Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1988
BRAUTARHOLTI 20 - SÍMI 29098
Láttu metnaðinn ráða þínu vali
OPNUNARTIMI:
Miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 19.00 - 01.00
Föstudaga og laugardaga kl. 19.00 - 03.00.
Pantið borð tímanlega hjá veitingastjóra í síma 29098.
GURKUTIÐ
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttit
Nú er sannkölluð gúrkutíð, og
þá í bókstaflegri merkingu þess
orðs, verðlækkun hefur orðið á því
ágæta grænmeti vegna mikils
framboðs. Það má reyndar segja
að agúrkan sé nokkurskonar vor-
boði hér á landi, enda fyrsta græn-
metistegundin sem berst úr gróður-
húsum á borð okkar neytenda ár
hvert. Þá er vitað að annað fylgir
á eftir. En þó agúrkan hafí ekki
verið ræktuð hér nema í nokkra
áratugi á hún sér langa ræktunar-
sögu, Grikkir munu t.d. hafa neytt
hennar nokkrum árhundruðum f.
Kr.
Agúrkur er hægt að nota á
marga vegu við matargerðina eins
og allir vita, hún er falleg til skrauts
á matarfötin, á smurðu brauði, hún
er ómissandi í hrásalatið, hægt er
að gera úr henni kalda súpu og
nota í samansoðna rétti.
Fyllt agiirka með rækjum
1 agúrka,
1 tsk. salt,
V4 tsk. pipar,
125 g rækjuslat,
sítrónusneiðar,
dill
Agúrkan þarf helst að vera þykk,
hún er skorin þvert í íjóra hluta
þar sem hún er breiðust. Kjaminn
tekinn úr með skeið, salti og pipar
stráð innan í „hylkin" sem síðan
eru fyllt með rækjusalati. Sítrónu-
sneiðar skomar í tvennt og settur
helmingur ofan á til skrauts, dilli
stráð yfir. Þetta er ágætis forréttur
en einnig hægt að hafa sem með-
læti með fiski.
Fyllt agúrka með kjöti
1—2 agúrkur,
500 g hakkað kjöt,
lítil dós niðursoðnir sveppir,
1 msk. tómatþykkni,
u.þ.b. 1 dl. ijómi,
salt og pipar.
Agúrkunni skipt í tvennt, þvers-
um, síðan hvert stykki langsum og
úr verða fjórar lengjur úr einni
agúrku. Ef vill er hægt að hafa
V2—1 agúrku í viðbót og jafna kjöt-
inu niður á 6—8 helminga. Kjaminn
er tekinn úr agúrkunni sem fyrr.
Laukurinn er brytjaður og brún-
aður í smjöri á pönnu ásamt hakki
og sveppum, látið malla smástund.
Tómatþykkni og rjóma bætt út á
og látið sjóða saman þar til næstum
enginn vökvi er eftir á pönnunni.
Bragðbætt með salti og pipar.
Kjötið er sett á agúrkuhelmingana
vel heitt og borið fram um leið.
Fiskur með agúrku
400 g fískflak, roðlaust,
2 tómatar,
V2 agúrka
IV2 tsk. salt,
V4 tsk. pipar,
2 msk. smjör,
1 V2 dl. ijómi,
50 g rækjur.
dill.
Flakið skorið í stykki, lögð í smurt
ofnfast fat, tómatbitar og þykkar
agúrkusneiðar lagðar yfír fiskinn.
Kryddi stráð á og smjörbitar settir
inn á milli og ijómanum hellt yfir.
Sett í ofn 180—190°C, og bakað í
20—30 mín. Rækjuniar settar með
í lokin og látnar hitna vel. Dilli stráð
yfír um leið og borið er fram.
Góðar kartöflur ómissandi með.
Ef neytendur hafa hugsað sér
að gerast hagsýnir og birgja sig
upp af agúrkum á meðan að verðið
er lágt má geta þess að þær eru
ekki vel fallnar til frystingar, þær
verða eiginlega alveg að mauki við
þá meðhöndlun. Gúrkur geymast
ekki mjög lengi í kæliskáp eins og
kunnugt er.
En það er hægur vandi að geyma
agúrkusneiðar í edikslegi og hafa
svo sem meðlæti með heitum mat,
físki eða kjöti, eða sem álegg á
brauð.
Agúrkusalat I
2 agúrkur,
1 lítil tsk. salt,
4 msk. sykur,
V2 bolli edik,
V2 bolli vatn.
Agúrkumar skomar í sneiðar,
látnar í skál, salti og sykri stráð
yfír. Ediki og vatni blandað saman
og hellt yfír. Geymist á köldum stað
og borið fram kælt.
Agúrkusalat II
2 agúrkur,
2 dl. matarolía,
1 tsk. salt,
3—4 msk. edik,
1 tsk. sinnep,
1 msk. sykur.
Agúrkumar skomar í sneiðar,
salti stráði yfír og látið standa.
\
M®
A t ö I vu þj á If u n arná mskeiðum TOLVUS KO
áhersla á áðírfemeníiur háí tokum á
★ Aðalatriðum várðándifölvúbúna
★ G r u n d va 11 a r awoum t ö Ivu-
notkuná
NIMIPJI
ikerfis og
Notkun
FO.LV/UJ.aN'AiD' OO (H AfA
TR'A.U.STA'N ORMN FTR.IIR
LRfJKARA TOLVNN.AM..
★ No
töflafeikms
Fyrsta námskeið vetrarins fer
fram dagana 5.-23. september,
fyrir hádegi.
Athugið mogúleika y
starfsmenntunarsjóði tilheyrán
íSNÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNI
■fé#