Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 62
aaw 62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 I 9 Ei •i I ÞINGHLEI Stefán Friðbjarnarson Danskennarar á dansnámskeiði DANSKENNARAR frá frá öllum dansskólum á landinu voru á föstudagf saman komnir í Tónabæ en þar hélt þýskur danskennari, Gerd Hádrick, námskeið fyrir danskennara í samkvæmisdöns- um. Það er Dansráð íslands sem stendur að námskeiðinu, en að því standa Danskennarasamband ís- land og Félag fslenskra danskenn- ara. Dansráðið var stofnað árið 1986, en það ár hélt sænskur dans- kennari námskeið fyrir danskenn- ara á vegum þess hér á landi. Gerd Hádrick hefur upp á sfðkas- tið ferðast um allan heim á vegum ICBD, alþjóðasamtaka danskenn- ara, en hingað kom hann frá Taiw- an. Frá námskeiðinu Staðgreiðsla sauðfjárafurða Mynda fjallalömbin lambafjall? Fimmti þingmaður Austfirð- inga, Egill Jónsson, flutti á síðasta þingi frumvarp til breytinga á gildandi lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Frumvarpi hans, sem fól i sér áréttingu á ákvæðum búvörulaga um stað- greiðslu sauðfjárafurða, var vísað til rfkisstjóraarinnar að tillögu Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra. Tillaga forsætisráðherra var svohljóðandi: „Frumvarp þetta felur í sér staðfestingu á markmiðum bú- vörulaganna um staðgreiðslu sauðfjárafurða, hliðstætt þvf sem gildir f mjólkurfram- leiðslu. Þessi breyting ætti að vera auðveld f framkvæmd og ætti tæpast að leiða til umtals- verðs kostnaðarauka vegna minni lánsþarfar (staðgreiðsl- ulána) milli áranna 1988 og 1989. Hér er því um mál að ræða sem ríkisstjórain mun beita sér fyrir að komi til fram- kvæmda fyrir næstu sláturtfð. Þar sem ríkisstjómin hefur f athugun fleiri breytingar á tilhögun á greiðslum fyrir sauðfjárafurðir sem munu tryggja enn frekar afkomu sauðfjárbænda er lagt til að málinu verði vfsað til rfkis- stjórnarinnar." I „Það er búið að taka margar stórar og erfíðar ákvarðanir í málefnum landbúnaðarins á síðustu árum og landbúnaðurinn er með undraverðum hætti búinn að aðlaga sig að þeim breyttu aðstæðum," sagði Egill Jónsson í framsögu fyrir frumvarpi sínu. Egill sagði að Qárfesting í land- búnaði væri aðeins fjórðungur þess sem verið hafi fyrir einum áratug — á sama verðlagi mælt. Sauðfjárstofninn, sem fyrir fáum árum hafí spannað langleiðina í eina milljón Qár á fóðrum, væri kominn niður í um 640 þúsund. Innlendur kindakjötsmarkaður hafí dregizt saman um nálægt 1.000 tonn — og erlendir markað- ir væru tæpast lengur fyrir hendi. Á framleiðsluárunum 1979- 1980 til 1982-1983 námu greiðsl- ur fyrir kindakjöt til bænda um flórum milljörðum króna. Sam- bærileg tala fyrir síðustu fjögur ár er um þrír milljarðar. Árlegar greiðslur til bænda fyrir þessa framleiðslu hafa því minnkað um Qórðung eða þúsund milljónir króna. Búvörulögin 1985 lögðu bænd- um ýmsar kvaðir og skyldur á herðar. Þau tryggðu þeim hins- vegar nokkur réttindi. Þau mikil- vægustu vóru þau, að sauðfjára- furðir, sem heimilt er að framleiða innan fullvirðisréttar, skyldu stað- greiddar bændum, svipað og gild- ir um mjólkurframleiðslu. Stað- greiðsla skiptir bændur miklu