Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 36

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Chile: Blóðug mótmæli gegn Pinochet Santiago. Reuter. LÖGREGLA og sjúkrahúsyfir- völd ( Chile skýrðu frá þvi í gær að tíu manns hefðu týnt lífi og 350 verið handteknir á sunnudag f mótmælaaðgerðum gegn her- foringjastjórn Augusto Pinoc- hets í tilefni af því að 15 ár eru sfðan herforingjastjúmin hrifs- aði til sín völdin. Sex létust er lífverðir Pinochets skutu á fólk Danir semja um aukinn aflakvóta Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. LARS P. Gammelgárd, sjávarút- vegsráðherra Danmerkur, hefur ?f annað sinn á þremur vikum gert samning við Vestur-Þjóð- veija um fiskveiðikvóta. Sam- kvæmt honum geta Danir veitt meiri sfld og þorsk, en þeir Ijúka á næstunni við að veiða upp f fyrri kvóta. Danir geta nú veitt 10.000 tonn af sfld í Norðursjó, auk 3.000 tonna í Eystralti, og 2.000 tonn af þorski í Eystrasalti. Vestur-Þjóðveijar geta í staðinn veitt 500 tonn af makrfl og 200 tonn af kolmunna í Norðursjó, auk þess sem þeir geta notað að hluta veiðiréttindi Dana innan sænskrar lögsögu. Gammelgárd segir að með þess- 'um samningi hafí vandi dansks sjávarútvegs verið leystur að hluta til en þörf sé á að semja um frek- ari kvótaskipti við Vestur-Þjóðverja og aðrar þjóðir. f fátækrahverfum Santiago er fólkið fleygði gijóti að bflalest Pinochets og fjórir týndu lífi í óeirðum sfðar um daginn. Er lífverðimir hófu skothríðina sat Pinochet hershöfðingi hinn ró- legasti í bfl sínum og brosti. Bflun- um var síðan ekið á brott á miklum hraða yfír brennandi hjólbarða og gijóthnullunga 'en hershöfðinginn hafði farið inn í hverfíð til að opna nýjan íþróttaleikvang. Pinochet er eini frambjóðandinn í forsetakosningum sem haldnar verða 5. október og er talið vafa- samt að meirihluti kjósenda greiði honum atkvæði. Fái hann ekki meirihluta mun hann sitja í ár í viðbót en Pinochet er nú 72 ára gamall. Kjörtímabil forseta er hins vegar átta ár. Fyrir skömmu leyfði ríkisstjómin ýmsum stjómarandstæðingum að snúa aftur heim úr útlegð, þ.á m. ekkju Salvadors Allende, sem myrt- ur var af hermönnum fyrir 15 ámm. Búrma: Konur f nýstofnuðum „Samtökum húsmæðra" f Búrma með mótmælaborða á útifundi f Rangoon, um helgina. Stjómin hyggst láta skjóta þá sem dreifa flugritum Verð á áli lækkar Lundúnum. Reuter. ÁLVERÐ hefur ekki verið jafn lágt f fjóra mánuði og f gær vegna mikils framboðs, en sér- fræðingar segja að eftirspum frá iðnrfkjunum muni valda þvf að það lækki ekki of mikið á næstunni. Verð á áli var 1.343 pund (105.560 ísl. kr) á tonnið og lækk- aði um 14 pund (1.100 ísl. kr.) frá því á föstudag. „Ástandið er ekki svo slæmt; þrátt fyrir lágt verð nú þurfum við ekki að óttast hrun,“ sagði Colin Pratt, framkvæmda- stjórí fyrirtækisin8 Commodities Research Unit. Rangoon. Reuter. BÚRMÍSKA stjórain tilkynnti f gær að þeir yrðu skotnir sem staðnir væru að því að dreifa flugritum um að háttsettir menn innan hersins hefðu gengið til liðs við mótmælendur. í flugrit- um, sem dreift var á fjölmennum mótmælafundi, var þvf haldið fram að nokkrir leiðtogar hers- ins hefðu tilkynnt stjórninni að annaðhvort afsalaði hún sér völdum ekki seinna en f dag, þriðjudag, eða herinn gripi til sinna ráða. Útvarpið í Rangoon skýrði frá því að mótmælendur hefðu dreift tilhæfulausum áróðri um leiðtoga hersins. „Herinn getur ekki látið þetta viðgangast lengur og her- menn fá skipun um að skjóta alla þá sem staðnir verða að verki," sagði í útvarpinu. Hundruð hermanna hafa gerst liðhlaupar og gengið til liðs við mótmælendur til að kreljast þess að sósíalistaflokkur Búrma fari frá völdum. Þeir vilja enn fremur að mynduð verði bráðabirgðastjóm til að koma á lýðræði í Iandinu. Talsmenn mótmælenda, Tin Do hershöfðingi, Aung San Suu Kyi og Aung Gyi herfylkisforingi sögðu S gær að þeir sættu sig ekki við kosningaáætlun, sem sósSalista- flokkurinn kynnti eftir neyðarfund um helgina. Saw Maung hershöfð- ingi, æðsti yfírmaður hersins og vamarmálaráðherra landsins, sagði að kosningamar yrðu algerlega fijálsar og hann varaði stjómarand- stæðinga við þvf að stuðla að óein- ingu innan hersins. Hundruð þúsunda mótmælenda gengu um götur Rangoon-borgar til að krefjast þess að bráðabirgða- sljóm yrði mynduð og rúmlega þúsund manns efndu til setuverk- falla í Rangoon og Mandalay. Hóp- ur námsmanna