Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
Sovétmeistaramótið:
Karpov og Kasparov
standa ekki bezt að vígi
Skák
Margeir Pétursson
SOVÉZKA meistaramótið, það
sterkasta um árabil, stendur nú
jrfir í Moskvu. Tefldar hafa verið
tíu umferðir af sautján og bezt
að vígi stendur Valery Salov,
sem hefur sex og hálfan vinning
og biðskák. Með jafnmarga vinn-
inga eru þeir Gary Kasparov,
Anatoly Karpov og Alexander
Beljavsky. Þar sem Salov er tal-
inn eiga a.m.k. jafntefli í bið-
skákinni við Ilya Smirin, er nokk-
uð öruggt að hann kemur til með
að taka forystuna einn. Mótið
er gífurlega öflugt. Þótt öll nöfn-
in séu ekki sérlega vel þekkt á
Vesturlöndum þá hafa þeir stiga-
lægstu orðið að vinna sig upp í
gegnum mjög öflugar undanrásir
þar sem fjöldi stórmeistara hefur
orðið úr leik.
Fáa eða enga af sterkustu
skákmönnum Sovétmanna vant-
ar, en það var þó sjónarsviptir
að Mikhail Tal, sem varð að
hætta keppni vegna veikinda,
eftir að hafa teflt aðeins eina
skák. Keppendur eru alls 18 tals-
ins og eru Kasparov og Karpov
auðvitað frægastir þeirra. Eini
fulltrúi gömlu kynslóðarinnar er
Vassily Smyslov, en hann hefur
ekki byijað vel. Allir þeir sem
komust í áskorendakeppnina í
ár eru með, þeir Artur Jusupov,
Valeiy Salov, Jan Ehlvest, Andr-
ei Sokolov og Rafael Vaganjan.
Aðrir mjög stigaháir þátttak-
endur eru þeir Alexander Belj-
avsky, fjórði stigahæsti skák-
maður heims, Mikhail Gurevich,
sem tefldi á tveimur mótum hér
á íslandi í febrúar og marz og
Vassily Ivanchuk, sem er aðeins
tvítugur, en vakti mikla athygli
með öruggum sigri á New York
Open-skákmótinu um páskana.
Aðrir skákmenn sem eru tíðir
gestir í úrslitum sovézka meist-
aramótsins eru stórmeistaramir
Vyecheslav Eingom, sem fékk
sæti Tals, Viktor Gavrikov, og
Vladimir Malanjuk.
Fjórir keppendur em lítt
þekktir, Ilya Smirin, eini titil-
lausi þátttakandinn, og Alexand-
er Khalifman em báðir ungir að
ámm, Leonid Judasin, Andrei
Kharitonov, hinir þrír síðast-
nefndu em alþjóðlegir meistarar.
Af sterkum stórmeistumm
sem ekki fengu sæti á meistara-
mótinu má nefna þá Lev Pol-
ugajevsky og Vladimir Tukm-
akov.
Þeir Karpov og Kasparov byij-
uðu báðir mótið vel, en í síðustu
umferðum hafa þeir gert full-
mörg jafntefli. Báðir hafa þeir
unnið þijár skákir og gert sjö
jafntefli. Þeir mættust innbyrðis
í sjöundu umferðinni. Karpov
hafði hvítt og beitti Kasparov
Nimzoindverskri vöm. Var samið
jafntefli eftir u.þ.b. 30 leiki. Við
skulum líta á vinningsskák
Karpovs úr fyrstu umferð og
Kasparovs úr þeirri annarri.
