Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 27 Reuter Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins. Tillögur framkvæmdastjórnarinnar um samræmingu félagsiegra réttinda innan bandalagsins hafa mælst vel fyrir. undir þetta hefur fyrst og fremst snúist frekar um frelsi og réttindi fyrirtækja en fólks. Staða verkalýðsfélaga innan EB hefur veikst undanfama áratugi og um þessar mundir er reiknað með því að minna en þriðjungur vinnu- aflsins sé innan þeirra og enn fækk- ar félögum í launþegahreyfíngum alls staðar í Evrópunema á Norður- löndunum. Afstaða evrópskra laun- þegasamtaka hefur frekar ein- kennst af ótta og andstöðu við breytingar en áhuga eða samkennd með sameiginlegum hagsmunum Evrópubúa allra. í Suður-Evrópu óttast launþegar tæknilega og fjár- hagslega yfirburði norðursins en í norðri óttast menn undirboð ódýrs vinnuafls í suðri og sókn í velferð- ina fyrir norðan. Vafalítið hefur þessi staða töluverð áhrif á afstöðu forystu þessara samtaka og hvetur til virkari og ábyrgari þátttöku í evrópsku samstarfi og undirbúningi EB-markaðarins. Tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar Tillögur framkvæmdastjómar- innar, sem eru f u.þ.b. 80 atriðum, gera m.a. ráð fyrir því að ferða- og atvinnufrelsi nái einnig til fjöl- skyldu launþegans og þeirra sem hann hefur á framfæri sínu. Gert er ráð fyrir því að endurskoða hug- myndir um aðgang að störfum hjá opinberum stofnunum í því skyni að lýmka kjör aðkomufólks. Fram- kvæmdastjómin telur nauðsynlegt að samræma reglur um atvinnu- leysisbætur, fjölskyldubætur og eft- irlaunarétt til þess að auðvelda fólki að sækja þangað sem atvinnutæki- færi eru betri. Tryggja verði gagn- kvæma viðurkenningu á starfsrétt- indum og vemdun þeirra. Þá gera hugmyndir framkvæmdastjómar- innar ráð fyrir sameiginlegum evr- ópskum upplýsingamarkaði um at- vinnutækifæri en þar yrði safnað saman upplýsingum um laus störf innan EB og sömuleiðis yrði þar að finna lýsingu á aðstæðum á hveijum stað og innan mismunandi samfélaga. Tillögumar gera einnig ráð fyrir aukinni áherslu á þær áætlanir sem í gangi em og miða að samvinnu á sviði mennta, starfs- þjálfunar og búsetufrelsis. Lögð er áhersla á mikilvægi starfsþjálfunar og símenntunar í starfí. Lagt er til að sérstakar ráðstafanir verði gerð- ar til að tryggja heilbrigði og ör- yggi á vinnustöðum með sérstakri áherslu á áhættustörf eins og sjó- mennsku, landbúnað og bygginga- vinnu. Framkvæmdastjómin leggur til að launþegar eigi rétt á skriflegum starfssamningum sem verði sem næst staðlaðir fyrir bandalagið allt °g tryggi tiltekin lágmarksréttindi. Þá gera tillögumar ráð fyrir upplýs- ingaskyldu fyrirtækja gagnvart starfsmönnum um efni sem varðar stefnu eða framtíð fyrirtækisins og launþegans. Mælt er með sam- ræmdum reglum um þátttöku starfsmanna í stjóm fyrirtækja. í tillögunum eru settar fram hug- myndir um alls konar kannanir og úttektir sem taldar em nauðsynleg forsenda sameiginlegra aðgerða. I því sambandi er minnst á jafnrétti kynjanna, sömu laun fyrir sömu vinnu, áhrif „svartrar“ atvinnu- starfsemi, fæðingarorlof og félags- legar afleiðingar hækkandi meðal- aldurs íbúa Evrópu. Tillögumar hafa þegar verið sendar Evrópuþinginu í Strassborg og eins til Efiiahags- og félagsmála- nefndar EB en í henni eiga sæti fulltrúar vinnumarkaðarins. Búist er við því að Manuel Marin, fram- kvæmdastjóri, kjmni hugmyndir framkvæmdastjómarinnar fyrir ráðherrafundi innan skamms. Ljóst er að þessar tillögur eru sérstakt áhugaefni sósíalistá innan Evrópu- bandalagsins en þeir munu að öllum líkindum fara með formennsku í ráðherranefndunum næstu þrjú misseri. Spánveijar taka við forsæt- inu af Grikkjum um áramótin og Frakkar gegna síðan formennsk- unni síðari hluta næsta árs sem ætti að auka líkumar á því að málið komist á góðan rekspöl. Full- yrða má að Francois Mitterrand, forseta Frakklands, yrði það ánægjuefni að ganga frá þessum tillögum á leiðtogafundinum sem hann boðar til í lok næsta árs. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins ÍBrussei. SPECIAL" Ódýrt en best Frönsk lauksúpa kr. 250.- Rjóma-humarsúpa kr. 395.- Grafið grísafillet með sætri rabbarbarasósu kr. 395,- Pasta með rækjum og reyktum lax í jógúrtsósu kr. 325.- Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs- ávöxtun er nú 9,25% umfram verðtryggingu. Endursöiutrygging bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Endursöluþóknun er aðeins 0,4%. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslu- bréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt- um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Hámerissnitsel með sítrónusmjöri kr. 695,- Pasta og léttsteikur silungur í spínatsósu kr. 795,- Gufusoðinn skötuselur með humarsósu kr. 810,- Grísarifjar barbeque með kryddgrjónum kr. 810,- Léttsteiktur lundi í karrýsósu kr. 695.- Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá okkar rómaða „a la carte“. ARNARBÚLL MSTAUKANT opinn á kvöldin frá kl. 18:00, þriðjud. til laugard. pantanasími 18833 Hverfisgötu 8—10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.