Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Sjö þúsund Reykvíkingar tóku þátt í Heimshlaupinu Erum mjög ánægðir með þátttökuna segir Ólafur Oddsson, framkvæmdastj óri ÞÁTTTAKA i Heimshlaupinu á sunnudaginn var mjög góð i Reykjavík. Mikill fjöldi fólks fylgdist með skemmtidagskrá sem hófst á Lækjartorgi kl 13.30, en um sjö þúsund tóku þátt í sjálfu hlaupinu. Á öllu landinu hlupu milli 13 og 14 þúsund. Ólaf- ur Oddsson, framkvæmdastjóri hlaupsins, segist rojög ánægður með þátttökuna, enda hafi hún verið meiri en gert var ráð fyrir. Vel viðraði til útiveru og var mikill mannfjöldi saman kominn á Lækjartorgi þegar skemmtidag- skráin hófst um 13,30. Hluti íslensku ólympíufaranna kom fram og kvaddi landsmenn. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði mannfjöldann, en borgar- stjórinn Reykjavík, Davíð Oddsson ræsti hlauparana. Hringurinn, sem farinn var í Reykjavík, er um það bil 3,2 km að lengd. Mönnum var í sjálfsvaid sett, hvort þeir gengju, skokkuðu eða hlypu. Alls munu um 7000 hafa tekið þátt, og var þar um að ræða fólk á öllum aldri. Mjólkur- dagsnefnd bauð þátttakendum upp á mysublöndu og nýttu þeir sér það óspart. Heimshlaupið er liður í verkefn- inu „Child Alive", sem Alþjóða Rauði krossinn stendur fyrir. Það fé, sem safnast í hlaupinu, verður notað til að aðstoða böm, sem eiga um sárt að binda. Hér á landi söfn- uðust 3,5 til 4 milljónir króna. Að sögn Ólafs Oddssonar, fram- kvæmdasljóra hlaupsins, verða 20% ijárins nýtt hér innanlands en átt- atíu prósentum verður varið til bama f þriðja heiminum. Ólafur var ánægður með þátttök- una í hlaupinu. „Við miðuðum við að um 12 þúsund manns hlypu," sagði hann, „en raunin varð sú, að þátttakendumir voru á milli 13 og 14 þúsund. Sennilega höfum við náð mestri þátttöku í heiminum, miðað við fólksfjölda. Það var á fólki að heyra, að því þætti ánægju- legt að geta tekið þátt í hlaupi af þessu tagi, án þess að um keppni væri að ræða eða tíminn mældur. Mér þótti líka ánægjulegt að sjá, hve margir eldri borgarar vom með, en hefði þó viljað sjá fleiri úr þeirra hópi." Ólafur sagði, að svona góð þátt- taka stappaði auðvitað stálinu í þá, sem að þessu stæðu, en fyrirhugað er að efna til sams konar hlaups að tveimur árum liðnum. „Við sjáum að þetta er hægt, en það er líka hægt að gera betur, með lengri undirbúningi," sagði hann að lok- um. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður, súld og rigningu, hlupu rúmlega 200 Húsvikingar með. Meira en 10% Vestmannaeyinga, 500 manns, tóku þátt í hlaupinu. Hlaupið var í 128 löndum HEIMSHLAUPIÐ ’88 fór fram i 128 löndum og voru skráðir þátttakendur um 32,8 miHjónir. Hlaupið var til styrktar bágstöddum börn- um og voru þátttökunúmerin seid, auk þess sem tekið var við öðrum fjárframlögum. Sjónvarpað var um allan heim frá 20 borgum, þar á meðal Reykjavík. Mun þetta vera umfangsmesta sjón- varpsútsending, sem átt hef- ur sér stað í heiminum. Hlaupið var ræst við bygg- ingu Sameinuðu þjóðanna f New York að viðstöddum tveimur bömum frá hverju þátttökulandanna. Skráðir þátttakendur voru alls um 32,8 milljónir frá 128 löndum. Tilgangur fjársöfnunarinnar er að aðstoða bágstödd böm. Gert er ráð fyrir að 20% þess sem safnast í hveiju landi sé notað til hjálparstarfs innan- lands, en 80% fari til annarra landa. Fyrir tveimur ámm var efnt til hlaups af þessu tagi í fyrsta sinn og safnaðist þá 41 milljón bandarfkjadala. Bein útsending var frá hlaupinu í 20 borgum. Var Reykjavík á meðal þeirra og oft á skjám sjónvarpsáhorfenda úti um allan heim. Hér var um að ræða umfangsmestu sam- tengdu sjónvarpsútsendingu, sem átt hefiir sér stað í heimin- um. Meira en einn milljarður manna átti þess kost að fylgj- ast með útsendingunni. Ungir hlauparar taka sprettinn í Grindavík í hinu besta veðri. Veðrið lék við þá Keflvíkinga, sem tóku þátt i hlaupinu. Kalt var í veðri og hvasst norðan lands og austan, en Akureyringar létu það ekki á sig fá og fjölmenntu í hlaupið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.