Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 25

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 25
HANDKNATTLEIKUR: I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 25 Morgunblaðið/Sverrir Páll Ólafsson ásamt fjögurra ára syni sinum, Páli Inga, glaðbeittum með sólgleraugu föður sins. Páll Ólafsson Reyni að vekja áhuga konunnar á golfi Páll Óiafsson handknattleiks- kappi hefur leikið i Þýskalandi undanfarin þijú ár. Síðastliðið vor sagði hann skilið við Þjóð- veija og kom hingað heim til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleik- ana. Hann lætur vel af Þjóðveij- unum og segir jafnvel koma til greina að hann flytji aftur með fjölskyldu sinni til DUsseldorf að ári. Páll lék eitt ár með liðinu Dank- ersen í bænum Minden og tvö ár með liðinu Turu-Diisseldorf í sam- nefndri borg. „Ég hefði alveg verið til í að vera lengur í Þýskalandi," segir hann. „Aðalástæða þess að ég kom heim var þó_ sú að ég vildi endilega taka þátt í Ólympíuleikun- um og hefði átt bágt með að kom- ast þangað frá Þýskalandi því keppnistímabilið þar er nú hafíð. Yfirmenn Turu-Diisseldorf sýndu reyndar áhuga á að fá mig aftur til liðs við sig og kvaðst ég verða til viðræðu um nýjan samning eftir ár. Mér líkaði vel í Þýskalandi, allur aðbúnaður mjög góður og gott að búa þar. Sama er að segja um kon- una mína, Ingibjörgu Halldóru Snorradóttur. Því getur vel farið svo að við flytjum aftur til Þýska- lands að ári. Annars ætla ég að bíða og sjá hvemig verður hjá KR í vetur, ef allt gengur vel þar þá sé ég enga ástæðu til að fara aftur út.“ — Þú ert ekki að hugsa um að aka „coke-bíl“ í vetur? „Nei, ætli það. Ég vann hjá Vífíl- felli um langt skeið og held að ég hafi fengið nóg af því að keyra gosflöskur út um allan bæ. Það er enn óljóst hvað ég tek mér fyrir hendur þegar ég kem heim frá Seo- ul. Líkast til reyni ég að verða mér úti um einhverskonar sölustarf. Annars er ég ekkert að hafa af þessu of miklar áhyggjur, ég hlýt að fínna mér eitthvað að gera." Páll segist njóta þess að vera heima með fjölskyldu sinni og taka því rólega á milli æfínga og keppni. „Ég hef ákaflega gaman af að hlusta á góða tónlist. Er búinn að fá mér geislaspilara og er sífellt að bæta nýjum geisladiskum í safnið. Síðastliðin fjögur ár hef ég svo ver- ið nokkuð iðinn við að leika golf og í sumar hef ég spilað mikið með félögum mínum Kristjáni Arasyni og Sigurði Sveinssyni. Ég ætla að reyna að vekja áhuga konunnar minnar á golfíþróttinni svo að hún geti spilað með mér næsta sumar. Golfið er skemmtileg íþrótt, að vísu fínnst mér hálfleiðinlegt að elta kúlumar uppi en um það þýðir vist ekki að fást. Það er hluti af sport- inu.“ Páll kveðst ekki vera á þeim buxunum leggja handboltann á hill- una á næstunni. „Ég ætla að keppa áfram á með- an að ég held heilsu og hef gaman af þessu. Síðar meir get ég vel hugsað mér að þjálfa. Annars segi ég auðvitað ekki algjörlega skilið við íþróttir þó að ég hætti keppni. Ég get ekki hugsað mér að hætta alveg að hreyfa mig. Kannski spila ég með „old boys“ í fótbolta þegar ég eldist, hver veit.“ Syninum Páli Inga, fjögurra ára, bregður fyrir vígalegum á reiðhjóli fyrir utan stofugluggann. „Þessi er mikill áhugamaður um handbolta," segir Páll brosleitur. „Hann kemur oft með mér á æfíng- ar og fylgist þá spenntur með. Eg er samt ákveðinn í að vera ekki að draga hann út í þetta. Hann verður að fá að ráða því alveg sjálfur. Að sjálfsögðu myndi ég samt ekkert hafa á móti því að hann fetaði í fótspor föður síns." — Er taugaspenna í þér fyrir Ólympíuleikana? „Nei, veistu það að ég er bókstaf- lega ekkert stressaður og á ekki von á að ég verði það. Ég er yfír- leitt óþarflega lítið taugaspenntur fyrir handboltaleiki og hef reyndar oft haft af því áhyggjur." Hann segir það vafalaust eiga eftir að verða mikla upplifun að fara á Ólympíuleikana. „Ég missti af leik- unum í Los Angeles 1984 vegna meiðsla og hét því þá að ég ætlaði að komast á þá næstu. Og stóð við það. Ég get ekki annað sagt en að ég sé bjartsýnn og ég reyni að hugsa um ólympíuleikana eins og hvert annað handboltamót. Maður gerir sitt besta í hverjum leik og það þýðir ekki heimsendi þó að illa gangi. Maður verður bara að kyngja því.