Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 42

Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Minning: Jónína Sigurjóns- dóttir\ Byggðarhomi Fædd 20. októberl911 Dáin 10. júlí 1988 Þann 10. júlí síðastliðinn lést á sjúkrahúsinu á Selfossi Jónína Sigur- jónsdóttir húsfreyja í Byggðarhomi í Sandvíkurhreppi. Var hún jarðsung- in frá Selfossskirkju þann 16. sama mánaðar og þaðan borin til grafar í Laugardælum. Með henni er horfin af sjónarsviðinu ein þeirra kvenna er settu svip á sveitina okkar og vil ég minnast hennar hér nokkrum orð- um. Jónfna Siguijónsdóttir var fædd þann 20. október 1911 að Kringlu í Grímsnesi. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, Siguijón Gíslason Gunnars- sonar að Heimalandi í Hraungerðis- hreppi og Jódís Sigmundsdóttir bónda á Kambi í Flóa Jóhannssonar. Foreldrar Jónínu voru atgervis og dugnaðarfólk og komu upp mann- vænlegum systkinahópi. Siguijón var fróðleiksfús og hélt skrá um allan sinn búskap sem þykir merkileg sam- antekt og er nú komin á safn á Sel- fossi. Elínborg Lárusdóttir skáldkona tók saman ævisögu Siguijóns, í faðmi sveitanna, er út kom 1950, og er sú bók afar glögg aldarfarslýs- ing úr Amessýslu á nítjándu öld og framan af þessari. Elínborg ritaði einnig þátt um Jódísi í bókinni Merk- ar konur, 1954, og þar kom fram afrekssaga húsfreyju er var á vissan hátt bjöguð til vinnu en lét ekki slíkt aftra sér í neinu, kom 8 bömum til fullorðinsára og andaðist háöldmð í skjóli bama sinna. Jónína ólst upp í Kringlu fram undir tvítugsaldur en fór þá á vistir eins og títt var á þeim tíma. Örlög hennar réðust er hún kom í kaupa- vinnu að Byggðarhomi fyrir réttum 50 árum, í upphafi heyanna sumarið 1938. Þá var að taka þar við búskap Geir, sonur hjónanna sem þar höfðu búið lengi, Gissurar Gunnarssonar frá Byggðarhomi og Ingibjargar Sig- urðardóttur frá Langholti í Flóa. Vel hefur hin unga kona kunnað dvöl sinni í Byggðarhomi því hún fram- lengdi hana eftir heyskapinn er Ingi- björg húsfreyja veiktist. Þessi fram- lenging var örlagarík og stóð í reynd í 50 ár því brátt voru þau Jónína og Geir gift og tóku við öllum búsforráð- um á jörðinni. Ióa í Byggðarhomi, en svo var hún jafnan nefnd, var mikil fríðleiks- kona og fylgdi henni til elliára það sem kalla má „sjarma". Spillti þar ekki að hún var lundlétt og kát með afbrigðum og var alltaf líf og fjör í kringum hana á mannfundum. Hún var mjög félagslynd og byrgði sig aldrei héima með ofvaxin verk eða áhyggjur. Hún kunni að hleypa öllu slíku út og hélt mikilli og langri vin- áttu við fjölda manns. Heima fyrir var hún forkur til verka og gekk jafnt að störfum úti sem inni. Því var ekki að undra að ætíð var létt yfir heimili hennar og fólk sótti í að koma þar við. Samvalin voru þau hjón í móttöku gesta sinna og ég minnist. varla léttari umræðna í eld- húsi hjá öðru vinafólki. Lóa var þar alltaf í essinu sínu, hrein, opin og hispurslaus í öllu sínu tali. Eldhúsið hennar var stórt og borðið hennar rúmaði marga, fannst mér. Það var af því að hugsanir hennar flugu vítt, hláturinn var mikill og smitandi og hjartað var stórt. Ég hygg að músíkin í hjartanu hennar hafi valdið þessu. Áratugir eru nú liðnir síðan ég sá Lóu spila fyrst á harmoníku og það gerði hún listavel. En stúlka sem var ofurseld þeim aldarhætti að komast aldrei í annað starf en vistir — hún hefur orðið að gleyma þeim æskudraumi að læra hljómlist. Milli bama dreif hún sig þó í það að læra á orgel. Fékk hún dálitla tilsögn fyrst en mest var það sjálfsnám. Er bömin uxu úr grasi var Lóu það mikið yndi að fylgjast með tónlistariðkun þeirra. Þijú hin elstu, Gissur, Úlfhildur og Hjördís voru í hljómsveitum hér sunnanlands í uppvaxtarárum sínum. Þau gerðu þá garðinn frægan í Byggðarhorni og reyndar er Hjördís enn að, jafn mikil toppsöngkona með hljómsveitum og fyrr. En söngiðkun er þessarí fjölskyldu allri í blóð borin og systkinin hafa öll sungið með kómm til þessa. Veit ég að Lóu þótti vænt um þetta, og þótti henni þá sem draumar hennar hefðu að nokkm leyti ræst. Böm þeirra Lóu og Geirs vom fímm: Elstur er Gissur, lærður tré- smiður og nú starfandi póstur á Sel- fossi, kvæntur Ásdísi Lilju Svein- bjömsdóttur. Þau búa á Selfossi og eiga þijú böm. Þá er Úlfhildur, gift Sigvalda Haraldssyni. Þau búa í Mosfellssveit og eiga þijú böm. Þá er Hjördís Jóna, gift Þórhalli Geirs- t Eiginmaður minn, faöir og afi, HJALTI ÞÓRARINSSON, Háaleitisbraut 93, lóst i Landspítalanum 28. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðfinna Jónsdóttir, börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, KRISTMANN DAN JENSSON, Hamarsgötu 3, Fáskrúösfirði, lést í Landakotsspítala að morgni 10. ágúst. Elsa Guðrún Hjaitadóttir, Jens Dan Kristmannsson, Nökkvi Dan Krlstmannsson, HJalti Dan Kristmannsson, Björg Magnúsdóttlr. t Útför föður okkar, tengdafööur og afa, BRYNJÓLFS J. BRYNJÓLFSSONAR veltingamanns, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Sigrfður Margrót Specker, Alexander Specker, Ragnheiöur Brynjólfsdóttir, Baldur Jónsson, Sólveig Brynjólfsdóttir, . Vigfús Ásgeirsson og barnabörn. syni. búa þau í Reykjavík og eiga §ögur böm. Þá er Gísli bóndi í Byggðarhomi, kvæntur Ingibjörgu Ingadóttur. Eiga þau flögur böm, þar af einn kjörson. Yngst er Bryn- hildur sem býr á Selfossi, gift Kristj- áni Einarssyni. Böm þeirra em þijú. Lóa og Geir bjuggu stóm búi í Byggðarhomi í meira en aldarfjórð- ungs skeið. Er Gísli sonur þeirra stofnaði heimili tók hann við kúnum og höfðu þeir feðgar þá byggt stórt §ós á jörðinni en Geir var áfram með féð í nýbyggðu ijárhúsi. Lóa studdi vel þá uppbyggingu er nú fór fram og lét sér einkar annt um að vel væri búið að þeirri kynslóð sem tók við starfi hennar. Heilsa hennar bilaði fyrir fáum ámm en þá naut hún þess sem hún sjálf hafði stofnað til. Böm hennar báru hana á höndum sér og umvafín þeirra ástúð og eigin- mannsins fékk hún hægt andlát. Ég veit ekki hvað ég get sagt frá eigin bijósti við vin minn, Geir í Byggðarhomi. Andlátið hennar Lóu kom ekki á óvart. Allir höfðu búið sig undir það og hún líklega best. Jú, ég vildi gera orð Guðmundar Inga skálds að mínum þar sem hann ávarpar syrgjandi eiginmann svo í kvæðinu Énn í festum: Veruleikinn orðinn er eins og fagurdreymi, brúðurin fór að búa þér ból í öðrum heimi. Þar sem hún með höndum tveim heilsar blítt í ranni, verður gott að ganga heim gömlum ferðamanni. Blessuð sé minning Jónínu Sigur- jónsdóttur. Páll Lýðsson Með nokkmm orðum vil ég minn- ast móðursystur minnar Jónínu Sig- uijónsdóttur, sem lést 10. júlí sl. Lóa, eins og hún var ávallt kölluð, var yngst bama Jódísar og Siguijóns í Kringlu, Grímsnesi. Öll eru þau systkinin nú látin nema einn bróðir, Torfi, er býr í Miðhúsum, Garði. Lóa giftist Geir Gissurarsyni, Byggðarhomi í Flóa og eignuðust Guðmundur Ólafur Guðmundsson úígerð- armaður - Minning Þann 2. ágúst 1988 lauk langri lífsgöngu afa míns. Guðmundur Ólafur Guðmundsson fæddist aldamótaárið 1900, þann 4. júlí. Hann var sonur hjónanna Freydísar Guðmundsdóttur og Guð- mundar Ólafssonar og var hann elst- ur 9 systkina. Sem sjá má hét hann í höfuðið á báðum öfunum sínum. Ólafur Gíslason, föðurafi afa, varð fyrstur til að setjast að í Hominu, þar sem Ólafsfjarðarkaupstaður er nú, og bjó hann á Sandhólum. Afi ólst upp í föðurhúsum á Kleif- unum. Strax frá unga aldri lá fyrir honum að bera ábyrgð því í þá daga gat elsti sonurinn ekki leikið sér daginn út og daginn inn, hann varð að vinna og víst hefur hann afi unn- ið. Ungur var hann þegar pabbi hans treysti honum fyrir bát sínum og 1918, þá 18 ára, varð hann formað- ur á Garðari, 8 tonna bát og á honum réri hánn í tólf ár. Árið 1929, þann 5. október, gekk afi að eiga ömmu mína, Ólöfu Ingi- mundardóttur og 1930 fæddist þeim sonur sem skírður var Garðar. Nú var fyrir flölskyldu að sjá og afi hefur alla tíð verið framfaramaður, því festi hann kaup á 12 tonna vél- bát er hlaut hann nafnið Gullfoss. 