Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 12
p?12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJtlbAGUR lá. SEPTEMBBR 1988 Svuntan sem geymir en gleymir ekki Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Brúðuleikhúsið Sögusvuntan: Sagan af músinni Rúsínu Höfundur: Hallveig Thorlacius Leikstjóri: Brynja Benediktsdótt- ir Brúður og leikmynd: Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds Leikarar: Hallveig Thorlacius og Helga Araalds. MINNSTA leikhúsið í bænum, Brúðuleikhúsið Sögusvuntan, frumsýndi síðastliðinn sunnudag nýtt verk, Söguna um músina Rúsínu, í Gerðubergi í Breiðholti. Minnsta leikhúsið. Það er fyrir- ferðarminna en önnur leikhús, tekur mið af minnstu áhorfendun- um (aUt frá tveggja ára), persón- urnar eru minni en gengur og gerist í öðrum leikhúsum og að því standa aðeins þijár manneskj- ur; leikstjórinn Brynja Benedikts- dóttir og mæðgurnar Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds, sem hafa samið söguna, hannað brúð- ur og leikmynd og eru einu leikar- ar leikhússins að þessu sinni. Söguna af músinni Rúsínu fínna þær Hallveig og Helga í einum vas- anum á Sögusvuntunni góðu, sem Hallveig fékk hjá ömmu sinni; amm- an hafði fengið hana hjá sinni ömmu og sú hafði fengið hana hjá sinni ömmu. Svuntan er svo gömul að hún virðist alltaf hafa verið til, enda geymir hún ótal sögur, sem allir eru búnir að gleyma að voru til. í fyrra- vetur kom hin ógleymanlega Smjör- bitasaga upp úr svuntuvasanum á Fríkirkjuvegi 11. Þá hafði Sögu- svuntan ferðast milli dagheimila og leikskóla með þá sögu um hríð, auk þess sem Hallveig ferðaðist með jóla- sveinastelpuna Leiðindaskjóðu með- al þessa yngsta hóps leikhúsgesta í desember. Stúlkan sú kunni margar sögur og söngva, en hélt sig við dagheimilin og leikskólana. En nú hafa aðstandendur þessa litla leikhúss ákveðið að gefa al- menningi kost á að sjá söguna af músinni Rúsínu í Gerðubergi, áður en farið verður með hana í leikskól- ana. Að vísu verður Sögusvuntan aðeins á ferð um leikskólana í Breið- holti að þessu sinni, því annar leikar- inn, Helga Amalds, er senn á förum til Spánar þar sem hún er við leik- brúðunám. Sýningar fyrir almenning verða aðeins þrjár; sú fyrsta var, sem fyrr segir, á sunnudaginn, næstu sýningar verða laugardaginn 17. september í Gerðubergi. Sagan af músinni Rúsínu gerist á eins árs afmælisdegi hennar. Þær Hallveig og Helga eru í óðaönn að undirbúa afmælisveislu Rúsínu. Það er að mörgu að huga og auðvitað reyna þær að nota tækifærið meðan Rúsína litla sefur til að hella á kaff- ið, baka tertuna og vaska upp. En músin Rúsína er eitthvað óvær og vaknar heldur fyrr en ráðgert var, fer að fikta í kaffíkönnunni, fær sér mola og smakkar á kökunni. Ekkert af þessu vekur hrifningu Helgu, sem hefur beðið krakkana í salnum að líta eftir henni. En þótt Rúsína litla sé hálf- hættuleg sjálfri sér, liggur einn í leyni sem er enn hættulegri; það er Skolli refur. Eins og aðrir refir, er hann ákaflega klókur. Hann færir Rúsínu afmælispakka og þykist vera ákaflega góður refur. En á meðan þær Helga og Hallveig lesa á miða sem er inni í pakkanum, læðist Skolli að Rúsínu og rænir henni. Nú eru góð ráð dýr og það verður að kalla Siggu súlu úr hreiðrinu sínu til að spyija hana hvert Skolli hefur