Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
23
íslendingar eru eina þjóðin á Vesturlöndum þar sem búfjáreigandi ber ekki fulla ábyrgð á fénaði sínum.
urinn skerðir tekjur af sauðfjárrækt
hjá þeim bændum sem fyrir honum
verða, og þar er stundum um veru-
legar upphæðir að ræða.
Við framtíðarskipulagningu
landbúnaðar í þessu landi hlýtur
að verða lögð á það áhersla að lag-
færa slík mistök. Einnig þurfa for-
ystumenn landbúnaðar að hafa for-
Gróður og jarðvegseyðing er alvarlegasta umhverfisvandamál þjóð-
Með breyttum þjóðfé-
lagsháttum eru kröfur
um landafnot orðnar
fjölþættari. ^
göngu um aukna stjóm á beitinni
og endurskoðun á nýtingu afréttar-
landa í sama augnamiði.
Til álita kemur hvort stjómvöld
ættu ekki að hlaupa undir bagga
og aðstoða bændur við að girða af
beitilönd sín, líkt og gert var á
Nýja-Sjálandi á sínum tíma.
Nútímaþjóðfélag gerir kröfur til
þess að búféð sé innan girðinga
eins víða og við verður komið. Þetta
annnar.
er regla sem t.d. Danir komu á
fyrir meira en 150 ámm. Með
nýtísku rafgirðingum er slíkt miklu
auðveldara og ódýrara en áður var.
Ymsir bændur em þegar famir að
hólfa land sitt niður með girðingum,
eins og starfsbræður þeirra erlend-
is, og beita þau til skiptis með hlið-
sjón af næringargildi gróðurs.
Þannig ná þeir auknum afurðum.
Þetta er það sem koma skal, því
þama fara framleiðni- og gróður-
vemdarsjónarmið saman. Girðingar
em reyndar forsenda þess að unnt
sé að ná tökum á gróðurvemdinni,
hér sem annars staðar.
Kröfur um friðun viðkvæmra eða
illa leikinna afréttar- og heimalanda
em að verða sífellt háværari. Þess-
ar kröfur em svo sem ekki nýjar
af nálinni. Þær hafa t.d. verið sett-
ar fram af öllum landgræðslustjór-
um sem starfað hafa hér á landi —
án þess að stjómvöld hafi haft ein-
urð til að takast á við þær. Þannig
lagði fyrsti sandgræðslustjórinn,
Gunnlaugur heitinn Kristmundsson,
það oft til í ræðu og riti á fyrra
helmingi aldarinnar — að á eld-
fjallasvæðum landsins yrði ein-
göngu stundaður ræktunarbúskap-
ur en sauðijárbúskapur hins vegar
á þeim jörðum sem þola betur beit.
Á þessu belti er allur gróður mjög
viðkvæmur og uppblásturshætta
mikil ef út af ber.
Viðhorf Landgræðslunnar til nýt-
ingar þessa landsvæðis em enn
óbreytt, en nú hafa þau loks hlotið
þann hljómgmnn að von er til að
fá framgengt fleiri nauðsynlegum
úrbótum sem stuðli að aukinni gróð-
urvemd.
Nú er svo komið að gróðurhula
sumra afrétta á Suðurlandi er að-
eins á bilinu 5—15% af heildarflat-
armáli þeirra. Það er ljóst að svo
lítil gróðurhula stafar einkum af
jarðvegseyðingu í tímans rás sem
Melgresið er eina plantan sem getur bundið sandfok — og það þarf
frið til að vaxa.
Það er fráleitt að flytja fé úr gróskumiklum sveitum til beitar á auðnir miðhálendisins.
Hver á að girða sig af, sá sem viU rækta sitt land eða eigandi búfj
árins?
orsakast hefur af samverkandi
áhrifum búfjárbeitar, eldvirkni og
erfiðra veðurskilyrða. í rauninni er
það fátt sem réttlætir áframhald-
andi beit á slíkum svæðum, alira
síst nú á tímum offramleiðslu í
sauðfjárrækt,. Gmndvöllur fyrir
nýtingu sumra þessara afréttar-
landa er reyndar þegar brostinn,
bæði vegna þess hve gróðurinn er
orðinn rýr og kostnaður við nýtingu
þeirra óheyrilega mikill miðað við
þann fjárfjölda sem á þeim gengur.
