Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 33

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 33 Míkil þátttaka víða um land Góð þátttaka var á Fáskrúðsfirði. Nýlega kom þangað nýr sjú- krabfll og var athygli fólks á hlaupinu vakin með þvi að honum var ekið um og það auglýst í gjallarhorni. ALLS tóku milli 13 og 14 þúsund íslendingar þátt í Heimshlaupinu ’88 á sunnudaginn. Hlaupið var til styrktar bágstöddum börnum og munu hafa safnast tæplega 4 milljónir hér á landi. Sérstök áhersla var lögð á að þátttaka yrði mikil á landsbyggðinni, en alls var hlaupið á 36 stöðum á landinu. Borgnesingar hlupu í blíðskaparveðri Heimshlaupið tókst ágætlega í Borgamesi, að sögn Ásþórs Ragn- arssonar. Hann sagði að fremur fáir hefðu tekið þátt í því, enda hefði það lítið verið auglýst. „Það viðraði vel til hlaupsins, en þegar leið á daginn hvessti nokkuð," sagði Ásþór. „Fólk á öllum aldri hljóp með, en leiðin var Qögurra kfló- metra löng. Meðal hlauparanna var eitthvað af aðkomufólki, en mest var þó um Borgnesinga." Söfnunin gekk vel á Isafirði Á ísafírði tóku nemendur í þriðja bekk Menntaskólans framkvæmd hlaupsins að sér. í samtali við Morg- unblaðið sagði Ólafur Sigurðsson, einn úr þeirra hópi, að fjársöfnunin hefði gengið mjög vel. „Við fengum þátttökunúmerin seint, en þegar þau komu gengum við með þau í hús. Okkur var vel tekið og salan var mikil. Það var mikið um það að fólk keypti þátttökunúmer án þess að hlaupa. Veðrið var gott og allir aldurshópar tóku þátt í hlaup- inu. Sumir hlupu jafnvel með ung- böm í bamavögnum." Þátttakan á Akureyri í samræmi við vonir Að sögn Jóns Kr. Sólness gekk hlaupið vel á Akureyri. „Um það Margir hundaeigendur tóku þátt í Heimshlaupinu með þvi að viðra hunda sina i Heiðmörk. bil 350 hlupu og var það eins og við gerðum.okkur vonir um,“ sagði hann. „Veðrið var skaplegt, þurrt en kalt. Menn gátu valið milli þess að fara 3,5 eða 6 kílómetra og fólk á öllum aldri hljóp með.“ Veðríð næstum of gott í Keflavík „Hlaupið gekk mjög vel hér, en veðrið var næstum því of gott," sagði Rúnar Helgason í Keflavík. „Við áttum von á að um 150 myndu taka þátt, en raunin var sú að hlauparamir vom rúmlega 200. Fólk úr nágrannabyggðarlögunum kom hingað til að hlaupa, til dæmis úr Njarðvík, Sandgerði og Garði. Þátttendumir vom á ýmsum aldri, en þeir elstu sennilega um áttrætt." Mikil þátttaka á Fáskrúðsfirði Á Fáskrúðsfírði var hvasst og kalt þegar Heimshlaupið fór fram á sunnudaginn. „Hér var snarvit- laust veður," sagði Sigríður Jóns- dóttir í samtali við Morgunblaðið. „Þrátt fyrir það var þátttakan mjög mikil. Líklega hafa rúmlega 200 hlaupið hér. Hingað kom nýr sjú- krabfll fyrir skömmu, og honum var ekið um bæinn og fólk hvatt til að vera með. Ég tók eftir því að mjög margt fullorðið fólk tók þátt í hlaup- inu og fólkið á elliheimilinu labbaði um bæinn. Hingað kom fólk úr öðmm byggðarlögum, meðal ann- ars frá Stöðvarfírði og Bemnesi í Bemfirði. Við skoraðum líka á áhöfnina á Hoffellinu að hlaupa með um borð í skipinu og þeir tóku áskomninni," sagði Sigríður að lok- um. Sextíu hundar skokk- uðu í Heiðmörk Rauðakrossdeildin í Garðabæ og Bessastaðahreppi gaf hundaeigend- um kost á að taka þátt í hlaupinu og viðra hunda sína um leið. Því var ekki skokkbraut í Garðabæ, heldur í Heiðmörk. Að sögn Magn- úsar Ámasonar tóku ívið færri þátt í þessu en búist hafði verið við. „Um það bil 60 hundar vora með í göngunni, en sennilega hafa menn- imir verið helmingi fleiri, mest flöl- skyldufólk. Það vom hins vegar mjög margir á ferðinni í Heiðmörk á þessum tíma og fólk fylgdist með okkur og skoðaði hundana.“ Rösklega hundrað hlupu á Sigluf irði Þrátt fyrir slæmt veður hlupu rösklega eitthundrað Siglfírðingar í Heimshlaupinu og seldust þátt- tökunúmerin vel, að sögn Matthías- ar Jóhannssonar, fréttaritara Morg- unblaðsins. Hlaupin var fimm mfló- metra leið og mátti sjá fólk á öllum aldri í hópi hlauparanna- Smfóníuhljómsveitin hljóp á Eskifirði Á annað hundrað manns tóku þátt í Heimshlaupinu á Eskifirði, þrátt fyrir fremur leiðinlegt veður, að sögn Ingólfs Friðgeirssonar, fréttaritara Morgunblaðsins. „Það var hvass norðanvindur meðan á hlaupinu stóð og gekk á með skúr- um. Mesta athygli vakti þátttaka Sinfóníuhljómsveitar íslands, er stödd var á Eskifírði vegna hljóm- leikahalds. Fjölmenntu meðlimir hljómsveitarinnar til hlaupsins og hlupu sem leið lá frá kirkjunni til félagsheimilisins Valhallar, þar sem tónleikar hófust strax að loknu hlaupinu. Fjölmenni var á tónleik- unum og komu tónleikagestir ýmist akandi eða hlaupandi." AJÝt ÞANXlCÓLM Innritun frá kl. 13 til 20 kennsla hefst 19. september Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma HAFNARFJORÐUR kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 sími 52996 REYKJAVÍK Kennum í Armúla 17a sími 38830 Bamadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Kennarar í vetur: Niels Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Rúnar Hauksson Aðalsteinn Ásgrúnsson Herborg Bemtsen Gerður Harpa Kjartansdóttir Logi Vígþórsson Anna Berglind Júlídóttir NYTT /y/ íslandsmeistarar kenna Rokk/Tjútt Greiðsluskilmálar: raðgreiðslur/VISA/EURO NYTT NYTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa. 1 Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. m. BOSSA-VERKSMIÐJUSALA Á BLEIURENNINGUM OG BUXNABLEIUM AÐ RÉTTARHÁLSI 2 Ef þú kaupir 3 bala eða fleiri, bjóðum við ókeypis V{Ð heimkeyrslu fyrir þá sem búa á Stór-Reykjavíkur- ERUM svæðinu. Fyrir þá sem búa úti á landi komum við H^R vörunum á næsta flutningabíl. OPIÐ Nýogbættframleituu B0SSA bleiur nr.3,—r"TvTW stk. MANUD.-FIMMTUD. kl. 8-17 FÖSTUD. kl.8-16 OPIÐ í HÁDEGINU Ru E EUHOCARD REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi2 -110R.vik - Simar31956-685554 • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.