Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Sovétmeistaramótið: Karpov og Kasparov standa ekki bezt að vígi Skák Margeir Pétursson SOVÉZKA meistaramótið, það sterkasta um árabil, stendur nú jrfir í Moskvu. Tefldar hafa verið tíu umferðir af sautján og bezt að vígi stendur Valery Salov, sem hefur sex og hálfan vinning og biðskák. Með jafnmarga vinn- inga eru þeir Gary Kasparov, Anatoly Karpov og Alexander Beljavsky. Þar sem Salov er tal- inn eiga a.m.k. jafntefli í bið- skákinni við Ilya Smirin, er nokk- uð öruggt að hann kemur til með að taka forystuna einn. Mótið er gífurlega öflugt. Þótt öll nöfn- in séu ekki sérlega vel þekkt á Vesturlöndum þá hafa þeir stiga- lægstu orðið að vinna sig upp í gegnum mjög öflugar undanrásir þar sem fjöldi stórmeistara hefur orðið úr leik. Fáa eða enga af sterkustu skákmönnum Sovétmanna vant- ar, en það var þó sjónarsviptir að Mikhail Tal, sem varð að hætta keppni vegna veikinda, eftir að hafa teflt aðeins eina skák. Keppendur eru alls 18 tals- ins og eru Kasparov og Karpov auðvitað frægastir þeirra. Eini fulltrúi gömlu kynslóðarinnar er Vassily Smyslov, en hann hefur ekki byijað vel. Allir þeir sem komust í áskorendakeppnina í ár eru með, þeir Artur Jusupov, Valeiy Salov, Jan Ehlvest, Andr- ei Sokolov og Rafael Vaganjan. Aðrir mjög stigaháir þátttak- endur eru þeir Alexander Belj- avsky, fjórði stigahæsti skák- maður heims, Mikhail Gurevich, sem tefldi á tveimur mótum hér á íslandi í febrúar og marz og Vassily Ivanchuk, sem er aðeins tvítugur, en vakti mikla athygli með öruggum sigri á New York Open-skákmótinu um páskana. Aðrir skákmenn sem eru tíðir gestir í úrslitum sovézka meist- aramótsins eru stórmeistaramir Vyecheslav Eingom, sem fékk sæti Tals, Viktor Gavrikov, og Vladimir Malanjuk. Fjórir keppendur em lítt þekktir, Ilya Smirin, eini titil- lausi þátttakandinn, og Alexand- er Khalifman em báðir ungir að ámm, Leonid Judasin, Andrei Kharitonov, hinir þrír síðast- nefndu em alþjóðlegir meistarar. Af sterkum stórmeistumm sem ekki fengu sæti á meistara- mótinu má nefna þá Lev Pol- ugajevsky og Vladimir Tukm- akov. Þeir Karpov og Kasparov byij- uðu báðir mótið vel, en í síðustu umferðum hafa þeir gert full- mörg jafntefli. Báðir hafa þeir unnið þijár skákir og gert sjö jafntefli. Þeir mættust innbyrðis í sjöundu umferðinni. Karpov hafði hvítt og beitti Kasparov Nimzoindverskri vöm. Var samið jafntefli eftir u.þ.b. 30 leiki. Við skulum líta á vinningsskák Karpovs úr fyrstu umferð og Kasparovs úr þeirri annarri. Það er mjög lærdómsríkt hvemig Karpov teflir hið hefð- bundna uppskiptaafbrigði drottningarbragðsins. í skákum sínum við Beljavsky í Belfort og alþjóðameistarann Kharitonov á Sovétmeistaramótinu tókst hon- um að halda öllu mótspili and- stæðinganna niðri og vann sfðan á rétt tímasettri árás á drottn- ingarvæng. Ég vil nú samt ekki ráðleggja neinum að reyna að leika þetta eftir. Hægfara tilfær- ingar Karpovs í þessum skákum, sem allar þjóna þó einhveijum tilgangi, eru varla á færi nokk- urs annars skákmanns. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Andrei Kharitonov Drottningarbragð 1. c4 - e6 2. Rc3 - d6 3. d4 — Rf6 4. cxd6 — exd5 5. Bg6 Uppskiptaafbrigðið virðist henta vel fyrir hnitmiðaðan stöðubaráttustíl Karpovs. Á heimsbikarmótinu í Belfort vann hann góðan sigur á Beljavsky með sama vopni. 5. - Be7 6. e3 - Rbd7 7. Rf3 í Belfort kaus Kasparov að hafa kóngsriddara sinn á e2 gegn Andersson og síðan blés hann fljótlega til sóknar á mið- borðinu með f2-f3 og e3-e4. Þessi mismunandi smekkur ofur- stórmeistaranna sýnir vel mun- inn á skákstfl þeirra. 