Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
!\JT \l-JVi
Hvenær verður næsta
flugslys í Reykjavík?
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu var sjaldséðum,
óboðnum gesti lætt í póstkassann
minn; Þjóðviljanum frá 5. ágiíst
1988. Ég efast ekki um, að það er
á vitorði Þjóðviljans, að mörg und-
anfarin ár hef ég skrifað í blöð,
oftar en flestir aðrir, um hættuna
sem Reykj avíkurborg stafar af veru
flugvallarins í miðri borginni, og
ætti að vera öllum sýnileg.
Ég hef bent á leiðir til að leysa
þennan vanda, en nú gerir Þjóðvilj-
inn mínar hugmyndir að sínum, án
þess að hafa nokkum tímann áður
tekið undir sjónarmið mín. Eftir hið
hörmulega slys, er varð við flugvöll-
inn 2. þessa mánaðar er helst að
sjá, að menn hafi vaknað af dvala
og skynjað hvaða hætta stafar af
staðsetningu vallarins.
í blaðaviðtáli Þjóðviljans við
framkvæmdastjóra Almannavama,
Guðjón Petersen koma fram mjög
athyglisverð svör hans við spum-
ingum blaðamanns. Hann bendir
aðallega á Kvosina sem
„krítískasta" staðinn í Reykjavík.
Kemur þetta skýrt fram í undirfyr-
irsögn blaðsins; „Guðjón Petersen
framkvæmdastjóri Almannavama
ræðir um hversu hörmulegar afleið-
ingar flugslyss í Kvosinni gætu orð-
ið. Fjarskiptakerfið myndi lamast
og Alþingi, Dómkirkjan og væntan-
legt ráðhús væm í stórri hættu.“
Enn er spurt; „En hafa Almanna-
vamir reynt að meta hveijar eru
líkumar á því, að flugvél færi þama
niður? Nei, það höfum við ekki gert,
Almannavörnum hefur ekki verið
fengið það hlutverk að hættumeta
svæði vegna samgangna og at-
vinnulífs. Það er aðeins gert gangn-
vart náttúruhamförum.“ Mér verð-
ur á að spyija: Er þetta allt og
sumt? Ég var svo lítið gáfaður að
halda, að hvers kyns hætta sem
steðjaði að almenningi væri verk-
efni, s?m Almannavömum væri
ætlað að leysa eftir fremsta megni,
hvaðan svo sem hættuna bæri að
höndum.
Eftir þessu að dæma eru flugslys
og afleiðingar hemaðarátaka utan
starfsviðs Almannavama. Hvorugt
þetta heyrir undir náttúruhamfarir.
Hitt er annað mál, að hvenær sem
flugslys bæri að höndum í miðbæ
Reykjavíkur, í átt við það sem Guð-
jón Petersen lýsir, er öllum ljóst að
flugvellinum yrði lokað samdægurs
og hann aldrei opnaður aftur fyrir
flugumferð. Er þörf á að bíða eftir
því?
Flugslysið 2.8. hefur svo áþreif-
anlega bent okkur á hvað getur
gerst. Fari svo, að rannsóknin á
flugslysinu leiði í ljós, eins og talið
er hugsanlegt, að mótor á vélinni
hafi snögglega bilað, hver segir að
það hefði ekki eins getað gerst yfir
tönkunum í Orfirisey eða Kvosinni.
Ég hef, að nokkru leyti, hlustað
á svör „flugvallarsérfræðinga", sem
Ekkjan við ána
Til Velvakanda.
í þættinum Svaraðu strax á Stöð
2 var fyrir nokkru síðan spurt, hver
væri höfundur kvæðisins Ekkjan
við ána. Ekki vissi sá svarið, er
spurður var um höfundinn, en fyrir-
spyijandinn sagði að rétta svarið
væri Stephan G. Stephansson. Nú
spyr ég: Er til kvæði eftir Stephan
G. með þessu nafni? Hins vegar er
alkunnugt kvæði Guðmundar á
Sandi, Ekkjan við ána. Óskað er
eftir svari.
Áhorfandi.
vilja ákafir viðhalda flugsam-
göngum um Reykjavíkurflugvöll.
Helstu rök þeirra eru að víða erlend-
is séu flugvellir inni í borgum. Þeir
tala um að bygging nýs flugvallar
kosti milljarða króna og fleira í
þeim dúr. Ég hef lent á 175 flug-
völlum í heiminum, en hvergi séð
aðstöðu í líkingu við þá, sem er við
Reykjavíkurflugvöll.
I skrifum um þessi mál á mörgum
undanfömum árum hef ég lagt til
að einteinungur (monorail) verði
lagður milli Reykjávíkur og
Keflavíkurflugvallar. Bygging hans
myndi ekki kosta nema lítið brot
af verði nýs flugvallar. Einteinung-
urinn færi á milli þessara staða á
15 til 20 mínútum, óháð veðurfari.
Nú þegar er byijað að byggja völl
fyrir smáflugvélar í Kapelluhrauni
og eru þær þannig út úr dæminu.
