Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 42

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Verslun Bætt upp- stillinggetur aukið sölu - segir C. A. Monks hjá Rowntree Mack- intosh um íslenska sælgætismarkaðinn BRESKI sælgætisframleiðandinn Rowntree Mackintosh telur að með réttri uppröðun sælgætis í verslunum sé hægt að auka sölu þess um að minnsta kosti 10% verslununum að kostnaðarlitlu. Þetta segja talsmenn fyrirtækisins niðurstöður tveggja ára rannsókna sem fyrir- tækið hefur staðið fyrir i Bretlandi. Fyrr i þessum mánuði kom hing- að C.A. Monks sem hefur umsjón með islenska markaðinum fyrir Rowntree Mackintosh og kynnti íslenskum verslunareigendum niður- stöður rannsóknanna. Monks telur að margt af því sem fram kom í Bretlandi geti einnig átt við á íslandi en sælgætisneysla er mjög mikil í báðum löndunum. C. A. Monks í Bretlandi eru þrír sælgætisframleið- endur umsvifa- mestir, Rowntree Mackintosh, Mars og Cadburys og segir Monks að hingað til hafi framleiðendurnir hvatt seljendur til að hafa allar vörur frá sér á sama stað í versluninni og að sjálfsögðu reynt að fá seljendur til að hafa sinn hóp á besta stað. Moncks sagði að rannsóknir Rowntree Mackintosh hefðu hins vegar leitt í ljós að önnur uppröðun geti gefíð mun betri árangur. Hann lagði mesta áherslu á að raða vörum upp eftir því hve vel þær seljast að öllu jöftiu þannig að bestu vörumar fari á bestu staðina. Monks segir að á að giska tveir þriðju hlutar af sölu á flestum tegundum sælgæt- is fari til fólks sem kemur inn í verslanir til þess að kaupa annað en sælgæti og því skipti miklu að ná athygli þessa hóps. Monks segir að þessi sölutækni geti einnig nýst við sölu á öðrum vömm en sælgæti en sé sérstaklega mikilvæg við sölu á því vegna þess hve ákvarðanir um kaup á sælgæti em tilviljana- kenndar. Monks hefur nú séð um ísland- sviðskipti Rowntree Mackintosh í tvö ár og segir hann fyrirtækið hafa um 8% af íslenska sælgætis- markaðinum og að þessi hlutdeild hafí vaxið talsvert sfðustu fímm ár. Hann segir að á þessum tveimur ámm hafí hann orðið þess var að útstillingar í íslenskum verslunum hafi víða batnað og segir að sjá megi merki þess í sölu. Svissneski sælgætisframleiðand- inn Nestley keypti meiri hluta í Rowntree Mackintosh fyrr á þessu ári en Monks segir að eigendaskipt- in muni ekki hafa áhrif á markaðs- stefnu fyrirtækisins hér á landi. NYTT BANKAUTIBU -útvegsbanki íslands hf. opnaði sfðastliðinn mánudag útibú á nýjum stað í Hamraborg en útibúið var áður til húsa að Digranesvegi 5. Hallgrímur Snorrason, formaður bankaráðs, sagði við opnunina að með flutningi útibúsins ynnist það fyrst og fremst að bankinn færðist nær þunga- miðju viðskipta og umferðar í Kópavogi. Hann fól sfðan elsta starfsmanni útibúsins Elísabeti Gígju að klippa á borða og opna útibúið formlega á þessum nýja stað. Fyrsti viðskiptavinurinn á nýja staðnum var Guðný Ema Siguijónsdóttir og var henni færð að gjöf innistæða á Ábótarreikningi. Eftir hádegið lék Homaflokk- ur Kópavogs og boðið var upp á afmæliskaffí allan daginn að því er segir í frétt frá bankanum. Útvegs- bankinn hóf starfsemi sína fyrir 20 ámm í Kópavogi á Álfhólsvegi 7 en fyrir 6 áram síðar flutti útibúið í hús bankans á Digranesvegi 5. Á myndinni er starfsfólk útibúsins ásamt yfírstjóm bankans við opnunina. Fyrirtæki Flugleiðafarþegum fækkar en afkoman svipuð Félagið flutti um 8,5% færri farþega fyrri helming ársins en farþegar félagsins voru á hærri fargjöldum FLUGLEIÐIR fluttu alls 227.262 farþega til og frá landinu fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er um 8,5% færri farþegar heldur en flugfélagið flutti á sama tímabili á síðasta ári en þá var heildar farþegafjöldinn 248.655. Tölur sem fyrir liggja um flutninga fé- lagsins í júlí, sýna sömu tilhneigingu en þá fækkaði farþegum félagsins um 5,1% miðað við sama tíma í fyrra. Að sögn forsvars- manna Flugleiða er þessi fækkun í samræmi við þá stefnu félags- ins að hverfa frá ódýrustu fargjöldunum og laða fremur til félags- ins farþega á hærri fargjöldum. Fækkun farþega hefur heldur ekki haft áhrif á afkomu Flugleiða en hún er mjög áþekk þvi sem hún var á sfðasta ári. Samdrátturinn í farþegarflutn- ingum Flugleiða á fyrri helmingi ársins er mestur á N-Atlantshafs- leiðinni, eins og vænta mátti, en þar hefur félagið fækkað ferðum ft'á