Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 13. ÁGÚST 1988 Slétta og Eldvatns- tanginn í Fljótshverfi eftir Vilhjálm Eyjólfsson Nú hefur verið malbikaður hringvegurinn í Fljótshverfi. Það hefur hlýnað og tíbrá liggur yfir malbikinu, eða klæðningunni eins og sagt er. En ég sé ekki annað en orðið malbik henti betur. Landið breytir um svip, þegar komið er austur fyrir Foss á Síðu. Fjöllin eru öðru vísi, meira lagskipt og brunahraun og jökulhlaup hafa mótað undirlendið. Eg ek suður eystri álmu Skaft- áreldahraunsins, fram hjá Teyg- ingalæk og skammt sunnar, en vegurinn liggur niður af hraun- brúninni, ég beygi til vinstri og ek í hlaðið á Sléttu. Húsbóndinn, Elías Pálsson, kemur á móti mér frá bæjardyrunum, yfírlætislaus eins og bæjamafnið, sem hann valdi. En Slétta er nýbýli úr Hruna, sem er skammt þaðan. Mér ætlar að ganga illa að opna hliðið og Elías verður að segja mér til, þetta er hálfgerð galdralæsing. „Eg hafði þetta svona, til að hrossin ættu verra með að opna,“ segir Elías. Hann fer með mig í bæinn og við setjumst að kaffidrykkju hjá hús- móðurinni, Jónínu Einarsdóttur, og „það var nóg með“ eins og sagt var í gamla daga. Elías ætlar að sýna mér Eldvatnstangann. Það var fyrir nokkru umsamið, „en það liggur ekkert á fyrr en eftir mat,“ segir Elías. Ég hef áhuga á að skoða skrúðgarðinn. Elías fer með mér. Það gefur sannarlega á að líta. Það em orðin mjög stór tré þama og þó ekki byijað að gróður- setja fyrr en 1960, þegar farið er að byggja á Sléttu. Þetta er stór garður er lykur um íbúðarhúsið, með voldugu skjólbelti, sem brýtur austanáttina. Ég fer fram á að fá að taka mynd af Elíasi þama í garðinum. „Nei, það er betra að þú takir mynd héma af Jonínu. Hun hefur ræktað þetta,“ segir Elías. 0g ég fæ að taka mynd af henni í garðinum. Hun Jonína Ein- arsdóttir frá Hmna hlýtur að hafa græna fíngur, eins og nú er sagt. Þegar ég reika um garðinn hennar minnist ég garða stórhótela á Kan- aríeyjum. Eftir hádegismatinn ökum við suður aurana austan Eldvatns á Bmnasandi. Þessir aurar em sér- kennilegir, svo sléttir og jafnir. Eins og tröllaskafa hafi sléttað þá eftir réttskeið. Nokkm neðar streymir áin til suðausturs, tær og lygn og í ótal bugðum. Við skiljum bílinn eftir syðst á aumum, göngum að hrauninu og stökkvum yfír læk, sem rennur í ána undan hraunbrúninni. Eldvatnstanginn er helluhraun með miklum gjám. Hraunið hefur mnnið fram þunnfljótandi. Þetta vora fjörbröt Skaftáreldar hér í byggð og ekki svo lítil. Svo segir sr. Jón Steingrímsson: „Þetta eld- hlaup, sem var það síðasta sem hér fram kom, var það ógurlegasta og höstugasta." Er hann þá gistir í Kálfafeilskoti er svipuð birta um nóttina og í glöðu tunglsljósi og svipað hafí mátt segja í Öræfum, „er trúverðugir menn hingað for- töldu". Þann 2. nóvember 1783 messar sr. Jón eldprestur á Kálfafelli yfír fólki, „sem enn var á Núpstað og Kálfafellskoti. Þá var hægur vind- ur á norðan, en ösku og sandfjúk svo mikið fram af hverri brún að við sáum grilling til staðarins og kirkjunnar, hver þó standa hátt, er við komum að og vomm á flös- unum fyrir framan fjósin. Það mátti segjast mikill sandmisturs og hörmungardagur. “ Við göngum suður með hraun- brúninni að vestanverðu með Eld- vatnið á hægri hönd. Þama er fal- legt. Spegiltærir lækir renna út í ána og allstaðar með möl í botni, frá því er Hverfisfljót rann þama „fyrir Eld“. Þetta er einn heitasti dagur sumarsins en bitmýið, sem þama er, lætur okkur að mestu í friði, hvort sem þama kemur til hitinn eða meðfædd kurteisi. Við setjumst á eitt hraunnefíð, útsýnið er stórfenglegt til fjallanna .og til suðurs horfum við á óræðar mynd- ir hillinganna. Ágætis kaffí er með í ferðinni og aðeins til að láta útí. Gott að geta stjómað hitastiginu og aðeins að mýkja