í þeim umræðum, sem eiga sér
nú stað um þessi flugvallarmál, hef
ég orðið fyrir miklum vonbrigðum
með afstöðu borgarstjórans í
Reykjavík, Davíðs Oddssonar. í
Morgunblaðinu frá 3.8. ’88 segir
svo: „Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi að á meðan ekki væri
vilji (leturbr. höfundar) til að flytja
innanlandsflugið til Keflavíkurflug-
vallar, yrði að búa við þær aðstæð-
ur sem nú væru til staðar." Vilji
hverra, Davíð Oddsson?
„Það er engan veginn hlaupið að
því að flytja flugvöll, og það gera
menn ekki á sama hátt og færa til
skrifborð. Reyndar er það svo, að
aðflug yfir íbúðarbyggð er sáralítið
í Reykjavík, og miðað við hvemig
þessum málum er háttað víða er-
lendis, þá fæ ég ekki séð, að hér
sé meiri hætta á ferðum en þar,“
sagði Davíð Oddsson.
Eg dreg það mjög í efa, að skrif-
borð borgarstjóra sé nokkurs staðar
í heiminum beint undir aðflugi til
flugbrautar, eins og er í aðflugi til
norður-suður brautarinnar í
Reykjavík, og það breytinst ekki
með flutningi í nýja ráðhúsið. Hvað
sem líður lítilli íbúðabyggð í Kvos-
inni eða miðbæ Reykjavíkur er
borgarstjóri ekki einn í miðbænum
í dagsins önn.
Miðað við ákveðni og dugnað
Davíðs Oddssonar hefði ég vænst
þess, að hann tæki ötula afstöðu
til málsins og ynni að því að láta
loka flugvellinum hið alíra bráð-
asta. Með því hefði hann aukið vin-
sældir sínar til muna. Ef hann ótt-
ast, að Reykjavíkurborg missi tekj-
ur við' það að flugvöllurinn yrði
lagður niður, þá dreg ég ekki í efa,
að sambærilegar tekjur fengjust af
þeim húsum og mannvirkjum, sem
örugglega mundu rísa á þessu verð-
mæta svæði. í því fælist einnig vissa
um aukið öryggi fyrir borgarana.
Ég skora því á borgarstjóra, að
breyta afstöðu sinni til málsins.
Burt með flugvöllinn! Vellíðan fólks
og fegurð borgarinnar eykst við
réttar ákvarðanir viturra manna.
Þórður Halldórsson
t»essir hringdu . . .
Allir kettir gangi með
bjöllur
Tóta hringdi:
„Ég vil taka undir með Olgu,
sem kvartaði undan kattaplágu í
Norðurmýrinni. Af hveiju er ekki
haft eftirlit með köttunum eins
og hundum? Og hvers vegna eru
kettimir til dæmis ekki látnir
ganga með bjöllur, til að vara
fuglana við þeim? Ég hef sjálf
orðið vitni að því, þegar köttur
drepur allt líf í hreiðri og fundið
þrjá. þresti dauða í garðinum
mínum. Það er ekki skrítið, þótt
þeir séu horfnir héðan úr Norður-
mýrinni."
Litla Öskjuhlíðin ekki
síegin
Borgari hringdi:
„Hvers vegna er brekkan sem
tilheyrir Öskjuhlíðinni (Litla
Öskjuhlíðin) ekki slegin nema einu
sinni á ári? Það er ekki farið að
slá hana enn, þótt komið sé fram
í miðjan ágúst, þannig að þessi
fallega brekka er í órækt."
Páfagaukur hvarf frá
Þórufelli
Fyrir helgi hvarf páfagaukur
frá Þórufelli og flaug í áttina að
Æsufelli. Þeir sem kunna að hafa
orðið hans varir eru beðnir að
hringja í sima 78019.
Gleraugu í óskilum
Gleraugu með glærri umgjörð,
en rauð að ofan fundust um 20.
júní. Lögun þeirra er dálítið kisu-
leg. Upplýsingar veitir Guðrún í
síma 685469.
Köttur hvarf í Neðra-
Breiðholti
Hvítt fress með ljósbrúnum
blettum týndist í Neðra-Breiðholti
að morgni þriðjudagsins 9. ágúst.
Finnandi hringi í síma 77309.
Hvað kostaði hanastéls-
veislan?
Skattgreiðandi hringdi:
„Mér finnst að Steingrími ut-
anríkisráðherra beri skylda til að
gefa okkur skattgreiðendum í
landinu svör við tveimur spuming-
um. í fyrsta lagi: Hvað kostaði
hanastélsveislan, sem haldin var
í Osló fyrir íslensku konumar á
kvennaráðstefnunni? Óg í öðru
lagi lángar mig að spytja hann,
hvað í ósköpunum hann hafi að
vera að gera þar ytra. Hvemig
tengist hann-þessari ráðstefnu?"
FREEZEMASTER
SOFTECH
Um 300 Taylor^vélar á
íslandi framleiða
mjólkurís.
Geta framleitt
jógúrt.
Eiríkur Ketilsson
Heildverslun, Vatnsstíg 3.
Símar: 23472, 25234, 19155.
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Hverfisgata
63-115
Otrateigur
Langahlíð
Samtún
Drekavogur
Sogavegur 117-158
o.fl.
Stigahlíð 49-97
UTHVERFI
Hraunbær
JHtfgniiMflifrife