Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 41 Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva: Fiskvinnslan rekin með tveggja milljarða tapi - segir Arnar Sigurmundsson formaður samtakanna „FISKVINNSLAN í heild er rekin með 8% tapi, sem þýðir 2.000 milij- ónir miðað við heilt ár,“ sagði Arnar Signrmundsson frá Vestmanna- eyjum, á formaður Samtaka fiskvinnslustöðva á aðalfundi samtakanna í Stykkishólmi siðastliðinn föstudag. „Tap fiskvinnslunnar síðastliðna 12 mánuði var um 1.800 milijónir króna af um 25 milljarða veltu en tap frystingarinnar var langmest," sagði Amar í samtali við Morgun- „Allar spár benda til að byggða- röskun haldi áfram, það er að segja fækkun á landsbyggðinni," sagði Einar Jónatansson frá Bolungarvík. Hann sagði að hlutfallslega flestir ynnu við sjávarútveg á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Kr. Ben. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, í rseðu- stól á aðalfundi samtakanna í Stykkishólmi síðasliðinn föstudag. blaðið. „Frystingin er nú rekin með um 12% halla og söltunin með um 1% halla," sagði Amar Sigurmundsson á fundinum. „Á þeim tíma sem liðinn er frá því síðasti aðalfundur var haldinn hafa laun í fiskvinnslu hækkað um tæp 18% að meðaltali. Fiskverð, sem er stærsti útgjaldalið- ur flskvinnslunnar, hefur hækkað frá því í byijun nóvember á síðast- liðnu ári um tæp 8% en fyrr á árinu hafði orðið mikil hækkun á fiskverði. Annar kostnaður hefur hækkað á bilinu 15 til 30%. Á þessu tímabili hefur verðbólga innanlands verið tæp 20%. Fjármagnskostnaður fisk- vinnslunnar hefur vaxið gífurlega, meðal annars vegna mikillar birgða- söfnunar, langvarandi tapreksturs og mjög hárra raunvaxta. Á sama tíma hafa orðið verulegar lækkanir á sjávarafurðum erlendis. Fyrir tæpu ári síðan var flskvinnslan í svipaðri stöðu og hún er í dag. Á þessum tíma, sem liðinn er, hefur verð á erlendum gjaldeyri, að afloknum tveimur gengisbreytingum, hækkað um 18%. I dag er staðan samt þann- ig að við erum með fiskvinnsluna í heild í 8% tapi, sem þýðir um 2.000 milljónir miðað við heilt ár. Hvemig er útlitið framundan ef ríkisstjómin grípur til aðgerða og reksturinn kemst í eðlilegt horf við núverandi aðstæður? Það er einkum tvennt sem gerir útlitið á næsta ári dökkt. Annars vegar em það niður- stöður mælinga Hafrannsóknastofn- unar á stofnastærð og seiðamagni, sem nýlega vom birtar, og hins veg- ar minnkandi eftirspurn og lækkandi verð á sjávarafurðum. Allt útlit er fyrir töluverðan samdrátt í þors- kveiðum á næsta ári sem mun hafa veruleg áhrif á rekstur fiskvinnslu og útgerðar. Þá er ekki hægt að fullyrða að verðlækkunum á frystum sjávarafurðum sé lokið í Banda- ríkjunum og verð á Evrópumarkaði er ótryggt," sagði Amar Sigur- mundsson. „Tími til aðgerða er oiðinn ærið naumur," sagði Ellert Kristinsson frá Stykkishólmi. Hann sagði að Áslaug Jónsdóttir, nemandi í Há- skóla Islands, hefði skrifað ritgerð þar sem hún komst að þeirri niður- stöðu að eftir því sem minni afli bærist á land á landsbyggðinni því fleiri flyttu þaðan til höfuðborgar- svæðisins. Ellert sagði að góðar sam- göngur væm mikilvægar fyrir físk- vinnsluna og bættar samgöngur stuðluðu að sérhæfingu, verkaskipt- ingu og samvinnu. Góðar samgöngur væm einnig algjör forsenda fyrir stofnun fískmarkaða sem hann teldi nauðsynlega. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 12. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi Hsssta Lsegsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 45,00 43,00 44,16 6,945 306.688 Undirmál 16,00 15,00 15,05 0,263 3.959 Ýsa 76,00 60,00 65,42 10,233 669.396 Ufsi 19,00 15,00 18,26 1,348 24.626 Karfi 30,00 23,00 26,42 8,244 209.552 Steinbftur 25,00 25,00 25,00 0,424 10.588 Hlýri 25,00 25,00 26,00 0,050 1.263 Langa 27,00 15,00 24,42 0,621 15.152 Lúða 160,00 100,00 128,87 0,980 126.357 Koli 46,00 46,00 45,48 0,622 28.286 Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,025 2.695 Skötubörð 105,00 106,00 105,00 0,088 9.293 Skötuselssk. 260,00 260,00 260,00 0,076 19.760 Samtals 46,46 31,118 1.445.615 Selt var aðallega úr Hamrasvani SH, Tjaldi SH og Þórsnesi HF. I dag verða m.a. seid 25 tonn af þorski, 35 tonn af ufsa og 35 tonn af karfa úr Otri HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 47,00 42,00 43,52 66.059 2.831.483 Ýsa 73,00 25,00 58,56 10,470 613.059 Karfi 15,00 16,00 15,00 0,350 5.250 Ufsi 24,00 21,50 22,47 20,390 458.210 Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,134 3.484 Hlýri 32,00 29,00 29,39 3,763 110,577 Langa 20,00 20,00 20,00 1,268 25.350 Lúða 195,00 60,00 124,23 0,749 93.050 Grálúða 15,00 15,00 15,00 0,017 255 Skarkoli 59,00 59,00 59,00 0,406 23.954 Keila 12,00 12,00 12,00 0,140 1.680 Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,091 10.010 Samtals 40,61 102,235 4.176.361 Selt var úr Ásgeiri RE og Jóni Vfdalín ÁR. I dag verða m.a. seld 20 tonn af ýsu. 20 tonn af þorski og 10 tonn af ufsa úr Jónl Vidalín ÁR og Ásbirni RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 48,00 31,00 44,45 43,841 f.948.864 Ýsa 70,50 24,00 58,20 15,020 874.182 Ufsi 24,00 18,00 21,97 33,532 721.564 Karfi 24,50 22,50 22,86 10,431 238.460 Steinbftur 24,00 15,00 18,02 3,317 59.778 Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,00 0,182 2.730 Langa 30,50 22,00 25,97 0,493 12.802 Blálanga 25,50 25,50 25,50 0,218 5.559 Sólkoli 50,50 42,00 45,68 1,322 60.388 Skarkoli 51,50 42,00 45,68 1,322 60.388 Lúða 128,00 55,00 99,08 0,107 10.602 Grálúða 16,00 16,00 16,00 0,193 3.089 Keila 18,50 18,50 18,50 2,400 44.400 Skata 13,00 13,00 13,00 0,049 637 Skötuselur 249,00 99,00 224,58 0,043 9.657 Samtals 35,93 111,218 3.996.197 Selt var aðallega úr Aöalvik KE, Ólafi Jónssyni GK, Þresti KE og Eldeyjar-Hjalta. I dag verða m.a. seldir 90 kassar af þorski og 220 kassar af ufsa úr Aðaivík KE og 400 kassar af ufsa úr Ólafi Jónssyni GK. Verð á loðnuafuröum FÉLAG ÍSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótineininguna af loðnumjöli er nú um 9,40 Banda- ríkjadalir, eða 30.700 krónur fyrir tonnið, en meöalverð fyrir tonniö af loönulýsi er um 410 Bandaríkjadalir (19.130 krónur). Hins vegar hefur lítið verið selt af loðnuafurðum að undanförnu. Þar hefðu brottfluttir umfram að- flutta verið 1.976 talsins á ámnum 1971 til 1986. Fjármagnið hefði leit- að