Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
29
til Bandaríkjanna:
Skemmtilegf
og hefur góða
kímnigáfu
- segir Ingibjörg Rafnar umNancy
Reagan, eiginkonu Bandaríkjaforseta
Washington. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins
„Hún er mjög huggnleg- og
skemmtileg og hefur góða
kímnigáfu," sagði Ingibjörg
Rafnar, forsætisráðherrafrú, í
samtali við Morgunblaðið þegar
hún var spurð hvemig Nancy
Reagan eiginkona Ronalds Reag-
ans Bandaríkjaforseta hefði
komið henni fyrir sjónir. Nancy
bauð Ingibjörgu í te síðastliðinn
miðvikudag í Hvita húsinu. „Hún
tók mér eins og góðum vini,“
sagði Ingibjörg. Upphaflega var
áætlað að þær ræddust við í 25
mínútur, en reyndin var liðlega
50 mínútur.
Nancy Reagan bauð Ingibjörgu
upp á te í stofu í Hvíta húsinu, sem
hún hefur látið gera upp. Hólm-
fríður Jónsdóttir, eiginkona Ingva
Ingvarssonar, sendiherra íslands í
Bandaríkjunum, og Nancy Ruwe,
eiginkona Nicholas Ruwe, sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi, voru
einnig í teboðinu. _,,Nancy Reagan
vissi heilmikið um Island. Hún vissi
einnig að ég er lögfræðingur að
mennt og á þrjú böm,“ sagði Ingi-
björg.
Nancy sagði frá því þegar hún
fylgdist með fréttum af leiðtoga-
fundinum í Reykjavík 1986. Þegar
Reagan gekk út úr Höfða voru
ekki margir sem gátu lesið úr svip
hans hvemig honum leið. En eigin-
kona hans, Nancy, sagði við Ingi-
björgu: „Hann var reiður, ég þekki
þann svip.“
Ingibjörg sagði að forsetafrúin
hefði greint frá baráttu sinni gegn
eiturlyfjum, „Segðu nei við eitur-
lyljum". Auk þess ræddu þær um
sameiginleg áhugamál og Nancy
sagði frá því þegar hún kom á því
sem kalla má fósturömmur og -afar,
þegar Reagan var ríkisstjóri í Kali-
fomíu. Eldra fólk 'sem er hætt að
vinna .fósturafar og -ömmur, koma
á dagheimili, bamaspítala og heim-
ili og ræða þar við bömin og leika
við þau. „Þetta er mjög gefandi
fyrir þá fullorðnu en einnig fyrir
bömin,“ sagði Ingibjörg, en á sínum
tíma benti Ingibjörg á svipaða hug-
mynd í borgarstjóm. „Því miður
tóku fóstrur ekki of vel í þetta þá,
en ég held að það hafí breyst."
Ingibjörg Rafnar hefur haft í
mörg hom að líta á meðan á opin-
berri heimsókn Þorsteins Pálssonar
hefur staðið. Hún hefur meðal ann-
ars heimsótt listamiðstöð kvenna,
sem er fjármögnuð af einkaaðilum.
Þá skoðaði hún bókasafn Banda-
ríkjaþings, en meðal bóka þar er
Jónsbók frá 1637. Ingibjörg hefur
einnig átt fundi með eiginkonum
þingmanna.
Lee Bagget, yfirmaður Atlantshafsflotastjómar NATO, býður Ingi-
björgu Rafnar velkomna til Norfolk.
í þjóðkirkjugarðinum í Arlington, var flogið til Norfolk með þotu, sem
ikjanna, hefur til afnota. Frá vinstri eru: Ingibjörg Rafnar, eiginkona
ancy Ruwe sendiherrafrú, Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna
rra lslands í Bandaríkjunum, og Hólmf ríður Jónsdóttir, eiginkona hans.
Víetnam
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Mikil gerjun í pólitíkiimi
en efnahagslífið staðnað
UM TÍMA á síðasta vetri leit út fyrir að Víetnamar væru að fara inn
á nýjar brautir í efnahagsstefnu landsins, sem kynni að leiða til
endurreisnar í hinum ýmsasta skilningi. Hálft annað ár er síðan
forystulið kommúnistaflokks landsins kjöri Nguyen Van Linh til
að hleypa af stað raunverulegum umbótum. í langri skýrslu sem
Vo Van Kiet, sem var um hrið forsætisráðherra á útmánuðum flutti
í þinginu viðurkenndi hann að mistök hefðu orðið I stjómun efna-
hagsmála og þau öfl sem hefðu stýrt landinu hefðu verið hikandi
og tvístígandi og þeim hefði ekki tekist að finna neina lausn sem
tál heilla horfði.
