Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 „Obærilegiir léttleiki tilverunnar“ (The unbearable lightness of being) 170 minútur. Bandarikin 1987. Leikstjóri: Philip Kaufman. Handrit: Jean-Claude Carriére, Philip Kaufman, byggt á sam- nefndri skáldsögu Milans Kund- era. Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Klipping: Walter Murch. Búningar: Ann Roth. Framleiðandi: Saul Zaentz. Af og til eru framleiddar kvik- myndir án tillits til hins leiðigjama verðlaunamyndamunsturs sam- kvæmt formúlunni. Og einmitt vegna þess að takmarkið er annað verður útkoman önnur. Það er líkt og þessar kvikmyndir veiti manni hvfld frá bíóhversdagsleikanum þar sem súperstjömur og smásmugu- legt gróðabrall sitja í fyrirrúmi. Kvikmynd bandariska leikstjór- ans Philips Kaufmans, „Óbærilegur léttleiki tilverunnar", byggð á sam- nefndri skáldsögu Tékkans Milans Kundera fellur undir þann hatt kvikmynda sem „af og til“ eru framleiddar. Þetta er óvenju kjark- mikil og vönduð mynd og ekki laust við að hún komi á óþægilegri ringul- reið í kollinum. Þrátt fyrir lengd (170 mín.) situr maður dáleiddur og verður fyrir hverri árásinni á fætur annarri. sem staddur var í Prag á þessum tíma og kvikmyndaði innrásina, kemur fyrir í töku Kaufmans þar sem hann stendur uppi á svölum og myndar sovésku skriðdrekana, nákvæmlega eins og hann hafði gert fyrir 20 árum. Ókvikmyndahæf saga En stjómmálin eru aukaatriði í myndinni, þrátt fyrir að í skáldsög- unni sé hlutverk þeirra mun stærra. Á tjaldinu liggur sögupersónum öllu meira á hjarta ástin, afbrýðisemin og gimdin. Flestir sem lesið hafa bókina eru á eitt sáttir: Sagan er ókvikmynda- hæf. Philip Kaufman var inntur álits á þessu skömmu eftir töku myndarinnar og spurður hvort hann hafi í upphafi verið sömu skoðunar. Svarið sem hann gaf var: Fullkom- lega sammála. Hann hafði lesið all- ar bækur Kundera og „Óbærilegur léttleiki tilverunnar" hreif hann sér- staklega. Þegar Milos Forman hafði sam- band við hann nokkrum mánuðum síðar til að bjóða honum að leik- stýra myndinni, þar sem Forman hafði öðrum hnöppum að hneppa, kom upp í huga Kaufmans: Hvem- ig...? Það var Kundera sjálfur sem réð franska handritshöfundinum Jean- Rússneskir skriðdrekar ryðjast inn götur Prag 21. ágúst 1968. Ter- esa og Tómas mótmæla innrásinni ásamt íbúum borgarinnar. nefndara skáldsögunnar og kvik- myndarinnar, sem hvort um sig stendur þó sem sjálfstæð völund- arsmíð. Kvikmjmdin sem miðill á erfitt með að flytja okkur heimspekilegan boðskap. En það er einmitt sá þátt- ur bókarinnar sem gerir söguna svo heillandi, stór hluti hennar lýsir innra sálarástandi persóna, hugleið- ingum um ást og afbrýðisemi, eign- arrétt yfir öðmm og árekstrunum sem í kjölfarið fylgja. Ekki sjaldan er aðstæðum lýst frá sjónarhóli tveggja ólíkra persóna sem hafa ólíka heimsmjmd. Það er m.a. þetta sem fær mann til að vera á varð- bergi gagnvart kvikmyndinni. En hún kemur þægilega á óvart. Don Juan, sveitastúlkan og heimskonan í höfuðmáli er sögð erótísk ástar- saga milli eins karlmanns, Tómas- Sabína, aðalorkulind erótíkur ar, og tveggja ólflcra kvenna, mynd- myndarinnar. listarkonunnar