Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTÉMBER 1988 Noregnr: Tjónið vegna þör- ungaplágunnar um 60 millj. n. kr. FRE5, FEREHAl/iyöE MARCOS HEILDARTJÓN norskra fiskeld- isfyrirtækja vegna þörungaplág- unnar í sumar nam um 60 millj- ónum norskra króna (yfir 400 millj. ísl. kr.), að því er sagði í dagblaðinu Aftenposten á föstu- dag. Fyrirtækin fá um 40 milljón- ir i tryggingabætur, en 20 millj- ónir verða þau að bera sjálf. Bjöm Olav Sunde, ráðunautur hjá tiyggingafélaginu Storebrand, hefur safnað saman tryggingakröf- um fískeldisfyrirtækjanna. Kröf- umar hafa allar skilað sér til trygg- ingafyrirtækisins og mun það reiða fram 40 millj. n. kr. bætur vegna fískdauða og kostnaðar við flutning eldisstöðvanna. Mörg fískeldisfyrir- tækjanna við suðurströnd landsins hafa orðið fyrir tjóni, sem ekki fæst bætt með tryggingum. Nemur það yón alls um 20 milljónum n. kr. Wollert Krohn Hansen, aðstoðar- forstjóri Sölusamtaka norskra físk- eldisfyrirtækja, segir, að þömnga- plágan hafí litlu breytt fyrir þennan atvinnuveg í heild. Þegar þörunga- innrásin stóð sem hæst, var búist við hundraða þúsunda króna tjóni á Rogalandi og Hörðalandi. Krohn Hansen segir, að tjónið hafí aðeins orðið sex promille af ársveltunni. „En það liggur ljóst fyrir, að fyri- tækin, sem verst urðu úti, standa illa," segir hann. „Ástæða þess að heildartjónið varð ekki meira en raun ber vitni er sú, að stöðvamar vom fluttar á staði, þar sem þær vom öruggar." Bjame Mörk Eidem sjávarút- vegsráðherra segir, að tjónið hafí orðið miklu minna en búist hafí verið við í sumar. „Þegar tillit er tekið til þess, að ársvelta fískeld- isfyrirtækjanna er þrír milljarðar króna, þá er 60 milljóna króna tjón ekki stórvægilegt," segir hann. Eidem sagði nýlega á fundi í Ósló, að ætlunin væri að stórauka umhverfís- og vistfræðirannsóknir, meðal annars með tilliti til þömnga- plágunnar. * Arekstur sov- éskra togara Moskvu. Reuter. TVEIR sovéskir togarar rákust saman einhvers staðar úti fyrir Atlantshafsströnd Afriku að sögn sovésku fréttastofunnar Tass. Ekki var tekið fram hve- nær þetta gerðist. Stórt gat kom á byrðing frysti- togarans Nemunelis sem er 720 lestir og vélstjórinn slasaðist. Nem- unelis laskaðist eftir árekstur við verksmiðjuskipið Polotsk sem er 2.948 lestir. Að sögn Tass héldust bæði skipin á floti eftir áreksturinn. Bretland: Reuter Hann á afmæli í dag Stuðningsmenn Ferdinands Marcosar, fyrrverandi forseta á Filippseyjum, afhjúpuðu fímastóra hnallþóm í tilefni af 71 árs afmæli hans á sunnudag. Marcos hefur dvalist í útlegð á Hawaii, frá því að honum var steypt af stóli í hitteðfyrra. Samningar hafa tekist í póstmaniiaverkfaUinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðaina. SAMNINGAR tókust í gær f breska póstmannaverkfallinu. Búist er við, að það taki tvær til þtjár vikur að koma póstþjón- ustunni í samt lag. Eftir margra klukkustunda fundi Flugstjórinn varð að betla fyrir benzíninu London. Reuter. Flugstjóri þotu brezka flugfé- lagsins British Airways dó ekki ráðalaus þegar flugvallarstarfs- menn á portúgölsku eynni Ma- deira, sem er undan Afrfku- ströndum, neituðu að taka við greiðslukorti er hann hugðist borga fyrir eldsneyti á þotu sfna. Flugvallarstarfsmennimir áttu von á flugvél frá Gibraltar Airways og mnnu á þá tvær grímur þegar þota, sem þeim var sögð vera í eigu British Airways en rækilega merkt Caledonian Airways [sem BA keypti í vetur], renndi í hlað. Neit- uðu þeir að taka við greiðslukort- inu, sem eingöngu er notað í flugi til að greiða olíur og benzín. Nú vom góð ráð dýr, en þar sem flugstjórinn nennti ekki að standa í tímafreku þrasi við flugvallar- starfsmennina ákvað hann að biðja farþegana að slqóta saman fyrir eldsneytinu svo þeir kæmust til London. Tók hann kaskeiti sitt ofan og fór bónarveg um farþegaklef- ann. Um eitthundrað farþegar vom f þotunni og bmgðust þeir vel við. Borgaði flugstjórinn því 1.200 punda, eða jafnvirði 95 þúsund króna, steinolíureikning með reiðufé og gat þotan þvi haldið leið- ar sinnar. Farþegamir fengu end- urgreitt við komuna til London. „Þetta er nokkuð óvenjuleg að- ferð til að koma flugvélum milli staða en var gert til þess að spara tíma og fyrirhöfn. Eg hef aldrei heyrt um atvik af þessu tagi áð- ur,“ sagði talsmaður British Air- ways. framkvæmdanefndar verkfalls- manna var ákveðið í gær að fallast á samkomulagsdrög, sem samin höfðu