Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Kjamorkusögur Umsjónarmaður Gísli Jónsson 448. þáttur Erlendar bækur Guðmundur H. Frímannsson Martin Amis: Einstein’s Monsters, Penguin, 1988. Martin Amis er sennilega þekkt- asti ungi rithöfundur Englendinga nú um stundir og hann er líka í hópi þeirra allra beztu. Hann hefur ritað eina bók nú þegar, sem ýms- ir fleiri en ég telja í hópi meistara- verka samtímans. Það er bókin Money, sem út kom fyrir fjórum árum. Þá bók má lesa með ýmsum hætti, eins og góðra bóka er hátt- ur. Það má til dæmis skoða hana í ljósi þeirrar áráttu sumra Eng- lendinga að fara með ránum og djöfulgangi hvert sem þeir fara, hvort sem það er á knattspymu- völlum, ströndum Spánar eða ann- ars staðar. Fjölmiðlar grípa gjam- an til félagsvísindamanna, þegar á að reyna að skýra slíka ónátt- úm, sem undantekningarlaust mistekst hrapallega af þeirri ein- földu ástæðu að þeir hafa svo tak- mörkuð gögn: erfítt uppeldi, fá- tækt, drykkjuskapur em dæmi- gerðar skýringar, en em í mesta lagi einungis byrjun á skýringu. En vandinn er sá að þær duga ekki. En góð skáldverk segja manni meira um eðli mannanna en félagsvísindi geta nokkum tíma gert. Money segir af einum laðrún, John Self, sem hefur unnið við gerð auglýsingamynda og ætlar sér að verða stórt nafn í kvikmynd- um, hefur peninga eins og skít, er gersneyddur því sem kalla má eðlilegt mat á verðmætum og trú- ir því að ekkert sé meira virði í llfínu en liggja konur og fróa sjálf- um sér nema peningar. Og hegðar sér í samræmi við það. í sögunni er að finna stflsnilld og formsnilld, sem er óvenjuleg. Nýlega var gefín út I kilju nýj- asta bók Martins Amis, Skrímsli Einsteins. Hún er safn smásagna með ítarlegum formála eftir höf- úndinn. í formálanum leitast Amis við að leiða rök að því að gera verði nánast allt til að losa menn- ina við kjamorkuvopn og fer yfír ýmis þau rök, sem beitt hefur ver- ið til að réttlæta þau. Hann telur, að þau séu eins og sýki, sem allir séu haldnir, þótt fáir geri sér grein fyrir því. Nú er ekki sérstök ástæða hér að fara yfír rök hans, sem ég er í flestum atriðum ósam- mála, heldur víkja að því að hann telur að eldri kynslóðin beri ábyrgð á vopnunum. Hann segir svo frá viðskiptum sínum við föður sinn, rithöfundinn Kingsley Amis, um þessi efni: „Þegar ég sagði honum, að ég væri að skrifa um kjamorkuvopn, sagði hann með tón, „Eh. Ég geri ráð fyrir, að þú sért... „á móti þeim“?“ Hann tekur ekki mikið mark á hugsuðum. (Hann svaraði vini mínum eitt sinn, sem hafði sagt honum að einni hvalategund I útrýmingarhættu væri skipulega breytt í sápu, „Það virðist nokkuð fóð aðferð til að gernýta hvali." rauninni er honum hlýtt til hvala, held ég, en það er ekki málið.) Ég er að jafnaði mddalegri við föður minn um kjamorkuvopn en um nokkuð annað, mddalegri en ég hef verið síðan ég var ungling- ur. Ég lýk samræðunni venjulega með því að segja eitthvað í líkingu við, „„Jæja, við verðum bara að bíða eftir því að þið, skíthælamir, drepist einn af öðrum." Hann lýk- ur venjulega á að segja eitthvað I áttina við, „Hugsaðu þér. Með því að leggja niður Listaráð ríkis- ins gætum við aukið vopnabúr okkar vemlega. Skáldastyrkir gætu dugað fyrir viðhaldi á kjam- orkukafbát í heilt ár. Opinbert fé, sem fer í eina sýningu á ópemnni Rosenkavaiier, dygði fyrir einni nifteindasprengju. Ef við lokuðum öllum sjúkrahúsum í London, gæt- um við ...