Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 64

Morgunblaðið - 08.09.1988, Side 64
upplýsingar f um vörur og » þjónustu. XÚA ÞETTA HRESSANDI. FRÍSKA BRACÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Verðstöðvun, lækkun launa og gengislækkun ÞORSTEINN Pálsson, forsætísráðherra, mun í dag leggja nýjar efna- hagstíllögur fyrir rikisstjórnarfund. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið líklegt að í tillögunum felist framhald verðstöðvun- ar um nokkra mánuði, lækkun launa og einhver gengislækkun. Seðla- bankinn hefur enn heimild til 3% gengisfellingar síðan í maí. Stjóm- arflokkarnir þrír hafa allir boðað til þingflokksfunda eftir ríkis- stjórnarfundinn í dag. Formenn stjómarflokkanna þriggja komu saman til fundar í sljómar- ráðinu í gærmorgun og ræddu ágreining og hugsanlegar úrlausnir efnahagsmála. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali ð Morgunblaðið að svar hans til forseta ASÍ og faglegt mat Þjóð- hagsstofnunar og Verðlagsstofnun- ar á því hvemig hægt væri að standa að niðurfærslu verðlags hafi verið borið undir formenn Alþýðu- f.okks og Framsóknarflokks á tveimur fundum áður en farið var tii viðræðna við ASÍ. Það hefði síðan verið afhent í þeirra nafni eftir að tekið hefði verið tillit til athuga- semda þeirra. „Það kemur mér því Bj örgnnarskipið Grettir: Sökk vestur af -Dritvíkurtöngum DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir sökk aðfaranótt miðvikudags um 2,5 sjómílur vestur af Dritvíkur- töngum á Snæfellsnesi. Björgun- arskipið Goðinn var með Grettí í togj, en verið var að flytja skip- ið frá Bildudal tíl Sandgerðis. Enginn maður var um borð í Gretti þegar óhappið átti sér stað, og veður á þessum slóðum var ágætt. Grettir er í eigu Dýpkunarfélags- ins h.f. á Siglufirði, og að sögn Jóhannesar Lárussonar fram- Þegar hefur verið hatíst handa með að kanna möguleika á að ná skipinu upp, og sagði Jóhannes að hann væri kominn í samband við aðila í Noregi í því sambandi, en ljóst væri að það yrði dýrt verkefni en vel framkvæmanlegt. Dýpkunarskipið Grettir er syst- urskip Grettis sem sökk í Faxaflóa í mars árið 1983. mjög spánskt fyrir sjónir þegar ég heyri þá segja að þetta hefði átt að vera einhvem veginn öðruvísi." Þorsteinn sagði það ljóst að óframkvæmanlegt væri að lækka verðlag um sömu prósentutölu á alla vöru og þjónustu. „Ég var ekki tilbúinn og hefði aldrei reynt að plata Alþýðusambandið inn á þá leið.“ Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist að afloknum formannafund- inum í morgun enn halda í vonina um að niðurfærsluleiðin yrði farin. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að niðurfærsluleiðin væri því aðeins fær að verðlag — og vextir ef þörf krefði — yrði lækkað með laga- þvingunum á sama tíma og laun. Það hefði aldrei hvarflað að sér að launþegar sættu sig við umtals- verða lækkun launa að öðrum kosti. Sjálfstæðismenn hefðu ekki viljað fara þá leið og því væri verið að ræða aðra kosti. Jón Baldvin kvaðst ekki hafa verið á hlaupum út úr þessari ríkis- stjóm og væri ekki enn. „Hitt er svo annað mál, og ég held að það eigi ekkért frekar við um mig og minn flokk en aðra, að ég hef eng- an áhuga á að sitja í ríkisstjórn sem er aðgerðalaus og getulaus og end- ar uppi í óðaverðbólgu." Börn íbeijamó Morgunblaðið/Kr. Ben. Yngstu börn Leikskólans í Grindavík brugðu sér í beijamó í góða veðrinu í gær. Farið var í Skógræktargirðinguna í Svarts- engi og undu bömin hag sínum hið besta við beijatínsluna eins og sjá má. Skilanefnd tekur við sjóðum Ávöxtunar: kvæmdastjóra