Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 41

Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 41 í ÞIIMGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Hvernig heilsast ríkisstjóminni? Eru kosningar á næsta leiti? Sjávarafli og verðþróun sjáv- arvöru á erlendum mörkuðum hafa löngum ráðið mestu um þjóðartekjur og lífslqör íslend- inga. Ytri aðstæður valda því tiðum sveiflum i þjóðarbúskap okkar. Af þessum sökum, og reynd- ar fleiri, höfum við siglt undan- farið inni i efnahagslægð, eina ferðina enn. Afli hefur dregizt saman, meðal annars vegna nauðsyn- legrar veiðistýringar. Sam- keppni við aðrar fiskveiðiþjóðir — og reyndar fleiri matvæla- framleiðendur — hefur lækkað söluverð fiskafurða. Þessu til viðbótar hefur Bandaríkjadal- ur (sem gjarnan er sölumynt sjávarvöru) staðið höllurn fæti gagnvart annarri erlendri mynt (sem gjarnan er kaup- mynt innflutnings okkar). „Sveiflan“ hefur fækkað út- flutningskrónum okkar, lækk- að kaupmátt þeirra — og þyngt erlendar skuldir. Þessar ytri aðstæður hafa gert okkur lífið leitt, ítem sam- býiiserfiðleikar í ríkisstjórn- inni. I Þær ytri aðstæður, sem vikið var að, bitna þyngst á útflutn- ings- og samkeppnisatvinnuveg- um. Innlendur tilkostnaður hvers konar hefur hækkað umtalsvert, þar eð verðbólgan (verðlag/kaup) hefur losnað úr böndum á ný. Söluverð framleiðslunnar i íslenzkum krónum hefur hinsveg- ar lækkað. Það kostar einfaldlega meira að framleiða vöru sem minna fæst fyrir. Verðbólgan hækkar síðan lánsfjárkostnað, sem er umtalsverður hluti rekstr- arútgjalda hér á landi. íslenzkum fyrirtækjum hefur verið og er ill- gerlegt að mynda eigið fé í rekstri. Eigið fé í erlendum fyrirtækjum, sem keppa um sömu markaði, er mun meira. Rekstrarstaða flestra sjávarút- Steingrímur Hermannsson vegs- og útflutningsfyrirtækja er af þessum sökum slæm. Mörg þeirra eru á þröskuldi stöðvunar. Rekstraröryggi fyrirtækja, ekki sízt í undirstöðugreinum, og al- mennt atvinnu'öiyggi eru síðan tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Það var því meira en tímabært þegar ríkisstjómin skipaði sér- staka nefnd til þess að gera tillög- ur um ráðstafanir til að bæta rekstrarskilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina, sem og til að treysta eiginfjárstöðu íslenzkra atvinnufyrirtækj a. II En hvemig heilsast ríkisstjóm- inni? Hefur hún burði til að leiða þjóðina út úr efnahagslægðinni — til jafnvægis og stöðugleika í þjóð- arbúskapnum? Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisstjómin, sem fór vel af stað og færði sitt hvað til betri vegar, á við vissa „heimilis- erfiðleika" að stríða. Að hluta til kunna þeir að felast í skoðanaá- greiningi um starfsaðferðir eða „lausnir" á viðfangsefnum stjóm- arinnar. Fleira kemur þó til. Sitt- Þorsteinn Pálsson hvað bendir til þess að utanríkis- ráðherra, sem var forsætisráð- herra f fyrri ríkisstjóm, sé enn í „forsætisráðherrastellingum". Framsóknarflokkurinn virðist ekki alheill í samstarfsstjómum sem hann leiðir' ekki. Ríkisstjómin gengur nú undir mikilvægt reynslupróf. Framtíð hennar ræðst næstu vikur. Hún ræðst af því, hver verða efnisat- riði efnahagsaðgerðanna — og hver samstaða stjómarflokkanna (ráðherranna) verður um fram- kvæmdina. Komist ríkisstjómin þokkalega frá þessu