Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 74

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Karpov og Short tóku forystuna Frá Margeiri Péturssyni í Tilburg. ÞEIR Anatoly Karpov og Nigel Short hafa tekið örugga forystu á Interpolis-skákmótinu í Til- burg i Hollandi. Eftir fimm um- ferðir hafa þeir vinnings forskot á næstu menn og aðrir keppend- ur virðast ekki tefla af nægilegri hörku til að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn. Jóhann Hjartarson hefur verið afskap- lega slyppifengur um helgina, ^^hann varð að láta sér nægja jafn- tefli í tveimur vænlegum skák- um, fyrst með hvítu gegn Pre- drag Nikolic og síðan átti hann fremur einfaldan rakinn vinning gegn Van der Wiel, en sá hann ekki í timahraki. Sú skák sem mesta athygli vakti í fjórðu umferðinni á sunnudaginn var afspymu illa tefld skák þeirra Timmans og Portisch. Byijun Ung- veijans haði heppnast vel og hann var kominn með vinningsmöguleika í endatafli. Þá lék hann hveijum afleiknum á fætur öðrum, menn hans lentu allir á afleitum stöðum og Timman fékk auðveldan vinning. - ^tarpov beitti sama afbrigði gegn slavneskri vöm Hubners og Jóhann Hjartarson hafði gert í Belfort. Þjóðveijinn varðist mjög vel og hélt jafntefli á mun auðveldari hátt en gegn Jóhanni. Van der Wiel hélt jafntefli með svörtu gegn Short án nokkurra erfíðleika. Jóhann tefldi mjög vel framan af skák sinni við Nikolic á sunnu- daginn. Júgóslavinn tefldi frönsku vömina mjög frumlega með svörtu og Jóhann fómaði peði fyrir frábær- ar bætur. Þegar saxast fór á tímann missti hann hvað eftir annað af vænlegum leiðum og rétt fyrir tíma- hrakið missti hann alveg tökin á stöðunni og varð síðan að beijasf fyrir jafntefli sem hafðist að lokum. Eftir aðeins rúmlega tveggja tíma taflmennsku í fímmtu um- ferðinni féll bomba á mótinu. Hubn- er gaf erfíða stöðu sína gegn Short eftir aðeins 23 leiki. Staðan var slæm, en uppgjöfín kom þó geysi- lega á óvart, ekki sízt Short sjálf- um, sem áttaði sig ekki á því hvað var að gerast þegar Hubner stöðv- aði klukkuna. „Mér datt í hug að klukkan væri biluð og hann vildi fá nýja,“ sagði Short. Þetta er enn eitt dæmið um það að Hiibner bregðist illa við mótlæti, hann hefur t.d. tvívegis gefíst upp í einvígjum áður en andstæðingurinn hefur náð tilskildum vinningafjölda. Portisch var auðvitað ekki í neinu baráttuskapi eftir klúðrið daginn áður gegn Timman. Hann bauð Karpov jafntefli með hvítu eftir aðeins 12 leiki, sem heimsmeistar- inn fyrrverandi þáði, enda virðist mottóið hér í Tilburg vera að tefla upp á jafntefli með svörtu. Staðan eftir fímm umferðir er þannig; 1—2. Karpov og Short 3V2 v. 3—4. Timman og Nikolic 2V2 v. 5—8. Jóhann, Var der Wiel, Portisch og Hubner 1V2 v. Alls verða tefldar 14 umferðir á mótinu. Hver keppenda teflir bæði með hvítu og svörtu gegn öllum hinum. Sjötta umferðin verður tefld á morgun, þriðjudag, og hefur Jó- hann þá svart gegn Short. Aðrar skákir eru Nikolic-Karpov, Van der Wiel-Timman og Hubner-Portisch. Við skulum fyrst líta á glæsilega drottningarfóm Nigels Short í skákinni við Hiibner, það var hrein synd að Þjóðveijinn skyldi ekki а. m.k. reyna að veijast. Hvítt: Robert Hiibner. Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - d5, 4. Rc3 - Be7, 5. Bf4 - 0-0, б. e3 - c5, 7. dxc5 - Bxc5, 8. Dc2 - Rc6,9. a3 - Da5,10. Hdl. í þriðju einvígisskákinni við Short lék Speelman 10. 0-0-0 og vann mjög örugglega, en það er greinilegt að hvorugur teflandinn telur þann leik standast ströngustu kröfur. 10. - Be7, 11. Rd2 - e5, 12. Bg5 - d4, 13. Rb3 - Dd8, 14. Be2 - a5, 15. Ra4 - g6, 16. exd4 - Bf5, 17. Dcl - exd4, 18. 