máli, ekki sízt á tímum verðbólgu og hárra vaxta. Framkvæmdin varð á hinn bóginn önnur en von- ir stóðu til. Frumvarp Egils var þvf flutt sem árétting á þessum staðgreiðslumarkmiðum búvöru- laganna. II í umræðum um frumvarpið komu fram efasemdir, þess efnis, að sláturleyfíshafar og afurða- stöðvar hefðu ekki peningalega burði til að standa við stað- greiðsluákvæði búvörulaganna gagnvart sauðfjárbændum. Það vóru einkum þingmenn Fram- sóknarflokks sem létu þær efa- semdir í ljós. Valgerður Sverrisdóttir, fímmti þingmaður Norðurlands eystra, sagði m.a.: „Ég fullyrði að [afurðastöðv- amar] eiga í verulegum erfíðleik- um með að láta enda ná saman og sú fjármögnun sem þær hafa fengið af hálfu ríkisvaldsins hefur ekki nægt.“ Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði: „Einnig hefur komið í ljós að á einstökum svæðum á landinu hafa sláturleyfíshafar átt í erfíðleikum með að tryggja sér viðunandi bankaviðskipti og það er vanda- mál sem er líka mjög alvarlegt fyrir viðkomandi héruð.“ Egill Jónsson var hinsvegar ekki sáttur við þessar afsakanir. Hann sagði: „í frumvarpinu sem ég lagði fram var með skýrum og ótvíræð- um hætti sýnt fram á að afurða- stöðvar hafa fengið fullnægjandi fyrirgreiðslu til að gera þeim kleift að standa við lagaákvæði um staðgreiðslu búvara. Sam- kvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu kemur fram að ein- ungis vantar 5% á að stað- greiðslu- og afurðalán mæti öllum kostnaði við sauðfjárframleiðslu á heildsölustigi..." Síðar í ræðu sinni ítrekar hann enn þessa staðhæfíngu: „Eins og fram kemur í greinar- gerð með frumvarpinu fellur ekki allur kostnaður sláturleyfíshafa til í sláturtíð og þar af leiðandi 1.400 tonn. Hér er um mikla óheillaþróun að ræða sem verður að snúa við hið bráðasta." rv Landbúnaður á undir högg að sækja. Tæknin veldur því — í land- búnaði sem annarri framleiðslu — að hægt er að framleiða meira og meira með færri og færri starfsmönnum. Samhliða hafa neyzluvenjur landsmanna breytzt. Kindalgöt á í harðnandi samkeppni við annað kjötmeti, sem sækir inn á tiltölu- lega lítinn hérlendan markað: fugla-, svína- og nautakjöt. Græn- meti og fískmeti veita og vaxandi samkeppni. Heildarsala kinda- kjöts í landinu hefur skroppið verulega saman. Ekki bætir úr skák að innlend verðbólga gerir verðsamkeppni á erlendum mörk- uðum illmögulega. Landbúnaðurinn hefur reynt að laga sig að breyttum markaðsað- stæðum. Þetta hefur tekizt að því er varðar mjólkurvörur. Og í rétta átt miðar með sauðfjárafurðir, þó verr hafí þar til tekizt. Þrátt fyrir kerfisbundna fækkun sauðfjár valda önnur áhrif, ekki sízt minnkandi sala og neyzla kinda- kjöts, því, að birgðir hlaðast upp; Qallalömbin mynda ennþá lamba- fjall. Samhliða minnkandi fram- leiðslu hefur fólki fækkað í sveit- um — og fjölgað í þéttbýli, einkum á höfuðborgarsvaeðinu. Þéttbýlið togar og I fólk með margs konar aðstöðu. Þetta er ekki séríslenzk þróun. Hún er söm í öðrum ríkjum V-Evrópu og N-Ameríku. Samdráttur í hefðbundnum bú- greinum og fólksfækkun í sveitum bitnar illa á kaupstöðum og kaup- túnum um land allt. Flestir þétt- býlisstaðir „standa sitt hvorum fæti“ í