Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR. 13. ÁGÚST L988 5 Pollamót í fótbolta haldíð í Stykkishólmi Stykkishólmi. ÞAÐ VAR mikið um að vera á iþróttavellinum i Stykkishólmi helgina 6. og 7. ágúst en völlur- inn hefir verið mikið notaður í sumar og mörg mót farið þar fram. Nú mættu til leiks fimm sveitir i svonefndri Pollakeppni eða Svalakeppni, því Sól hf. veitti verðlaunahöfum bikar til merkis um árangur. Þeir sem kepptu eru 10 ára og yngri frá Blönduósi, Hvammstanga, Borgamesi, Grundarfirði og Stykk- ishólmi, alls 8 lið, og fóru undanúr- slit fram á vellinum á laugardag og voru áhorfendur margir. Um kvöldið fóru svo liðin með hrað- ferðum Eyjaferða um hinar venju- legu ævintýraleiðir á Breiðafirði. Þegar aðalkeppnin fór fram á sunnudaginn var fjöldinn allur við- staddur, bílaþvagan hefír aldrei verið meiri og það var spenná í lofti. Allir fylgdust vel með, bæði ungir og gamlir voru mættir til að fylgjast með eftirtektarverðum leik. Æskan gefur ekki eftir, enda lögðu keppendur sig fram um að ná ár- angri. Urslit urðu þau að Snæfell í Stykkishólmi sigraði Skallagrím í Borgamesi í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu eftir framlengd- an leik. í öðru sæti varð því Skalla- grímur í Borgamesi og í þriðja sæti Hvöt á Blönduósi. Markahæsti leikmaður varð Eð- varð Ó. Traustason, Skallagrími, en hann skoraði alls 10 mörk á mótinu. Sigtryggur Jónasson, Snæ- felli, skoraði 9-mörk. Besti markmaðurinn var kjörinn Sigmundur Þorsteinsson úr B-liði Hvatar og besti leikmaður var kjör- inn Daði Sigurþórsson, Snæfelli. Á eftir keppninni afhenti Sturla Böðvarsson bæjarstjóri verðlaun og þakkaði um leið skemmtilega og drengilega keppni. Aðalverðlaun gaf Alþýðubankinn á Blönduósi, vel gerðan og fagran farandbikar, en öll önnur verðlaun gaf Sól hf. í Reykjavík. Mótið fór vel og ánægjulega fram og þrátt fyrir nokkra úrkomu mátti segja að veður væri ákjósanlegt, enda hafði það síður en svo neikvæð áhrif á keppenduma. Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi sá um mótið og móts- stjóri var Davíð Sveinsson. - Arni Keppendur á polla- og Svalamót- inu sem fram fór í Stykkishólmi helgina 6. og 7. ágúst. Morgunblaðið/Ámi Helgason UPPBOT ÁISUNSKT SUMAR! 3 VIKUR Á MAJORKU: VERÐ FRA 32.140 kr.U Æ —— Æ tm M -Æ BROTTFOR10. SEPTFM ar í Háskóla- kapellunni SR. Gunnar Björnsson, fyrrum Fríkirkjuprestur, hyggst syngja messu í Háskólakapellunni næst- komandi sunnudagsmorgun á vegum stuðningsmanna sinna i Frikirkjusöfnuðinum. Stuðningsmenn sr. Gunnars leit- uðu eftir því við safnaðarstjóm Fríkirlqunnar að fá afnot af kirkj- unni til guðsþjónustuhalds á sunnu- daginn en var synjað. Ekki hefur verið auglýst messa í Fríkirkjunni á sunnudaginn, en hefðbundnu sumarleyfí starfsfólks Fríkirkjunnar er nú lokið. Það hófst í byijun júlí og átti að standa í sex vikur. Gönguferð að lokinni messu í Kirkju- vogskirkju MESSAÐ verður í Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum sunnudaginn 14. ágúst. Þar er messað að jafnaði einu sinni í mánuði árið um kring. Sóknarpresturinn, sr. Örn Bárður Jónsson messar. Að messu lokinni verður efnt til gönguferðar. Gengið verður fyrir Ósabotna, um Básenda, í Stafnes og göngunni lýkur við Hvalsneskirkju. Leiðsögu- maður verður Ásbjöm Eggertsson, hreppstjóri. Fólk er hvatt til þess að koma ferðbúið til messu. Um svipað leyti f fyrra var farið í gönguferð eftir messu og var þá genginn svonefndur prestastígur sem liggur frá Kalmanstjöm og í Staðarhverfí í Grindavík. Tókst gangan mjög vel. (Úr fréttatilkynningu) Septemberferð til Majorku er sannkallaður sumarauki. Þá eru mestu hitarnir yfirstaðnir og meðalhitinn 24°C. Og á Úrvalsstaðnum Sa Coma á austurströnd eyjunnar er ein besta baðströnd Majorku og alltsem þarftil að fríið heppnist vel. Royal Mediterraneo íbúðahótelið er gististaður í sérflokki. Hótelið er staðsett á ströndinni og öll aðstaða eins og best verður á kosið. 3 vikur: 44.650 kr. * El Paraiso íbúðahótelið er fyrsta flokks gististað- ur, íbúðirnar vel búnar og aðstaða góð. Frá hótelinu eru u.þ.b. 100 metrar niður að strönd. 3 vikur: 34.750 kr* * Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Bungalows „Sa Coma“ eru skemmtileg parhús raðhús. Þar bjóðum við gistingu í stórum íbúðum sem hýsa allt að 1 manns. Útisundlaug er á staðnum og u.þ.b. 200 metrar niður að strönd. 3 vikur: 32.140.** **Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 4 börn, 2-11 ára, í íbúð. Lukkuhjól Úrvals ersniðið að þörfum þeirra sem leggja meira upp úrsól ogstrandlífi en minna upp úr gistiað- stöðu og þjónustu. / Lukkuhjólsferðum velur þú ekki gististað, en fœrð að vita um hann með minnst 7 daga fyrirvara. Við bjóðum aðeins mjög góða gististaði, svo áhœttan er engin! 3 vikur: 35.900 kr. miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Athugið barnaafsláttinn! Nú gildir að taka ákvörðun strax! FERDASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.