0-0 - He8, 19. Hfel - Hc8, 20. Be3? Jóhann Hjartarson. HUbner hefur gersamlega van- metið svar svarts, sem er þving- að. Miklu betra var 19. Bf3 og hvitur stendur a.m.k. ekki verr að vígi. 20. - dxe3!!, 21. Hxd8 - exf2+, 22. Kxf2 - Bxd8!, 23. Kgl - Re5 og í þessari stöðu ákvað Hubner að gefast upp eftir mikla umhugs- un. Staðan er vissulega slæm, en uppgjöfin er auðvitað allt of snemma á ferðinni. Skásti leikur hvíts er líklega 24. Rc3, en þá get- ur svartur valið á milli tveggja góðra leiða: Eftir skákina sagðist Short hafa ætlað að leika 24. - Rxc4, 25. Bxc4 - Hxel+, 26. Dxel - Hxc4 sem er mjög traustur, þótt langt sé í að svartur sé kominn með tæran vinning. Hin leiðin er 24. - a4!, 25. Rxa4 - Re4 með hinni sterku hótun 26. - Bg5, (eða 25. - b5!.) Jóhann missti af vinningi gegn Van der Wiel í þessari stöðu: Hvítur lék síðast 35. Kg3-f2!? í töpuðu endatafli. 35. - Rc2? Svartur gat leikið hinum fallega leik 35. - Hxe5! og verður þá tveim- ur peðum yfír með unninni stöðu. 36. Hxe5 gengur auðvitað ekki vegna 36. - Rd3+ og 35. Hc3 er svarað með 35. - Rg2! Skásta til- raun hvíts virðist þá vera 36. Hhh3 - Hxe3, 37. Hxe3 - Rc2, 38. Hg3, en einnig í því tilviki væri aðeins tímaspursmál hvenær svartur inn- byrðir vinninginn. 36. He3 - Hxe5, 37. Hxcl - Hxg4, 38. Hd2 og hér var samið jafíitefli. Eftir 38. - Hd5 eru þijú peð svarts fullnægjandi mótvægi gegn hvíta riddaranum. 3. umferð á Interpolis: Jóhann átti slæman daff Tiiburir, frá Marjreiri Péturssyni. Anatólíj Karpov vann mikil- vægan og sannfærandi sigur á Jan Timman í þriðju umferð Interpolis skákmótsins í Til- burg. Jóhann Hjartarson átti slæman dag með svörtum gegn Portisch. Hann beitti slavneskri vörn, eyddi miklum tíma í byij- uninni, en brást þó ekki rétt við nýjum leik Ungveijans. Portisch var hins vegar öllum hnútum kunnugur, hann jók frumkvæði sitt jafnt og þétt og tímahrak Jóhanns létti honum verkið. Áætlun Karpovs með svörtu gegn Timman í byijuninni heppn- aðist mjög vel og heimsmeistarinn fyrrverandi fékk mjög þægilegt miðtafl. Þá var sem hann slakaði nokkuð á klónni og Timman fékk gagnfæri. Hann nýtti þó þau ekki sem skyldi, tefldi ekki nægilega virkt og leyfði Karpov að lagfæra stöðu manna sinna í endatafli. Þegar því var lokið lagði Karpov til atlögu og staða Timmans hrundi í einu vetfangi. í blaða- mannaherberginu voru Hollend- ingarnir mjög vonsviknir með frammistöðu Timmans, sem sigr- aði á mótinu í fyrra. Báðir sigrar Karpovs eru gegn hollensku þátt- takendunum og hafa þeir verið honum furðu leiðitamir. Tafl- mennska Karpovs hefur auðvitað verið mjög vönduð, en það léttir auðvitað undir með honum þegar andstæðingamir þora ekki að tefla virkt, en leggjast á högg- stokkinn í staðinn. Skák Van der Wiels og Hub- ners var baráttulaust jafntefli í 20 leikjum. Sömu úrslit urðu hjá Nikolic og Short, en eftir miklar sviptingar. Englendingurinn hafði svart, fómaði skiptamun og virtist standa betur, en frumkvæði hans rann út í sandinn. Frábærar aðstæður á mótinu Það er engin furða þótt það sé mjög eftirsótt af skákmönnum að fá að tefla hér í Tilburg. Bæði komuþóknun og verðlaun eru í hærra lagi, og aðstæðumar em hreint út sagt frábærar. Teflt er f Interpolis-byggingunni í Tilburg, uppi á þriðju hæð og í skáksalnum sjálfum eru engin sýningartöfl og því fáir áhorfendur þar. Það er því algjört næði fyrir keppenduma og lýsing, taflmenn og allt þess háttar er allt upp á það bezta. Keppendur búa í sumarhúsum nokkuð langt frá skákstaðnum. Þar hafa þeir öll þægindi og mjög rúmt er um þá. I hveiju húsi eru tvær íbúðir og hittist svo á að við Jóhann deilum húsi með sjálfum Anatólíj Karpov. Þetta nábýli hef- ur ekki verið til neinna vandræða, það var t.d. ekki fyrr en í dag að við uppgötvuðum hver nágrann- inn var. Þá fengum við skýring- una á því af hveiju tveir starfs- menn hótelsins bönkuðu hjá okkur eitt kvöldið í þeim erindagerðum að gera við bilaða kúluspilsvél. Þeir höfðu farið dyravillt, Karpov hefur mjög gaman af kúluspili og fékk hótelið til að láta sér eina vél í té til einkaafnota. Hann á líka kúluspilsmetið í samkomusal keppenda. Karpov er mikill keppn- ismaður og er frægur fyrir að skara fram úr í flestum spilum sem keppendur á skákmótum dunda sér við. Short æfír sig stíft í kúluspili á morgnana, en kemst þó ekki nálægt stigameti Karpovs. Short veitir Karpov harðasta keppni á mótinu, rétt eins og í kúluspilinu. Hér á eftir fer lagleg vinningsskák hans gegn Portisch frá því í gær. Hvítt: Nigel Short. Svart: Lajos Portisch. Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Ra5, 10. Bc2 - c5, 11. d4 - Rd7. Bobby Fischer, sem tefldi spánska leikinn allra manna bezt með hvítur hafði ekki mikið álit á þessum Ieik. Hann taldi að ridd- arinn ætti ekkert erindi til d7. 12. dxc5 - dxc5, 13. Rbd2 - Bb7, 14. De2 - Dc7, 15. Rfl - Rc4, 16. b3 - Rd6. Hugmyndin með einkennileg- um riddarastaðsetningum svarts virtist vera sú að hindra hvít í að leika Rfl — d5, þvf þá stendur hvíta peðið á e4 í uppnámi. 17. c4 - Hfe8, 18. Bb2 - Bf8, 19. Hadl - Bc6, 20. Re3! Short lætur ekki hindra sig í að leika 20. Re3. Hann hefur í hyggju að svara 20. — Rxe4 með 21. Rg4. Portisch skýtur inn milli- leik áður en hann þiggur peðs- fómina. 20. - Db7, 21. Bal - Rxe4, 22. Rg4 - Ref6, 23. Rfxe5 - Rxe5! 24. Bxe5 — Rxg4, 25. Dxg4 — g6- Portisch hefur teflt vömina vel og náð að létta mikið á stöðunni með uppskiptum. Þessi leikur var nauðsynlegur vegna hinnar óþægilegu hótunar 26. Df5. 26. h4 - Bg7? Portisch heldur áfram að skipta upp á liði, en í framhaldinu veldur hvíta h-peðið honum ómældum vandræðum. Það var bráðnauð- synlegt að skjóta inn 26. — h5, 27. Dg5 og leika þá 27. — Bg7. 27. Bxg7 - Kxg7, 28. h5 - Hxel+ 29. Hxel — He8, 30. Hxe8 — Bxe8, 31. Dg5 — Dc6, 32. De5+ - f6, 33. De7+ - Kh6, 34. Be4! - Dd7, 35. Dxc5 - f5, 36. Bf3 - bxc4, 37. De3+ - Kg7, 38. bxc4 - Kf6, 39. c5 - g5, 40. c6 — De6, 41. c7 og svartur gafst upp því hvíta frípeð- ið kostar biskup. Kirkjubæjarklaustur: Samæfing björgunar- sveita á Suðurlandi Kirkjubæjarklaustri. SAMÆFING átta björgunar- sveita á Suðurlandi, allt frá Hvolsvelli að Skeiðarársandi, var haldin á Kirkjubæjarklaustri Laugardaginn 3. september. Ifyrsta atriðið var sjóbjörgunar- æfing, þar sem strandmenn voru látnir vera öðrum megin Skaftár en björgunarmenn á hinum bakkan- um og æft var að skjóta línu yfír og síðan draga „skipbrotsmenn" yfír í björgunarstól. Gekk það sam- kvæmt áætlun og urðu menn ekki einu sinni votir. Næst var skipulögð leit að þrem- ur bömum sem áttu að hafa týnst í beijamó. Leitarsvæðið var í Land- brotshólum þar sem leynast margir skútar og djúpar lautir og því erfið- ara en ella að leita þar. Leið þó ekki langur tími þar til þau fundust og voru flutt til byggða, eitt af þeim á börum, þar sem um ímynd- aða tognun var að ræða. Þar næst var haldið í björgunar- sveitarstöð Kyndils á Kirkjubæjar- klaustri og þaðan farið í skoðunar- ferð á Fossíjöru. Skipbrotsmanna- Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Björgun skipbrotsmanna var æfð á samæfingu björgunarsveitanna, línu skotið að strandstað og skipbrotsmenn dregnir í land. Björgunarsveitamenn í bækistöð Kyndils á Kirkjubæjarklaustri. skýlið þar var skoðað og haldið al- veg til sjávar og síðan ekið heim upp með Skaftá. Nokkrir fóru á meðan í sigæfingu í Systrastapa og tókst það í alla staði vel. . Um kvöldið var svo sameiginleg- ur kvöldverður og fundur allra þátt- takenda þar sem rædd og yfirfarin voru þau atrioi sem fram höfðu komið í æfíngunni. Þátttakendur voru á milli 60 og 70 og eins og endranær voru menn á þeirri skoðun að slík æfíng væri nauðsynlegur þáttur hjá björgunar- sveitum, stuðlaði að betri skipu- lagningu og hraða þegar nauðsyn krefði. Skipulagning og umsjón þessarar samæfingar hvíldi á herðum sveit- anna austan Mýrdalssands. - HSH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.