Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 37 Evrópuþingið: Beðið um fararleyfi til handa Sakharov Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins Í Belgiu. PLUMB lávarður, forseti Evr- ópuþingsins, sem í siðustu viku var í heimsókn í Sovétríkjunum, beindi þvi til Andreis Gromy- kos, forseta Sovétríkjanna að hann beitti sér fyrir því að An- drei Sakharov fengi fararleyfi til Strasborgar í desember n.k. til að veita viðtöku mannrétt- indaviðurkenningu Evrópu- þingsins, sem við hann er kennd. Sakharov-viðurkenning Evr- ópuþingsins er veitt af stjóm- málanefnd þess fyrir framúrskar- andi framlag til vemdar mannrétt- indum. Viðurkenningin verður veitt Sakharov sjálfum í fyrsta skipti á desemberfundi þingsins í Strasborg. Samkvæmt heimildum í Strasborg em taldar góðar líkur á að Sakharov og eiginkona hans, Jelena Bonner, fái fararleyfí frá Sovétríkjunum til að veita viður- kenningunni viðtöku. Ætlunin er að úthluta þessari viðurkenningu árlega til þeirra sem hafa lagt meira á sig en aðrir til að standa vörð um mannréttindi. Keuter Páfi íZimbabwe : 150.000 manns hlýddu á messu Jóhannesar Páls páfa II. í Har- are á sunnudag, þar sem hann hvatti til þjóðarsáttar i Zimbab- we og sagði að kynþátta- og ættbálkahatur væri synd. Páfi minntist þeirra sem féllu i freis- isstriði Zimbabwa og i átökum þar i landi eftir það, meðal annars Adolphs Schmitts bisk- ups, sem veginn var á fáförnum vegi árið 1976. Á myndinni blessar páfi vatn fyrir messuna. Kína: 170manns farast í flóðum Peking. Reuter. 170 manns hafa týnt lifi og 110.000 misst heimili sin í suður- hluta Kina vegna flóða, að þvi þvi er kinverska sjónvarpið skýrði frá i gær. Sjónvarpið greindi frá'því að 1,5 milljón hermenn væru við björgun- arstörf í Hunan-héraði og 30.000 manns hefðu yfírgefíð heimili sín í Wuhan í Hubei-héraði. Skemmdim- ar hefðu numið tveimur miHjörðum júana (24,8 milijörðum ísl. kr.) í Hunan-héraði einu. Dagblað alþýðunnar skýrði frá því að flóðin í Hunan-héraði væru þau mestu í 30 ár. Kabúl: Tíufarastí sprengingu Moskvu. Reuter. TÍU manns fórust og fjörtiu særðust þegar sprengja sprakk i bifreið i Kabúl, höfuðborg Afg- anistans, á sunnudag, að sögn sovesku fréttastofunnar Tass. í fréttinni sagði að sprengingin hefði verið „glæpur, undirbúinn af afgönskum öfgasinnum". Spreng- ingin varð í Shahri-Nau-hverfínu í Kabúl þar sem mikið er verslað á sunnudögum. Undanfarið hefur ár- ásum skæruliða á Kabúl fjölgað samhliða brottflutningi sovéska herliðsins. Þéttir undir vatns- boröi Seal-Once er eina kíttlö sem inniheldur M34 polykarbónast sem þéttir raka og oliuborna fleti. Kittlð má nota á fleti undir vatnsboröi og úti i rign- ingu. Stöðvar lekann sam- stundis. Stenst TTS- 230-C staðal. Fyrirliggjandi glnrt, brúnt og grátt. Aðrir litir fáanlegir eftir pðntun. Þéttir efni og máima Kittiö má nota á blý, asfalt, gler, við, málmþynnur, stein, keramík, steinsteypu og önnur þétt efni. Strax eftlr aö rifurn- ar hafa veriö þéttar má mála yfir. Seal-Once hentar vel á: Þóttir viö hítastig frá 1,20C til +104°C Seal-Once þolir hitastig frá 1,2°C til +104°C. Þolir einnig miklar hitabreytingar. Best er að bera kíttið á viö +3,3°C — +35°C. 350% sveigjanleiki Sveigjanleiki Seal-Once er 350%. Þéttir stórar rifur og heldur þrátt fyrir mikinn titr- ing. Raka