Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 1

Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 1
64 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 182. tbl. 76. árg.______________________________LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988____________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsms neuter. Á vinstri myndinni fylgjast þijár sovéskar konur með 300 sovéskum hermönnum koma yfír landamærin til Sovétríkjanna í gær frá suð-vestur héruðum Afganistans. Á hægri myndinni fagnar gömul kona hermanni í fjöldagöngu sem haldin var til heiðurs sovésku hermönnunum sem börðust í Afganistan. Á mánudag á helmingur sovéskra hermanna að hafa yfirgefið Afganistan og fyrirhugað er að brottflutningunum Ijúki 15. febrúar á næsta ári. Afganistan: Skæruliðar ná mikilvægri borg* Termer í Sovétríkjunum. Reuter. AFGANSKIR skæruliðar náðu í fyrsta skipti mikilvægri borg á sitt vald í gær, er þeir tóku höfuðborg Kunduz-héraðs í Norður-Afganistan meðan sovéskir her- menn drógu sig til baka, að þvi er heimild- ir frá Sovétríkj unum herma. Heimildarmennimir, þar á meðal háttsettir embættismenn, sögðu að skæruliðamir hefðu misst borgina í eina klukkustund í gærmorg- un, en náð henni síðan aftur. „Þetta er í fyrsta sinn sem þeir ná mikil- vægri borg,“ sagði einn heimildarmannanna í Termez, þar sem um þúsund sovéskir her- menn komu í gær frá Kunduz-héraði. Skæm- liðamir hafa sótt mjög á víðs vegar um Afgan- istan að undanfömu, en samkvæmt Genfar- samkomulaginu sem tók gildi 15. maí á helm- ingur sovéskra hermanna að hafa yfirgefíð landið á mánudag. Heimildarmenn í Termez sögðu að her Afg- anistanstjómarinnar héldi enn flugvellinum í Kunduz, 60 kílómetrum sunnan við landa- mæri Sovétríkjanna. Þeir sögðu að sovésk hersveit sem hefði yfírgefíð Kabul í þessari viku hefði frestað för sinni til Sovétríkjanna til að aðstoða stjómarhersveitir við að veíja flugvöllinn. Sein Lwin forseti Burma segir af sér: AUt að þúsund marnis tald- ír hafa fallið í óeirðiinum Bandaríkin: Eldur í háhýsi New York. Reuter. ÞRÍR slösuðust í gær þegar eldur braust út í Empire State-bygg- ingunni, einni af hæstu bygging- um heims. Homer Bishop slökkviliðsstjóri sagði að eldurinn hefði brotist út á 86. hæð byggingarinnar og borist upp á efstu hæðina, þá 102. Á báð- um þessum hæðum eru vinsælir útsýnisstaðir. Bishop sagði að enginn hefði slasast alvarlega. Eldurinn hefði brotist út frá stokk fyrir kapla sjón- varps- og útvarpsstöðva sem eru í byggingunni. Eldurinn hefði borist upp stokkinn en ekki komist á ganga byggingarinnar. Skipta sov- éskir millj- ónamæringar þúsundum? Moskvu. Reuter. SOVÉSKA neðaiyarðarhag- kerfið hefur gert þúsundir Sovétmanna að miHjónamær- ingum að sögn háttsetts sov- ésks hagfræðings, Tatjanas Korjagínas. í viðtali við dagblað sovésku verkalýðshreyfíngarinnar, Trud, segir Koijagína að Sovétmenn hafí greitt 14-16 milljarða rúbla (1-1,2 billjónir ísl. kr.) á ári fyrir þjónustu sem einstaklingar veita. 