Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 11

Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 11 BLÓM VIKUIMNAR 105 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir stæðum. Eins og áður var nefnt eru þær þó ekki eins sterkar og gömlu lúpínunar, einkum þær gulu, skær- rauðu og sterk-fjólubláu. Best dafna þær í frekar sendinni jörð á sólríkum stað, en þola illa þungan og blautan jarðveg. öruggast er að skvla þeim með laufi og öðrum garðúrgangi á vetrum. Ekki ætti að láta þær þroska fræ heldur klippa afblómstraða stöngla burtu jaftióðum, enda eru þær ekki fræ- ekta og því vissast að fjölga þeim með græðlingum. Og næst þegar þið lítið yfír skrautlega lúpínu-beðið ykkar þá sendið Russel gamla þakkarþanka. Að lokum vil ég svo nefna eina lúpínutegund enn, sem virðist vera á góðri leið með að vinna sér þegn- rétt hér á landi, en það er Alaska- lúpínan (Lup. nootkatensis) sem Skógræktin flutti inn til þess að græða upp sanda og mela. Hún virðist una sér hið besta hér en svo sterk er hún og yfírgangssöm við annan gróður að ástæða virðist til að gæta allrar varúðar við dreifíngu hennar. Og lýkur svo lúpínu-spjalli. ÓI. B. Guðmundsson Jónas Ingimundarson pianóleik- ari. Tónleikar í Borgarnesi Jónas Ingimundarson pianóleik- ari heldur einleikstónleika í Borgar- neskirkju í dag kl. 16. í frétt í blað- inu í gær var sagt að tónleikamir ættu að heíjast kl. 15. Biðst Morg- unblaðið velvirðingar á mistökun- um. Jónas heldur aðra tónleika í sal Tónlistarskólans á Siglufírði annað kvöld og eru þeir liður í hátíðar- höldunum á staðnum sem hefjast nú um helgina. Heyskapur í Arbæjarsafni HEYSKAPUR verður í Árbæj- arsafni í dag frá kl. 13 til 17. Slegið verður með orfi og ljá, rifjað, rakað og bundið í bagga og gefst gestum tækifæri til að táka þátt í heyskapnum. Einnig verða grasafræðingar á staðnum og munu þeir leiðbeina bömum við að þekkja blómin í hlaðvarpanum og grösin á túninu. Fréttatilkynning Lóðafram- kvæmdirí Arbæjar- hverfi Á opnu svæði milli Ársels og Árbæjarkirkju í Árbæj- arhverfí hefur verið unnið að lóðaframkvæmdum í sumar fyrir um 6 milljónir króna og er þeim um það bila að ljúka. Svæðið hefur verið tyrft og gróðursett og lagðir göngustígar lagðir. Morgunblaðið/Sverrir Amarflug á uppleið! Farþegar okkar verða strax varir við atikna samkeppni. Ný rekstrarstefna - betri afkoma Það er engin launung að mörg undanfarin ár hafa verið erfið í rekstri Arnarflugs. Til þess að snúa dæminu við var staða félagsins tekin til gagn- gerrar endurskoðunar og ný rekstrarstefna mörkuð; áhættu- samt leiguflug var látið víkja og megináherslan lögð á áætlunarflug til Evrópu. Önnur Boeing 737-200 þota er staðfesting á öflugri markaðssókn félagsins. Þessi endurskipulagning á rekstrinum hefur nú sannað ágæti sitt og sýndu rekstrartölur fyrirtækisins hagnað á síðasta ári. Betri þjónusta með samkeppni Reksturinn er kominn á rétta braut og bjart framundan. Arnarflug stefnir markvisst að því að verða leið- andi á ýmsum sviðum þjónustu við flugfarþega á íslandi eins og farþegar okkar hafa þegar orðið varir við. Nokkur dæmi um betri þjónustu: • Farþegar okkar fá brottfarar- spjald sem gildir alla leið á áfangastað þótt skipt sé um vél. Engin hlaup á flugvöllum erlendis. • Sætabilið er meira í allri vélinni. Það jafnast á við „Business Class“ annarra flugfélaga. • Tollfrjáls verslun um borð. • Fyrsta flokks þjónusta í mat og drykk. Við erum ekki einir um hituna, heldur í hörku samkeppni. Þannig viljum við hafa það og því leggur allt starfsfólk Arnarflugs hart að sér í vinnunni. Það er staðreynd að samkeppni í flugi, eins og öðru, tryggir neytendum meira val og betri þjón- ustu. Þess vegna er þörf fyrir Amarflug. ARNARFLUG{# j - félag í samkeppni! SÖLUSKRIFSTOFA ARNARFLUGS OG KLM AUSTURSTRÆTI 22 SlMI 623060 SÖLUSKRIFSTOFA ARNARFLUGS LÁGMÚLA 7 SÍMI 84477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.