Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 7 Ólafur R. Grímsson á fund utanríkisráðherra: Óskaði eftir stuðning’i við ráðstefnu um bann við kjarnorkuvopnum ÓLAFIJR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins hefur óskað eftir því við Steingrím Hermannsson utanrík- isráðherra að ríkisstjórn íslands skrifi rikisstjórnum Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna og Bret- lands formlegt bréf til að styðja að haldin verði ráðstefna um samning sem banni kjarnorku- vopnatilraunir. í fréttatilkynningu frá Alþýðu- bandalaginu segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gengið á fund Steingríms Hermannssonar í vik- unni og greint honum frá tillögu, sem fimm ríki hafí sent til kjam- orkuveldanna, um að haldin verði formleg samningaráðstefna sem banni aliar tilraunir með kjamorku- vopn. Þessi tillaga sé sett fram á grundvelli samnings um takmark- aðar tilraunir með kjamorkuvopn semg gerður var 1963 og undirrit- aður af 116 ríkjum, þar á meðal íslandi. í fréttinni segir að samkvæmt samningnum sé það réttur sérhvers aðildarríkis að styðja tillögu um breytingar og beri að kalla samn- ingaráðstefnu saman ef */3 hluti aðildarríkjanna sendir formlegt bréf þar um. A allsheijarþingi Samein- uðu þjóðanna hafí bæði árin 1986 og 1987 verði samþykkt með yfír- gnæfandi meirihluta stuðningsá- lyktun við slíka samningaráðstefnu. Ólafur Ragnar setti fram þá skoðun við utanríkisráðherra að mikilvægt væri að ríkisstjóm ís- lands yrði í hópi þeirra ríkja sem þannig lýstu formlegum stuðningi við gerð samnings sem bannaði allaqr tilraunir með kjamorkuvopn. Segir í frétt Alþýðubandalagsins að ákveðið hafi verið að á næstu vikum myndi Ólafur Ragnar láta Steingrími Hermannssyni í té upp- lýsingar um gang málsins og stuðn- ing frá öðmm ríkjum og þeir muni á næstunni eiga fleiri viðræðufundi um málið. Victor Borge vænt- anlegur til landsins Skemmtikrafturinn Victor Borge er væntanlegur til lands- ins og mun hann halda tvenna tónleika á Hótel íslandi dagana 1. og 2. september. Victor Borge kom hingað fyrir nokkram árum og hélt tónleika í Skemmtikrafturinn Victor Borge. Þjóðleikhúsinu. Á tónleikum sínum flytur Borge gamanmál í bland við tónlist. Hann hefur nýlokið hljómleika- ferðalagi um Bandaríkin og kom hann meðal annars fram ásamt Bob Hope við opnun nýrrar menn- ingarmiðstöðvar á vesturströnd- inni. Þess má geta að Victor Borge skemmti við opnun Lincoln Center í New York á sínum tíma. Victor Borge er fæddur í Dan- mörku en fluttist til Banda- ríkjanna ungur að árum. (Úr fréttatilkynningu) CITROÉN 50% Á12 MÁNUÐUM MEÐ FÖSTUM 9% VÖXTUM. ENGIN VERÐTRYGGING Sýningu á verkum Chag- alls að ljúka SÝNINGU Listahátíðar á verk- um Marcs Chagalls i Listasafni íslands lýkur á morgun, sunnu- daginn 14. ágúst. SOMU KJOR A NOTUÐUM BILUM Nú bjóðum við nokkra Citroén AX bíla til afgreiðslu strax á ómótstæðilegum kjörum: Við staðgreiðslu allt að 13% afsláttur eða 50% út og eftirstöðvar með jöfnum afborgunum á 12 mánuðum með 9% föstum vöxtum. Engin verðtrygging. Þegar hafa 11—12 þúsund manns séð sýninguna en á henni eru verk í eigu dóttur listamanns- ins. Listasafn íslands er opið kl. 11-17. (Fréttatilkynning) Heiti potturinn: Tónleikar Auk þess að bjóða þessi frábæru kjör, viljum við benda á, að aldrei áður hafa Citroén bílar verið boðnir á hagstæðara verði. Hvar annars staðarfærð þú nýjan bíl í þessum gæðaflokki á aðeins kr. 359.000,- □ Citroén AX - Einstakir aksturseiginleikar S3 Citroén AX - Verðlaunabíll ársins 1987 0 Citroén AX - Ótrúlega sparneytinn eða allt niðu í 3.91 á pr. 100 km. Líttu á allar hliðar málsins og við bjóðum þig velkominn í Lágmúla 5. Ellenar og Kristjáns ELLEN Kristjánsdóttir, söng- kona, og Kristján Kristjánsson, munnhörpu- og gitarleikari, halda blústónleika í Heita pott- inum í Duus-húsi á morgun, sunnudag. Með þeim leika Eyþór Gunnars- son á hljómborð, Gunnlaugur Bri- em á trommur, Magnús Eiríksson á gítar og Birgir Bragason á bassa. Ellen og Kristján eru systkin, hún er landsþekkt söngkona en Kristján hefur undanfarin ár verið búsettur í Svíþjóð þar sem hann hefur stundað tónlistarnám og leikið víða um Evrópu með ýmsum tónlistarmönnum. Tónleikamir hefjast klukkan 22. Opið laugardag frá kl. 13-17 virka daga frá kl. 09-18 G/obus? Lágmúla 5 Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.