mikilvæga reynsluprófi kann hún að ná fyrri stöðu í hugum fólks. Ef ekki em dagar hennar taldir. Þá reynir á Alþingi — þingheim — um mynd- un nýrrar ríkissjómar. Bregðist þingið því skylduhlutverki em haust- eða vorkosningar framund- Sterk öfl í stjómarflokkunum þremur vinna heilshugar að því að ná samstöðu um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Þær ytri aðstæður, sem valdið hafa eftiahagslægð í þjóðarbúskapn- Jón Baldvin Hannibalsson um, em ekki kjörtími til átaka, sem jafnan fylgja kosningum. Þvert á móti. Nýta verður næstu vikur og mánuði til vamarað- gerða. Það er ekki sízt mikilvægt fyrir rekstraröryggi undirstöðu- greina atvinnulífsins, með öðmm orðum almennt atvinnuöiyggi, að vel takist til að þessu leyti. Þess vegna standa vonir fólks til þess að ríkisstjómin reynist vandanum vaxin. Fari stjómin frá er heldur ekki sjálfgefið að gengið verði til kosn- inga strax. Þá reynir á Alþingi um myndun nýrrar stjómar. Það er eitt helzta skylduverk þing- heims að sjá landi og lýð fyrir meirihlutastjóm. Telja verður líklegt að Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Borgaraflokkur vilji eitthvað á sig leggja til að fresta kosningum, með hliðsjón af niðurstöðum í skoðanakönnunum um kjósenda- fylgi á líðandi stundu. Öðm máli gegnir um Kvennalista, sem hefur ennþá góðan byr, þó að slegið hafi í baksegl hans. Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur koma og ekki illa út úr skoðana- könnunum — miðað við aðstæður. Em „fræðilegir" möguleikar á meirihlutastjóm, ef ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar fer frá? Reyndar; þeir em nokkrir. í fyrsta lagi vinstri stjórn Framsóknar- flokks, A-flokka og Kvennalista (37 þingmenn). í annan stað ný- sköpunarstjóm Sjálfstæðisflokks og A-flokka (36 þingmenn). í þriðja lagi samstjóm Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Borgara- flokks (35 þingmenn). Fleiri möguleikar em fyrir hendi, hvað sem líkum líður. Ekki er heldur hægt að afskrifa möguleika á einhvers konar minnihlutastjóm, sem studd yrði með hlutleysi flokka, er fresta vildu kosningum — að minnsta kosti fram á vorið. Utanþings- stjóm kemur og til greina, ef þing- ið er ekki vandanum vaxið. Haustkosningar yrðu síðan þrautalending, ef allt annað bregst. Enginn getur í það spáð, hvað talið yrði upp úr kjörkössun- um. Naumast yiði það þó annað en einhvers konar margflokka- stjóm, eins og allt er í pottinn búið. Hvenær bemm við gæfu til að smíða okkur einhvers konar tveggja flokka kerfi — með hreinni þjóðmálalínum — svo fólk viti í aðalatriðum hvað það er að kjósa yfir sig? IV Máske og vonandi leysir ríkis- stjómin vandamál sín og þjóðar- innar. Sameiginlegir hagsmunir allra starfsstétta em í húfi. En til þess þarf hún að leggja innri átök til hliðar — og ráðherrar að róa til sömu áttar, inn á lygnari sjó jafnvægis í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjómin hefur að vísu ekki gengið heil til skógar undanfarið. „Flensan" gerir víða vart við sig! Hún er engu að síður hress, meira að segja bráðhress, í samanburði við stjómarandstöðuna. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkun- um hafa tálgast upp, ef marka má skoðanakannanir, þótt þeir hafi ekki þurft að axla stjómar- ábyrgð. Það, eitt út af fyrir sig, er ekki traustvekjandi. Stjóminni stendur heldur ekki ógn af stjómarandstöðunni. Fáar ríkisstjómir hafa búið við „ákjós- anlegri" stjómarandstöðu. Það sem hún þarf að óttast er innan heimilisveggja hennar sjálfrar. Sigurður Sigurgeirs- son - Kveðjuorð Það fór það orð af Sigurði þegar ég kom til Stykkishólms í fyrstu að hann bókstaflega gæti allt, það léki allt í höndunum á honum, og ef færi eitthvað aflaga væri eina ráðið að ná í hann, því hann gæti leyst vandann. Hann hafði unnið sér það traust í hugum fólksins að öllu væri óhætt hvað sem á dyndi, því hann vissi alveg hvemig ætti að gera við. Og fljótt varð ég vísari þeim sannleik sem bjó í þessum orðum. Sigurður hafði verið í námi hjá einu virtasta vélaverkstæði lands- ins, hjá Guðmundi á Þingeyri. Það var góður skóli og undirbúningur. Hann lærði margt af Guðmundi sem kom vel að notum seinna. Hann var einn af þeim sem var með fyrsta bílpróf í sýslunni, og í félagi við vin sinn Láms Rögnvaldsson byijaði hann bifreiðarekstur. Þegar frysti- húsið hér í Hólminum byijaði var ekki annað sjálfsagt en að fá Sigga til að sjá um vélamar. Fljótt kunni hann skil á rafmagninu og nota- gildi þess og margt rafmagnstækið fór af stað á þeim byijunartímum fyrir tilstilli Sigurðar. Þá var ekki ónýtt að leita til hans þegar síminn bilaði alvarlega og það var mikil bilun gæti Siggi ekki fundið út hvað amaði að. Því fengum við Möller póstmeistari að kynnast, enda oft leitað aðstoðar. Margt annað væri hægt að telja upp og þar sem svo margir þurftu að leita til hans var vinnudagurinn langur og oft gat að líta ljós á verk- stæði hans eftir miðnætti. Ekki held ég að sumarfríin hafi verið löng eða mörg hjá honum, enda þá ekki tími sumarfría eins og nú. Menn héldu sér að vinnunni og við efnið. Við kynntumst fljótt og rædd- um mikið saman. Það var erfitt að eignast bíl um þær mundir og minn fyrsta bíl eignaðist ég í félagi við Sigga, frægan bíl og góðan, og gekk það vel þann tíma sem við áttum. Og ekki var mikið til ásteyt- ingar. Við skipulögðum bara notk- unina og af því að í garð gekk kaldur vetur var sjálfsagt að geyma hann á rafstöðinni í hlýjunni og auðvitað vakti það eftirtekt. Mér reyndist Sigurður vel og svo geta fleiri sagt. Meðan hann gat var hann sístarfandi, en seinustu árin dvaldi hann á sjúkrahúsinu hér og vissulega var það djúp reynsla fyrir sívinnandi mann. Sigurður var nær 85 ára er hann lést. Fæddur að Bjamarhöfn 1903. Ég mun ekki rekja æviþætti hans. Þeim verða gerð góð skil af öðrum. En þessi fáu orð eru til að minnast starfs hans og vináttu sem ég af einlægum huga þakka fyrir á kveðjustund og sendi ættingjum hans einlægar samúðarkveðjur og blessuð veri minning dugnaðar- manns og góðs íslendings. Hann stóð fyrir sínu og Hólmurinn mun lengi geyma nafn hans. Árni Helgason Bæklunar- skósmiðurinn mælirmeðþéssum naturo\\ \ChasallaJ11 skóm. Fást í mörgum breiddum. Sendum í póstkröfu. GÍSLI FERDIIViANDSSON HF skóbúð, Lækjargötu 6a. sími 20937. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Eigum fyrirliggjandi PASLODE loftverkfæri KAMBSAUMSBYSSUR NAGLABYSSUR OÚKKSAUMSBYSSUR HEFTIBYSSUR GASBYSSUR SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIQA-LEIGA VÉLA- OG PALLALEIGAN Sími 687160. Fosshálsi 27, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.