““ Það er ýmislegt fleira jafn skemmtilegt og þessi frásögn af Kingsley Amis. Sögumar í þessu safni era fímm. Tvær þeirra era skrifaðar undir greinilegum áhrifum af vísindaskáldsögum, „Tímaveikin" og Litli voffinn sem varð“. í þeirri seinni er mjög sniðuglega farið með stef úr ævintýmm, þótt sagan sé heldur þunglamaleg framan af. „Bujak og sterki krafturinn eða teningar Guðs“ er fyrsta sagan og að því er ég fæ bezt séð sú bezta. í henni segir af fyrrum kraftamanni úr Qölleikahúsum, sem er öðmm þræði mikill lífslist- armaður, örlögum fjölskyldu hans og viðbrögðum hans við þeim. Síðasta sagan heitir Hinir ódauð- legu og greinir frá dapurlegum örlögum ódauðlegs manns, sem á endanum stendur einn eftir, því allir hinir em dauðir vegna kjam- orkustríðs. Þessar sögur em ekki bara vel gerðar frásagnir heldur er líka í þeim skipuleg og skarpleg um- hugsun um veröldina nú á dögum. í þeim er vikið að ýmsum dapur- legustu þáttum I fari samtímans og hvergi litið undan, en gaman- semin grá. Amis nýtir ótrúlega vel líkingamál frá kjamorkuvopnum og eðlisfræði þeirra. Þetta em réttilega kjamorkusögur. Undan skilningstrjenu Egill Egilsson Uppreisn unga fólksins. Stúd- entauppreisnin. Stúdentaóeirðir. Af hveiju hófust þær? í hveiju fólust þær? Hveiju komu þær til leiðar? Hvað er orðið um þá sem tóku þátt í þeim? Nú tuttugu ámm seinna em atburðimir nægilega flarri, og glýja tilfinninganna minni, eða e.t.v. alveg horfin. Margir hafa reynt að henda reiður á hvað gerð- ist og glíma við spumingamar sem var varpað fram hér á undan. Hér er reynt að draga saman í örstuttu máli vangaveltur þátt- takanda tuttugu ámm seinna. Af hverju hófust þær? Fyrst mætti spyija sem svo: Hvar hófust þær og hvenær'í Málið er ekki svo einfalt eins og sumir vilja vera láta, að þær hafí gosið upp fyrirvaralaust og tilefn- islaust árið 1968 og ekki verið fyrir hendi áður. Ýmiskonar for- vera má t.d. finna einkum í kring- um Berkeley í Bandarílqunum all- löngu áður. Einnig hefur verið minnst á Berlín í því sambandi. Umrætt ár verða þær aðeins miklu umfangsmeiri. Bent hefur verið á einstakar staðbundnar ástæður uppreisnar- innar, svo sem Víetnamstríðið, sem sneri að Bandaríkjamönnum fyrst og fremst. Þótt Vesturevró- gagara kalla eg þessi ljóð. Þessi vísa er úr Pontusrim- um (111,79) eftir Magnús Jóns- son prúða (1525?—1591). Hún er því upp tekin hér, að í 438. þætti vom nokkrar vangaveltur um orðin gagari og gagaraljóð. Af því tilefni fékk ég bréf frá Magnúsi Jónssyni í Hafnarfírði, þar sem vitnað er til þessarar vísu og hinnar miklu ritsmíðar dr. Bjöms K. Þórólfssonar um rímur fyrir 1600. Ég þakka Magnúsi bréf hans fyrr og síðar og læt svo fylgja kafla úr riti Bjöms Karels: „f gagaraljóðum em samrím- anir á víxl sem í ferskeyttu, en öll vísuorð em stýfð og lengd þeirra sem í stafhendu og sam- hendu. Hljóðstafasetning er sem í ferskeyttum hætti. Nafííið gag- arafjóð er algengt á seytjándu öld, en í þessu erindi úr Pont- usrímum er það ekki haft, held- ur er hátturinn kallaður gagari, ef orðið gagari á ekki við rímuna sjálfa, sbr. „orðum fám er glæstum gædd“. Jeg þekki ekki orðið gagari annarsstaðar en hjer, og einu sinni í Bærings- rímum Jóns Guðmundssonar í Rauðseyjum; hjá Jóni virðist merkingin helst vera óþokki. Hvort sem það nú er ríman eða bragarháttur hennar, sem höf- undurinn kallar gagara, þá hef- ur verið skilið svo, sem nafnið ætti við háttinn. Nafninu var breytt í gagaraljóð, og svo hef- ur hátturinn lengi verð nefnd- ur.