Linh er sjálfur mjög vinsæll
meðal alþýðu manna eins og
komið hefur fram í greinum um
Víetnam hér í blaðinu. Hann hefur
hamrað á því að jafnvel dyggir
flokksmenn séu teknir að mæðast
á því hversu máttvana og reikul
forystan er. Frá því kommúnista-
flokkurinn efndi til flokksþingsins
í árslok 1986 hefur fátt gerst sem
bendir til að alvara, hvað þá heldur
athafnir muni fylgja mörgum orð-
um og yfírlýsingum sem voru gefn-
ar á þinginu.
Þá töluðu menn einatt um að
„vindar breytinganna væru famir
að leika um Vietnam". Nú hafa
fáir þennan frasa í hámælum. Þess
í stað eru margir óbreyttir borgar-
ar, opinberir starfsmenn og meira
að segja traustir Sovétvinir f Hanoi
famir að spyija umbúðalaust, hvort
öldungaliðið sem í forystunni situr
hafí þrek og hugmyndaflug sem
dugi til að breyta ríkjandi stöðnun-
arástandi.
Það er auðvitað eftirtektarvert
hversu gagnrýnin hefur orðið opin-
skárri og kannski sumir telji það
til bóta í sjálfu sér. Bent er á að
gagnrýnin komi ekki síður frá full-
trúunum á víetnamska þinginu.
Víetnamska þingið hefur verið nán-
ast nafnið tómt og fulltrúum ekki
ætlað annað verksvið en staðfesta
það sem stjómvöid ákváðu. En upp
á síðkastið hafa fulltrúamir, eink-
um frá Ho Chi Minh-borg — áður
Saigon — ásakað ráðherra og jafn-
vel nafngreint þá, um að vanrækja
skyldur sínar. Þeir hafí brugðist
gersamlega í að skipuleggja mat-
væladreifíngu og þetta hafí síðan
leitt til mikilla hörmunga í norður-
hluta Víetnam fyrr á árinu, er mik-
il hungursneyð geisaði þar. Fulltrú-
amir létu ekki þar við sitja og sögðu
að vanmáttur stjómarinnar lýsti
sér ekki síst í því að ekki hefði
tekist að draga úr óðaverðbólgunni
í landinu, sem væri alvarlegasti
þrándur í götu framfara í Víetnam.
Meðal þeirra ráðherra sem full-
trúamir áðumefndu beindu spjót-
um að var landbúnaðarráðherrann
Nguyen Cong Tan. Skorað var á
hann að gefa skýringu á því hvers
vegna hann hefði tekið góða og
gilda greinargerð um uppskeru í
tilteknum héruðum. Hver heilvita
maður hefði átt að sjá að skýrslan
var ekki aðeins illa unnin heldur
nánast fölsuð. Þessi greinargerð
hafi verið samin skömmu áður en
alger neyð brast á. „Er ráðherrann
reiðubúinn að axla ábyrgðina á
óförunum?" spurðu Ho Chi Minh-
fulltrúamir umbúðalaust. Þeir
klykktu út með því að í flestum
öðrum löndum yrðu ráðherrar að
taka slíka ábyrgð á sig. „Hvemig
er því háttað hér í landi?"
En þingfulltrúar létu ekki þar
við sitja. Þeir höfnuðu eindregið
að miðnefndin hefði ein vald til að
skipa menn í áhrifastöður og kröfð-
ust þess að tveir menn að minnsta
kosti fengju að bjóða sig fram til
embættis forsætisráðherra. Nguy-
en Thi Thi þingfulltrúi frá Ho Chi
Minh-borg sagði erlendum blaða-
mönnum að forsætisnefndin hefði
beitt fulltrúana þrýstingi og krafíst
þess að þeir kysu frambjóðandann
Do Muoi. Aftur á móti hefðu sunn-
anmenn verið á því að velja Vo
Van Kiet, sem væri fyrrverandi
borgarstjóri í Ho Chi Minh og nyti
óumdeilanlegra vinsælda. Síðan
hefði miðnefndin áttað sig á því
að vænlegra væri að láta undan
kröfu sunnanmanna og hefði því
verið kosið um embættið.
Kiet hefði að sönnu beðið lægri
hlut en kosningar hefðu altjent
farið fram um forsætisráðherra-
embættið sem er hið þriðja valda-
Þessir hjólhestaeigendur eru
ekki kommúnistar samkvæmt
skilgreiningunni nú?
mesta í landinu. Víet.namar og
ýmsir erlendir sérfræðingar sögðu
að niðurstaðan hefði komið þeim á
óvart, Muoi fékk 64 prósent og
Kiet 36%.