suður og fólkið á eftir. Yfir 90% þjóðarinnar byggju nú í þéttbýli en 66% árið 1940. Einar sagði að árið 1985 hefði það kostað rúm 200 kg af flökum að háfa einn rafvirkja og einn vélsmið í vinnu eina 40 klukku- stunda vinnuviku. Nú kostaði það hins vegar rúm 400 kg af flökum. „Það er ófært að fískvinnslufyrir- tæki spretti upp þegar verð hækka á erlendum mörkuðum," sagði Ró- bert Guðfinnsson frá Siglufirði. „ís- lendingar em þekktir fyrir að eiga bágt með að standa við sölusamn- inga sína og við höfum skilið trausta viðskiptamenn okkar í Bandaríkjun- um eftir með sárt ennið. Frystitogur- um hefur flölgað og útflutningur ísfisks hefur aukist. Jafnvel fisk- vinnslumenn hafa bmgðið búi og vinna nú allan aflann um borð í frystitogumm. Víða á landsbyggð- inni em fyrirtæki sem ekki verður bjargað. Það er litið á okkur sem sundurlausan hóp af mgluköllum sem séu að koma þjóðfélaginu á hausinn," sagði Róbert. „Vandinn, sem við er að glima, er verðbólgan og ábyrgð á henni bera allir stjómmálaflokkar og landsmenn," sagði Kristinn Péturs- son frá Bakkafirði. „Sparifjáreig- endur hafa tapað 90 milljörðum króna á verðbólgunni á 12 ára tíma- bili. Þorvaldur Gylfason, prófessor, hefur sagt að lífslq'ör hér á landi væm 40% betri ef ekki hefði verið verðbólga hér síðan árið 1940. Venjulegur launamaður hefði því 400 þúsundum króna hærri árstekj- ur ef ekki hefði verið verðbólga hér síðan árið 1940. Það verður að lækka vexti og það þýðir ekki að lækka þá með hand- afli. Óstöðugleikinn er vandinn sem við eigum við að glíma. Við þurfum að gerast aðilar að Myntbandalagi Evrópu. Sumir hafa sagt að við þurf- um að koma verðbólgunni hér niður áður en við getum gerst aðilar að myntbandalaginu en verðbólgan var 10 til 20% í Evrópu þegar bandlagið var stofnað árið 1979. Alyktun aðaJfundar Sam- taka fiskvinnslustöðva ÁLYKTUN aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í Stykkishólmi siðastliðinn föstudag, birtist hér i heild: Að mati samtaka fiskvinnslu- stöðva er nú komið að krossgötum. Verðbólga hefur verið hér landlæg frá stríðslokum og alltaf miklu meiri en í viðskiptalöndum okkar. íslend- ingar þoldu hér áður fyrr meiri verð- bólgu en aðrar þjóðir vegna stöðugr- ar aukningar á framleiðslu sjávaraf- urða. Fjárfest var í bættum tækjum 0g tækni og afköst jukust. Þessi leið er ekki lengur fær. Okkar helsta auðlind, fiskurinn, fer minnkandi á næstu árum. Tekjur þjóðar verða til við nýtingu auðlinda hennar. Það er engin önnur leið fyrir íslendinga að afla tekna, veija lífskjör og vel- ferðarþjóðfélag en að nýta auðlindir landsins af skynsemi. Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar síðustu 3 ár hefur þjóðin stöð- ugt eytt meiru en aflað hefur verið. Afleiðingin er viðvarandi verðbólga og taprekstur útflutningsatvinnu- veganna. Sú fastgengisstefna, sem reynd var meðan kostnaðarhækkan- ir geysuðu hér innanlands, skaðaði útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar á hinn skelfilegasta hátt. Stöðugt gengi Islensku krónunnar stenst ekki í reynd, nema það sé jafnframt tryggt að jafnvægi sé í öllum þáttum efiiahagslífsins. Ef verðbólga heldur áfram sam- hliða