7. - c6 8. Bd3 - 0-0 9. Dc2 - He8 10.0-0 - Rf8 11. h3 - Be6 Á heimsbikarmótinu í Belfort um daginn lék Beljavsky hér 11. — g6 gegn Karpov og fram- haldið varð 12. Bxf6 — Bxf6 13. b4 - Re6 14. Hfdl - a6 15. a4 — Dd6 16. Db3. Aðalmunur- inn á þeirri skák og þessari felst í því hvemig skipt er upp á hvíta biskupnum á g5. Gegn Beljavsky lét Karpov hann fyrir riddara, en í þessari skák fellir hann kol- lega sinn á e7. Næsti leikur Karpovs kom áhorfendum í Moskvu á óvart, venjulega er leikið 12. Hacl eða 12. Habl í slíkum stöðum. 12. Hfcl!? - R6d7 13. Bf4 - Rb6 Kharitonov hefur vafalaust undirbúið þessa vamarhugmynd fyrir skákina. Nú getur hvítur ekki leikið b2-b4 nema láta c4- reitinn af hendi. 14. Habl - Bd6 15. Re2 - Rg6 16. Bxd6 - Dxd6 17. a4 - Hac8 18. Dc5 - Db8 Auðvitað ekki 18. — Dxc5 19. dxc5 — Rxa4?? 20. b3 og riddar- inn fellur. 19. Da3 - a6 20. Hc3 - Dc7 21. Hbcl - Ha8 22. Rd2 Eftir mikinn undirbúning er hvítur loks reiðubúinn til að leika b2-b4. Með næsta leik sínum hindrar svartur hina hefðbundnu atlögu b4-b5, en það kostar það að í framhaldinu nær Karpov þungri pressu eftir hálfopinni b-línunni. 22. - a5 23. Hbl - Rc8 24. b4 - axb4 25. Dxb4 - Rd6 26. Rb3 - Bc8 27. a5 - Re7 28. Rg3 - g6 29. Hccl - h5 Það er eðlilegt að svartur reyni að ná mótspili á kóngsvæng, en á h4 verður þetta peð alvarlegur veikleiki. 30. Hal - h4 31. Rfl - Bf5 32. Be2 - Re4 33. Rc5 - Rxc5 34. Dxc5 - Be6 35. Rd2 í þessari erfiðu stöðu missir Kharitonov öll tök á henni. Það er of mikið lagt á riddarann á e7 að hafa bæði auga með c6- reitnum og peðinu á h4. Til að komast hjá hruni varð svartur því að leika 35. — g5. 35. - Rf5? 36. Rf3 - Db8 37. a6 — bxa6 38. Hxa6 — Hxa6 39. Bxa6 — Da8 40. Dxc6 —' Dxc6 41. Hxc6 - Ha8 42. Bd3 og svartur gafst upp, því hann verður tveimur peðum undir. Kasparov svarar brennandi spurningu Eins og flestir skákáhuga- menn muna var enski leikurinn aðalvopn Kasparovs með hvítu í heimsmeistaraeinvíginu í Sevilla. í annarri, fjórðu og sextánndu skákunum var teflt afbrigði sem samkvæmt teóríunni á að vera lélegt á hvítt. Karpov svaraði hins vegar aldrei með þeirri leið sem fræðin mæla með svo skák- fræðingar gátu aðeins velt því fyrir sér hvaða endurbót á henni heimsmeistarinn hefði fundið. Það var ekki fyrr en í annarri umferð á Sovétmeistaramótinu að það kom í ljós hvaða nýjung var ætluð Karpov. Miðað við þá hrikalegu útreið sem hinn ungi og stigahái skákmaður (2625) Vassily Ivanchuk fær í þessari skák, var það greinilega rétt mat hjá Karpov að breyta út af sjálf- ur. Karpov er líka frægur fyrir þroskaða óttatilfínningu sína, það er eins og hann fínni það á sér þegar andstæðingamir eru að brugga honum launráð. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Vassily Ivanchuk Enski leikurinn 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e5 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2 - 0-0 6. 0-0 - e4 7. Rg5 - Bxc3 8. bxc3 - He8 9. f3 - exf3 Þegar Kasparov beitti fyrst enska leiknum, í annarri skák- inni í Sevilla, var Karpov svo heppinn að eiga í fórum sínum nýjungina 9. — e3I? sem kom Kasparov óvart. Þann leik hafði Karpov rannsakað þegar hann undirbjó sig fyrir heimsmeistara- einvígi sitt við Viktor Korchnoi 1978. 