“ (Stafsetningin er dr. Bjöms, en leturbreytingar umsjónar- manns.) ★ Enn er orðið kýr að þvælast fyrir lærðum og leikum. Undar- legt hvað blessuð skepnan er mönnum erfíð, eins og beyging nafíisins er reyndar auðveld. Án greinis em nefnifall og eignar- fall eins, þolfall og þágufall eins: Kýr, um kú, frá kú, til kýr. puríkin væm bandamenn þeirra tóku þau ekki beinan þátt í því stríði, heldur heyrðust ákafar gagniýnisraddir frá þeim. Þannig brann það stríð ólíkt heitar á bandarískri æsku. Stríðið skýrir það tæplega út af hveiju uppreisn- in kom upp með engu minni krafti í ýmsum íjölmennum ríkjum Vest- urevrópu. Hvað viðvíkur Frakklandi, þar sem uppreisnin var talin beinast að innviðum þjóðfélagsins, hefur verið bent á til skýringar að franskt skólakerfí hafí verið mjög íhaldssamt og gamaldags. Énn skýrir það ekki út hvers vegna uppreisnin var engu minni í Þýskalandi. Dýpra var á orsökunum. Um- fang og styrkur uppreisnarinnar verða ekki skýrð út, nema vísa til menningarástands kaldastríðs- áranna, og einkum áranna fyrir 1968. Foreldrar hinnar uppreisn- argjömu kynslóðar höfðu lifað heimsstyijöldina síðari, og reynsla þeirra varð til að afstaða þeirra var afdráttarlaus um margt. Þetta kom fram í mörgum hliðum hins daglega lífs ungmennanna. Það mótaði líf þeirra á heimilum, í skólum og setti svip sinn á það sem þau heyrðu í fjölmiðlum um umheiminn. Þetta kemur og heim og saman við að þótt uppreisnin hafí verið margvíslegs eðlis, var aðaleinkenni hennar allstaðar, að henni var beint gegn valdbeitingu Þetta er nú ekki flókið. Varla ætti svo heldur að vera, þó grein- ir bætist við: kýrin, um kúna, frá kúnni, til kýrinnar. En ekki hallaðist á um daginn í vörpun- um, hvort sem þau vora ríkisrek- in eða ekki. Annars vegar mátti heyra að síðustu „kýrinni" hefði verið fargað, hins vegar mátti sjá nefnifallsmyndina „kúin“! Hvers konar klaufabárðar em þama eiginlega? Ég held að við verðum að tala við þá eins og böm: Kýrin heitir Kolla. Ég sá kúna Kollu. Kolla er nafnið á kúnni. Þetta er kálfur kýrinnar Kollu. Hlegið var að skólapilti (varð þjóðkunnur ágætismaður) sem sagði á gagnfræðaprófí, þegar hann kom upp í nautgripunum: „Það er þá best að byija á kýr- inni, því að hún er okkur skyld- ust“! Látum ekki herma slíkt tal upp á okkur eða spjá okkur með kveðskap eins og þessum sem sást fyrir nokkmm ámm: Það var skrýtið með kýrina á Krossi undan kýrinni hans Stjána á Fossi. Þessi kú var í línum svo ókúarleg sýnum, að helst líktist brokkgengu hrossi. ★ Þá er röðin enn komin að Jakob Bjömssyni í Reykjavík. Hann segir: „Um orðið „eyðni“ segir þú í 435. þætti: „Mér er t.d. alveg hulið hvemig sá maður hugsar sem ekki tengir þegar í stað eyðni við auðn og sögnina að eyða. Ég hef horft á myndir af eyðnisjúklingum og þárf ekki frekar vitnanna við.“ Mér er spum: Hefur þú líka séð myndir af aðframkomnum krabbameinssjúklingi, berkla- sjúklingi eða manni með hörgul- sjúkdóma á háu stigi, t.d. frá hungursvæðum Afríku, sem oft má sjá I blöðum og hjálparbeiðn- um? Hver er munurinn á þeim myndum og af langt Ieiddum „eyðni“-sjúklingi? Enginn! Er þá ekki orðið „eyðni“ jafngott um alla þessa sjúkdóma? Vissulega, í daglegu lífí og umhverfí ung- mennanna og valdbeitingu annar- staðar í heiminum. Hvað kom út? Var þetta allt stormur í vatns- glasi? Því heyrist haldið fram. En þannig er því ekki varið. Það var annað og meira, þegar de Gaulle kailaði franskar hersveitir heim frá Þýskalandi, til að veija það sem hann taldi öryggi Frakklands gegn samfylkingu námsmanna og verkamanna. Það var annað og meira, þegar þessi uppreisn er megininntak þeirrar almennu andstöðu, sem varð til að Banda- ríkjamenn losuðu sig við Víet- namstríðið. Og svona mætti telja áfram. Ýmis menningarleg áhrif uppreisnarinnar, t.d. í tónlist, urðu