minnkandi fiskafla, þá leiðir Skemmd- ist í veltu Grunur um ölv- unarakstur BENZ fólksbifreið er mikið skemmd eftir bílveltu á mótum Réttarholtsvegar og Langagerð- is um klukkan hálftvö aðfarar- nótt mánudagsins. Bíllinn var mannlaus er lögregla kom á vettvang en skammt frá voru hjón á fertugsaldri á gangi og reyndist bíllinn vera í þeirra eigu. Þau eru bæði grunuð um ölvun og voru færð á lögreglustöðina. Þar neituðu þau að vera við málið riðin og gistu því fangageymslur lögregl- unnar um nóttina en voru yfirheyrð nánar í gær. það til hörmunga og atvinnuleysis. Auðvitað má lengi fleyta sér áfram á lánum. Það á við þjóðir jafnt sem fyrirtæki og einstaklinga. En lán þarf að endurgreiða. Erum við reiðu- búin að lifa áfram á erlendum lánum sem böm þessa lands verða að greiða? Samtök fiskvinnslustöðva hafna þeirri leið. Alveg eins og sú kynslóð, sem nú er orðin öldruð, skilaði okkur góðu þjóðfélagi, þá berum við skyldur gagnvart næstu kynslóð. Baráttan við verðbólguna er ekki einungis barátta fyrir bættum lífskjömm og bættu þjóðfélagi, held- ur barátta fyrir sjálfstæði. Verð- bólga, sem endalaust er Qármögnuð í erlendum bönkum, mun leiða til afsals á sjálfstæði okkar. Því verður að linna að verðbólgan nagi að innan undirstöður atvinnulífs og óréttlæti blómgist í skjóli hennar. Aðeins einn mælikvarði verður lagður á stjóm- völd, hvemig þau duga í baráttunni gegn verðbólgunni. Samtök fískvinnslustöðva fara ekki fram á rekstrargrundvöll fyrir öll fiskvinnslufyrirtæki, heldur að- eins að fiskvinnslan í heild verði rekin með hagnaði. Núverandi skil- yrði með hallarekstur og vályndar horfur á erlendum mörkuðum em ekki einungis algerlega óviðunandi heldur beinlínis hættulegar framtíð þessa lands. Samtökin benda á að nú verði að reka ríkissjóð með tekju- afgangi og taka verður fyrir aukn- Frá slysstað við Réttarholtsveg. ingu á erlendum lánum. Þeir sem ekki treysta sér til þessa em upp- gjafarmenn. Samtökin telja að þjóðarvakning I baráttu við verðbólgu, sem hæfist með niðurfærslu launa, verðlags og vaxta, sé farsælasta leiðin I efna- hagsmálum. Þannig verði óumflýj- anleg kjaraskerðing léttbæmst fyrir launþega þessa lands. Hagsmunir útflutningsfyrirtækja og launþega fara saman í að lækka vexti og lækna verðbólgumeinið. Samtökin telja að mismunun fyr- irtækja og greina innan útflutnings- atvinnuveganna sé ekki vænlegur kostur og vara eindregið við öllum slíkum hugmyndum. Lánveitingar til einstakra greina sjávarútvegs, í stað þess að ráðast að rótum vandans, em fráleitar. Útflutningsfyrirtækin em stað- sett um landið allt, oft í smáum og dreifðum byggðarlögum. Brestur I afkomu útflutningsframleiðslunnar getur leitt til þess að heilu lands- hlutamir fari í eyði. Til þess má aldr- ei koma. Samtök fiskvinnslustöðva em reiðubúin að leggja allt sitt í barátt- una við verðbólguna og styðja stjóm- völd í því að árangursríkar og réttl- átar leiðir verði famar. Það er ósk þessa aðalfundar að sérhagsmunum allra einstaklinga og hópa innan þessa þjóðfélags verði fómað fyrir heildina á meðan þessi barátta stendur. Morgunblaðið/Ingvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.