Morgunblaðið - 13.09.1988, Page 4

Morgunblaðið - 13.09.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Oll laun verða að lækka jafn mikið í niðurfærslu - segir Einar Oddur Kristjánsson „ÞAÐ ER alveg klárt í tiUögum Samtaka fiskvinnslustöðva um niðurfærslu að þar er átt við að Fimm slasast við árekstur MJÖG harður árekstur varð á mótum Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar á sunnudag og voru fimm fluttir á slysadeUd. Áreksturinn varð um kl. 16. Jeppa var ekið suður Reykjanesbraut og sveigt til vinstri inn á Krýsuvíkur- veg. í sömu mund ætlaði ökumaður Volvo-bifreiðar að aka fram úr jepp- anum, en bifreið hans skall þá í hlið hinnar. Jeppinn snerist heilhring á veginum við höggið, en Volvo-bif- reiðin kastaðist út af veginum. í jepp- anum voru hjón og var konan flutt á slysadeild. I Volvo-bifreiðinni voru hjón með þijú börn og voru bömin og konan flutt á slysadeild. Enginn mun þó hafa verið alvarlega slasaður. öU laun í landinu verði að lækka jafn mikið,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður ráðgjaf- arnefndar forsætisráðherra og framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, í samtali við Morgun- blaðið. í ályktun aðalfundar Samtaka fískvinnslustöðva, sem haldinn var í Stykkishólmi síðastliðinn föstu- dag, segir meðal annars að farsæl- asta leiðin í efnahagsmálum sé þjóðarvakning í baráttu við verð- bólgu sem hæfíst með niðurfærslu launa, verðlags og vaxta. Blaða- maður spurði því Einar Odd Krist- jánsson hvort tillögur Samtaka físk- vinnslustöðva gerðu ráð fyrir að laun allra lækkuðu jafnt í niður- færslu. „Þeir sem ekki vilja að öll laun lækki jafnt eru ekki með niður- færslu. Það verður að lækka laun sjómanna um 9%, eins og annarra launþega, til þess að niðurfærslan hafí eitthvert gildi," sagði Einar Oddur. Samþykkt aðalfundar Samtaka fískvinnslustöðva er baráttuhvöt fyrir því að takast verði á við verð- bólguna. Hagsmunir okkar og laun- þega fara saman. Það verður að drepa verðbólguna til þess að hægt verði að lækka vexti. Það þýðir ekki að lækka vexti með handafli. Aðalatriðið er að það takist að koma skikk á ríkisbúskapinn og menn dragi verulega úr erlendum lántök- um. Aðrar tillögur hafa ósköp lítið að segja. Ég hef trú á að niðurfærslan geti gengið. Ég hanna þvl afstöðu Alþýðusambands íslands vegna þess að ég er sannfærður um að þessi leið er langléttbærust og þýð- ir minnstu kjaraskerðinguna. Hvað svo sem fyrír Ásmundi Stefáns- syni, forseta ASÍ, hefur vakað, þá hafa það ekki verið hagsmunir fá- tæks fólks,“ sagði Einar Oddur. VEÐURHORFUR íDAG, 13. SEPTEMBER YRRl.IT í GÆR: Austur við Noreg er 1.000 mb lægð, en hæðar- hryggur skammt fyrir vestan land þokast austur. Um 300 km vest- suðvestur af Hvarfi er 994 mb lægð á hreyfingu norðaustur. Á morgun hlýnar norðan- og austanlands. SPÁ: Hæg vestan- og suðvestanátt um allt land. Skýjað með köfl- um á Vesturlandi en annars léttskýjað og þurrt. Hiti 3—13 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðvestlæg átt og sæmilega hlýtt, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Víðast súld eða rigning á Suður- og Vesturlandi en annars þurrt. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur j^ Þrumuveður TAKN: C Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað emJk Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEBUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Reykjavfk hltl 6 7 veður skýjað léttskýjað Bergen 12 skýjað Helsinki 13 rignlng Kaupmannah. 