Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Einar Falur Samfelld röð myndaðist á Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegar þegar Fríkirkjufólk beið þess að safnaðarfundur hæfist. Á áttunda hundrað manns sat fundinn. Meirihluti á safnaðarfundi Fríkirkjunnar: Uppsögn séra Gunnars verði dregin til baka Samþykkt vantraust á safnaðarstjórn ÉG ER tilbúinn til samstarfs við hvem sem er,“ sagði séra Gunnar Björasson að loknum fjölmennum almennum safnað- arfundi Fríkirkjunnar í Gamla bíói í gærkvöldi. Þar var álykt- un, um að felld skyldi úr gildi ákvörðun meirihluta safnaðar- stjórnar um uppsögn Gunnars, samþykkt með 376 atkvæðum gegn 313. 13 atkvæði voru auð eða ógild. Heitar umræður urðu á fundinum. Jafnframt samþykkti fundurinn með 262 atkvæðum gegn 203 van- trauststillögu á safnaðarstjóm- ina og skoraði á hana að segja af sér. Að Iokinni atkvæðagreiðslunni sagðist séra Gunnar vera reiðubú- inn til samstarfs við hvem sem væri og kvaðst biðja til guðs að Fríkirkjusöfnuðurinn klofnaði ekki vegna þessa máls. Eftir að vantrauststillagan kom fram stigu nokkrir úr stuðningsliði séra Gunnars í pontu og báðu hann að hlutast til um að tillagan yrði dregin til baka. Séra Gunnar varð ekki við þeirri beiðni. Þorsteinn Eggertsson formaður safnaðarstjómar Fríkirkjunnar sagði í samtali að loknum fundi að viljayfirlýsingar safnaðarfund- arins væm afdráttarlausar og að stjómin mundi fjalla um þær á fundi sínum síðdegis í dag. Að þeim fundi loknum lægi ákvörðun stjómarinnar fyrir. Þorsteinn vildi Séra Gunnar Björasson og eig- inkona hans, frú Ágústa Ágústsdóttir, koma til fundar- ms. ekki tjá sig frekar um málið og kvaðst engar hugmyndir hafa heyrt um að stuðningsmenn stjómarinnar hygðust stofna nýj- an söfnuð. Kjaraskerðing kallar á viðeigandi aðgerðir segir Ásmundur Stefánsson forseti ASI Laxeldis- fyrirtæki sameinast Grindavík. STJÓRNIR laxeldisfyrirtækj- anna Fiskeldis Grindavíkur hf. og Eldis hf. í Grindavík hafa ákveðið að sameina fyrirtækin undir nafni Fiskeldis Grindavík- ur hf. þannig að Eldi hf. verður lagt niður. Eignarhlutur eigenda Fiskeldis Grindavíkur hf. verður 60% eftir sameiningu á móti 40% eigenda Eldis hf. Að sögn Jónasar Matthíassonar framkvæmdastjóra Fiskeldis Grindavíkur hf. em fyrirtækin að sameina krafta sína þar sem þau em með sitt hvom hlutann af ferlin- um við eldi á laxi. „Eftir sameininguna verður stefnt að stækkun matfiskstöðvar- innar um helming eða í rúmlega 200 tonna ársframleiðslu fyrir utan hafbeitarlaxinn sem gengur upp í stöðina. í húsnæði Eldis hf. verða alin upp 400-500 þúsund sjógöngu- seiði og 70 þúsund seiði í 400 gramma stærð, sem síðan verða flutt í matfiskstöðina," sagði Jónas og bætti við að hlutafé fyrirtækisins ykist í 45 milljónir króna að nafn- verði við sameininguna. Stærsti eigandi Fiskeldis Grindavíkur hf. er Hagvirki ásamt nokkmm útgerðarmönnum í Grindavík, en eigendur Eldis hf. em norskir aðilar, útvegsmenn á ísafirði og Húsasmiðjan í Reykjavík. Kr.Ben. Hnífsstung-- ur á heimili SAMBÝLISFÓLK, karl um fer- tugt og kona um fimmtugt, veitti hvort öðru áverka með eggvopn- um á níunda timanum í gær- kvöldi. ■ Þau hlutu minniháttar áverka á handleggjum og voru færð í fangageymslur lögreglu að lokinni aðhlynningu. Fólkið var statt ásamt þriðja manni á heimili sínu í Síðumúla þegar þeim varð sundurorða og mögnuðust deilumar stig af stigi. Konan dró upp hníf og stakk sam- býlismann sinn í framhandlegg. Hann sótti þá skæri og stakk hana í upphandlegg. Fólkið er talið hafa verið ölvað. Samþykkt BSRB: Öllum ráð- um beitt gegn launa- frystingu FUNDUR stjórnar BSRB og formanna aðildarfélaga þess mótmælti í gær hugmyndum um „kjaraskerðingu hvort sem er með beinni launalækkun, launa- frystingu, gengisfellingu eða öðrum efnahagsráðstöfunum sem valda kjaraskerðingu." í ályktuninni segir: „Aðildarfélög BSRB munu beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir niður- færslu eða frystingu launa á al- mennum launatelq'um. Fundurinn tekur fram að ein af forsendum bætts efnahagslífs í landinu