Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST1988
Í9
„Samferða um sögnna“ með Gorb-
atsjov og forstöðumanni náms-
efnissviðs N ámsgagnastofnunar
eftirSiglaug
Brynleifsson
Hin „ósköp" venjulega og hefð-
bundna kennslubók í mannkynssögu,
„Samferða um söguna", er orðin hin
mesta hrakfallaútgáfa — tilraun til
sögufölsunar, sem misheppnaðist.
Eins og kunnugt er, mun önnur út-
gáfa vera væntanleg, þar sem birtur
verður sá kafli bókarinnar, sem glat-
aðist í meðförum Námsgagnastofn-
unar og annarra aðstandenda bókar-
innar, kaflinn um 1500 ára tímabil
vestrænnar menningar. Þrátt fyrir
það, sýnir forstöðumaður námseftiis-
sviðs Námsgagnastofnunar enga til-
burði til að afsaka þessa endemisút-
gáfu fyrir hönd stofnunarinnar.
Hann biðst heldur ekki afsökunar á
þeirri hlutdeild sem hann átti að útg-
áfu kristnifræðirita sömu stofnunar,
í grein í Morgunblaðinu 19. júlí sl:
„Siglaugur fræðimaður og kristin-
dómsfræðslan", þar sem hann reynir
að hrekja þá staðreynd, að kristin-
dómsfræðslan sé áformuð sem undir-
grein samfélagsfræðinnar. Þetta
kemur glöggt fram í Námsskrá sam-
félagsfræðinnar 1977, en þar segir:
„Með viðhorfamarkmiðum samfé-
lagsfræðinnar er stefnt að siðgæðis-
þroska. Samfélagsfræði og kristin-
fræði hljóta því að tengjast á ýmsa
vegu.“ Einnig er rætt um „tilfinning-
£ir, viðhorf og trú eru viðfangsefni í
samfélagsfræði og fræðsla um trúar-
brögð fléttast inn í viðfangsefni
hennar". Forstöðumaður námsefnis-
sviðs Námsgagnastofnunar gæti
einnig flett upp í Námsskrá 1976 og
skrifum hugmyndafræðinga marx-
ista um þessi efni, sér til glöggvun-
ar, þ.e. aið siðferðiskenningar kristn-
innar séu viðurkenndar sem gildar
að svo miklu leyti sem þær eru tíma-
bærar f nútíma samfélagi. Ef hann
skilur ekki stefnuna, þá virðist hann
skorta meira en lítið skilning á „sögu-
legri efiiishyggju" eða skjöplast tals-
vert í skilningi þeirra fræða.
Sigurður Pálsson, forstöðumaður
námsgagnasviðsins, birtir umsagnir
og bréf um skoðanir ýmissa aðila og
stofnana á þeim norsku kristinfræði-
bókum, sem hann taldi henta hér á
landi. Umsagnimar em jákvæðar,
sem er ósköp eðlilegt, þar sem hrein
villutrú og trúleysi er ekki boðað í
þessum norsku ritum né kennsluleið-
beiningum, sem þeim fylgja. íslenska
þjóðkirlqan er talin fremur ftjálslynd
stofnun og innan hennar rúmast
ýmsar skoðanir um guðfræði, þar
með „sköpunarguðfræði". Einnig
virðist forstöðumanni námsefnissviðs
Námsgagnastofnunar aðhyllast þá
samþættingu kristindómsfræðslu og
samfélagsfræði sem boðuð er í náms-
skránum. En reynslan af þessum
bókum er því miður sú, að magn
efnis þeirra er slíkt, að það er algjör-
lega ógerlegt að kenna þær allar,
og notkun þeirra er því næsta tak-
mörkuð og kennsluleiðbeiningamar
Siglaugur Brynleifsson
„Varðandi bókina
„Samferða um söguna“
skal bent á, að á síðustu
misserum virðist vera í
undirbúningi algjör
endurskoðun sögu Sov-
étríkjanna frá 1917.
Hin opinbera saga
þessa 70 ára tímabils
er meira og minna
fölsuð.“
virðast gera ráð fyrir, að þeim sem
þær notar sé fremur fátt gefið. Út-
koman er fremur þreytandi moðsuða,
en um þessháttar fóður og afleiðing-
ar þess hefur ágætt skáld komist svo
að orði:
„Grate on their scrannell pipes of
wretched straw;
The hungry sheep look up, and are not fed,
But svoln with wind, and the rank mist
they draw,
Rot inwardly, and foul contagion spread;
Besides what the grim wolf with privy paw
Daily devours apace, and notking said...“
(Milton: Poetical Works,
Lycidas. Oxford 1966.)
Sigurður Pálsson vill firra Náms-
gagnastofnun allri aðild að tötra-
marxískum skoðunum, en því miður
bendir útgáfustarfsemi stofnunar-
innar til þess, að þær skoðanir séu
ríkjandi skoðanir innan þeirrar
stofnunar, sbr. útgáfustarfsemi í
félagsfræði, íslandssögu og mann-
kynssögu. Útgáfustarfsemi stofn-
unarinnar á „nútímalegum" móður-
málsritum er löngu alræmd.
Varðandi bókina „Samferða um
söguna" skal bent á, að á síðustu-
misserum virðist vera í undirbún-
ingi algjör endurskoðun sögu Sov-
étríkjanna frá 1917. Hin opinbera
saga þessa 70 ára tímabils er meira
og minna fölsuð. Þessi skoðun er
löngu kunn á Vesturlöndum og nú
er svo komið, að Gorbatsjov og fylg-
ísmenn hans telja eitt brýnasta
verkefni hinnar nýju stefnu að upp-
lýsa hinar hrikalegu sögufalsanir,
sem stundaðar hafa verið í Sov-
étríkjunum sl. 70 ár.