Það er mjög lærdómsríkt
hvemig Karpov teflir hið hefð-
bundna uppskiptaafbrigði
drottningarbragðsins. í skákum
sínum við Beljavsky í Belfort og
alþjóðameistarann Kharitonov á
Sovétmeistaramótinu tókst hon-
um að halda öllu mótspili and-
stæðinganna niðri og vann sfðan
á rétt tímasettri árás á drottn-
ingarvæng. Ég vil nú samt ekki
ráðleggja neinum að reyna að
leika þetta eftir. Hægfara tilfær-
ingar Karpovs í þessum skákum,
sem allar þjóna þó einhveijum
tilgangi, eru varla á færi nokk-
urs annars skákmanns.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Andrei Kharitonov
Drottningarbragð
1. c4 - e6 2. Rc3 - d6 3. d4
— Rf6 4. cxd6 — exd5 5. Bg6
Uppskiptaafbrigðið virðist
henta vel fyrir hnitmiðaðan
stöðubaráttustíl Karpovs. Á
heimsbikarmótinu í Belfort vann
hann góðan sigur á Beljavsky
með sama vopni.
5. - Be7 6. e3 - Rbd7 7. Rf3
í Belfort kaus Kasparov að
hafa kóngsriddara sinn á e2
gegn Andersson og síðan blés
hann fljótlega til sóknar á mið-
borðinu með f2-f3 og e3-e4.
Þessi mismunandi smekkur ofur-
stórmeistaranna sýnir vel mun-
inn á skákstfl þeirra.
7. - c6 8. Bd3 - 0-0 9. Dc2 -
He8 10.0-0 - Rf8 11. h3 - Be6
Á heimsbikarmótinu í Belfort
um daginn lék Beljavsky hér 11.
— g6 gegn Karpov og fram-
haldið varð 12. Bxf6 — Bxf6 13.
b4 - Re6 14. Hfdl - a6 15.
a4 — Dd6 16. Db3. Aðalmunur-
inn á þeirri skák og þessari felst
í því hvemig skipt er upp á hvíta
biskupnum á g5. Gegn Beljavsky
lét Karpov hann fyrir riddara,
en í þessari skák fellir hann kol-
lega sinn á e7. Næsti leikur
Karpovs kom áhorfendum í
Moskvu á óvart, venjulega er
leikið 12. Hacl eða 12. Habl í
slíkum stöðum.
12. Hfcl!? - R6d7 13. Bf4 -
Rb6
Kharitonov hefur vafalaust
undirbúið þessa vamarhugmynd
fyrir skákina. Nú getur hvítur
ekki leikið b2-b4 nema láta c4-
reitinn af hendi.
14. Habl - Bd6 15. Re2 - Rg6
16. Bxd6 - Dxd6 17. a4 -
Hac8 18. Dc5 - Db8
Auðvitað ekki 18. — Dxc5 19.
dxc5 — Rxa4?? 20. b3 og riddar-
inn fellur.
19. Da3 - a6 20. Hc3 - Dc7
21. Hbcl - Ha8 22. Rd2
Eftir mikinn undirbúning er
hvítur loks reiðubúinn til að leika
b2-b4. Með næsta leik sínum
hindrar svartur hina hefðbundnu
atlögu b4-b5, en það kostar það
að í framhaldinu nær Karpov
þungri pressu eftir hálfopinni
b-línunni.
22. - a5 23. Hbl - Rc8 24.
b4 - axb4 25. Dxb4 - Rd6 26.
Rb3 - Bc8 27. a5 - Re7 28.
Rg3 - g6 29. Hccl - h5
Það er eðlilegt að svartur reyni
að ná mótspili á kóngsvæng, en
á h4 verður þetta peð alvarlegur
veikleiki.
30. Hal - h4 31. Rfl - Bf5
32. Be2 - Re4 33. Rc5 - Rxc5
34. Dxc5 - Be6 35. Rd2
í þessari erfiðu stöðu missir
Kharitonov öll tök á henni. Það
er of mikið lagt á riddarann á
e7 að hafa bæði auga með c6-
reitnum og peðinu á h4. Til að
komast hjá hruni varð svartur
því að leika 35. — g5.