sé jafn- vægi á launamarkaðinum. Áhersla er lögð á þann vilja fund- armanna að styðja við aðgerðir sem miða að niðurfærslu verðlags auk þess höfuðmarkmiðs að atvinna verði tryggð í landinu. Leggja verði áherslu á aðgerðir til að leysa vanda þeirra fyrirtækja sem skipta sköp- um fyrir atvinnu fólks. Á FUNDI formannafélaga innan Alþýðusambands íslands sem haldinn var i gær var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er öll- um hugmyndum um skerðingu á kjörum almenns launafólks. í ályktuninni segir meðal annars að sá vandi sem við er að etja sé engan veginn óviðráðanlegur og ekki verði þolað að við honum verði brugðist með kjaraskerð- ingu. Þá skorar fundurinn á verkafólk að vera við því búið að bregðast við á viðeigandi hátt ef sljóravöld taka ekki mark á þessum samþykktum. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í samtali við Morgun- biaðið að öll ástæða sé til þess að ætla að ríkisstjómin sjái að ekki sé tilefni til kjaraskerðingar vegna þess ástands sem er í efnahagsmál- um í dag. „Það er við afmarkað vandamál að stríða og ég geri ekki lítið úr því, því það er vissulega alvarlegt. Staðan er þannig að það er knýj- andi að gera ráðstafanir, en það er jafnljóst að ekki er um að ræða þær fjárhæðir að þær ættu að vaxa mönnum um of í augum. Það að ætla að leysa 1,3 milljarða halla fískvinnslunnar með 13 milljarða króna launalækkun er aftur á móti nokkuð galin hugmynd. Á þessum fundi lagði ég fram dæmi um hvem- ig mætti taka á þessu án þess að skerða launin, og það sýnir hvemig hægt er að taka á þessu máli ef vilji er til þess. Þetta mál kallar einfaldlega ekki á kjaraskerðingu hjá almennu launafólki. Ef menn ætla að draga saman einhvers stað- ar er lykilmálið að menn geri það þannig að skrefið sé stigið í átt til réttlætis en ekki í átt til ranglætis. Ég tel eðlilegt að skattleggja beri þá sem hafa hagnað á fjármagns- markaði í dag, og leggja beri meira á þau fyrirtæki sem í skjóli hag- stæðra skattareglna geta sloppið vel, jafnvel þó afkoma þeirra sé mjög góð. Forsendumar til að taka á málinu em til staðar á öllum öðr- um endum en þeim að viðhafa al- menna kjaraskerðingu. Ég vonast fyrir mitt leyti til þess að ríkisstjóm- in láti skynsemina ráða í þessu efni. Ef hún gerir það ekki þá er það ósköp einföld krafa um að bmgðist verði við með einhveijum hætti. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um aðgerðir, en það er margt sem kemur til greina ef á það reynir, og það er engan veginn sjálfgefið mál að allsheijarverkfall sé það eina sem til greina kæmi,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Sjá ennfremur bls. 75. Flugleiðir ákveða kaup á Roeing 757 STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið að Boeing 757 flugvél- ar leysi DC-8 vélar félagsins af hólmi á Norður-Atlantshafs- flugleiðinni. Á næstu vikum verða kannaðir ýmsir kostir á fjármögnun kaupanna og á stjóraarfundi í félaginu í næsta mánuði verður tekin ákvörðun um kaup eða kaupleigu vél- anna. Endanlegt kaupverð ligg- ur ekki fyrir. Flugleiðir höfðu tryggt sér for- kaupsrétt á tveimur Boeing 757 vélum, sem verða til afgreiðslu vorið 1990, og eiga að auki kaup- rétt á þriðju vélinni, sem gæti komið til afgreiðslu vorið eftir. Stjóm Flugleiða hefur þegar ákveðið kaup á Boeing 737-400 flugvélum til flugs á Evrópuleið- um félagsins og koma þær til landsins næsta vor. Þá verður í vetur tekin ákvörðun um hvaða vélar leysa F-27 vélar félagsins af hólmi í innanlandsfluginu. í fréttatilkynningu frá Flugleið- um segir að Boeing 757 fhigvél- amar séu mjög eftirsóttar og til marks um það sé að öll fram- leiðsla Boeing verksmiðjanna sé uppseld til ársins 1993. Sú fyrir- hyggja félagsins að tryggja sér forkaupsrétt að vélunum geri það að verkum að endumýjun flugflot- ans geti gengið snurðulaust fyrir sig. Boeing 757 vélamar munu hjá Flugleiðum mest flytja 206 far- þega í ferð og þar af er fimmtung- ur sæta á Saga Class farrými. Flugþol 757 vélanna er um 80% meira en 737-400 vélanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.