kaffíð. Sunnarlega með vesturbrún Eldvatnstangans er sauðaborg Anesar Jónssonar. Hann bjó á Hrauna 1883-1916. Þetta er all stæðileg fjárborg, hringhlaðin og um 5 metrar í þver- mál. Þama er klettur við borgina og góð aðstaða að taka mynd. Ég fer fram á, að Elías verði rrieð á myndinni. „Nei, þá yrði sagt að þetta væri ágætis mynd, ef karlinn hefði ekki verið með,“ segir Elías. Syðst á Eldvatnstanganum að utanverðu er dysjaður maður. Hann varð úti austan við Eldvat- nið í Skaftáreldum. Svo segir sr. Jón Steingrímsson í riti sínu Full- komið skrif um Síðueld: „Af þeim 76 manneskjum sem dóu í minni sókn (1784) var enginn kistulaus grafínn. Á vissa daga og helgidaga eftir sem á stóð varð að samsafna líkum. Vom stundum látnir 6, stundum 8, stundum 10 í eina gröf. Því þá hungursneyðin og burða- leysið, sem þar af jókst, gjörði menn máttvana að höggva kla- kann, veittust allir sem til vom og sig gátu til kirkjunnar dregið, að þessu verki, grófu kistur svo hveija út af annarri og ofaná aðra, var Jónína Einarsdóttir í skrúðgarðinum á Sléttu. ; * “-v- v, »*•*> * v. , Sauðaborg Anesar Jónssonar í Hruna. svo síðast vel tyrft yfir þá leg- staði, sem allir em í útsuðurparti kirkjugarðsins (á Kirkjubæjar- klaustri), annars staðar náðist þar ei til vegna sands og vatns. Hafði í tjeðu nú hagkvæmasta plássi Eldvatnstanginn og útsýni frá legstað Vigfúsar Valdasonar. enginn fyrr grafinn verið af ein- slags innbirtingu manna, hvert pláss var nú líkt sem eftirskilið og geymt til þessarar þarfar. Af hesta- og mannleysi vom 14 grafn- ir í afmörkuðum bæjarhússgarði á Hörgslandi hospitali. Þeir sem dóu í Fljótsdalshverfi þar í kirkjugörð- um, svo það em ósannindi að nokk- ur hafi hér grafínn verið í bæjum eða víðavangi, eins og hingað hef- ir borist annars staðar hafi sagt verið, fyrir utan einn mann, sem hjet Vigfús Valdason. Hann var illur í skapi, blótaði nálega öllu, þá ijeð svo við að horfa (Guð læt- ur ei að sjer hæða.) Hann varð úti á sandi fyrir austan Eldvatnið, er hann þar dysjaður uppi í hrauninu að vestanverðu og hlaðin varða yfír.“ Við Elías reikum um svæðið, sem eflaust geymir hinsta hvílu- stað Vigfúsar Valdasonar. Og þótt við gemm smá tilraunir að fínna legstaðinn ber það öngvan árang- ur. Varðan eflaust hmnin fyrir löngu og sandfok hefur fyllt upp hraunbrúnina. Og sjálfsagt fór best á því að við mgluðum ekkert í beinunum, sem ekki þótti taka að flytja í kristinna manna reit í hörmungum Skaftárelda. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins i Hnausum íMeðaUandi. Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids Sama góða aðsóknin er í sum- arbrids þessa dagana. 54 pör mættu til leiks sl. jjriðjudag, og var spilað í 4 riðlum. Urslit urðu (efstu pör); A) Gunnar Þórðarson — Sigfús Þórðarson Hörður Pálsson — 258 Oliver Kristófersson Dúa Ólafsdóttir — 239 Véný Viðarsdóttir Karen Vilhjálmsdóttir — 230 Þorvaldur Óskarsson Aldís Schram — 220 Guðrún Bergsdóttir Jón Hersir Elíasson — 220 Jóhannes Jónsson B) Jakob Knstinsson — 219 Magnús Ólafsson Kristín Guðbjömsdóttir — 202 Bjöm Amórsson Bjöm Blöndal — 176 Sigurður Lámsson 171 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 164 Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 162 Ársæll Vignisson — Trausti Harðarson 155 C) Valgerður Knstjónsdóttir — Bjöm Theodórsson 185 Ámi Már Bjömsson — Guðmundur A. Grétarsson 184 Erlendur Jónsson — . OddurJakobsson 183 Hallgrímur Hallgrímsson — Þorsteinn Ólafsson 183 Hjördís Eyþórsdóttir — Jacqui McGreal 183 Gylfí Gíslason — Þórður Jónsson 173 D) Ríkharður Steinbergsson — Steinberg Ríkharðsson 130 Ármann J. Lámsson — Helgi V fborg 126 Ari Konráðsson — Kjartan Ingvarsson 120 Láms Hermannsson — Steingrímur Jónasson 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.