Maður hlýtur að spyrja, hvað
verður um vesalings hugmynda-
fræðina, sögulega efnishyggju og
marxíska söguskoðun, ef hin sögu-
lega þróun inn í dýrðarríki lífsham-
ingjunnar reynist fals eitt og lygi?
Er hin grunnmúraða efnishyggja,
öll díalektíkin, allur grunnur marx-
ískrar söguskoðunar, hruninn?
Þær hræringar sem nú eiga sér
stað í Sovétríkjunum eru bylting
varðandi sögpiskoðun og kenningar
og hræra við öllum sem áhuga hafa
á sögu og pólitík og vona jafn-
framt, að martröð kommúnismans
megi létta af hijáðum þjóðum Sov-
étríkjanna og leppríkja þeirra. At-
hyglin sem yfírlýsingar Gorbatsjovs
vekja er gífurleg um öll Vesturlönd,
en meðal íslenskra tötramarxista
gætir lítið hrifningar, sem vonlegt
er, því að í rauninni er verið að
steypa undan þeim þeirri tötralegu
hugmyndafræði sem þeir hafa
ánetjast.
Aðalvígi þessarar sérstæðu bar-
áttu fyrir marxísku framtíðarsam-
félagi er meðal þeirra sem vinna
sitt verk með kennslubókaútgáfu
samkvæmt kenningunum, puða nú
við að dreifa út „ósköp venjulegri
mannkynssögu", sem reynist föls-
uð. Síðan kemur á daginn, að það
sem aðstandendur bókarinnar telja
ófalsað og sannarlega rétt, þ.e.
sögu Sovétríkjanna eftir 1917,
reynist fals eitt samkvæmt kenn-
ingum Gorbatsjovs og skoðana-
bræðra hans, svo sem Otto Latsis,
Mikhaíl Oulianov, Vitaly Ginzburg
og Roy Medvedev. Ýmsir úr hópi
fremstu sagnfræðinga Sovétríkj-
anna virðast nú fyrst fá tækifæri
til að tjá sig.
En þeir sem móta stefnu Náms-
gagnastofnunar og þá væntanlega
einnig forstöðumaður námsefnis-
sviðsins kippa sér ekki upp við at-
burði síðustu missera, þeir halda
sinni góðu hugmyndafræðilegu
stefnu óhikað. Þeir leitast við að
halda uppi merkjunum með ákaf-
lega leiðinlegri lumpni, með því að
ljúga lygina inn í grunnskólakerfí
landsins að minnsta kosti næstkom-
andi skólaár.
Er ekki kominn tími til þess að
aflétta þessu námsbókafargani sem
þessi ágæta stofnun ástundar og
veita útgefendum tækifæri til
kennslubókaútgáfu á sömu efna-
hagsforsendum og einokunarfyrir-
tækið býr við. Með auknu valfrelsi
skóla samkvæmt nýjustu námsskrá
ætti þetta ekki að vera neitt álita-
mál.
Höfundur skifur um erlendar
bækur í Morgunblaðið.
Baldvin Valdimarsson —
Guðmundur Hansson 110
Og eftir 28 spilakvöld í Sum-
arbrids, hefur staða efstu manna
lítið breyst. Sveinn Sigurgeirsson
leiðir enn, en næstu menn eru:
Anton R. Gunnarsson, Guðlaugur
Sveinsson, Magnús Sverrisson og
Jakob Kristinsson.
Einsog áður hefur komið fram,
mun Sumarbrids standa fram í
miðjan september, eða þartil félögin
almennt he§a hauststarfsemi sína
á höfuðborgarsvæðinu. Spilalok
verða auglýst nánar síðar.
Spilað er alla þriðjudaga og
fímmtudaga í Sigtúni 9 (húsi Brids-
sambandsins) og hefst spila-
mennska upp úr kl. 17 (fyrsti rið-
ill). Síðasti riðill fer af stað upp úr
kl. 19, þannig að vonlítið er að
mæta rétt fyrir kl. 19.30.
Stórmót í brids í Víkurröst
Dalvík dagana 27. og 28.
ágúst
Reiknað með 32 para keppni, 3
spil milli para, spilað eftir baromet-
er-fyrirkomulagi.
Keppni hefst kl. 13.00 á laugar-
dag og verður spilað fram undir
kvöldmat. Á sunnudag verður byij-
að að spila kl. 10.00 og lýkur keppni
um miðjan dag.
Fyrstu verðlaun verða 40 þús.
krónur. Peningaverðlaun verða fyr-
ir fímm efstu sætin, alls 110 þús.
krónur.
Keppnisstjóri verður úr
Reylq'avík. Þátttökutilkynningar
þurfa að hafa borist fyrir mánudag-
inn 22. ágúst.
Skráð verður hjá Bridssambandi
íslands í síma 91-689360, Víkur-
röst, Dalvík, í síma 96-61354 eða
Sæluhúsinu (Ólafi Ámasyni) í síma
61488 og skrifstofu Ungmenna-
sambands Eyjafjarðar (UMSE) í
síma 96-24011.
Keppnisgjald 3000 kr. á par.
Innifalið . kaffi meðan á keppni
stendur. Hægt er að fá matarpakka
og gistingu á staðnum.
Ath. Þeir þátttakendur sem koma
með flugi til Akureyrar geta komist
með öðrum keppendum til Dalvíkur
með litlum tilkostnaði, þess þarf að
geta við skráningu ef óskað er eftir.
o
laugardaga
8QP-I8QP!
sunnudaga
IIQP-I8QP