35. - Rf5? 36. Rf3 - Db8 37.
a6 — bxa6 38. Hxa6 — Hxa6
39. Bxa6 — Da8 40. Dxc6 —'
Dxc6 41. Hxc6 - Ha8 42. Bd3
og svartur gafst upp, því hann
verður tveimur peðum undir.
Kasparov svarar
brennandi spurningu
Eins og flestir skákáhuga-
menn muna var enski leikurinn
aðalvopn Kasparovs með hvítu í
heimsmeistaraeinvíginu í Sevilla.
í annarri, fjórðu og sextánndu
skákunum var teflt afbrigði sem
samkvæmt teóríunni á að vera
lélegt á hvítt. Karpov svaraði
hins vegar aldrei með þeirri leið
sem fræðin mæla með svo skák-
fræðingar gátu aðeins velt því
fyrir sér hvaða endurbót á henni
heimsmeistarinn hefði fundið.
Það var ekki fyrr en í annarri
umferð á Sovétmeistaramótinu
að það kom í ljós hvaða nýjung
var ætluð Karpov. Miðað við þá
hrikalegu útreið sem hinn ungi
og stigahái skákmaður (2625)
Vassily Ivanchuk fær í þessari
skák, var það greinilega rétt mat
hjá Karpov að breyta út af sjálf-
ur. Karpov er líka frægur fyrir
þroskaða óttatilfínningu sína,
það er eins og hann fínni það á
sér þegar andstæðingamir eru
að brugga honum launráð.
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Vassily Ivanchuk
Enski leikurinn
1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e5 3.
Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2
- 0-0 6. 0-0 - e4 7. Rg5 -
Bxc3 8. bxc3 - He8 9. f3 -
exf3
Þegar Kasparov beitti fyrst
enska leiknum, í annarri skák-
inni í Sevilla, var Karpov svo
heppinn að eiga í fórum sínum
nýjungina 9. — e3I? sem kom
Kasparov óvart. Þann leik hafði
Karpov rannsakað þegar hann
undirbjó sig fyrir heimsmeistara-
einvígi sitt við Viktor Korchnoi
1978.
10. Rxf3 d5
Hér hefur nú venjulega verið
leikið 11. cxd5 — Dxd5 12. Rd4
— Dh5 13. Rxc6 — bxc6 og
svarti hefur vegnað vel í flestum
skákum sem þannig hafa teflst.
Kasparov kemur með mjög at-
hyglisverða peðsfóm:
11. d4!? - Re4 12. Dc2 - dxc4
13. Hbl - f5?!
Það er mjög eðlilegt að ætla
að styrkja stöðu riddarans á e4
á þennan hátt, en nú nær Ka-
sparov á snilldarlegan hátt að
opna línur til sóknar. Það er
auðvitað ekkert grín að þurfa
að leika á svart í stöðunni. 13.
— Hb8 má t.d. svara með 14.
Re5 — Rxe5 15. Bxe4 — Rg6
16. Bf3, eða einfaldlega 14. Bf4
og í báðum tilvikum þarf hvítur
ekki að súta peðið sem hann
hefur fómað.
14. g4!! - De7
Eftir þennan slappa leik eru
úrslitin ráðin, frumkvæði hvíts
er alltof sterkt. En hvað hefði
gerst ef svartur hefði einnig þeg-
ið þessa peðsfóm og leikið 14. —
fxg4. Hvassasta framhald hvíts
er þá 15. Re5 — Rxe5 16. Bxe4
— Rg6 17. Bxg6 — hxg6 18.
Dxg6 - Be6 (18. - Hxe2 19.
Ba3 virðist vera einum of kulda-
legt). 19. Hb5! og það er ekki
annað að sjá en að svartur sé
vamarlaus, gegn hótuninni 20.
Hh5. T.d. 19. - Bd5 20. Hff5.
