við þetta. Svona lagað kemur fyrir einu sinni á ævinni. Við hefðum hins vegar átt að geta gert út um leikinn í seinni hálfleik því við fengum að minnsta kosti 3-4 mjög góð færi í leiknum," sagði Guð- mundur. Ásgelr Elíasson: „Mér leið aldrei virkilega illa með- an ég fylgdist með leiknum af bekknum því ég hafði það á til- finningunni að við myndum ekki fá á okkur mark,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. „Valsmenn pressuðu okkur að vísu mjög stíft, og okkur tókst ekki að ná okkur út úr henni. Það má kannski segja að það hafí vantað Guðmund Steinsson í framlínuna hjá okkur til að halda boltanum lengur frammi. Það kom sem betur fer ekki að sök .því vömin hjá okkur hefur verið alveg stórkostleg, þar hafa ailir spilað stór vel í sumar, og ofan á það hefur bæst mjög góð mar- kvarsla. Við höfum núna mjög þægilega forystu í deildinni, sem lfklega á eftir að minnka áður en yfir líkur. Hins vegar á ég bágt með að trúa því að helsti keppninautur okkar, Valur, eigi eftir að vinna hana upp,“ sagði Ágeir og kvaðst til vonar og vara verða með hattinn á öllum leikjum sem eftir væru. Hörður Helgason: „Þessi leikur spilaðist eins og ég átti von á og leikmenn seldu sig dýrt og gáfu sig alla í þetta. Fram- arar náðu að skora og það gerði gæfumuninn," sagði Hörður Helgason, þjálfari Vals. „Eftir þennan leik getum við alveg gleymt þeim möguieika að ná Fram að stigum, þannig að við munum bara einbeita okkur að því að ná öðru sætinu. Þá er bikar- keppnin ekki heldur búin. Við eig- um að mæta Fram aftur í næstu viku og í þeim leik kemur ekkert annað en sigur til greina. Við ætlum ekki að tapa tveimur leikj- um í röð fyrir Frarn," sagði Hörð- ur að lokum Hilmar Slghvatsson: Hilmar Sighvatsson lék ekki með félögum sfnum í Val í gærkveídi vegna meiðsla, en hann kvaðst stefna að því að verða búinn að ná sér fyrir bikarleikinn. „Það er alveg sárgrætilegt að hafa þurft að vera utan vallar í þessum leik. Þessir leikir við Fram eru yfirleitt skemmtilegustu leikir sumarsins, þó þeir séu kannski ekki alltaf fyrir augað,“ sagði Hilmar. „Það var alveg hræðilegt að þurfa að horfa upp á Fram sigra með svona marki og það verður ekki skrifað á reikning neins annars en markvarðarins. Það verður hins vegar að segjast að Framarar spiluðu þennan leik skynsmlega og ég óska þeim bara til hamingju með sigurinn,'1 sagði Hilmar. Guðmundur Steinsson: Guðmundur Steinsson í liði Fram þurfti einnig að standa utan vallar vegna meiðsla og vera þar sem hver annar áhorfandi. „Þetta var baráttuleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast,“ sagði Guðmundur. „Baráttan í fyrri hálfleiknum fór aðallega fram á miðjunni en við áttum samt nokkrar hættulegar sóknir. í seinni hálfleik vörðumst við hins vegar mjög vel. „Það tók alveg ferlega á taugarn- ar að þurfa að fylgjast með fyrir utan, en ég verð vonandi með á miðvikudaginn f bikarleiknum," sagði Guðmundur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.