Sendiráðunautur í Hanoi sagði
að níutíu prósent fulltrúa á þinginu
séu félagar í kommúnistaflokknum,
en Muoi hefði aðeins fengið tvo
þriðju hluta atkvæðanna. Þetta
þýddi einfaldlega að þriðjungur
hefði óhlýðnast flokksaga og væru
stórtíðindi í sjálfu sér.
Eftir að Pham Hung forsætis-
ráðherra andaðist í mars voru
margir sem hugðu að erfitt yrði
að ganga framhjá Kiet og af flestu
verður ráðið, að almenningur taldi
að hann væri besti maðurinn í
starfíð. Þann tíma sem Kiet gegndi
svo starfinu til bráðabirgða urðu
Víetnamar fyrir ýmsum efnahags-
legum skakkaföllum í efnahagslíf-
inu eins og í upphafí sagði frá.
Kiet ákvað að taka á sig ábyrgð
vegna hungursneyðarinnar vegna
þess að hann hefði ekki verið nógu
útsjónarsamur stjómandi. Þar með
snerist gæfuhjólið gegn honum.
Ekki varð það til að bæta stöðu
Kiets að í maí ákvað Linh flokks-
leiðtogi sem hafði unnið með Kiet
eftir sigur kommúnista 1975 að
styðja Muoi til embættis og hóf
áróður honum til framdráttar.
Muoi var ekki seinn á sér að launa
greiðann. Eftir að hann hafði verið
kosinn lýsti hann því yfír að hann
myndi fylgja hinni innblásnu stefnu
Linh flokksleiðtoga.
En heimildir blaðsins Far East-
em Economic Review eru á því að
Muoi sé langt í frá að vera endur-
fæddur umbótasinni. Þvert á móti
segja þær hann íhaldssinnaðan og
á sínum tíma trúan stuðningsmann
Le Duc Tho.
Sendiráðunautar í Hanoi álíta
að Linh hafí ákveðið að styðja
Muoi til þess að reyna að koma á
jafnvægi milli andstæðra afla innan
flokksins. Hefði Kiet verið kosinn,
segja þessar heimildir, hefðu um-
bótasinnar þar með ráðið öllum
helstu valdastöðunum. Afturhalds-
sinnum hefði verið ýtt til hliðar og
það hefði getað leitt til að þeir
sameinuðust gegn umbótasinnum.
Og enn sem komið væri þyki mönn-
um ekki á það hættandi, þar sem
ekki sé vert að gera of lítið úr ítök-
um þeirra. Muoi verði sem forsætis-
ráðherra að fara bil beggjá og hon-
um sé ekki stætt á að steita sig
um of gegn Linh. Þetta hafí þvi
Muoi forsætisráðherra.
væntanlega verið kænskubragð hjá
flokksleiðtoganum og kannski skili
það árangri síðar eða smám saman.
Sérfræðingar segja að Linh sé
ekki víetnömsk útgáfa af Gorb-
astjov, þó svo að hann hafí komist
til valda i kjölfar glasnost Sovét-
leiðtogans. Linh hafí ekki tekist
að losa sig við andstæðinga sína
og hafi þess í stað þurft að vinna
með þeim og oft að vægja.
Á hinn bóginn sé Linh til þess
trúandi að ná smám saman styrk-
ari tökum og færa ástandið til betri
vegar. Sumir segja að önnur vanda-
mál sem við sé að glíma sé að
hugmyndafræðin hafí ekki verið
endurmetin til að endurspegla nýja
stefnu. „Við hugsuðum þannig áð-
ur að ætti maður peninga og fal-
legt hús væri hann heimsvalda-
sinni," sagði Tran Bach Dang, fyrr-
verandi hugmyndafræðingur, bú-
settur í Ho Chi-Minhborg. „Nú
hefur þetta snúist við: Meðan á
stríðinu stóð var sá kommúnisti
sem var tilbúinn að fóma lífí sínu
eða fara í fangelsi. Nú er í hugum
okkar sá kommúnisti sem á hús,
bíl og nýtur forréttinda. Nú em
50 þúsund félagar í kommúnista-
flokknum hér í borginni — það er
að segja 50 þúsund forréttinda-
menn — og spillingin í þeirra röðum
er ekki minni en áður var. Hún
blasir við hvert sem litið er.“
Heimild: Far Eastern Economic
Review