fleti Málm- þynnur Blk (efni Sólþök sem unn- og plast- in eru úr efni. olíu). öku- tæki. Steina °9 steln- steypu. Báta. 10 ára reynsla Reynslan sýnir aö kitti sem notaö var fyrir 10 árum er enn eftirgefanlegt. Þetta þýöir aö ekki er hætta á aö kíttiö veröi stökkt og upp úr því brotnl. Grunnefni (primer) er óþarft. Reti sem á aö mála. Skor- steina og hleöslur. Heildsölubirgöir: G. GUÖ|ÓnSSOVl StigohM tf-ip Sírrnr: .17657 - 820RS Seal-Once með M34 polykarbónati er eina kíttið sem þéttir raka og olíuborna fleti V estur-Þýskaland: Deilt á vamarmála- ráðherra í kjölfar Ramstein-slyssins Zilrich. FrA önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mor^imblaðsins. SLYSIÐ á flugsýningu í Ram- stein í Vestur-Þýskídandi fyrir rúmum hálfum mánuði hefur nú valdið pólitískum deilum um rétt vestur-þýskra stjórnvalda til ákvarðana um athafnir her- sveita í Vestur-Þýskalandi og lágt heræf ingaflug yfir landinu. Stjórnarandstæðingar ásaka Rupert Scholz, vamarmálaráð- herra, um ábyrgðar- og siðleysi í sambandi við slysið og Græn- ingjar krefjast afsagnar hans. Tala látinna flugsýningargesta er komin í 59 og á væntanlega eftir að hækka. 150 manns liggja enn á sjúkrahúsi og nokkrir eru taldir helsærðir. Slysið varð þegar þijár þotur ítölsku flugsveitarinn- ar Þrílitu örvanna hröpuðu á sýn- ingu sem er haldin árlega við Ramstein, stærsta herflugvöll Vestur-Evrópu. Höfuðstöðvar bandaríska flughersins í Evrópu eru þar. Vestur-þýska vamarmálaráðu- neytið veitti leyfí fyrir flugsýning- unni í byijun apríl. Scholz var ekki orðinn vamarmálaráðherra þá. Hvemig og hvenær það var ákveðið að Þrílitu örvamar tælgu þátt í sýningunni er ekki fulHjóst. Sveitin er þekkt fyrir glæfralegt sýningarflug. Hún hefur af þeim sökum ekki mátt sýna í Banda- ríkjunum siðan 1986. Dagskráin á flugsýningunni í Ramstein þykir hafa verið illa undirbúin og Scholz er sagður hafa skellt skolleyrum við viðvörunum um hættuna sem gæti stafað af flugkúnstum ítal- anna. Vestur-þýski flugherinn hélt flugdag í Nörvenich, skammt frá Bonn, sama dag og sýningin var í Ramstein. Deginum lauk með hátíðahöldum og diykkjuskap. Scholz var við störf í ráðuneytinu þennan dag og fylgdist náið með framvindu mála í Ramstein eftir slysið. Hann sagði samdægurs að fyrírhugaðri sýningu flughersins í Lechfeld 25. september væri aflýst en honum láðist að banna hátí- ðahöldin í Nörvenich. Hann er nú gagnrýndur harðlega fyrir það. Þrýstingur á stjómvöld í Bonn um að láta hersveitir NATO draga úr lágflugi á æfíngum yfír Vest- ur-Þýskalandi hefur magnast í kjölfar Ramstein-slyssins. Stjóm- völd í Rheinland-Pfalz höfðu þegar krafíst þess að heræfíngaflug í minna en 300 metra hæð yfír þétt- býli yrði bannað þegar slysið varð. Scholz hafði komið til móts við þær kröfur. Þingin í Schleswig- Holstein og Saarlandi, jafnaðar- menn hafa meirihluta á báðum stöðum, hafa nú tekið { sama streng og stjómvöld í Rheinland- Pfalz. En stjómin í Bonn þvertek- ur fyrir að lágt æfingaflug verði bannað. Slysið í Ramstein hafði þó þau áhrif að hersveitir NATO flugu í 150 metra hæð í stað 75 metra á sfðustu heræfingu. Hers- érfræðingar ítreka að flugherinn geti ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi, fái hann ekki að nýta vélar sínar í lágflugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.