Sabínu og sveita- bæði hafa ómælda ánægju af kjm- lífi, svo framarlega sem engin ást er f spilinu. Sabína hefur jmdi af að horfa á sig í spegli meðan þau njóta ásta, rannsakandi slægu augnaráði, léttúðug en óspillt. Teresa veit af þessum athöfnum elskhuga síns og sambýlismanns og fyllist sjúkri afbrýðisemi. Þjáist í þögn sinni og augu hennar eru eins og í særðu dýri. Óvarið og sært augnaráð hennar fylgir okkur út mjmdina. Með samböndum sínum tekst Sabínu að útvega Teresu vinnu sem ljósmjmdara. Ljósmjmdir hennar af innrás Rússa verða sem ásakandi þögult öskur hennar. Alþjóðlegt samstarf Daniel-Day Lewis sem leikur Tómas er kunnur fyrir leik sinn í kvikmyndinni „My beautiful laund- rette". Hann er góðum tfu árum yngri en persóna skáldsögunnar, sem gerir það að verkum að yfir- bragð myndarinnar verður djarfara og hrokafyllra en í bókinni. And- rúmsloftið er villt og þrungið erótík. Leikstjórinn gefur sér ótrúlega langan tíma til að byggja upp sögu- persónur og kringumstæður. Ut- koman verður falleg, ljóðræn saga, langt í frá að vera háfleyg. Þrátt fyrir súkkulaðisætt útlit og stálgrá augu læknisins lýsing sem helst á heima í þriðja flokks lækna- róman, nær leikarinn alveg ótrúlega vel að túlka persónuleika Tómasar. Sænska leikkonan Lena Olin fær mann til að dást að sjálfstæði og þroska mjmdlistarkonunnar Sabínu. Henni tekst með sannfærandi leik að móta geðuga persónu sem mað- ur skilur, þrátt fyrir að hún sé í hlutverki „púkans" sem er að skyggja á hamingju annarra. Einna eftirtektarverðastur er leikur Juliette Binoche sem leikur særða fórnarlambið, Teresu. Hún krefst einskis annars af öðrum en að fá að lifa hamingjusöm með Tómasi sem síðar verður eigin- Vor í Prag Sögusviðið er „Vorið í Prag“ á því margumtalaða byltingarári 1968. Sósfalismi Dubcecks er enn við lýði en það lejmir sér ekki að þjóðfélagið bíður umbrota; Jrelsið og krafturinn virðast íjötruð. And- rúmsloftið er dofið, lamað. Hinn 21. ágúst 1968 ryðjast sovéskir skrið- drekar inn götur Prag og hertaka borgina. Þetta sögulega atvik þarf ekki að tfunda hér, afleiðingamar þekkjum við. í þessum hluta mynd- arinnar skartar Kaufman ekki óþarfa íburði með mörgum stríðs- vélum eða blóðbaði til þess eins að vekja andúð fólks. Við erum minnt á innrásina og það er öllu heldur ringulreið og vonbrigði sem skap- ast. Upprunalegar tökur sem til voru af atvikinu frá 1968 bindur Kaufman saman við eigin svart- hvítar tökur og er útkoman frábær. Tékkneski kvikmjmdatökumað- urinn og leikstjórinn Jan Nemec, Teresa og Tómas með hundinn Karenin í einu atriði myndarinnar. Claude Carriére að sleppa sem mestu í handritinu og einblfna aðal- lega á hina ljóðrænu ástarsögu og erótík bókarinnar. Kundera hefur sjálfur unnið sem handritahöfundur og veit því að það gilda aðrar regl- ur um kvikmyndir en bækur. Rit- höfundurínn skipti sér lítið af tökum myndarinnar. Hann mætti aðeins einu sinni á upptökustað. Viðstadd- ur sagði hann sér hafa liðið líkt og föður sem horfír á dóttur sína njóta ásta. Hann lét ekki sjá sig oftar á upptökustað. Þrátt fyrir að heilmörgu sé sleppt í myndinni, s.s. umræðum um stjómmál, vangaveltum um