15. gxf5 - Rd6
15. — Bxf5 16. Re5 var einn-
ig mjög slæmt
16. Rg5! - Dxe2 17. Bd5+ -
Kh8 18. Dxe2 - Hxe2 19. Bf4!
- Rd8
Hvítur hefur fundið glæsilega
og þvingaða vinningsleið. Ef 19.
- Bxf5 þá 20. Bxd6 - Bxbl
21. Rf7+ - Kg8 22. Rd8+! og
mátar
20. Bxd6! — cxd6 21. Hbel —
Hxel 22. Hxel - Bd7 23. He7
- Bc6
24. f6! og svartur gafst upp.
Lokin yrðu mjög falleg: 24. —
Bxd5 25. He8+ - Bg8 26. f7 -
Rxf7 27. Rxf7 mát.
Grdoóum Graeðum G RÆ Ð U A/7 ÍSLAND ÍSLAN D GRÆÐ/R
ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REVKJAVÍK Hlaupareikningur251200Búnaðarbankinn Hellu
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Sunnudagsferðir 14. ágúst:
Kl. 8.00 Þórsmörfc - Goðaland.
Einsdagsferð. Verð 1.200 kr.
Stansað 3-4 klst. f Mörkinni.
Strandganga (landnáml Ingólfs
A og B.
A. kl. 10.30 Selatangar-Mlðrek-
ar-Húshólml-Krfsuvfkurberg.
Fyrst verður litið ð fornar minjar
um verstöð en sfðan gengið með
jaðri ögmundarhrauns að Hús-
hólma og skoðaðar rústir f
Gömlu Krísuvfk og gengið áfram
um mesta fuglabjarg Reykjanes-
skagans.
B. kl. 13 Krfsuvfkurberg - Rœn-
ingjastfgur. Samelnast
göngunni á Heiðnabergi. Nú
ætti enginn að missa af strand-
göngunni þvf lokatakmarkiö
nálgast óðum. FJölmennlö. Verð
900 kr. Brottför frá BS(, bensfn-
sölu. Sfmsvarl: 14600
Sjáumsti
Útfvist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélagsins:
Sunnudagur 14. ágúst:
Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð.
Verð kr. 1200. Enn er ekki of
állðið fyrlr dvöl I Þórsmörk. Leit-
ið upplýsinga um verð og að-
stöðu fyrir sumarleyfisgesti I
Skagfjörðsskála ð skrifstofu F.f.
Kl. 08. Stóra BJörnsfell - Kaldl-
dalur.
Ekið um Kaldadal og Llnuveg og
genglð þaðan á Stóra Björnsfell.
Verð kr. 1200.
Kl. 13. Eyðibýlln á Bláakóga-
heiðlnni.
Ekið um Þingvelll að Sleöaási
og gengið þaðan um eyðibýlin.
Létt gönguferð. Verð kr. 800.
Miðvlkudagur 17. ágúst.
Kl. 08. Þórsmörk - dagaferð.
Verð kr. 1200.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegln. Farmiðar við
bíl. Fritt fyrir börn f fylgd fullorð-
inna.
Ferðafélag fslands.
Trú og líf
Smlftjuvcgl 1 . Kópavogl
Samkoma i kvöfd á Smlðjuvegi
1 kl. 20.00. John Cairns prédik-
ar. Mikil lofgjörð. Beðið fyrlr
sjúkum. Þú ert velkominn.
Krossinn
Auðbrekku 2.200 Kópavogur
Almenn samkoma ( kvöld kl.
20.30. Munlð árdegls
samkomuna kl. 11.00 f fyrra-
mélið.
TrÚ og líf
SmiAJuvcgl I . KApavogl
Vestmannaeyjar
Samkoma I kvöld ( Hallarlundl
kl. 20.30. Tony Fitzgerald pró-
dlkar. Mlkil lofgjörð. Beðlð fyrir
sjúkum. Þú ert velkominn.
Rafvirkjavinna. S. 686645