fyrirtækisins er ekki vitað um ástæðu þess að skipið -^nökk. „Það var nýbúið að ganga úr skugga um að allt væri í lagi, þeg- ar skyndilega kom mikill hnykkur á Goðann, og þegar að var gætt var skipið steinsokkið og dráttar- taugin slitin. Það er alveg ljóst að sjór hefur mjög skyndilega komist í skipið og það síðan oltið á hliðina og sokkið. Mikil yfirvigt er á skip- inu ogþað er mjög viðkvæmt í flutn- ingum, en við höfðum einmitt beðið t nokkra daga eftir heppilegu veðri til að flytja skipið til Sandgerðis," sagði Jóhannes. _ Ungur mað- ur lést af slysförum UNGUR maður lést f gær af völdum áverka er hann hlaut þegar hann varð undir fjórfyóli, þegar hann ók fram af malar- barði í Kópavogi. Slysið varð í hádeginu í gær, um kl. 12.15. Maðurinn, sem var 27 ára gamall, var á fjórhjóli sínu í ■■P malargryfjum fyrir austan Dalveg, í Fífuhvammslandi. Hann ók fram af íjögurra metra háu barði og varð undir hjólinu þegar það skall til jarðar. Hann var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans í Reykjavík, en lést þar skömmu síðar. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Forsætisráðherra leggur fram nýjar efnahagstillögur í dag: Rannsókn á viðskiptum Avöxtunar við undirsjóði SKRIFSTOFUR Ávöxtunar sf. og sjóða fyrirtækisins opna á nýjan leik f dag, en með þvf starfsfyrir- komulagi að rekstur Verðbréfa- sjóðsins og Rekstrarsjóðsins er nú alfarið í höndum skilanef ndar sem hluthafafundur Verðbréfasjóðs- ins kaus í gær samkvæmt tilmæl- um bankaeftirlits Seðlabankans, um leið og félaginu var slitið. Frá slysstað f Kópavogi í gær. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Ávöxtun sf. verður áfram rekin af þeim Ármanni Reynissyni og Pétri Björnssyni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Verðbréfasjóður Ávöxtunar hf. lánað umtalsverðar fjárhæðir til Ávöxtunar sf. eða alls um 110 milljónir króna, en sá sjóður hefur síðan nýtt fjármagn þetta til kaupa á eignum og fyrir- tækjum, eða hluta fyrirtækja. Rannsóknin beinist að þvi að kanna hvort hér hafi verið um að ræða brot á 8. grein laga um verð- bréfamiðlun. í 8. grein Iaganna segir: „Verð- bréfamiðlara er óheimilt að kaupa verðbréf sem honum er falið til sölu, eða að selja eigið verðbréf í rekstri sínum, nema um sé að ræða skráð verðbréf á Verðbréfaþingi íslands eða viðsemjenda hans sé kunngert hver gagnaðili að viðskiptunum er.“ Með öðrum orðum felur þetta í sér að verðbréfamiðlara, sem hefur leyfi, er óheimilt að annast um kaup og sölu á verðbréfum, sem annað hvort eru útgefin af miðlaranum sjálfum eða fyrirtækjum í hans eigu og hann sem prókúruhafi fyrir fyrirtækin. Til nánarí skýríngar má geta þess að í greinargerð með þessu laga- ákvæði segir m.a.: „í ákvæði þessu er að fínna fyrirmæli sem ætlað er að koma í veg fyrir að verðbréfamiðl- ari geti hagnýtt sér aðstöðu til að afla sér ávinnings með eigin kaupum eða sölu verðbréfa í starfsemi sinni." Sjá nánar Af innlendum Vettvangi á miðopnu. Ekið á hest á Reykja- nesbraut EKIÐ var á hest á Reykjanesbraut við Nýbýlaveg í gærkvöldi. Gang- andi vegfarandi varð fyrir léttu bifhjóli neðarlega á Laugavegi skömmu eftír hádegi í gær. Hestur varð fyrir bifhjóli á Reykja- nesbraut um kvöldmatarleytið í gær. Bifhjólið skemmdist talsvert en öku- maður þess slapp ómeiddur. Hestur- inn meiddist á fæti og síðu en gert var ráð fyrir að hann myndi ná sér. Af öðrum óhöppum í umferðinni er helst að nefna bifhjólaslys neðar- lega á Laugavegi síðdegis í gær og veltu tengivagns við Logafold í gær- morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.