1933 fæðist ánnar sonur, Halldór Ingvar. Síðar tóku afi og amma í fóstur Olgu Albertsdóttur, bróður- dóttur afa og Guðbrand Þorvaldsson- ar, bróðurson ömmu. Sjómennsku stundaði afi þar til 1960 þegar hann, amma og synir þeirra, pabbi og Halldór, keyptu 25 tonna eikarbát, Guðmund Ólafsson. Nú fer ég að muna eftir afa. t INGIBJÖRG THORS verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Marta, Ingibjörg, Margrót, Stefanía og Thor Ó. Thors. t Útför mannsins míns, BJÖRNS JÓNSSONAR fi8kmatsmanns, Brekkugötu 24, Þingeyri, fer fram frá Þingeyrarkirkju þriöjudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans láti þyrlukaupasjóð Landhelgisgæsl- unnar njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda, Jónfna Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, HRAFNBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Haraldur Valsteinsson, Heimir V. Haraldsson, Halla V. Haraldsdóttir, Guðmundur P. Haraldsson, Valsteinn Haraldsson, Ragna Haraldsdóttir, Ragna Kemp, Elísabet K. Guðmundsdóttir, Þórey S. Guðmundsdóttir, Hreindís Guðmundsdóttir, Ragna Kemp Guðmundsdóttir, Guðmundur Óli Guðmundsson og fjölskyldur. þau fimm böm sem öll eru bráðdug- leg og mannvænleg. Lóa var ung að árum er hún tók við búsforráðum í Byggðarhomi. Fljótlega byggðu ungu hjónin nýtt íbúðarhús og unnu hörðum höndum að uppbyggingu búsins. Lóa og Geir vom sérstaklega samhent hjón til allra verka. Það sagði mér móðir mín, að svo fínleg til líkama og sálar sem Lóa var, að þá var hún hamhleypa til allrar vinnu jafnt innanbæjar sem utan. í þá daga var vinnan óþrotleg, allt var gert í höndum og lítið um vélar til að létta húsmóðurinni störf- in, þar sem oft var tólf til fimmtán manns í heimili yfír háannatímann. Heimilið í Byggðarhomi var rómað fyrir gestrisni og hlýleika hjónanna. Böm eða unglingar sem hjá þeim voru, skyld sem vandalaus, hlutu mildan aga og hlýju sem þau búa að enn í dag og varla leið svo dagur að ekki bæri gest að garði og var öllum veittur hinn besti beini. Foreldrar ætlast aldrei til verð- launa fyrir verk sín, en launin felast í þeim lífsverðmætum sem þau gefa bömum sínum og þau búa að. Það er lífsins gangur að samferða- menn hverfi af þessu tilverustigi að loknu dagsverki, við hin njótum verka þeirra og atlætis og þannig munum við minnast Lóu í Byggðar- homi. Ég votta eiginmanni, bömum og bamabömum samúð mína. Sigurdís Egilsdóttir Hann vann í sjóhúsinu og sjómaði því af röggsemi og viti. Sjóhúsið var mitt annað uppeldisheimili, afi tók okkur krakkana með sér í vinnuna. Það er hveijum og einum hollt að alast upp í nánum tengslum við full- orðna og umhverfi sitt, vera ekki útilokaður frá „lífinu". Ég held að afi hafi haft tilfinningu fyrir þessu, hann gaf okkur tækifæri til að leika okkur eða vinna í sjóhúsinu, eftir því sem verkast vildi. Eiginlega byijaði vinnan sem leikur, leikur hinna full- orðnu sem afi leyfði manni að vera með í. Afi hefur alltaf haft gaman af krökkum og krakkar gaman af hon- um. Seint eða aldrei líður mér úr minni sú mynd sem ég á í hugskoti mínu af afa þar sem hann er að gantast við okkur krakkana. í 18 ár eða til 78 ára aldurs vann hann í sjóhúsinu og meðan honum entist sjón og heilsa kom hann til að líta á hvemig fyrirtækið hans dafnaði. í dag er saltfískverkunin enn til staðar en helst snýst fyrirtækið um útgerð loðnuskipsins okkar, heit- ir það eftir afa, Guðmundur Ólafur. Þegar afi var að stíga sín fyrstu skref var Ólafsfjörður annar en hann er nú, síðan hafa orðið framfarir. Afi lagði fram fé og krafta í ýmis framfaramál, báta, togara, frystihús og fleira. Sjálfur hefur hann ásamt fjölskyldu sinni byggt upp fyrirtæki sem hefur í gegnum árin skapað atvinnu og hagsæld. Því segi ég það að það er einmitt fyrir tiistilli slíkra manna sem afa að Homið er orðið að kaupstað með á annað þúsund íbúa, þar sem áður var hafnleysa er nú höfn og iðandi mannlíf. Amma hefur ætíð verð afa styrk stoð og ekki hvað síst nú sfðustu árin. Það er þungbært að horfa á eftir ástvinum sínum en við vitum að þeir sem hafa látið gott af sér leiða hljóta þess laun. Ég bið guð að blessa minningu afa. Hannes Garðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.