því sem var á síðasta ári. Alls flutti félagið nú 112.905 farþega á þessari flugleið fyrstu 6 mánuð- Umboð Marel hf. yfirtekur umboð fyrir Berkelvörur á Islandi MAREL hf. og Berkel Intem- ational B.V. í HoUandi hafa undirritað samning nm að Mar- el yfirtaki sölu- og þjónustuum- boð fyrir allar Berkelvörur á íslandi með söluleyfi tíl sjávar- útvegs annars staðar í Evrópu. Berkel Intemational framleiðir aðallega kjötskurðarvélar, kjöt- sagir, kjötmamingsvélar, hakka- vélar, brauðskurðarhnífa, iðnaðar- vogir, afgreiðslukassa og verð- merkingarvogir fyrir verslanir. Marel hf. framleiðir rafeinda- vogir og framleiðslustýringarkerfí fyrir fískiðnað. Að sögn Jóns Geirssonar sölustjóra flytja þeir út 70-80% af framleiðslunni og eru þar með stærstu útflyljendur há- tæknivöru frá íslandi. Ennfremur sagði Jón að með samningi þessum væri Marel hf. að auka flölbreytni þeirrar vöru sem fyrirtætkið hefði á söluskrá og að framleiðslu- og þjónustudeildir fyrirtækisins nýtt- ust mun betur en ella. SAMNINGUR — Eftir undirritun samningsins, talið frá vinstri, Þórólfur Ámason, markaðsstjóri Marel, Jupp Kleijwegt, aðstoð- arframkvæmdastjóri Berkel, Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel, W.F.Bloemendaal, forstjóri Berkel og Jón Geirsson, sölustjóri Marel. ina en 128.584 á sama tímabili í fyrra, svo að fækkunin er um 12,2%. í Evrópufluginu fækkaði farþegum einnig á fyrri hluta árs- ins eða úr 120.071 fyrstu sex mánuðina í fyrra í 114.357 eða 4,8% færri nú heldur en í fyrra. Taka verður þó tillit til þess að hluta af samdrættinum í Evrópu- fluginu má rekja til þess að flug- leiðin milli Luxemborgar og Reykjavíkur, sem strangt tii tekið er hluti af N-Atlantshafsfluginu, er í þessum tölum talin til Evrópu- flugsins. Tölur um farþegaflutningana í júlí sýna eins og áður segir sömu tilhneigingu. í þeim mánuði fluttu Flugleiðir alls 81.991 farþega en 86.365 í júlí í fyrra eða 5,1% færri farþega. í Evrópufluginu varð þó um 1,8% aukning á farþegafjölda en á þeirri flugleið flutti félagið nú í júlí alls 50.300 farþega á móti 49.396 í fyrra. Á N-Átlants- hafsleiðinni fækkaði farþegum Flugleiða um 14,3% í júlí eða úr 31.691 í 36.969. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir rekstur félagsins í júlí hafa verið í samræmi við áætlanir félagsins og afkoma fé- lagsins fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt endurskoðuðum reikn- ingum er áþekk því og var á sama tíma í fyrra. Tap á rekstri félags- ins nú er um 350 milljónir fyrri helming ársins en var 330 milljón- ir í fyrra. Rekstrartekjur nú fyrri helming ársins era um 3,8 millj- arðar en þær vora um 3,3 í fyrra en rekstrargjöldin fyrstu sex mán- uðina nú eru um 4,1 milljarður á móti 3,6 á sama tíma í fyrra. Eig- ið fé Flugleiða samkvæmt þessum endurskoðuðu reikningum fyrir fyrri helming ársins er nú um 916 milljónir eri var nærri 1,2 milljarð- ur króna um áramót samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins. Flugleiðamenn benda hins vegar á að í þessu uppgjöri gæti aðeins eins af þremur helstu tekjumánuð- um félagsins og í ljós þeirra talna sem liggja fyrir um júlímánuð seg- ist Sigurður enn bjartsýnn á að rekstur félagsins verði réttu megin við strikið í ár. Fræðsla Norræn skýrslu- tækni ráðstefna NORRÆN ráðstefna, sem ber yfirskriftina „Norden og Europa", verður haldin í Noregi dagana 26.-28. október nk. Er þetta í ellefta sinn, sem Nordisk Dataunion, sem er samband skýrslutæknifélaga á Norður- löndum, efnir til ráðstefnu með þessu sniði. Núverandi formaður er Lilja Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá SKÝRR. í frétt frá Skýrslutæknifélagi íslands kemur fram, að vegna fyrir- ætlunar Evrópubandalagins að gera EB að einum sameiginlegum mark- aði fyrir vörar, þjónustu og fjár- magn árið 1992 munu breytingar óhjákvæmilega hafaáhrif á starf- semi fyrirtækja á sviði upplýsinga- tækni á Norðurlöndum. Því vilji þeir vekja athygli á þessari ráð- stefnu þar sem tekin verði fyrir þau málefni, sem þessar breytingar varða. Ráðstefnugjaldið kostar Nkr. 3.500.- og skráning fer fram hjá Nordisk Dataunion, c/o „DATA“, Kronprinsgade 14, DK-1114 Ke- benhvan K. og skal þátttökutikynn- ing send af stað í síðasta lagi 15. september. Upplýsingar era veittar á skrifstofu Skýrslutæknifélags ís- lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.