“ Morgunblaðið/Ragnar Axelason Jakob: „Ef þú ferð vel lesinn í próf, þá hefurðu engar áhyggj- ur.“ að upplifa þennan æðsta draum, þótt hann hafí nú verið afskaplega fjarlægur þegar ég var yngri. Ann- ars fínnst mér mest spennandi að sjá hver úrslitin verða þegar upp er staðið." Nú eru menn misjafnlega upp- lagðir fyrir leik og ég snyr Jakob hvemig hann undirbúi sig. Hann segir að það fari nú eftir ýmsu hvemig honum takist að einbeita sér fyrir leikina. „Ef ég hef góðan tíma þá hlusta ég á ákveðna tegund tónlistar eða fæ mér kríu. En með tímanum verð- ur þetta „rútína", eftir því sem menn leika fleiri leiki verður allur undirbúningur í fastari skorðum. Það byggir líka upp ákveðið sjálfs- traust." — Og hvers konar tónlist kemur þér í rétt skap Jakob? „Ég hlusta til dæmis á Jean Michael Jarre, Ennio Morricone, A-ha, nú og svo hlusta ég mikið á klassíska músik. Það er ekki laust við að maður þroskist!" segir hann og hlær þegar hann sér undrunar- svipinn á mér. „Já. ég hef verið að fíkra mig yfír í klassisku tónlistina, hlusta gjaman á Madame Butterfly, sin- fóníur Beethovens og nú síðast keypti ég mér hundrað meistara- verk, sem eru á fímm geisladiskum, og það er hreint stórkostlegt að hlusta á það.“ Jakob býr með sambýliskonu sinni, Fjólu Sigurðardóttur tölvu- fræðingi. Þau em enn bamlaus, og Jakob segir stríðnislega: „Þú veist, þessar athafnakonur hafa svo voða- lega lítinn tíma!“ En tónlistin og útilífíð er yndi þeirra beggja. „Handboltinn er mikill tímaþjóf- ur,“ segir Jakob. „Því er það mjög mikilvægt að eiga áhugamál sam- an, annað gengur bara ekki.“ Bæt- ir svo við: „Nú er ég að reyna að smita hana af ljósmyndadellunni, fá hana til að kíkja svona aðeins í linsuna." KM Morgunblaðið/Þór Ægisson Erna Guðmundsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar i Norræna húsinu á fimmtudagskvöld. Tónleikar í Norræna húsinu á fimmtudaginn ERNA Guðmundsdóttir sópran- Claude Debussy, Gaetano Doniz- söngkona og Jónas Ingimund- etti og fímm íslensk tónskáld. arson píanóleikari halda tón- Ema Guðmundsdóttir lauk leika í Norræna húsinu fimmtu- mastersprófi frá hinum þekkta daginn 15. september kl. 20.30. ' tónlistarháskóla í Bloomington í Indianafylki í Bandaríkjunum í Á efnisskránni eru sönglög og vor. Þetta em hennar fyrstu sjálf- ariur eftir George Friedrich Hánd- stæðu tónleikar. el, Richard Strauss, Edvard Grieg, (FréttatUkynning) HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Næsta hraðlestrarnámskeið hefst 14. september nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns lesefni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn með betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20:00-22:00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN SANKUDOKAIKARATE Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna hefjast í Arseli við Árbæ laugar- daginn 17. sept. ) Æft verður á þriðjudög- um og fimmtudögum frá kl. 20.30-22.00 og laugar- daga frá kl. 14.30-16.00. Þjálfarar eru V. Carzasco 1. Dan og L.H. Arzola 3. Dan. Innritun á staðnum. Upplýsingar í síma 77593 eftir kl. 19. Karatedeild Fylkis. HELGARPÓSTURINN ENDURVAKINN Helgarpósturinn hefur um árabil verið samviska samfélagsins. Blaðið er að flestra dómi nauðsynlegt, óháð mál- gagn. Endurreisn blaðsins er í augsýn. Þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem hug hafa á að taka þátt í stofnun hlutafélags um rekstur blaðsins, láti skrá sig í síma 688401 á virkum dögum eigi síðar en 17. sept. nk. Áætlað hlutafé kr. 10.000.000 -15.000.000. BF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.