10. Rxf3 d5 Hér hefur nú venjulega verið leikið 11. cxd5 — Dxd5 12. Rd4 — Dh5 13. Rxc6 — bxc6 og svarti hefur vegnað vel í flestum skákum sem þannig hafa teflst. Kasparov kemur með mjög at- hyglisverða peðsfóm: 11. d4!? - Re4 12. Dc2 - dxc4 13. Hbl - f5?! Það er mjög eðlilegt að ætla að styrkja stöðu riddarans á e4 á þennan hátt, en nú nær Ka- sparov á snilldarlegan hátt að opna línur til sóknar. Það er auðvitað ekkert grín að þurfa að leika á svart í stöðunni. 13. — Hb8 má t.d. svara með 14. Re5 — Rxe5 15. Bxe4 — Rg6 16. Bf3, eða einfaldlega 14. Bf4 og í báðum tilvikum þarf hvítur ekki að súta peðið sem hann hefur fómað. 14. g4!! - De7 Eftir þennan slappa leik eru úrslitin ráðin, frumkvæði hvíts er alltof sterkt. En hvað hefði gerst ef svartur hefði einnig þeg- ið þessa peðsfóm og leikið 14. — fxg4. Hvassasta framhald hvíts er þá 15. Re5 — Rxe5 16. Bxe4 — Rg6 17. Bxg6 — hxg6 18. Dxg6 - Be6 (18. - Hxe2 19. Ba3 virðist vera einum of kulda- legt). 19. Hb5! og það er ekki annað að sjá en að svartur sé vamarlaus, gegn hótuninni 20. Hh5. T.d. 19. - Bd5 20. Hff5. 15. gxf5 - Rd6 15. — Bxf5 16. Re5 var einn- ig mjög slæmt 16. Rg5! - Dxe2 17. Bd5+ - Kh8 18. Dxe2 - Hxe2 19. Bf4! - Rd8 Hvítur hefur fundið glæsilega og þvingaða vinningsleið. Ef 19. - Bxf5 þá 20. Bxd6 - Bxbl 21. Rf7+ - Kg8 22. Rd8+! og mátar 20. Bxd6! — cxd6 21. Hbel — Hxel 22. Hxel - Bd7 23. He7 - Bc6 24. f6! og svartur gafst upp. Lokin yrðu mjög falleg: 24. — Bxd5 25. He8+ - Bg8 26. f7 - Rxf7 27. Rxf7 mát. Grdoóum Graeðum G RÆ Ð U A/7 ÍSLAND ÍSLAN D GRÆÐ/R ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REVKJAVÍK Hlaupareikningur251200Búnaðarbankinn Hellu smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sunnudagsferðir 14. ágúst: Kl. 8.00 Þórsmörfc - Goðaland. Einsdagsferð. Verð 1.200 kr. Stansað 3-4 klst. f Mörkinni. Strandganga (landnáml Ingólfs A og B. A. kl. 10.30 Selatangar-Mlðrek- ar-Húshólml-Krfsuvfkurberg. Fyrst verður litið ð fornar minjar um verstöð en sfðan gengið með jaðri ögmundarhrauns að Hús- hólma og skoðaðar rústir f Gömlu Krísuvfk og gengið áfram um mesta fuglabjarg Reykjanes- skagans. B. kl. 13 Krfsuvfkurberg - Rœn- ingjastfgur. Samelnast göngunni á Heiðnabergi. Nú ætti enginn að missa af strand- göngunni þvf lokatakmarkiö nálgast óðum. FJölmennlö. Verð 900 kr. Brottför frá BS(, bensfn- sölu. Sfmsvarl: 14600 Sjáumsti Útfvist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 14. ágúst: Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1200. Enn er ekki of állðið fyrlr dvöl I Þórsmörk. Leit- ið upplýsinga um verð og að- stöðu fyrir sumarleyfisgesti I Skagfjörðsskála ð skrifstofu F.f. Kl. 08. Stóra BJörnsfell - Kaldl- dalur. Ekið um Kaldadal og Llnuveg og genglð þaðan á Stóra Björnsfell. Verð kr. 1200. Kl. 13. Eyðibýlln á Bláakóga- heiðlnni. Ekið um Þingvelll að Sleöaási og gengið þaðan um eyðibýlin. Létt gönguferð. Verð kr. 800. Miðvlkudagur 17. ágúst. Kl. 08. Þórsmörk - dagaferð. Verð kr. 1200. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegln. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn f fylgd fullorð- inna. Ferðafélag fslands. Trú og líf Smlftjuvcgl 1 . Kópavogl Samkoma i kvöfd á Smlðjuvegi 1 kl. 20.00. John Cairns prédik- ar. Mikil lofgjörð. Beðið fyrlr sjúkum. Þú ert velkominn. Krossinn Auðbrekku 2.200 Kópavogur Almenn samkoma ( kvöld kl. 20.30. Munlð árdegls samkomuna kl. 11.00 f fyrra- mélið. TrÚ og líf SmiAJuvcgl I . KApavogl Vestmannaeyjar Samkoma I kvöld ( Hallarlundl kl. 20.30. Tony Fitzgerald pró- dlkar. Mlkil lofgjörð. Beðlð fyrir sjúkum. Þú ert velkominn. Rafvirkjavinna. S. 686645
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.