Morgunblaðið - 13.09.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 13.09.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Símar 35408 og 83033 KOPAVOGUR ■ AUSTURBÆR Kársnesbraut 7-71 Austurgerði Bladið sem þú vaknar við! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓPER MÁ KRISTINSSON Staða launþega og EB-markaðurinn JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins, og Manuei Marin, sem fer m.a. með málefni vinnumarkaðarins innan framkvæmdastjórnarinnar kynntu nýlega fyrir blaðamönnum í Bmssel tillögur framkvæmdastjórnarinnar um samræmingu félags- legra réttinda innan bandalagsinis. Tillögumar varða helst hags- muni launþega innan EB og er ætlað að draga úr neikvæðum áhrif- um EB-markaðarins á stöðu þeirra. Meðal leiðtoga aðildarríkjanna er gott samkomulag um að tillögur af þessu tagi eigi að vera hluti af undirbúningi hins svokall- aða innri markaðar (EB-markaðar) sem verður komið á árið 1992. Á leiðtogafundinum í Hannover í sum- ar var það einungis Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, sem taldi að félagsleg rétt- indi og staða launþega væru EB- markaðinum óviðkomandi og til- löguflutningur um þau efni á vegum framkvæmdastjómarinnar væri óeðlilegur. Það vekur athygli að bresk verkalýðsfélög sem á dögun- um héldu ársþing sitt buðu Delors að ávarpa þingheim. Kvað við allt annan tón hjá forystumönnum fé- laganna en forsætisráðherranum og lögðu þau fram tillögur sem miða að virkri þátttöku breskra launþega í evrópsku samstarfi. Fram að þessu hafa breskir verka- lýðsleiðtogar verið hörðustu and- stæðingar aðildar Breta að Evrópu- bandalaginu. Giskað er á að þessi hugarfarsbreyting byggist m.a. á því viðhorfí að Thatcher verði í engu hnikað og aðferðin til breyt- inga á Bretlandi sé að fara með þær í gegnum Brussel. Á þinginu var gerður góður rómur að máli Delors sem kynnti fyrir fulltrúum þar hug- myndir framkvæmdastjómarinnar um skipulag hins stóra evrópska vinnumarkaðar. Bergmáluðu ræðu- menn boðskap framkvæmdastjór- ans um ágæti evrópskrar samvinnu, EB-markaðinn og árið 1992. Það er að vísu ljóst að ekkert verður fullyrt með vissu um árið 1992 annað en að það fylgir í kjölfarið á 1991. 250 þúsund störf tapast Áætlað er að fyrstu áhrif mark- aðssamrunans á vinnumarkaðinn verði neikvæð og um það bil 250 þúsund störf muni hverfa en langtímaáhrif EB-markaðarins eru talin þau, að hann skili 2—5 milljón- um nýjum störfum. Ljóst er að at- vinnuleysi verður engan veginn úr sögunni í Evrópu jafnvel þó svo að bjartsýnustu spár rætist og 5 millj- ón störf verði til. Þá gera spár einn- ig ráð fyrir því að fyrirtækjum inn- an EB fækki um þriðjung ýmist vegna gjaldþrots eða samruna við önnur fyrirtæki. Vaxandi umræðu um félagsleg réttindi og félagslegar afleiðingar samvinnu aðildarríkja Evrópubandalagsins má vafalaust rekja til ótta við að launþegahreyf- ingar í Evrópu vakni upp við vond- an draum árið 1992 og neiti að taka þátt í ævintýrinu sem fram „Mál Eimskipafélags- ins fyrst og fremst“ - segir Signrður Helgason stjórnarformaður Flugleiða um kaup Eimskips á hlutabréfum „Það eru engin takmörk á með- ferð á hlutabréfum félagsins og ég tel það skynsamlegt. Þessi möguleiki er auðvitað alltaf fyrir hendi og þetta er mál Eimskipafélagsins fyrst og fremst. Það telur sig betur sett með stærri eignarhlut," sagði Sigurður Helgason, stjórnar- formaður Flugleiða, aðspurður um kaup Eimskipafélagsins á hlutabréfum í Flugleiðum. Sigurður sagði að hann minnti að Eimskipafélagið hefði átt 40% eignarhlut í Flugfélagi íslands fyrir sameiningu þess og Loftleiða og nú væri eignarhlutur þess í Flugleiðum kominn í 33%. „Ég lét þess getið í ræðu minni á aðal- fundi að það væri æskilegt að eignaraðild í félaginu væri meira dreifð og ég var jafnframt tals- maður þess að það yrði hugað að því að bjóða út meira hlutafé og gefa fleiri aðilum kost á því að eignast hlut í félaginu," sagði Sig- urður Helgason ennfremur. Frír prufutími. Hringið og fáið allar upplýsingar í síma fh Frítt1 íPr uft1 tírixa- 83730 á milli kl. 17-22 þessa viku. Jazzballett fyrir stráka! Sér strákatímar eða blandaðir tímar. Byrjendur- framhald. Hringið og fáið allar upplýsingar milli á kl. 17-22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.