Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 A nokkrum stöðum, t.d. í Heklusveit, eru skógar enn að eyðast. Stöndum langt að baki öðrum þjóðum nú í kjölfar almennari umræðu um gróðurvemdarmál sem fer að hilla undir það að sumar af þessum sjálf- sögðu vemdaraðgerðum fái hljóm- gmnn hjá stjómvöldum. Nú eru Bandaríkjamenn reyndar að ganga enn lengra. Þeir hafa nýverið sam- þykkt lög um það að eftir árið 1990 verði bændur að geta sannað að búskapur þeirra valdi ekki jarðveg- seyðingu ef þeir eiga að fá fjár- muni úr opinbemm sjóðum, t.d. styrki til framkvæmda, stofnlán o.s.frv. Það hlýtur að koma að slíku einnig hér fyrr en síðar. Þá má nefna ábyrgð og vörslu- skyldu búfjáreigenda. Við emm eina þjóðin á Vesturlöndum þar sem A mesta uppbyggingar- skeiði ís lensks land- búnaðar áttu sérstað veruleg skipulagsmis- t°k. ^ lausaganga búfjár er ekki takmörk- uð eða bönnuð og menn bera ekki fulla ábyrgð á fénaði sínum. Þeir sem vilja standa að ræktun og upp- græðslu verða hér að girða sig af. I því sambandi er vert að geta þess að á mesta uppbyggingarskeiði íslensks landbúnaðar áttu sér stað veruleg skipulagsmistök. Þá gætti oft á tíðum lítils skilnings á því hjá bændum hvað jarðir þeirra gátu með réttu borið af búfénaði og stjómvöld skorti skilning á nauðsyn þess að skipa búfjáreign í samræmi við landkosti. Afleiðing þessa er sú að beitarbúskapur er meiri en skyldi á sumum viðkvæmust svæðunum og víða má finna jarðir með bú- stofn sem er langt umfram beitar- þol. Framleiðsluréttur sá sem stjórnvöld hafa úthlutað slíkum býlum byggist því að nokkru leyti á beit á aðrar jarðir og meiri sókn en þeim ber í sameiginleg beitilönd. Ég hef orðið þess var að bændum, sem vilja nýta land sitt hóflega eða jafnvel friða, gremst að sæta slíkum átroðningi. Hér er einnig um af- komuspursmál að ræða, því ágang- Spjall við Andrés Arnalds fulltrúa landgræðslu- stjóra um land- græðslu og gróð- urvernd Landgræðsla og endurheimt landgæða á íslandi eru ofarlega á baugi um þessar mundir og mikill hluti landsmanna fylgist af áhuga með framvindu mála á þessu sviði. Reyndar má segja að varla láti nokkur maður þau mál með öllu fram hjá sér fara. Mörgum finnst seint miða — finnst lítið verða ágengt í þeirri viðleitni að þoka þessum málum áleiðis, en áhuginn er almennur og ef tU viU aldrei meiri en nú. Leitað var álits Andrésar Arn- alds fulltrúa landgræðslustjóra á stöðunni eins og hún kemur hon- um fyrir sjónir en fagsvið hans innan Landgræðslunnar er ein- mitt gróðurvemd og umsjón gróðurlenda. Andrés er doktor frá Col- orado-háskóla í Bandaríkjunum í landgræðslu og beitarfræðum. Hann starfaði sem sérfræðingur í nýtingu beitilanda hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins 1975—81 en hefur síðan starfað hjá Landgræðslunni. „Þess er fyrst að geta,“ sagði Andrés, „að landgræðsla og gróður- vemd hljóta jafnan að haldast í hendur og meðal þjóða, sem lengra eru komnar í þessum efnum en við, er stjóm á nýtingu landsins notuð sem meginleiðin til að vemda og efla gróður. Mikið hefur vissulega áunnist hér á landi frá því er skipu- lögð landgræðsla hófst árið 1907, þrátt fyrir takmarkaða fjármuni alla tíð, og það ber að meta. Segja má að starfíð sé þó aðeins rétt að hefjast og verkefnin eru mörg og voru stjómvöld á sama tíma á góðri leið með að ná tökum á nýtingu beitilanda, sem víða voru í hættu vegna örtraðar og skipulagsleysis. Gífurleg landflæmi heyra undir skógræktaryfírvöld í Bandaríkjun- um og þau höfðu þá þegar sett strangar reglur um fjöldatakamark- anir og beitartíma sauðfjár og naut- gripa, hvenær upprekstur má hefj- ast og hve lengi má beita á hvetjum stað. Viðkvæmustu svæðunum var lokað fyrir búíjárbeit og afréttum var einnig skipt upp, því að sameig- inleg nýting lands til beitar þótti leiða til ábyrgðarleysis og ófarnað- ar. Gripið var til svipaðra aðgerða á Nýja-Sjálandi fyrir um 40 árum og þá var t.d. land ofan tiltekinna hæðarmarka friðað fyrir beit ásamt öðrum viðkvæmum eða illa fömum svæðum. Hér á landi er það fyrst Áhrif beitarstjórnar og/eða friðunar eru ótvíræð. Andrés Amalds beitarþolsf ræðingur Landgræðslunnar. stór sem kalla að. Landgræðslan hefur m.a. umsjón með vemdun gróðurlenda í umboði stjómvalda. Fyrstu áratugina fóru starfskraftamir fyrst og fremst í að stöðva þá hamslausu jarðvegs- eyðingu sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Það gafst blátt áfram ekki svigrúm til að sinna gróðurvemd í víðtækari merkingu utan friðaðra landgræðslusvæða. Á þessu hefur hins vegar orðið breyt- ing á síustu ámm og Landgræðslan er nú að efla gróðurvemdarstarfíð. Eg held að menn geri sér al- mennt ekki grein fyrir því hve langt við stöndum að baki öðrum þjóðum á Vesturlöndum í gróðurvemdar- málum. Á því sviði emm við á al- gem fmmbýlingsstigi. Árið 1907, þegar lög vom sett hér fyrst um skógrækt og sandgræðslu, vom Danir komnir vel á veg með að stöðva gróðureyðingu vegna sand- foks á Jótlandi. í Bandaríkjunum ur i’orsmorK. tier a eKKi ao beita.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.