Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar. Mjög lágt irerð. 900 x 20/14 PR. nylon kr. 9.500,00 1000 x 20/16 PR. nylon kr. 10.800,00 1100 x 20/16 PR. nylon kr. 11.800,00 1000 x 20 radial kr. 12.800,00 11R 22,5 radial kr. 12.900,00 12R 22,5 radial kr. 14.900,00 1400 x 24/24 PR. EMnylon kr. 36.000,00 Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. Bardinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík, símar 30501 og 84844. Meir en 12 gerðir af háfumálagereða til afgreiðslu með stuttumfyrirvara. Háfarnir fást í svörtu, hvftu, kopar, messing og ryðfríu stáli 500 eða 1000 m3viftur. /ii' Einar Farestveit &Co.hf Borgartúni 28, símar 91-16995,91 -622900. SKOLARITVELAR FRÁ OKEYPIS kennslubók í vélritun fylgir öllum ritvélunum frá okkur. BROTHER AX15 m/leiðréttingarborða kr. 18.760 stgr. OLYMPIA CARRERA m/leiðréttingarborða kr. 18.300 stgr. SILVER REED EZ20 m/leiðréttingarborða kr. 19.800 stgr. SILVER REED EP10 lítil og létt kr. 13.950 stgr. SILVER REED EB50 lita- og blekpunktar kr. 18.900 stgr. ■raa SENDUMIPOSTKROFU TÖUfULAND - B BRÆXCMX LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM S. 621122 Morgunblaðið/KGA Starfshópurinn sem myndar „Nordisk musikskolelederád“ samankominn, ásamt Lárusi Sighvatssyni fráfarandi formanni Samtaka tónlistarskólastjóra. Talið frá vinstri: Jorma Maenpa, Lárus Sighvatsson, Káre Opdal, Kjartan Már Kjartansson, nýkjörinn formaður starfshópsins og STS, Per Johannsson, Daniel Eisterstein, Vidar Hejmos og BertU Háhnel. Aðalfundur Samtaka tónlistarskólastjóra; Fjárframlag ríkisins er skólunum nauðsynlegt Á AÐALFUNDI Samtaka tónlist- arskólastjóra var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta ekki fjár- hagslegum stuðningi við tónlist- arskóla á íslandi. Lýst er yfir ánægju með núverandi fyrir- komulag. Það felst í þvi að ríki og sveitarfélög skipta með sér launakostnaði við rekstur skól- anna. Aðalfundur Samtaka tón- listarskólastjóra, STS, var hald- inn í Reykjavík um siðustu helgi. Til fundarins var boðið 12 skóla- stjórum og námsstjórum frá hin- um Norðurlöndunum. Norrænir tónlistarskólastjórar mynda með sér samstarfshóp er kallast „Nor- disk musikskolelederád", NMR. Á fundinum tók Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlist- arskólans i Keflavík, við for- mrtmsku i ráðinu. Kjartan var einnig kjörinn formaður Sam- taka tónlistarskólastjóra. Rafmogns oghana- IjrHarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. BÍLDSHÖFDA 16 SlMI:6724 44 Námsstjórar tónlistarskóla á Norðurlöndum. Talið frá vinstri: Odd Eikemo, Noregi, Ann-Birgit Idestram-Almkvist, Sviþjóð, Ötto Laust Hansen, Danmörku, Osmo Palonen, Finnlandi, og Njáll Sigurðsson frá íslandi. Um 8 þúsund nemendur sóttu síðastliðinn vetur nám í 60 tónlist- arskólum hér að landi. Að sögn Lárusar Sighvatssonar, fráfarandi formanns STS, hafa skólastjóramir miklar áhyggjur af því að hugmynd- ir um niðurfellingu ríkisstyrks til skólanna verði að veruleika. „Ef af verður er ljóst að smæstu skólamir fara hreinlega á hausinn," sagði Láms. „Sveitarfélögin em fæst fær um að reka tónlistarskólana án stuðnings frá ríkinu, því er fjár- framlag ríkisins nauðsynlegt. Þetta fyrirkomulag hefur skipt sköpum fyrir tónlistarkennslu á Islandi. Hér er verið að reyna að leggja niður kerfí sem skólastjórar á hinum Norðurlöndunum telja til fyrir- myndar." Undir þetta tekur Káre Opdal, fráfarandi formaður NMR og skólastjóri tónlistarskólans í Þrándheimi í Noregi. „Ég álít skip- an mála á íslandi mjög góða og væri óskandi að farið væri að ykkar dæmi alls staðar á Norðurlöndun- um.“ Á aðalfundinum var einnig sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á Höfóar til „fólks í öllum starfsgreinum! menntamálaráðherra að skipa þeg- ar námsstjóra tónlistarskóla í heila stöðu við ráðuneytið. Undanfarin ár hefur námsstjórinn verið í hálfu starfi við ráðuneytið og er það álit skólastjóranna hann geti með engu móti annað öllum þeim verkefnum sem fylgja því að skipuleggja nám í tónlistarskólum landsins. Á fundinum hittust allir náms- stjórar á Norðurlöndunum í fyrsta skipti. Að sögn Kjartans gafst gott tækifæri til að skiptast á skoðunum um tónlistarkennslu og tónlistar- skóla á Norðurlöndunum. „Sam- vinna norrænna skólastjóra í sam- starfshópi NMR hefur gefíð góða raun en þar er meðal annars unnið að sameiginlegum hagsmunamál- um norrænna tónlistarskóla," segir Kjartan. „Helsta verkefni sam- starfshópsins er að safna saman upplýsingum um tónlistarkennslu á Norðurlöndunum og er hugmyndin að nota það besta sem fínnst í hveiju landi og hanna einhvers kon- ar líkan að „fullkomnum" tónlistar- skóla." Nokkur umræða varð um verð- stöðvun og afleiðingar hennar fyrir rekstur tónlistarskóla. Kjartan Már Kjartansson segir verðstöðvunina koma sérlega illa við þá skóla sem staðið hafa í miklum framkvæmd- um á síðasta ári og gert höfðu ráð fyrir hækkun innritunargjalda í fjárhagsáætlun. Hlíti skólamir til- mælum Verðlagsstofnunar verða innritunargjöld þau sömu og haust- ið 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.