45 milljarðar rúbla (3,3 billjónir ísl. kr.) eru greiddir fyrir þjón- ustu innan hins opinbera hag- kerfis. Korjagína segir að innanhús- arkitektar, viðgerðarmenn, fata- hönnuðir, læknar, leigubílstjórar og útfararstjórar séu á meðal þeirra sem veita þjónustu innan neðanjarðarhagkerfisins. Þegar hún var spurð hversu margir þeirra væru milljónamæringar svaraði hún: „Að mínu mati eru þeir nokkur þúsund." Bangkok. Reuter. SEIN Lwin sagði í gær af sér sem forseti Burma eftir aðeins átján daga við stjórnvölinn. Grimmúð- ug mótmæli höfðu staðið yfir i fimm daga víða um landið og vestrænir stjórnarerindrekar segja að um 500 til 1.000 manns hafi fallið. Lwin hefur verið óvinsælasti stjómmálamaðurinn í Burma vegna 26 ára þjónustu hans við fyrirrenn- arann, Ne Win, og baráttu hans gegn stjómarandstöðunni. Vest- rænir stjómarerindrekar höfðu sagt að óhjákvæmilegt væri að Lwin segði af sér, en fæstir bjuggust við afsögn hans svo fljótt. Aðeins einum degi áður, á fímmtudag, hafði hann sagt á neyðarfundi að herinn væri fær um að bæla mótmælin niður. Stjómarerindrekar segja að ekki sé vitað hvort afsögfn Lwins merki að burmísk stjómvöld séu reiðubúin að slaka til og koma til móts við kröfur almennings um frelsi í efna- hagslífinu og lýðræði. Að sögn út- varpsins í Rangoon verður ekki ákveðið fyrr en á fundi miðstjórnar flokksins 19. ágúst hver taki við af Lwin. Flokkur landsins, sem hef- ur verið einn við völd í áratugi, og hemefndir hafa einnig boðað til fundar 18. ágúst. Talið er að Ne Win, fyrrum leiðtogi Burma, muni gegni lykilhlutverki í forystu lands- ins á næstu dögum. Að sögn sjónarvotta, sem rætt var við í síma, héldu óeirðirnar áfram í úthverfum Rangoon í gær og gekk fjöldi manna berserksgang um skrifstofur flokksins, auk þess sem þúsundum poka af hrísgijónum Austur-Þjóðveijar hafa verið hnepptir í fangelsi af stjórn- málaástæðum síðan austur þýsk fangelsi tæmdust næstum eftir almenna sakaruppgjöf fyrir ári, að þvi er mannréttindahreyfing í Vestur-Berlín skýrði frá á fimmtudag. Mannréttindahreyfíngin nefnist 13. ágúst samtökin, en þann dag árið 1961 var bygging Berlínar- múrsins hafin. Hreyfíngin heldur því fram að 400 manns hafí verið var stolið úr kommyllum. Nokkrir hermenn í Rangoon og fleiri borg- um em sagðir hafa gengið til liðs við mótmælendur eða neitað að fylgja skipunum um að skjóta á óbreytta borgara. dæmdir í fangelsi fyrir að reyna að flýja land. Um 90 prósent hinna fanganna 600 hafí reynt að knýja á um að fá leyfí til að flyijast úr landi með því að dreifa bæklingum eða taka opinberar byggingar á sitt vald. Hreyfíngin byggir þessar tölur á viðtölum við fyrrverandi fanga í Austur-Þýskalandi. Austur-þýska fréttastofan ADN sendi frá sér stutta fréttatilkynn- ingu í gær þar sem segir að stað- hæfíngar mannréttindahreyfingar- innar séu „uppspuni frá rótum." Sjá ennfremur frétt á bls. 26. Eiffel-turninn málaður Nú er verið að mála Eiffel-turninn í París fyrir tveggja alda afmæli frönsku sljórnarbyltingarinnar. Eiffel-turninn, sem réistur var árið 1899, er málaður sjöundá hvert ár og fara í það 45 tonn af málningu. Austur-Þýskaland: Pólitískir fangar eru taldir minnst þúsund Vestur-Berlín. Reuter. AÐ MINNSTA kosti þúsund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.