dreifði flugritum þar sem hótað var borgarastyijöld færi stjómin ekki frá. Stjómarandstæð- ingar f Búrma hafa hingað til ekki hvatt til ofbeldis til að ná fram kröfum sínum. írakar ólmir vegna refsi- aðgerða Bandaríkjamanna Baghdad. Diyarbakir. Reuter. ÍRASKIR fjölmiðlar réðust harkalega á Bandaríkjamenn f gær vegna þeirrar ákvörðunar þeirra að grípa til refsiaðgerða vegna notkunar íraka á efna- vopnum gegn kúrdum f norður- hluta íraJks. Á annað hundrað þúsund manns efndu til mót- Svíþjóð: Vilja fækka piparsvein- unum með Sæluvikunni Stokkhólmi. Reuter. ÍBÚAR f sænskum bæ við heim- skautsbaug eru nú að búa sig undir „Sæluvikuna“ sfna en til- gangurinn með henni er fyrst og fremst sá að laða að ógiftar konur og fækka um leið pipar- sveinunum í bænum. „Við búumst við að sjá nokkur hundruð ný kvenmannsandlit," sagði formaður skipulagsnefndar- innar, Lars Olof Snell, en í bæn- um, sem heitir Pajala, eru pipar- sveinamir 100 að tölu en ólofíiðu konumar aðeins 40. Verður þetta f annað sinn, sem sæluvikan er haldin, en í fyrra þótti hún takast sérlega vel. Var þá auglýst í blöð- um víða um Evrópu og urðu marg- ar konur til að hlýða kallinu. Komu þær með langferðabíl frá Stokkhólmi, „Sporvagninum Gimd“ eins og hann var kallaður, en allar utan níu reyndust þær vera blaðamenn. Snell segir þó, að nú hafí þrír piparsveinanna gott samband við konur frá Eng- landi, Þýskalandi og Kanada. Að-þessu sinni verður líklega meira um að vera í bænum því að 100 sænskar kaupsýslukonur ætla að halda þar ráðstefnu á sæluvikudögunum og konur í spunaverksmiðju nokkurri í Tam- pere í Finnlandi ætla að §öl- menna. Auk þess hafa konur víðs vegar um Evrópu, Noregi, Finn- landi, Bretlandi, Vestur-Þýska- landi, Ítalíu, Póllandi, Tékkósló- vakíu og að sjálfsögðu í Svíþjóð, skrifað og látið í ljós mikinn áhuga. í Pajala búa raunar 8.700 manns og er aðalatvinnuvegurinn skógarhögg og tijávöruiðnaður. Atvinnuleysi er þó mikið og ungar og ógiftar konur bíða yfírleitt ekki boðanna með að koma sér suður. Kona nokkur í Pajala var beðin að lýsa karlpeningnum þar og sagði, að hann væri sterkur og staðfastur, ekki margmáll og heldur fhaldssamur f háttum. mælaaðgerða fyrir utan banda- ríska sendiráðið í Baghdad á sunnudag af sama tilefni. írakar ítrekuðu fyrri fullyrðing- ar sínar að þeir hafí ekki varpað gassprengjum á byggðir kúrda að undanfömu. Uppreisnarmenn kúrda, sem flúið hafa til Tyrklands undan ofsóknum íraka, lýstu hins vegar hemaði þeirra síðamefndu og hvemig félagar þeirra hafí beð- ið kvalarfullan og hægan dauð- daga. Kúrdamir sögðu að ljós- gulan reyk, sem lyktað hefði eins laukur, hefði lagt frá sprengjum, sem íraskar sprengjuflugvélar hefðu varpað á þorp og búðir kúrda í heimkynnum þeirra í írak. Síðan hefði lyktin breyst, orðið sæt og góð. Þá hefðu menn áttað sig á því að um gassprengjur hefði verið að ræða og hefðu aðeins þeir lifað árásina af sem komist hefðu í vatnsból og getað ausið yfír sig vatni. Fregnir herma að í sumum þorpa í byggðum kúrda hafí enginn komist lífs af í loftár- ásum íraka. Talið er að um 60 þúsund kúrd- ar hafí flúið undan hemaði íraka til Tyrklands. Kúrdar hafa krafíst þess að fá að stofna sjálfstætt ríki í Kúrdistan og hafa þeir gripið til vopna til þess að fylgja kröfu sinni eftir. Bandaríkjamenn segjast hafa fengið vissu fyrir því að írakar hafi varpað eitursprengjum í hem- aði sínum gegn kúrdum. Af þeim sökum samþykkti Öldungadeild Bandaríkjaþings síðan að írakar skyldu beittir refsiaðgerðum. Grænland: Sláturtíð að hefjast Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgfunblaðsins. ÁRLEG lambaslátrun hefst f Narssaq á Suður-Grænlandi á mánudag. Formaður græn- lenskra sauðfjárbænda, Eskild Jeremiassen, segir, að slátrað verði um 16.000 lömbum. Það er 2000 lömbum færra en f fyrra. Jeremiassen segir, að ástæða fækkunarinnar séu þær, að heima- slátrun fari vaxandi og bændur selji afurðimar beint, auk þess sem seint hafi miðað í verðsamningum við heimastjómina. Sauðfjárbænd- ur fóru fram á 16,6% hækkun, en urðu loks að sætta sig við óbreytt verð. Félag sauðfjárbænda hefur þó fengið um 220.000 danskra króna (um 1,4 milljón ísl. kr.) til að skipta á milli félagsmanna vegna flutnings Qárins á sláturstað. Einnig hefíir verið lofað framlagi til kaupa á fóðri, sem hækkað hefur verulega í verði undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.