Morgunblaðið - 13.09.1988, Síða 76

Morgunblaðið - 13.09.1988, Síða 76
I Nýja kjötið í frysti fram yfir verð- —stöðvunina? NÝJA kjötið verður væntanlega allt sett í frystigeymslur, að minnsta kosti þann tíma sem verðstöðvun er i gildi að þvi er Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær. Þá hafði Verðlagsstofnun með tilvísun til verðstöðvunar hafnað beiðni sláturleyfishafa um að selja kjöt af nýslátruðu á hærra verði en eldra kjöt. Steinþór sagði, að ef sláturleyf- ishafar seldu nýtt kjöt á óbreyttu verði næmi tapið væntanlega um ^20 krónum á hvert kíló.- Hann sagðist vilja benda á, að það að geta ekki selt nýtt kjöt í slátur- tíðinni hefði væntanlega í för með sér minnkaða kjötsölu sem aftur leiddi til aukinnar útflutningsþarf- ar, sem svo kallaði á auknar út- flutningsbætur frá ríkinu. Slátrun er þegar hafín í stærstu sláturhúsum landsins, og er fyrir- hugað að hefja slátrun víðast hvar annars staðar um miðja þessa viku. Stjóm Landssambands sláturleyf- ^'^jshafa kemur saman til fundar í dag þar sem fjallað verður um vandann. „í sláturtíðinni sem nú er að hefjast ríkir mikil óvissa", sagði Steinþór. Hann tiltók að óvíst væri með hveijum hætti bankar munu standa að afgreiðslu nýrra afurða- lána og auk þess væri rætt um að gjaldfella afurðalán á kjötbirgðum 1. nóvember n.k. Ekki væri vitað hveijar tekjur sláturleyfíshafa yrðu eftir að verðstöðvun lýkur, þar sem ekki væri búið að ákveða slátrunar- og heildsölukostnað. Þá væri komið nýtt kjötmat, en ekki búið að verðleggja dilkakjöt sam- kvæmt því. —■m Þá neftidi Steinþór, að ekki hefði verið gengið frá greiðslu útflutn- ingsbóta að upphæð sem nemur um 600 milljónum króna til slátur- leyfíshafa, vegna dilkakjöts sem flutt hefur verið út umfram það sem ráð var fyrir gert á fjárlögum. Hefði þetta valdið miklum vanskil- um hjá sláturleyfíshöfum og kostn- aði vegna dráttarvaxta. Hollráð fyrir Heimshlaup Morgunblaðið/KGA Teitur Benediktsson kennari gefur syni sinum, Sverri, góð ráð í veganesti áður en þeir feðgar hlaupa af stað í Heimshlaupi 1988, sem fram fór á sunnudag. Sá stutti hlustar alvörugefinn á föður sinn, sem án efa hefur látið fylgja fróðleiksmola um tilgang hlaupsins. Sjá blaðsíður 32 og 33. Ágreiningurinn um efnahagsráðstafanir: Deilt um gengisfellingu og afnám verðstöðvunar Forsætisráðherra væntir breytingartillagna í dag ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra kynnti samstarfs- flokkunum í ríkisstjórn tillögur sínar í efnahagsmálum í formi bráðabirgðalaga á ríkisstjóra- arfundi í gær. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins gera út- reikningar Þjóðhagsstofnunar á þeirri leið sem forsætisráð- herra leggur til ráð fyrir að verðbólga á þessu ári yrði um 23%, verðlag ársins í ár miðað við sl. ár hækkaði um 27% og verðbólguhraðinn síðasta árs- fjórðung þessa árs yrði um 15%, J Óhugur í Grímseyingum eftír snarpa slgálftahrinu 5,2 stiga jarðskjálfti fannst á Norðurlandi frá Sauðárkróki til Vopnafjarðar MARGIR jarðskjálftakippir fundust í Grimsey í gærkvöldi og mældist sá snarpasti þeirra, laust fyrir klukkan hálf níu, um 5,2 stig á Richterkvarða og fannst hann um allt Norð- urland frá Sauðárkróki austur til Vopnafjarðar. Ekki er vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið af völdum jarð- skjálftanna, en nokkur ótti greip um sig meðal íbúa í eynni. Erlendur Haraldsson í Grímsey sagði í samtali við Morgunblaðið laust fyrir mið- nætti að ekkert lát væri á skjálft- unum og nokkur skelfíng hefði gripið um sig meðal fólks. „Fólk er hér yfír höfuð mjög óttasleg- ið. Myndir á veggjum hafa verið á hreyfíngu og jafnvel sófar hafa hreyfst úr stað,“ sagði Erlendur. Þorlákur Sigurðsson oddviti í Grímsey sagði í samtali við Morgunblaðið að snarpasti kipp- urinn hefði komið laust fyrir klukkan hálf níu, en margir snarpir kippir hefðu fylgt í kjöl- faijð. „Það leiðir mikinn kraft í gegnum húsin þegar þetta gerist og þá titrar allt og skelfur. Þá fylgja þessu einnig miklar drun- ur, en ég hef sem betur fer ekki frétt af neinum skemmdum. Fólki er illa við þetta og það er óhugur í því. Ég veit til þess að þar sem húsbændur eru ekki heima hefur fólk farið á milli húsa og fengið að gista hjá vin- um og kunningjum," sagði Þor- lákur. Tveir jarðfræðingar fóru til Grímseyjar í gærkvöldi á vegum Almannavama ríkisins til að kanna þar aðstæður. Þó skjálft- amir væru í snarpara lagi töldu jarðfræðingar þessa hrinu ekki óeðlilega og svona skjálftar yrðu á þessu svæði nánast á hveiju ári. Seint í gærkvöldi var að mati Almannavama ríkisins ekki talin ástæða til annarra ráðstaf- miðað við heilt ár. Formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks tóku við tillög- um forsætisráðherra í gær, en lögðu ekki fram neinar gagn- eða viðbótartillögur. Forsætisráðherra væntir slíkra tillagna frá formönn- unum á ríkisstjómarfundi þeim sem haldinn verður fyrir hádegi í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ber enn mikið í milli hjá flokkunum þremur um það hvaða leiðir skuli famar til lausnar efna- hagsvandanum. Alþýðuflokks- menn leggjast gegn tillögu sjálf- stæðismanna um 3% gengisfell- ingu, auk þess sem þeir em andvígir afnámi verðstöðvunar. Sjálfstæðismenn vilja afnema verðstöðvun frá næstu mánaða- mótum, en herða verðlagseftirlit til muna. Alþýðuflokksmenn og fram- sóknarmenn eru sammála um að tillögur forsætisráðherra séu ekki fullnægjandi og meira þurfí að koma til. Telja þeir að samkvæmt tillögum Þorsteins Pálssonar verði hjöðnun verðbólgu of hæg, auk þess sem þeir segja að slíkt sam- ræmist ekki þeirri lækkun nafn- vaxta sem boðuð hafí verið, né heldur skapi slíkt forsendur fyrir lækkun raunvaxta. Sjá nánar Af innlendum vett- vangi á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.