Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 33

Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 33 Kerfisbreytíngu en ekki gengi sbreytingn eftirSigiirð Tómas Garðarsson Um störf Seðlabanka og Veðurstofu Vægi erlendra mynta í efna- hagslífí íslands hefur slík áhrif á afkomu byggða og atvinnulífs í sjávarplássum að fyllilega er sam- bærilegt við aðra örlagaþætti eins og veðurfar eða aflabrögð. Sú mæling sem gengi Seðlabanka ís- lands sýnir um efnahag sjávar- plássa úti á landi er á sinn hátt ekkert ósvipuð og mælingin væri á veðurfari í sjávarplássunum, ef að- eins væri tekið tillit til loftvogarinn- ar á Veðurstofunni í Reykjavík. Veðurstofan og Seðlabanki íslands stunda að þessu leyti svipaða starf- semi. Báðar stofnanirnar eru stöð- ugt að fást við hæðir og lægðir. Önnur í veðurfari landsins, en hin í efnahag landsins. Ef við hugleiðum skipuleg og vísindaleg vinnubrögð Veðurstof- unnar í upplýsingaöflun sinni um allt landið, þá er augljóst að ef þeirra nyti ekki við væri ásjóna landsbyggðarinnar allt önnur. Þér, lesandi góður, finnst samanburður- inn kannski fráleitur, en svo er ekki ef nánar er skoðað. Alveg eins og Seðlabankanum er ætlað að gefa út upplýsingar, halda utan um hin- ar ýmsu efnahagslegu stærðir og segja til um orsakir og afleiðingar þeirra, þá gerir Veðurstofan það sama um veðurfar og þykir öllum sjálfsagt. Eins og fyrr segir er gengi er- lendra gjaldmiðla, sem nú á tímum eru „framleiddir" allt í kringum landið, eitt af megin atriðum efna- hagslífsins. Hæðir og lægðir í efna- hag byggðarlaganna ráðast ekki síður af magni og verði þeirra en af lönduðum afla og hvemig vinnst úr honum, svo ekki sé nú talað um veðurfar. í fomeskju sinni neitar Seðlabankinn að viðurkenna þessa staðreynd. í stað þess að fylgjast með og skrá með skipulögðum hætti allan feril gjaldmiðlanna eru þeir stöðvaðir í Reykjavík og seldir þar á föstu verði, sem ákvarðast af héntistefnumælikvarða ríkjandi stjómmálamanna og aldrei rétt. I samanburði við vinnubrögð veður- fræðinga em vinnubrögð efna- hagshagfræðinga okkar aðeins kukl. í hlutfalli af meðal- loftþrýstingi Evrópulanda Nýjasta hugmynd nokkurra hag- fræðinga er að tengja krónuna við Evrópugjaldmiðla. Margir hafa gripið þessa hugmynd á lofti og sjá hér gott tækifæri til að taka með þessari ráðstöfun hentistefnumæli- kvarðann úr höndum stjómmála- mannanna. Hugmyndin er í mínum huga jafn fráleit og að skikka Veð- urstofima til að skrá loftþrýstinginn í landinu í einhveiju hlutfalli af meðalloftþrýstingi Evrópulanda. Auðvitað dettur ekki nokkrum manni slíkt í hug. Eitt af núverandi vandamálum efnahagslífsins em offjárfestingar á ýmsum sviðum. Sjávarútveginum hefur ekki síst verið núið þessu um nasir og oft ekki af ástæðulausu. Annar vandi í hagkerfinu er lang- varandi verðbólga og þar af leið- andi brenglað verðmætamat. Þetta Sigurður Tómas Garðarsson „Ég geri það að tillögn minni til ríkisstjórnar- innar að hún færi geng- isákvörðun til allra banka og sendi Seðla- bankann í kerfisbreyt- ingu en ekki gengis- breytingu.“ tvennt þ.e. verðbólgan og offjárfest- ingin eiga að læknast með tengingu krónunnar. Þetta má vera rétt en áföllin aukast einnig. Atvinnuleysi færist einnig á Evrópustig og mark- aðsstaða framleiðsluafurða okkar takmarkast á sama hátt og annarra Evrópuþjóða. Ég legg til að hagfræðingar sem mæla með tengingu krónunnar við myntkerfi Evrópugjaldmiðla fari í læri hjá Veðurstofunni. ÁSKIRKJA: Vegna safnaðarferð- ar verður guðsþjónustan í Strandarkirkju, Selvogi kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Sigríð- ur Jónsdóttir. Sr. Gisli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Ólaf- ur Jens Sigurðsson. Sóknar- nefndin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Anders Jó- sefsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hiartarson. HALLGRIMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbœnaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ólöf Ólafs- dóttir. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESSÓKN: Laugardag 13. ágúst: Guðsþjónusta í Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jó- hannsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighyat- ur Jónasson. Sr. Guðm. Örn Ragnarsson. KAPELLA HÁSKÓLA ÍSLANDS: Fríkirkjufólk. Guðsþjónusta í kap- ellu Háskóla íslands kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Stuðnings- menn. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Þessi messa er stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Almennt guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Garðar Ragn- arssonn. Guðspjall dagsins: Lúk. 18.: Farisei og toll heimtumaður KFUM & KFUK: Samkoma á Amtmannsstíg 2B: Samkoma á vegum SÍK kl. 20.30. Söngur Anders Jósepsson. Þáttur um Bjarna Eyjólfsson í umsjá Árna Sigurjónssonar. Ræða Páll Frið- riksson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Flokks- foringjarnir stjórna og tala. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa á Lágafelli kl. 11. Sóknar- prestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Vestur-íslending- ar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Þar mun sr. Bragi Frið- riksson og sr. Harald S. Sigmar þjóna fyrir altari og sr. Jón Bjarm- an prédika. Stólvers fíytja Vest- ur-íslendingarnir Svava og Erik Sigmar. Organisti Þröstur Eiríks- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson messar. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjá Víðistaðakirkja. KAPELLA ST. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. KAPELLA ST. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga messa er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl 8 KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum: Messa kl. 11. Gönguferð að henni lokinni. Gengið fyrir Ósa- botna og í Hvalsnes. Sr. Örn Bárður Jónsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Bæna- samkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Lofgjörð, fyrirbænir, kaffi og umræður. Sr. Örn Bárður Jónsson. Gengisákvörðun í alla banka Ég hef ekki heyrt annan hag- fræðing en Vilhjálm Egilsson viðra þá skoðun að erlendir gjaldmiðlar væru eins og hver önnur verslunar- vara, sem eðlilegast væri að gengi kaupum og sölum eins og önnur verðmæti f hagkerfínu. Er verðlags- höft réðu lögum og lofum í efna- hagslífínu var ekki óeðlilegt að er- lendir gjaldmiðlar væru þar með. Nú er það frjálst verðlag sem ræð- ur lögum og lofum og því er jafn eðlilegt að gjaldmiðlar faili þar und- ir. Rökin sem helst heyrast á móti ftjálsri gjaldeyrissölu eru hræðsla við aukna verðbólgu, einhverskonar spákaupmennska með erlenda gjaldmiðla og einnig öfugmælin um að þá geti þeir sem skulda erlend lán ekki greitt þau. Þetta eru auð- vitað engin rök, en erfítt er að koma mönnum í skilning um það. Afleið- ingamar verða væntanlega tals- verðar, bæði til góðs og ills. Nokkr- ar sem mér koma í hug eru t.d. að verðskyn muni breytast og almenn- ingur geri sér betri grein fyrir ríkjandi viðskiptalgörum. Þeir sem nú skulda stórar fúlgur erlendis verða af pólitísku vemdinni sem þeir hafa hingað til getað treyst á og braskaramir færa eitthvað af starfsemi sinni frá skuldabréfa- eða verðbréfamarkaðinum og yfír í gjaldeyriskaup. En þetta em minni- háttar atriði í samanburði við rétt- lætið sem fylgja mun slíku við- skiptafrelsi. Þá fá byggðalögin á landsbyggðinni aukið vægi í hag- kerfinu, útflutningsgreinar fá jafn- vægisstöðu á við innflutnings- og þjónustuatvinnuvegina og sfðast en ekki síst þá fá bankamir í landinu nýtt hlutverk og verðugt verkefni að sinna. FVamkvæmd svona kerfísbreyt- ingar er ekki eins erfíð og fyrst sýnist. Með bankaútibú út um allt land, tölvunet milli þeirra og sér- staka miðstöð fyrir bankana, er hægðarleikur að færa gengisskrán- inguna út 5 efnáhagslífið. Þetta er raunvemlega ekkert meira mál en fyrir Sól hf. að setja á markað nýja vömtegund, eða fyrir Veðurstofuna að fylgjast með loftvogunum á veð- urathugunarstöðvunum. Ég geri það að tillögu minni til ríkisstjómarinnar að hún færi geng- isákvörðun til allra banka og sendi Seðlabankann í kerfisbreytingu en ekki gengisbreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri ÍKeflavik. DRATT ARVELAR Mest seldar í V-Evrópu G/obust LÁGMÚLA6.S.681555. tilbreyting... ÞÓRSC/HFB- ÁS-TENGI gaL Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál Sftupta&DgRjiir cJ®va®ss®<ra <& ©<® VESTURGOTU 16 SÍMAR 14680 21480 Sölustaðir: Reykjavík: Allar helstu bókaverslanir Akureyri: Allar helstu bókaverslanir Siglufjoröur: Aöalbúðin, bókav. Hannesar Bokapantanir f sima 96-71301. 777 hamingju Siglfiröingar, þökkum móttökurnar MylluKobbi F0RLAG rÖRFUFELLI 34-111 REYKJAVÍK - S: 72020 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.