heim- speki og listir og að handritahöf- undar hafi þurft að einskorða sig við uppbyggingu ytri aðstæðna, sem aðeins eru lítið brot af skáld- sögunni, er sérviskuhlutum eins og hundinum Karenin (skírður e. Önnu Kareninu) og svíninu Mephisto haldið í handritinu. En af því að hinar ytri aðstæður sögunnar eru hið áþreifanlega og kannski það eina sem hægt er að vinna úr, virðist sem Kaufman og Carriére haldi tryggð við bók- menntalegu fyrirmyndina. Aðeins þannig var hægt að finna sam- Kvikmyndatökumaðurinn Sven Nykvist (til vinstri) ásamt Philip Kaufman leikstjóra myndarinnar. stúlkunnar Teresu með pólitíkina í bakgrunni. Sagan hefst í Tékkóslóvakíu eins og áður sagði rétt fyrir innrás Rússa í landið 1968. Heilaskurðlæknirinn Tómas á erindi á heilsuhæli f smáþorpi einu þar sem hann kynnist Teresu, einni af starfsstúlkum hælisins. Tómas, hinn ásthneigði læknir, Don Juan Prag, minnir helst á lítinn púka sífellt með tælandi bros á vör. Hartn er í senn ómótstæðilegur og óseðj- andi, gjörsamlega skeytingarlaus gagnvart hinu kjminu. Þrátt fyrir mjög stutt kjmni leitar Teresa Tómas uppr og stendur einn góðan veðurdag með ferðatösku í hendi fyrir framan íbúð hans í Prag. Karlhetjan mikla hefur ekki hjarta í sér að vísa saklausri sveitastúlk- unni í burtu og Teresa fljftur inn til Tómasar. Hún er hin trygga, elskandi sveitastúlka, bamsleg, til- gerðarlaus, brothætt og algjörlega óvarin gegn umheiminum. Tómas neitar sér þó ekki um hinn ljúfa unað, þrátt fyrir að vera kominn í fast samband og nýtur ásta með hinum ýmsu konum um gervalla Prag; ómótstæðilegur og óseðjandi. Tómas laðast sérstaklega að mjmd- listarkonunni Sabínu. Hún ein skil- ur hann. Sabína er andstæðan við Teresu, þroskuð kona með breiðan sjóndeildarhring, djörf og eggjandi og er aðalorkulind erótikurinnar i mjmdinni. Hún og Tómas hafa ver- ið í sambandi nokkuð lengi án nokk- urra skyldna eða kvaða, og virðast maður hennar. Vamarleysi sveita- stúlkunnar vekur meðaumkun og fær áhorfandann til að vona að henni verði að ósk sinni. „Óbærilegur léttleiki tilvemnn- ar“ er byggð á samstarfi fólks af mörgum þjóðemum. Höfundur skáldsögunnar er tékkneskur, handritshöfundur franskur, leikstjóri bandarískur, kvikmjmdatökumaður sænskur (Sven Nykvist: Fanny og Alexand- er), leikarar franskir, sænskir, bandarískir og breskir. En þrátt fyrir ólík þjóðemi aðstandenda mjmdarinnar hefur tekist að gera kvikmjmd sem fjallar á raunsæjan hátt um ást og ástríður og ljósu og skuggahliðar tilverunnar (óbæri- legu?). Fyrirhugað er að hefja sýn- ingar um miðjan næsta mánuð í einu af kvikmyndahúsum borgar- innar. í öllu þessu framboði ein- hæfra kvikmynda er hún ljós punkt- ur í kvikmjmdagerð. Sjálfsagt á hún eftir að hrella margan „sómakær- an“ manninn, en það er ekki hægt annað en að verða hugfanginn, sog- ast með. Milan Kundera lítur á það sem verkefni sitt sem rithöfundur að brejfta öllum svörum í spumingar. Kvikmynd Philips Kaufmans beinir þessum spumingum til áhorfand- ans. Sjálfsagt verða svör áhorfenda jafnmörg og margbreytileg og spumingamar. TEXTI: Jóna Fanney Friðriks- dóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.