Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 fclk í fréttum jm -■ SHIRLEY MACLAINE Elskhugi hennar var sonur hennar í fyrra lífi Núverandi elskhugi minn var sonur minn í einu af mínu fyrra lffí fullyrðir leikkonan Shirley Maclaine í nýjustu bók sinni. Kærastinn heitir Andrej Konchalowski, en í hverju af hennar 144 fyrri lffum var hann sonur hennar fá lesendur ekki að vita. Margt athyglisvert er sagt koma fram í þessarri bók. Meðal annars það að Sachi dóttir hennar hafí verið móðir hennar í eina tíð. Er sagt að margir hristi höfuðið og teiji hana þurfa að skipta um geðlækni. Aðrir furða sig á hvað hún hafi gert til þess að verð- skulda svo mörg og spennandi líf. Hún hefur að eigin sögn prófað það helsta, verið nunna, búddisti, þræll, og sjóræningi. Og nú síðast leikkona. Það er örugg- lega vitað. Hún kveðst útvalin vegna þess að hún er græn- metisæta og stundar jóga hvem dag. Vissulega er vitað að margir helstu hugsuðir og gáfumenn heims- ins hafí borðað það sama og hún. Samkvæmt Shir- ley, sem man langt langt aftur getur grasanart breytt lífsins gátum í opna bók. Ekki er allt sem sýnist i litlu Ufí. Veldi Rainers fursta er og^iað MAZDA 323... EITT MERKI - ÓTAL GERÐIR Það fást yfir 20 gerðir af MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugg- lega. Til dæmis MAZDA 323 SUPER SPECIAL 4 dyra: Nóg pláss fyrir fjölskylduna og farangurinn. Ný, glæsileg luxusinnrétting, niðurfellanlegt aftursæti. 1.3 L eða 1.5 L vélar. 5 gíra eða sjálfskiptur, fæst með vökvastýri. Belti við öll sæti og dagljósa- búnaður. Sérlega hagstætt verð. Athugió sérstaklega: Ný, hagstæðari greiðslukjör en áður hafa þekkst!! Opið laugardaga frá kl. 1-5. BILABORG HF. FOSSHALSI 1.S.68 12 99 MONAKO Hver tekur við fursta- dæminu? Búist hefur verið við nýjum arftaka Rainers fursta nú um nokkurt skeið. En alls er óvíst hver það verður. Nýr að- ili hefur nefnilega gert kröfu á hendur þessarrar eftirsóttu þjóðfélagsstöðu, maður að nafni Olivero Grimaldi. Olivero er ítalskur lögfræð- ingur sem sjálfur hefur gert rannsókn á meintum tengslum sínum við ættina og fundið veigamikla staðreynd sem hann rekur allt til 17. aldar. Þá lifðu og hétu bræður Francesco, sá eldri og Ercoles sá yngri. Erco- les tók við krúnunni eftir dag föður þeirra, en samkvæmt öll- um hefðum er elsti bróðir rétt- mætur arftaki. Sérfræðingur í Mónakómál- efnum, Aldo Marangoni, heldur því einnig fram að Olivero eigi rétt á krúnunni, sama rétt og drottning Elísabet gangi um með sína. Látið er að því liggja að ítölsk stjómvöld hafi vitað þetta síðan árið 1958, en beðið um að málið yrði kyrrt látið. Það gerði Olivero, sem sjálfur býr í 30 herbergja höll á Norð- ur Ítalíu. En nú hefur hann fengið nóg af þögninni og krefst meints réttar síns. Staðreyndir liggja fyrir, seg- ir Aldo Marangoni, gömul skjöl sanna að Francesco hafí átt krúnuna, og Olivero getur rakið ættir sínar til hans. Hins vegar er Rainer fursti kominn af yngri bróðumum. Kannski það verði ekki börn Rainers sem taka við furstadæminu. Sam- kvæmt þessu er stríðið hafið og hver veit nema frægt fólk vanti vinnu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.