farið með Rúsínu litlu, því henni verður að bjarga áður en Skolli étur hana. Súla upplýsir verustað Skolla og segir að til að ná í músina verði að fá aðstoð Lalla lunda. Og ekki bara Lalla, því allir krakkamir verða að fara með Hallveigu að leita að Látrabjörgum, þar sem Skolli á sér greni — yndislega holu sem hann hefur stolið frá Lalla lunda. Og það er ekkert smáferðalag. En undir öruggri leiðsögn Hallveigar mjakast bamahópurinn þangað; stekkur yfír gil og læki og klifrar upp björgin. Þetta er mikill leiðangur sem á sér stað meðan hlé verður á sýningunni. Seinni hluti sýningarinnar gengur svo út á það að þau Hallveig og Lalli lundi reyna, með hjálp bam- anna, að fínna einhveija leið til að plata Skolla ref til að koma út úr holunni, svo hægt verði að bjarga músinni Rúsínu og ljúka við að halda upp á afmælisdaginn hennar. En Skolli refur er býsna sniðugur og lætur ekki plata sig mjög auðveld- lega. Honum em boðnir hundrað hænuungar, hundrað lömb og ein kýr, en allt kemur fyrir ekki. Það er ekkert sem freistar hans. En þá dettur Lalla lunda, sem vill reyndar láta kalla sig Lárus lunda, snjallræði í hug; hann veit hvað það er sem Skolli hræðist meir en allt annað. Ráð hans virkar og allt fer vel að lokum. Þetta litla ævintýri sem byggir, eins og flest ævintýri, á átökum milli góðs og ills, er svo sannarlega Helga Araalds kveikir á afmæliskerti fyrir músina Rúsínu. Hallveig og Helga með gömlu sögusvuntuna. ekkert einfalt þegar búið er að setja það í leikbúning. Að reyna að segja söguna á prenti vekur hjá manni álíka tilfínningu og að reyna að gera sig skiljanlegan á íslensku við ein- hvem sem kann alls ekki málið. Það er ekki hægt. Öll vinnubrögð í sýn- ingunni eru svo vönduð að blekking- in gengur upp; frá fyrstu mínútu er áhorfandinn hrifínn með inn í veröld sem er allólík þeirri sem við lifum í dags daglega. Bömin verða strax þátttakendur í sýningunni. Þær Hallveig og Helga eru ótrúlega snjallar að ná fram sterkum við- brögðum hjá krökkunum og það hlýtur að vera óhamingjusöm fíill- orðin manneskja sem ekki hrífst með. Eins og í fyrri sýningum Sögu- svuntunnar eru brúðumar ákafle^a vel gerðar; þær verða sprelllifandi í höndum þeirra Hallveigar og Helgu — eftir sýninguna halda þær áfram að vera persónur sem maður trúir að séu til og þá sérstaklega Lalli lundi, spjátmngurinn á nýju grænu skónum. Hann er margþætt persóna — raungóður, úrræðagóður, hégóm- legur, vinalegur, frekur og ánægður með sjálfan sig; einhver eftirminni- legasta persónusköpun sem ég hef séð í brúðuleikhúsi. Lausnir í leikmynd eru ákaflega snjallar. Sami litli kassinn þjónar bæði sem lítill hluti af eldhúsi. með gamaldags ámáluðu postulíni í rekk- um og gamalli kaffíkönnu, blúndu- klukku á vegg, og sem Látrabjarg — með syllum og holum og fuglum í hreiðri. Helgu Amalds hef ég ekki séð leika í brúðuleikhúsi fyrr og af þvi ég er heldur íhaldssöm þegar ég vil, fannst mér, svona fyrir sýninguna, alveg óþarfí að hafa fleiri en Hall- veigu. En Helga kom ánægjulega á óvart. Það var eins og hún hefði alltaf verið þama. Sem fyrr segir, er Helga við brúðuleikhúsnám á Spáni og það er óskandi að hún komi heim eftir námið og taki þátt í að byggja upp brúðuleikhúshefð hér. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, nær góðum samleik hjá þeim Hall- veigu og Helgu. Sýningin er fum- laus, ömgg, blátt áfram og stór- skemmtileg. f j IÐNTÆKNISTOFNUN TÖLVUR SJÁLFVIRK SKRÁNING Iðntæknistofnun íslands og EAN-nefndin á íslandi gangast fyrir námskeiði í sjálfvirkri skráningu á tölvur þann 22. sept. 1988 kl. 9-16 á Hótel Sögu. Meðal efnis: Notkunarmöguleikar Merking og aflestur Framkvæmd Breytingar á núverandi vinnuað- ferðum Leiðbeinandi verður Arne Rask frá ráð- gjafafyrirtækinu LOGISYS íDanmörku. Nánari upplýsingar og þátttaka tilkynnist í síma 687000. Fimmtán ára piltur villtist á Jökuldalsheiði: „Þeir hefðu fundið mi g fyrr hefði ég verið kyrr“ FIMMTÁN ára gamall piltur, Kristján Helgason frá Vopna- firði, týndist á Jökuldalsheiði á laugardaginn, en fannst heiU á húfi nm klukkan hálftvö að- faranótt sunnudagsins. Hann var í smalamennsku á heiðinni þegar hann varð viðskila við aðra gangnamenn. Fimm björgunarsveitir voru kallaðar út og leituðu um 60 manns að Kristjáni og fleiri voru í við- bragðsstöðu. 4 björgunarsveit- armenn á fjórhjólum fundu Kristján við Ranafell, sem er um 10 km vestan við Háreks- staðaháls, þar sem hann varð viðskila við hina. Rigning var allan daginn og um kvöldið skall á svartaþoka. Kristján hefur ekki farið áður í göngur á Jökuldalsheiði og þekkir sig ekki þar. „Ég reið með Bimi Magnússyni bónda á Svína- bökkum en missti af honum þeg- ar ég var farinn að nálgast Há- reksstaðaréttina um hádegisbil. Ég sneri við til að reyna að finna einhvem. Hinir gangnamennimir sáu mig snúa við en ég sá þá ekki. Þeir héldu að ég væri að fara fyrir rollur," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Ég fylgdi slóða sem ég sá eftir Bjöm, en missti af honum og fann þá að ég var villtur. Fljótlega eftir að ég hvarf fór Bjöm að svipast um eftir mér. Hann reið upp að Melakofa, sem við gistum í nótt- ina áður. Þegar hann fann mig ekki þar tók hann dráttarvél, sem hann var með við kofann, ók til byggða og kallaði á björgunar- sveitir." Kristján var með tvo hesta til reiðar, en missti þá um kvöldið hjá Ranafelli þegar hann sleppti þeim á beit. „Annar hesturinn þekkir sig á heiðinni og ef ég hefði haft vit á að leyfa honum að ráða ferðinni hefði ég strax fundið Melakofann. Enda kom í ljós, að þeir höfðu farið þangað, og fundust þar um svipað leyti og ég,“ sagði Kristján. „Það var óþægileg tilfínning að vera villtur. Ég vissi þó að það yrði leitað að mér. En ég gerði mér ekki grein fyrir hversu marg- ir tóku þátt í leitinni og gerði þeim því erfíðara fyrir með því að vera á hreyfíngu. Þeir hefðu fundið mig fyrr ef ég hefði verið kyrr.“ Björgunarsveitimar Vopni frá Vopnafírði, Jökull frá Jökuldal og Gróa frá Egilsstöðum vom kallaðar út ásamt hjálparsveitum skáta á Fjöllum og Héraði. Lög- reglubifreið ók einnig eftir slóða með sírenur og kastljós í gangi. Það vom svo 4 menn á fjórhjólum sem fundu Kristján við Ranafell, sem var eina kennileytið, sem hann þekkti og gat miðað við. Ekið var með Kristján í veg fyrir lögreglubifreiðina, þar sem hann fékk þurr föt og matarbita. Kristján sagðist hafa verið orð- inn sárfættur og svolítið sljór og slappur. Hann var þó mjög vel búinn og varð ekki meira meint af volkinu en svo að hann mætti í réttimar daginn eftir. )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.