Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 49

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 49 Kennarafélag Reykjavíkur: Bráðabirgðalögum mótmælt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun, sem sam- þykkt var samhljóða á fundi trúnaðarmanna Kennarafélags Reykjavíkur og send ríkisstjóm og fjölmiðlum: „Fundur trúnaðarmanna Kenn- arafélags Reykjavíkur, haldinn 5. september 1988, mótmælir harð- lega nýjustu bráðabirgðalögum ríkisstjómarinnar, sem sett voru 26. ágúst sl., og fela m.a. í sér frestun á 2,5% launahækkun sem koma átti til framkvæmda 1. september. Það samningsrof sem felst í bráða- birgðalögunum kemur í kjölfar tveggja gengisfellinga fyrr á árinu og bráðabirgðalaga sem fólu í sér afnám samnings- og verkfallsrétt- ar. AUar þessar aðgerðir hafa bitn- að harðast á launafólki sem fær laun skv. umsömdum launatöxtum. Ekkert hefur komið fram um hvort — eða á hvem hátt — ríkisstjómin hyggst bæta launafólki iqaraskerð- inguna. Með ákvörðun sinni um að greiða ekki umsamda launahækkun 1. september rænir ríkisvaldið þeim sáralitlu bótum sem ætlað var að kæmu á móti þeirri skriðu verð- hækkana sem riðið hefur yfír und- anfama mánuði — og hefðu þær þó skammt dugað. Fundurinn hvetur til samstöðu allra samtaka launafólks um að- gerðir gegn þeirri óbilgimi sem ríkisvaldið sýnir með afnámi samn- ings- og verkfallsréttar og samn- ingssvikum." Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jóhanna B. Wahtne við eina af myndum sínum. Hella: Jóhanna B. Wathne sýn- ir í nýja veitinga- salnum Selfossi. í nýopnuðum veislusal við Gril- Uð á Hellu stendur yfir málverka- sýning Jóhönnu B. Wathne. Á sýningunni eru 20 olíumálverk sem öll eru til sölu. Jóhanna er búsett á Hellu en bjó til skamms tíma í Bandaríkjunum. Jóhanna hefur haldið margar einka- sýningar auk þess sem hún hefur skrifað og þýtt fjölda sagna sem birst hafa í Æskunni, verið fluttar í útvarpi og með myndum hennar í sjónvarpi. Hún stundaði nám í myndlist í Reykjavík, Kanada og í Norður-Dakóta. Sýningin verður opin út septem- bermánuð, á opnunartíma Grillskál- ans alla daga. - Sig. Jóns. Japanskar skyhningar SHOBUKAN, félag áhugamanna um japanskar skylmingar, hefur þriðja starfsár sitt nú i septem- ber. Undanfama tvo vetur hefur fé- lagið staðið fyrir kennslu í hinum hefðbundnu greinum japanskra skylminga, þ.e. Kendo, skylmingar með bambussverðum í hlífðarbún- ingi; Iaido, einstaklingsæfingar með sverði þar sem æfðar eru vam- ir og gagnárásir gegn ímynduðum andstæðingi; og loks Jodo, skylm- ingar milli tveggja einstaklinga þar sem annar er vopnaður tréstaf en hinn trésverði og allar hreyfingar em fyrirfram ákveðnar (Kata). Allar greinamar eru jafnt fyrir konur og karla á öllum aldri og með öllu hættulausar. Lögð er áhersla á kraft, mýkt og fegurð hreyfinga. Kennslu er hagað í sam- ræmi við japanskar hefðir enda em skylmingar þessar taldar til æva- fomra japanskra listgreina. Leið- beinandi er Tryggvi Sigurðsson. Fyrirhuguð byijendanámskeið verða auglýst síðar. (Fréttatilkynning) Spariskírtcini Rikissjóðs eiv örugg fjáifcsting og bcra 7-8% ársvcxli uinfrani vcrðtn/ggingu. Spariskírtcinin cni að verðgildi kr. 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og l.OOO.OOO. Starfsfólk Landsbankans vcitir cnnfrcnwr upplpsingar uin aðrar góðar ávöxtunarlciðir, svo scní Kjörbók, Afniœlisrcikning og Bankabréf _ L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Fjörutniogþrír afgreMustaðir Landsbankans selja og innleysa Sjrariskírteini Ríkissjóðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.