Þannig mætti nefna að á einum
afrétti með rúmlega 5% gróðurlendi
Gróðurhula sumra af-
rétta á Suðurlandi er
aðeins á bilinu 5—15%
af heildarf latarmáli
þeirra. ^
námu fjallskil í fyrra rúmlega 800
þúsund krónum — en á fjalli gengu
um 1.400 lambær! Algengt er að
slíkur kostnaður deilist niður á alla
sauðflárbændur í viðkomandi sveit-
arfélagi — óháð því hvort þeir eiga
kind á fjalli eða eru með allt fé sitt
í heimahögum. Mörgum er það
þvert um geð að þurfa að greiða
verulegar fjárhæðir fyrir fjallskil á
fénaði annarra, þar að auki oft
gegn sannfæringu sinni vegna
ólíkra skoðana á beitarmálum.
Vaxandi óánægju gætir því í
mörgum sveitum með áframhald-
andi upprekstur, einkum sunnan-
lands þar sem graslendi er víða
mikið í byggðum en afréttir við-
kvæmir og illa leiknir. Auðvelt ætti
að vera að tryggja vemdun þeirra
með aukinni hagræðingu — ef vilji
er fyrir hendi og samstaða næst.
Mestu uppblásturssvæði landsins
er nú að finna í Þingeyjarsýslum.
Þar virðast aðstæður að mörgu leyti
svipaðar og voru í Landsveit, á
Rangárvöllum og víðar á Suður-
landi í upphafi aldarinnar. — Sand-
urinn er þar víða að leggja grósku-
mikið land í auðn án þess að kom-
ist hafi verið fyrir rætur eyðingar-
innar. Menn verða að rífa sig úr
viðjum vanans því á þessum við-
kvæmu svæðum stoiðar ekkert
nema náð sé fullkomnum tökum á
búfjárbeitinni.
Rétt er að taka það fram að gróð-
ur er víða í góðu ástandi — þ.e.
ekkert er athugavert við nýtingu
mjög stórra landsvæða. En augu
okkar landgræðslumanna og al-
mennings beinast fyrst og fremst
að þeim svæðum sem þola beitina
verr og hafa farið illa út úr landnýt-
ingunni.
Ég tel blasa við augum að á
næstu árum muni verða stórfelldar
breytingar á nýtingu landsins — og
það af ýmsum ástæðum. Fram á
allra síðustu ár miðaðist landnýting
fyrst og fremst við beit. Með breytt-
um þjóðfélagsháttum eru kröfur um
.landafnot hins vegar orðnar §öl-
þættari. Friðun lands og efling aðl-
aðandi gróðurs t.d. til útivistar er
þannig orðið eitt af markmiðum
landgræðslu og gróðurvemdar.
Stjómvöld, og þar með Landgræðsl-
an, verða að koma til móts við slíkar
kröfur eftir því sem við á, t.d. með
friðun Reykjanesskaga, Þórsmerk-
ur og fleiri svæða þar sem sauð-
fjárbeit á ekki lengur við.
Annars vegar er því um að ræða
að bæta fyrir syndir forfeðranna —
sem er skylda hvers samfélags —
og hinsvegar að taka okkur sjálfum
tak með skynsamlegri nýtingu
lands í nútíð og framtíð. Þar hafa
bændur landsins þyngstum skyld-
um að gegna — því enn er langmest-
ur hluti landsins opinn fyrir beit.
Eins og ég sagði áður em ýmsir
samverkandi þættir orsakir upp-
blásturs og jarðvegseyðingar, en
yfir 3 milljónir hektara hafa orðið
örfoka frá því er land byggðist.
Margir, og ekki síst ýmsir bændur
og forystumenn þeirra, hafa viljað
skella meginskuldinni á veðurfar
og eldvirkni, sem vitaskuld hafa
haft mikil áhrif — en þeir gæta
þess ekki að landnýtingin er eini
þátturinn sem við getum haft ein-
hveija stjóm á. Þannig hefur til-
hneigingar gætt hjá mörgum í land-
búnaði að víkjast undan skyldum
sínum við landið — í stað þess að
reyna að hafa sjálfir forystuna um
að laga búskapinn betur að land-
gæðum. Ef atvinnuvegurinn á hér
eftir sem hingað til að njóta hylli
þjóðarinnar og samúðar á þrenging-
artímum bænda verður hann að
koma til móts við kröfur hennar
um aukna gróðurvemd."
Gróðurvemdarmálum á íslandi
verða að sjálfsögðu ekki gerð full-
nægjandi skil í stuttu viðtali en
þess má geta að í næsta mánuði
kemur út bók sem ber heitið
GRÆÐUM ÍSLAND og er tileinkuð
80 ára afmæli Landgræðslu ríkis-
ins. Þar er mikinn fróðleik að finna
um störf landgræðslunnar frá upp-
hafi og gróðursögu landsins fram
til þessa. H.V.