ekki kölluð aftur. Hvað varð um stefnurnar? Ismamir vom margir. Og á eftir kom tími „ismaleysis" (og varir enn). Einna mest bar á ýmsum útgáfum marxisma og sósíalisma, þó með ívafí stjóm- leysis. „Ismamir“ em til eftir sem áður í bókum, eða sem yfírlýstar stefnur þeirra ríkja sem telja sig vera að framkvæma þá. En fólk- ið, sem aðhylltist þá áður, gerir það sjaldnast lengur. Og þjóð- félögin hafa ekki breyst heldur af þessum orsökum, svo að sýnt verði fram á. Hvað hefur breyst? Það sem kann að hafa breyst ef þessi viðmiðun þín er höfð að leiðarljósi. Þama er kjami málsins. Dæmið sem þú tekur sýnir einmitt ljóslega að orðið „eyðni" er slík merkingarleg þynnka, getur merkt nánast hvaðeina sem hefur tengsl við auðn og dauða, að það er af þeim sökum ónothæft um tiltek- inn, afmarkaðan sjúkdóm. Hug- takið skröltir innan í orðinu. Orðið fer því eins og föt af 120 kg karlmanni fyrir tíu ára dreng. Skiptir þá engu þótt fötin séu úr fínasta efni. Að nota „eyðni“ um það sem felst f hánefninu (acronym) AIDS er svipað og kalla íbúa Reykjavíkur bara ís- lendinga — eða jafnvel bara menn. „Eyðni“ hefur alls enga skírskotun til hins merkingar- lega innihalds hánefnisins AIDS, til þess sem auðkennir þann sjúkdóm frá öðmm, sem er skemmd — og eyðilegging — á ónæmiskerfi líkamans sérstak- lega. Þessvegna er það ónot- hæft um AIDS að mínum dómi. Sá sem bjó til orðið „eyðni“ hefur þannig ekki hitt naglann á höfuðið hvað merkingu varð- ar. Menn sem fengust við smíðar, en hittu ekki naglann á höfuðið, hétu í mfnu ungdæmi ekki smiðir heldur klambrarar, og verk þeirra ekki smíð heldur klambur. Orðið „eyðni“ gæti sem best verið búið til af tölvu eftir forrit- inu: Settu saman tveggja at- kvæða orð sem byijar á hljóðinu ei- eða ey- eins og í AIDS.“ Umsjónarmaður ætlar ekki að endurtaka eftii 435. þáttar, en heldur að nú væri ráð að gefa höfundi orðsins eyðni færi á að svara fyrir sig. Þátturinn stendur honum (og öðmm) opinn eftir þessa hörðu gagnrýni J.B. ★ í RABB-þætti síðustu Les- bókar fjallar Helgi Hálfdanarson um efni sem hér hafði verið bor- ið undir lesendur, og er ég hon- um þakklátur fyrir og þá ekki síður hlýleg orð í garð þáttarins. er óáþreifanlegt. Hugsunarháttur. Verðmætamat. Umgengnisreglur manna. Hlutir sem er erfítt að fullyrða um nema að undangeng- inni vandlegri athugun. Og varan- legra að taka ekki mikið upp í sig annað en lýsa yfír sannfæringu sinni f þá vem. Fólkið sem tók þátt í þessu mótaðist svo að ekki varð aftur kallað, jafnt þótt margt af því kunni að sitja í þægilegum stólum mannfélagsins og beita því valdi sem það barðist gegn áður. Sjálfum varð mér hugsað til tákn- gildis þess þegar ég hnýtti á mig bindi á ný eftir meira en áratugar hlé. Ég hnýtti hann umhugsunar- laust, sjálfkrafa, eins og fyrir- brigðið hefði aldrei komið upp. Sjálfur trúi ég ekki á að þetta hafí haft táknrænt gildi, þó að freistandi sé að hugsa sem svo. Eitt áþreifanlegt kom þó út Það var endumýjun kvennahreyf- ingarinnar. Sjálfur ætla ég ekki konur svo þýðingarlausar að ég haldi fram að uppreisn unga fólks- ins hafí verið orsök kvennahreyf- ingarinnar. Hins vegar kemur hún upp á sömu ámm og í nánu sam- hengi við uppreisn unga fólksins. Ég leyfí mér að halda fram að fyrirbrigði séu náskyld, þótt í ljós komi að kvennahreyfíngin nái að marka miklu dýpri spor f þjóðfélög Vesturlanda en hin hreyfíngin, sem hér um ræðir. Á tvítugsafmæli ársins 1968 Ætla eg flest sé orðin mædd öld að gefa rímu hljóð. Orðum fám er glæstum gædd,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.