sjávarútvegi og landbún- aði, byggja atvinnu og afkomu að hluta til — og stundum að dijúgum hluta — á úrvinnslu land- búnaðarhráefnis sem og verzlun- ar- og iðnaðarþjónustu við nær- liggjandi landbúnaðarhéruð. Þeg- ar grannt er gáð skarast sjávarút- vegur og landbúnaður í ríkara mæla en margur hyggur. Rétt er að miklir flármunir hafa gengið til útflutningsbóta og niðurgreiðslna í landbúnaði. Að- halds var þörf á þeim útgjalda- vettvangi — sem öðrum. Það er hinsvegar rangt að ýta undir nei- kvæð viðhorf gagnvart íslenzkum landbúnaði, eins og nokkuð ber á hin siðari árin. Stuðla þarf að gagnkvæmum skilningi milli starfsstétta þjóðfélagsins. Við þéttbýlisbúar eigum að hlusta — og hlusta vel — á mál- flutning talsmanna undirstöðu- greina í þjóðarbúskapnum. Þess vegna, meðal annars, var hér að framan lítillega vikið að málflutn- ingi Egils Jónssonar, þingmanns Austfírðinga, eins skeleggasta málsvara sveitanna á Alþingi ís- lendinga. hefur þessi fyrirgreiðsla nægt til að greiða allan áfallinn kostnað bæði við slátrun og líka til að standa skil á fullum greiðslum til bændanna." m Egill Jónsson var og ósáttur við vaxandi gagnrýni á íslenzkan landbúnað, einkum frá þingmönn- um Alþýðuflokks. Þeir tækju sér gjaman í munn orðið „óhag- kvæmni" þegar þessi atvinnu- grein ætti í hlut. Horft væri fram hjá þeirri staðreynd, að land- búnaðurinn hafí með skipulegum hætti reynt að laga sig að breytt- um þjóðfélags- og markaðsað- stæðum, bæði að því er varðar mjólkur- og kjötframleiðslu. Egill sagði að samhliða þvf að færa framleiðslu saman, vegna þrengri markaðar, hafí bændur fært framleiðsluverð sauðfjára- furða niður. Verð „hefði lækkað um 7% á síðustu árum ... í mjólk- urframleiðslunni hafí orðið meiri verðlækkun. Sú verðlækkun nem- ur um 20%. Vegið meðaltal af þessum tveimur stærðum er 14-15%, sem er bein verðlækkun á landbúnaðarvörum á síðustu árum... _ Hverju skyldi þessi 15% verð- lækkun á framleiðsluvörum í krónum talið nema? Þessi tala er einhvers staðar mjög nálægt 1 milljarði króna ... Ætli það væri ekki svolítið öðruvísi umhorfs í þjóðfélaginu ef annars staðar væri gert jafnmikið til sparnaðar, hagsýni og hagræðingar og gert er í landbúnaðinum." Egill sagði öðru máli gegna um milliliði í vinnslu og dreifíngu. Orðrétt sagði hann: „Sláturleyfishafar, smásalar og svo minnkandi niðurgreiðslur hafa hækkað þessa vöru um 33% frá árinu 1979, en frá þeirri tölu dregst það sem bændur hafa lækkað kjötvörur í verði eða um 7% og þá fæst niðurstaða sem er 26% verðhækkun. Menn verða að horfa á þessi mál í þessu sam- hengi...“ í áliti landbúnaðamefndar efri deildar um frumvarp Egils segir: „Á framleiðsluárunum 1979- 1980 til 1982-1983 var árleg kindakjötsframleiðsla um 13.600 tonn. Slátur- og heildsölukostnað- ur við þessa framleiðslu var að meðaltali á hveiju ári 996 m.kr. Á fímm síðustu framleiðsluárum hefur framleiðsla kindakjöts verið um 12.200 tonn og kostnaður við slátrun og heildsölu numið árlega um 987 m.kr. Þannig er árlegur kostnaður milli þessara tímabila nálega sá sami þótt framleiðsla kindakjöts hafí minnkað um u.þ.b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.