15 skúr Narssarssuaq 12 rigning Nuuk e alskýjað Ösló 16 skýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 10 skúr Algarve 29 heiðskfrt Amsterdam 14 skúr Barcelona 28 hálfskýjað Chlcago 22 skýjað Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 18 skýjað Glasgow 14 lóttskýjað Hamborg 15 skýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 17 hálfskýjað Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 15 skýjað Madrfd 29 léttskýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal 12 skýjað New York 16 mongun Parfs 18 skýjað Róm 25 hálfskýjað San Diego 19 alskýjað Winnlpeg 8 skýjað Morgunblaðið/Þorkell Birgir D. Sveinsson, skólastjóri Varmárskóla, þar sem unnin voru mikil skemmdarverk um helgina. Eins og sjá má hafa allar rúður verið brotnar í gluggunum á bak við hann. Mosfellsbær: Skemmdarvarg- ar brutu 50 rúður „ÞAÐ voru brotnar um 50 rúð- ur í Varmárskóla, gangfræða- skólanum, iþróttahúsinu og sundlauginni og tjónið er metið á um 5-600 þúsund krónur,“ sagði Birgir D. Sveinsson, skólastjóri í Varmárskóla. Að- faranótt laugardagsins gerðu einhveijir sér að leik að henda gijóthnullungum í rúður hú- sanna og er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt hendir. „Aðkoman að húsunum var afar slærn," sagði Birgir. „Stórum grjóthnullungum hafði til dæmis verið kastað inn um rúður í glugg- um kennarastofu Varmárskóla. Þama hafa engin smáböm verið að verki. Sundlaugin varð þó verst úti. Skemmdarvargamir höfðu hent öllu lauslegu út í hana, auk þess sem rúður voru mölbrotnar þar sem annars staðar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk em unnin á húsun- um hér. Mér sýnist sem þörf sé á miklu meiri gæslu hér, annað hvort með því að auka löggæsluna eða fá sérstaka vaktmenn á svæð- ið. Hús skólanna og íþróttamann- virkin standa nokkuð frá íbúða- byggð, svo ekki er sjálfgefið að fólk verði vart við skemmdarvarg- ana við iðju sína." Málið er nú S rannsókn hjá lög- reglunni. Stakk mann sinn í bakið með hníf KONA á þrítugsaldri stakk sam- býlismann sinn með hníf í bakið, þegar til ósættis kom á milli þeirra aðfaranótt mánudagsins. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Um kl. 3.20 um nóttina var lög- reglunni tilkynnt að komið hefði verið með mann á slysadeild Borg- arspStalans og reyndist hann hafa verið stunginn í bakið. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að mann- inum og sambýliskonu hans hafði orðið sundurorða. Þau voru þá stödd í íbúð sinni í Breiðholti. Konan greip eldhúshnSf með 20 sm löngu blaði og stakk manninn í bakið og gekk hnífurinn 14 sm í bak hans. Honum tókst þó að kalla til sjúkrábifreið. Hann liggur nú á gjörgæsludeild Borgarspítalans, en er ekki talinn í lifshættu. Konan er hins vegar í vörslu lögreglunnar. Hreinsunarátak- ið vekur athygli Sumir hafa safnað allt að 500 dósum „Við verðum varir við að hreins- unarátakið vekur athygli,“ sagði Pétur Hannesson hjá hreinsunar- deild Reykjavíkurborgar en á laugardag hófst átak í Reykjavík undir kjörorðinu „Láttu ekki þitt eftir liggja“. v „Hingað hringir fólk og spyr hver taki við tómum gosdósum og hafa sumir safnað allt að 500 dósuni frá því á laugardag, enda hefur veðrið leikið við okkur um helgina, sem hefur sitt að segja," sagði Pét- ur. Reykjavíkurborg og gosdrykkja- framleiðendur munu í sameiningu greiða 2 krónur fyrir hveija dós. Verður tekið við þeim næstu þijá laugardaga, milli klukkan 14 og 17 við Foldaskóla, Breiðholtsskóla, Ölduselskóla, Laugamesskóla, Fríkirkjuveg 11 og við alla félags- miðstöðvar í Reykjavík. „Krakkamir hafa tekið vel við sér og það er kannski aðalatriðið að kenna þeim að ganga vel um,“ sagði Pétur. Hafnarfjarð- arbíó selt HAFNARFJARÐARBÆR hefur keypt Hafnarfjarðarbíó og með- fylgjandi lóð af Kristni og Níels Amasonum. Kaupverð var 21 miRjón króna. Jafnframt hefur bæjarstjóm Hafnarfjarðar ákveð- ið að selja hús Hafnarfjarðarbíós ungum athafnamönnum, sem hyggjast reka þar verslun og kvik- mynda- eða veitingahús. Að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar bæjarstjóra vakti það fyrst og fremst fyrir bæjarstjóminni með kaupunum að fá lóð tiheyrandi hús- inu en þar er gert ráð fyrir nýjum miðbæ Hafnarfjarðar samkvæmt aðalskipulagi frá 1983. Að sögn Guðmundar Áma mun á næstunni hefjast undirbúningur að fram- kvæmdum á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.