Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR. 13. ÁGÚST L988
5
Pollamót í fótbolta
haldíð í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
ÞAÐ VAR mikið um að vera á
iþróttavellinum i Stykkishólmi
helgina 6. og 7. ágúst en völlur-
inn hefir verið mikið notaður í
sumar og mörg mót farið þar
fram. Nú mættu til leiks fimm
sveitir i svonefndri Pollakeppni
eða Svalakeppni, því Sól hf. veitti
verðlaunahöfum bikar til merkis
um árangur.
Þeir sem kepptu eru 10 ára og
yngri frá Blönduósi, Hvammstanga,
Borgamesi, Grundarfirði og Stykk-
ishólmi, alls 8 lið, og fóru undanúr-
slit fram á vellinum á laugardag
og voru áhorfendur margir. Um
kvöldið fóru svo liðin með hrað-
ferðum Eyjaferða um hinar venju-
legu ævintýraleiðir á Breiðafirði.
Þegar aðalkeppnin fór fram á
sunnudaginn var fjöldinn allur við-
staddur, bílaþvagan hefír aldrei
verið meiri og það var spenná í
lofti. Allir fylgdust vel með, bæði
ungir og gamlir voru mættir til að
fylgjast með eftirtektarverðum leik.
Æskan gefur ekki eftir, enda lögðu
keppendur sig fram um að ná ár-
angri.
Urslit urðu þau að Snæfell í
Stykkishólmi sigraði Skallagrím í
Borgamesi í úrslitaleik með tveimur
mörkum gegn einu eftir framlengd-
an leik. í öðru sæti varð því Skalla-
grímur í Borgamesi og í þriðja
sæti Hvöt á Blönduósi.
Markahæsti leikmaður varð Eð-
varð Ó. Traustason, Skallagrími,
en hann skoraði alls 10 mörk á
mótinu. Sigtryggur Jónasson, Snæ-
felli, skoraði 9-mörk.
Besti markmaðurinn var kjörinn
Sigmundur Þorsteinsson úr B-liði
Hvatar og besti leikmaður var kjör-
inn Daði Sigurþórsson, Snæfelli.
Á eftir keppninni afhenti Sturla
Böðvarsson bæjarstjóri verðlaun og
þakkaði um leið skemmtilega og
drengilega keppni. Aðalverðlaun
gaf Alþýðubankinn á Blönduósi, vel
gerðan og fagran farandbikar, en
öll önnur verðlaun gaf Sól hf. í
Reykjavík.
Mótið fór vel og ánægjulega fram
og þrátt fyrir nokkra úrkomu mátti
segja að veður væri ákjósanlegt,
enda hafði það síður en svo neikvæð
áhrif á keppenduma.
Ungmennafélagið Snæfell í
Stykkishólmi sá um mótið og móts-
stjóri var Davíð Sveinsson.
- Arni
Keppendur á polla- og Svalamót-
inu sem fram fór í Stykkishólmi
helgina 6. og 7. ágúst.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
UPPBOT
ÁISUNSKT SUMAR!
3 VIKUR Á MAJORKU:
VERÐ FRA 32.140 kr.U
Æ —— Æ tm M -Æ BROTTFOR10. SEPTFM
ar í Háskóla-
kapellunni
SR. Gunnar Björnsson, fyrrum
Fríkirkjuprestur, hyggst syngja
messu í Háskólakapellunni næst-
komandi sunnudagsmorgun á
vegum stuðningsmanna sinna i
Frikirkjusöfnuðinum.
Stuðningsmenn sr. Gunnars leit-
uðu eftir því við safnaðarstjóm
Fríkirlqunnar að fá afnot af kirkj-
unni til guðsþjónustuhalds á sunnu-
daginn en var synjað.
Ekki hefur verið auglýst messa
í Fríkirkjunni á sunnudaginn, en
hefðbundnu sumarleyfí starfsfólks
Fríkirkjunnar er nú lokið. Það hófst
í byijun júlí og átti að standa í sex
vikur.
Gönguferð að
lokinni messu
í Kirkju-
vogskirkju
MESSAÐ verður í Kirkjuvogs-
kirkju í Höfnum sunnudaginn 14.
ágúst. Þar er messað að jafnaði
einu sinni í mánuði árið um
kring. Sóknarpresturinn, sr. Örn
Bárður Jónsson messar. Að
messu lokinni verður efnt til
gönguferðar.
Gengið verður fyrir Ósabotna,
um Básenda, í Stafnes og göngunni
lýkur við Hvalsneskirkju. Leiðsögu-
maður verður Ásbjöm Eggertsson,
hreppstjóri. Fólk er hvatt til þess
að koma ferðbúið til messu.
Um svipað leyti f fyrra var farið
í gönguferð eftir messu og var þá
genginn svonefndur prestastígur
sem liggur frá Kalmanstjöm og í
Staðarhverfí í Grindavík. Tókst
gangan mjög vel.
(Úr fréttatilkynningu)
Septemberferð til Majorku er sannkallaður
sumarauki. Þá eru mestu hitarnir yfirstaðnir og
meðalhitinn 24°C. Og á Úrvalsstaðnum Sa Coma
á austurströnd eyjunnar er ein besta baðströnd
Majorku og alltsem þarftil að fríið heppnist vel.
Royal Mediterraneo íbúðahótelið er gististaður
í sérflokki. Hótelið er staðsett á ströndinni og öll
aðstaða eins og best verður á kosið.
3 vikur: 44.650 kr. *
El Paraiso íbúðahótelið er fyrsta flokks gististað-
ur, íbúðirnar vel búnar og aðstaða góð. Frá
hótelinu eru u.þ.b. 100 metrar niður að strönd.
3 vikur: 34.750 kr*
* Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn,
2-11 ára, í íbúð.
Bungalows „Sa Coma“ eru skemmtileg parhús
raðhús. Þar bjóðum við gistingu í stórum íbúðum sem
hýsa allt að 1 manns. Útisundlaug er á staðnum og
u.þ.b. 200 metrar niður að strönd.
3 vikur: 32.140.**
**Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 4 börn, 2-11
ára, í íbúð.
Lukkuhjól Úrvals ersniðið að þörfum þeirra sem leggja
meira upp úrsól ogstrandlífi en minna upp úr gistiað-
stöðu og þjónustu. / Lukkuhjólsferðum velur þú ekki
gististað, en fœrð að vita um hann með minnst 7 daga
fyrirvara. Við bjóðum aðeins mjög góða gististaði, svo
áhœttan er engin!
3 vikur: 35.900 kr. miðað við gistingu í tveggja manna
herbergi. Athugið barnaafsláttinn!
Nú gildir að taka ákvörðun strax!
FERDASKRIFSTOFAN URVAL
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.