Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 55 Aðall og borgarastétt Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Arno J. Mayer: Adelsmacht und BUrgertum. Die Krise der europkischen Gesellschaft 1848—1941. Ubersetzt von Karl Heinz Siber. Deutscher Taschen- buch Verlag 1988. Höfundurinn er prófessor í sögu við Princeton-háskólann. Hann til- einkar rit sitt Herbert Marcuse og ritið er skrifað sem ádeila á borg- arastéttina í helstu ríkjum Evrópu á tímabilinu 1848—1914, fyrir að hafa ekki réttlætt kenningar Karls Marxs um stéttabaráttuna, þ.e. tek- ið algjörlega og afdráttarlaust völd- in af aðlinum í umfjölluðum rílq'um. Þótt bókin sé skrifuð undir áhrifum marxískrar söguskoðunar er hún engu að síður fróðleg og skemmti- leg aflestrar. Söguskoðun höfundar bindur hann við ákveðnar samfé- lagsskoðanir, sem hefta allan skiln- ing utan þess þrönga stakks. Samkvæmt kenningum höfundar mótaði aðallinn menningu og lífsmáta og smekk öflugrar borg- arastéttar allan síðari hluta 19. ald- ar og kom þannig í veg fyrir að borgarastéttin tæki frumkvæðið í menningarlegum og pólitískum efn- um á umræddu tímabili. Stéttabar- áttan hafði ekki sinn gang sam- kvæmt útlistunum marxískra sagn- fræðinga. í rauninni verður bókin yfírlýsing um haldleysi kenning- anna um sögulega efnishyggju, þótt svo sé alls ekki ætlunin frá höfundarins hendi. Höfundurinn skiptir ritinu í fimm kafla. í fyrsta kaflanum er fjallað um höfuðatvinnuvegina, landbúnað og iðnaðarframleiðslu, og þróun þeirra í helstu ríkjum Evrópu, eink- um á Englandi, Frakklandi og í Habsborgararíkinu, Þýskalandi og Rússlandi. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að aðallinn, sem átti landið eða jarðeignima í þess- umr löndum og bænduma með, nema á Frakklandi, þar sem smá- bændastétt hafði mótast eftir frönsku byltinguna, og að aðallinn hafi í rauninni ráðið öllu og mótað menningu og samfélag og að borg- arastéttin hafl verið mótuð af þeirra smekk og lífsmáta og hafí ekki átt frumkvæði að marktækum nýjung- um, nema í iðnaði og bankastarf- semi. Þrátt fyrir aukinn auð borg- arastéttarinnar réð gamla herrarík- ið, konungur, kirkja og aðall. Frakkland hafði nokkra sérstöðu og þar réð íhaldssöm stórborgara- stétt. í öðmm kaflanum lýsir höfundur- inn aðlögun borgarastéttarinnar að lífsformum og hegðunarmáta og smekk aðalsins og í þriðja kaflanum er frekari umijöllun um pólitík, stjómun og höfuðvígi aðalsins, kon- ung og keisaraveldi. Fjórði kaflinn er menningarsaga tímabilsins, hefð- bundin menning og framúrstefnur og í lokakafla er heimsskoðun yfír- stéttanna, þ.e. aðalsins og borgara- legra hermi-stétta útlistuð, og sam- an við það fléttar höfundur kenn- ingum Nietzsches og social-darvin- ismanum, sem hann telur að hafí flýtt fýrir fyrri styrjöldinni og verið ríkjandi meðal aðalsins og borgara- stéttarinnar. Höfundurinn fjallar lítið um kirkju og trúarbrögð nema sem þjónustustofnanir ríkjandi valds í hveiju landi og þar með þann þátt vestrænnar menningar, sem var í rauninni grunnur sömu menningar. Skólakerfín telur höfundurinn hafa þjónað hagsmunum yfírstétt- anna og að bókmenntir og listir hafi verið stéttmótaðar. Inntak kenninga höfundar er að „ancien regime" hafí ekki hrunið í og eftir frönsku stjómarbyltinguna heldur hafí mótað Evrópu og hafi um og eftir aldamótin reynt að auka áhrif sín m.a. með kenningum social- darvinismans og kenningum Nietzsches og valdið fyrri heims- styrjöldinni. Þessar söguskýringar em mjög þröngar og bundnar marxísku kenningakerfi um baráttu stétt- anna, sem engin varð milli aðals og borgara að skoðun höfundar, svo að kveikja sögulegrar þróunar dett- ur út á þessu tímabili. Byltingamar 1848 og Parísarkommúnan vom tímabundnir vanburða óskapnaðir, sem vom án mótunarafls á þessu tímabili. Það er rétt álytkun höfund- ar að með fyrri heimsstyijöldinni hafí hið foma híerarkí hmnið, en það orkar aftur á móti meira en tvímælis hvort þau öfl, sem náðu völdum vítt um heim og töldust vera vaxtarbroddur sögulegrar þró- unar hafí orðið mannheimi til bless- unar. Þau heimssvæði sem em blessunarlega laus við þá sögulegu þróun, sem fer fram og hefur farið fram í ríkjum alþýðunnar, em arf- takar hins foma híerarkís og vest- rænnar menningar. Smekkur, lífsmáti og form þeirra, sem höfundur nefnir aðal, átti rætur sínar að rekja allt aftur til Grikkja og Rómveija. Hinn kristni siðferðisgmnnur kemur fram í heiðnum sið meðal fomþjóð- anna og með feudalismanum mót- ast þau órofa tengsl milli manns og manns og erfðastéttanna sem einkenndi samfélög miðalda. Fram- leiðslan og atvinnurekstur var mið- aður við þarfir hvers byggðarlags, sjálfsþurftarbúskapur. Réttarstaða manna fór eftir stéttum, skyldur og réttindi vora stéttbundin. Heim- urinn skipaður af Guði almáttugum og því vom kerfisbreytingar á sam- félaginu afneitun á guðlegri skikk- an. Hvað geta margir lifað af lands- ins gæðum í byggðarlaginu? Það var ekki spurt, hvemig er hægt að framleiða sem mest með sem minnstum mannafla fyrir markað- inn? Oflæti og græðgi vom dauða- syndir. Híerarkíið eða stigveldið hélst eftir að markaðsbúskapur tók við af sjálfsþurftarbúskap og það var samofíð kristni og kristnum móral, ófrávíkjanlegar hegðunar- reglur mótuðu lífsmáta og smekk. Borgarastéttin var mótuð af þess- ari heimsmynd og þaðan er hugtak- ið siðuð borgarastétt, borgarastétt mótuð jafnframt af húmanismanum og allri arfleið vestrænnar menn- ingar. Enginn getur sagt fyrir um fram- haldið, hvort borgaraleg siðmenn- ing byggð á híerarkískri arfleifð aldanna móti mannheima eða öfl undirdjúpanna, siðleysi, óheft græðgi og hatur, stöðlun að ídjótískri hugmyndafræði og af- menning verði hlutskipti mannanna og mennsk afskræmi taki völdin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.