Morgunblaðið - 13.09.1988, Page 46

Morgunblaðið - 13.09.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 >■ Hanna Maronsdóttir í garðinum en skriðan hreif með sér yfir 300 plöntur og runna. Á myndinni sést hvemig húsið hlífði hluta garðsins. Myndin til hliðar er tekin fyrir réttu ári. Morgunbiaðið/KGA Ólafsfjörður: Ósköpin yfirstaðin en mikið starf bíður Starfsemi Óslax er nær komin í eðlilegt horf. Gísli Gíslason og Sigurður Skarphéðinsson stöðv- arstjóri flokka seiðin sem lifa góðu lífi þrátt fyrir að ekki hafi sést til botns í keijunum vegna aurs. A þessari mynd má glöggt sjá hvernig skriðan féll á efstu húsin. „Brúnin léttist á okkur um leið og fer að sjást í græna bletti,“ varð Ólafsfirðingi að orði er hreinsun bæjarins stóð sem hæst. Og vissulega hefur mikið starf verið unnið. Blaðamaður Morg- unblaðs, sá hinn sami og dvaldi í bænum fyrstu dagana eftir að aurskriður og flóð færðu allt í kaf, brá sér þangað í vikulok til að líta þær breytingar sem orðn- ar eru. Brekkur sem voru huldar aur eru komnar í sitt fyrra horf, vegfarendur þurfa ekki lengur að klæðast gúmmístígvélum er þeir eiga leið um götur bæjarins og tjarair sem huldu tún og garða eru horfnar. En öll fínhreinsun er eftir; garðeigend- ur eiga margra ára starf fyrir höndum. Vegagerðarmenn vinna hörðum höndum við að snurfusa vegi sem grófust í sundur og eig- endur kjallara sem fóru á kaf i vatn gera nú við skemmdimar. Hvarvetna getur að líta menjar skriðanna þó þær séu mönnum ekki lengur farartálmi. „Það kom á mig að hefja starfs- ferilinn á skriðufollum," segir Bjami Grímsson, sem hafí setið um mánuð í bæjarstjórastólnum á Ól- afsfírði er ósköpin dundu yfír. En það er engan bilbug á honum að fínna. „Fólk sefur nú rótt í húsum sínum. Það hefur tekið þessu eins og hveijum öðrum atburði og hann hefur þjappað fólki enn betur sam- an. íbúar bæjarins eru famir að sinna störfum sínum, rétt eins og áður, en vissulega er meira en nóg að gera hjá iðnaðarmönnunum. Hér á bæjarskrifstofunni fer nærri allur okkar tími í ráðstafanir, skýrslu- gerð og fleira, sem skapaðist af þessum náttúruhamförum. Við fáum nægan nætursvefn núorðið en mikið mæddi á nokkrum mönn- um um tíma, t.d. stjóm Almanna- vama. Um 2 km., af skurðum hafa ver- ið grafnir yfír þvera Tindaöxl, til að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í hlíðinni. Þá verður sáð gras- fræjum og tré gróðursett til að binda jarðveginn þar sem skriðum- ar féllu. Hitaveitan er enn sundur í Garðsdal og verður að leggja yfír 300 metra af nýrri lögn. Matsmenn Viðlagatryggingar hafa komið til Olafsfjarðar og met- ið það tjón sem orðið er. Ekki liggja fyrir neinar tölur um tjón en bráða- birgðamat mun liggja fyrir fljót- iega. Bjami segir ljóst að Viðlaga- trygging muni ekki bæta þær skemmdir sem orðið hafa en í byrj- un vikunnar fékk bærinn 5 milljón króna lán til eins árs. Því er ætlað að létta greiðslubyrði bæjarfélags- ins og bæta það tjón sem trygging bætir ekki. „Það hefur bæst við nýr liður á fjárhagsáætlun bæjarins, kostnaður af völdum flóða og skriðufaila. Við vinnum nú að skýrslu fyrir forsætisráðherra um hvemig hægt sé að koma okkur til hjálpar. Ég þori engu að spá um árangurinn." Bjami kvaðst sáttur við umfjöll- un fjölmiðla. „Auðvitað eru aur- skriður og flóð neikvæð kynning á bænum. Við viljum miklu heldur að fólki detti í hug skíðastökk en skriðuföll þegar það heyrir minnst á Ólafsfjörð. En það er ef til vill betra að veifa röngu tré en öngu.“ 16 ára vinna á kaf í aur Hanna Maronsdóttir og Ámi Sæmundsson, sem búa við Hlíðar- veg, horfðu á stóran hluta garðs síns skolast burt með skriðunni. Tjónið er tilfínnanlegt, því Hanna og Ámi hafa lagt 16 ára vinnu í garðinn, sem nú er að engu orðið. Þá segir Ámi að mat á lóðinni muni aldrei bæta þá fjármuni sem þau hafí lagt í garðinn. „Ég var búin að vinna í honum í 16 ár og hélt loksins að nú þyrfti einungis að halda honum við. Það er erfítt að horfa á eftir öllu þessu á kaf í skít, én það þýðir ekkert annað en að byija upp á nýtt“ sagði Hanna. Daginn eftir að skriðan féll á Ólafsfjörð, sagði Hanna blaðamanni að hún óttaðist frekari rigningar og jafnvel snóflóð. „Fyrstu dagana náði sú hugsun tökum á mér að ég Myndir teknar með rúmlega viku millibili lyá knattspyrnuvelli Leiftursmanna. Morgunblaðið/Þorkell&KGA 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.