verið um helgina. Þar sam- þykkti Konunglega póstþjónustan að ganga til samninga við félag póstmanna án nokkurra skilyrða um bónusgreiðslur, en það var aða- lágreiningsefnið í upphafí. Síðan var ákveðið, að samið yrði á hveij- um stað um yfírvinnu og notkun á lausamönnum. Þær samningavið- ræður geta hafíst strax. Talið er, að póstmenn verði almennt komnir aftur til vinnu fyrir lok vikunnar. Þrátt fyrir samkomulagið má búast við erfíðleikum í samningum víða um land. Róttæklingar í röðum póstmanna hafa neytt færis og for- ysta félagsins hefur misst tökin á sumum svæðum. Til dæmis sögðu talsmenn póstmanna í Liverpool um helgina, að þeir mundu halda áfram verkfalli þrátt fyrir samþykkt fram- kvæmdastjómarinnar. Þeir neita að vinna með lausamönnum, sem ráðn- ir voru til að flýta afgreiðslu pósts í síðustu viku. Nú bíða um 160 milljónir bréfa og böggla þess, að póstmenn hefji vinnu. Á sumum svæðum er talið, að ekki verði unnt að taka við pósti á ný fyrr en eftir allt að viku tíma. Tekið getur tvær vikur eða rúmlega það að koma póstþjónustunni í eðli- legt horf. Ef póstmenn neita hins vegar sums staðar að hverfa aftur til vinnu að tilmælum félagsins, er nánast útilokað að segja, hver fram- vindan verður í þessari deilu. Þá má búast við hatrömmum ágrein- ingi, ef pósti verður beint á þá staði, þar sem unnið er. Lýðræðisfylking Jacques Chiracs: Banna allt samstarf við Þjóðarfylkingu Le Pen París. Reuter. JEAN-Marie Le Pen, leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar í Frakk- landi, hefur verið varpað út í pólitíska eyðimörk, eftir að flokkur nýgaullista, Lýðveldis- fylkingin (RPR), samþykkti í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gera kosningabanda- lag við flokk hans fyrir sveitar- stjómarkosningamar næsta vor eða aðrar kosningar í framtíð- Ólympíuleikarnir: íranir vildu ekki að stúlka færi fyrir keppnisliði þeirra Seoul. Reuter. ÍRANIR lögðust gegn því að stúlka gengi á undan keppnis- sveit þeirra við setningu Ólympíuleikanna í Seoul næst- komandi laugardag. Því hefur framkvæmdanefnd leikanna gert þá undantekningu að karl- maður fari fyrir liðinu. Ungar stúlkur, sem Suður- Kóruemenn kalla „Ólympíuungfr- úmar“, höfðu verið valdar til þess að ganga á undan hverri sveit við setningarathöfnina með spjald þar sem á stæði nafn viðkomandi ríkis. Samkvæmt írönskum trúar- brögðum eru konur settar skör lægra í þjóðfélaginu en karlmenn, og litið er á þær með öðrum hætti en víðast hvar annars staðar. Af þessum sökum er ósk írana um að karlmaður gangi fyrir landsliði þeirra fram komin. „Þeir óskuðu sérstaklega eftir því að karlmaður gengi með íranska spjaldið og á það hefur veirð fallizt," sagði Chung Min-Kyung, talsmaður fram- kvæmdanefndar leikanna. „Lýðræðisfylkingin ítrekar af- stöðu sína til þeirra sjónarmiða og grundvallaratriða, sem flokkurinn hefur barist fyrir, og bezt koma fram í mannréttindayfírlýsingunni. Af þessum sökum afneitar flokkur- inn orðum og athöfnum sem eru til þess eins fallnar að kynda undir kynþátta- og gyðingahatur í Frakk- landi og Evrópu," ságði Alain Juppe, framkvæmdastjóri RPR, en leiðtogi flokksins er Jacques Chirac, fyrrum forsætisráðherra. Juppe sagði að hér væri ekki um málamyndasamþykkt að ræða, heldur stefnumótun, sem fylgt yrði fast eftir. Flokkurinn hefði orðið að þola ásakanir um kynþáttafor- dóma í kjölfar þegjandi samkomu- lags um samstarf við Le Pen og nokkra aðra öfgasinnaða hægri- menn í kjördæmum í og við Mar- seille fyrir þingkosningamar í júní sl. Leiðtogar flokksins reiddust samkomulaginu við Le Pen, en það varð til þess að flokkurinn hélt einu þingsæti. Juppe sagði að samstarf við Le Pen og flokk hans væri héð- an í frá harðbannað og þeim sem reyndu að bijóta gegn því yrði und- antekningarlaust vísað úr flokkn- um. Leiðtogar Lýðræðisfylkingarinn- ar eru að sögn Juppe þeirrar skoð- unar að samstarf við Þjóðarfylkingu Le Pens skaði flokkinn þegar til lengri tíma sé litið. Ákvörðunin um bann við samstarfi við flokkinn er tekin í kjölfar yfirlýsinga Le Pens er vísuðu til útrýmingar nasista á gyðingum í seinni heimsstyijöld- inni. Tengdi Le Pen nafn Michels Durafours, félagsmálaráðherra, við líkbrennsluofn með orðaleik. Féllu ummæli hans í slæman jarðveg. í fyrra sagði Le Pen að gyðingaof- sóknir nasista væru „smámál". Hlaut hann harða gagnrýni fyrir þau ummælí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.