Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 65
MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 65 Sigríður Benedikts son — Minning Fædd 18. september 1907 Dáin 29. ágúst 1988 Við hittum hana fyrst fyrir 35 árum, í ágúst 1953. Ég hafði þá fengið styrk til að stunda nám við Háskóla Islands, en það var vissu- lega hvetjandi fyrir Vestur-íslend- ing að fá tækifæri til að vera við nám í landi forfeðra sinna. Sr. Ásmundur Guðmundsson, þáverandi forseti Guðfræðideildar Háskóla íslands, tók á móti okkur hjónunum við höfnina. Við höfðum komið með „Tröllafossi", íslensku flutningaskipi, frá New York. Séra Ásmundur fór með okkur heim til frú Sigríðar á Marargötu 3, þar sem hún bjó með þremur yngri börnum sínum, Þóru, Oddi og Ragnheiði. Tvö eldri bömin, Einar og Svala, voru við nám í Ameríku. Frú Sigríður, þannig ávörpuðum við hana, stundum kölluðum við hana aðeins „Frú Sig“, hafði reynd- ar ekkert pláss fyrir okkur, en hún rýmdi fyrir okkur með því að þrengja að sér, þar til hún hafði hjálpað okkur að finna litla íbúð til að búa í. Þegar við svo fluttum í íbúðina við Mávahlíð þremur vikum síðar voru hún og fjölskylda hennar orðin okkar bestu vinir. Hún hjálpaði okkur einnig við að útvega okkur húsgögn í íbúðina, og hún gerði allt til þess að okkur liði sem best á íslandi. Hún var rétt eins og móðir okkar, því að við vorum ung þá og höfðum aðeins verið gift í tvö ár. Hún sagði við okkur: „Ég veit að þið verðið oft boðin út, því að þið eruð prestshjón úr Vesturheimi, en þegar enginn býður ykkur í sunnudagsmatinn, þá eruð þið boð- in hingað til mín.“ Og óteljandi sinnum vorum við gestir hennar, ekki aðeins á sunnu- dögum, heldur einnig á stórhátíðum eins og jólum og um áramót, en okkur fannst við ekki vera gestir hennar, því að hún tók okkur inn í fjölskyldu sína og því gleymum við ekki. Því að þótt gaman væri á íslandi, þá vorum við stundum með heimþrá og söknuðum fjölskyldna okkar og vinanna fyrir vestan. Við erum bæði viss um, að frú Sigríður og vinátta hennar eiga stærstan þátt í þeim hlýju tilfinningum sem við berum til Islands. Hún gekk lengra en að sýna okkur hlýju og ástúð, hún talaði við okkur og fræddi okkur um land forfeðra okkar og mæðra, sögu þess, bókmenntir og menningu. Hún kenndi okkur margt, því henni var gefinn djúpur skilningur. Hún naut þess einnig að ræða við okkur um guðfræði og trúmál, því að hún var sanntrúuð kona. Heiðarleiki hennar og hreinskilni var hress- andi. Hún átti hvorki til beiskju né dómhörku. Það var unun að ræða þannig við manneskju?sem var full- komlega hreinskilin og um leið laus við fordóma. Hún bar ást til lands síns en var um leið heimsborgari í afstöðu sinni til annarra landa og þjóða, sem hún virti mikils, einkum Bandaríkin og Stóra Bretland. Löngu síðar, eða 1962, þegar hún var í heimsókn hjá fjölskyldu Svölu dóttur sinnar í Kalifomíu, lagði hún lykkju á leið sína og kom til okkar í Camas, Washington (nálægt Port- land, Oregon, á vesturströnd Bandaríkjanna). Kona mín átti þá von á sér, og þegar ljóst var að hún mundi ala bamið fyir en búist var við, ákvað frú Sigríður að dvelja lengur hjá okkur og líta eftir böm- unum meðan Svava væri á fæðing- ardeildinni. Hún hugsaði um þau sem besta amma og var hjá okkur þar til sú nýfædda, Susan Patricia, var skírð, vikugömul. Þannig varð ftií Sigríður guðmóðir hennar. I öll þessi ár hefír ekki slitnað þráðurinn á milli okkar, bréf, mynd- ir og heimsóknir til íslands, hafa haldið sambandinu við. Eins og svo margir af samlöndum hennar, höfum við misst góðan vin við andlát hennar, já, sannan og einstakan vin. En alla tíð munum við verða Guði þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að þekkja og þykja vænt um konu svo mikill- ar gerðar sem frú Sigríður Bene- diktsson var. Guð blessi fjölskyldu hennar í söknuði þeirra, blessi hann einnig minningu okkar um hana. Séra Eric og frú Svava Sigmar Þetta er minningarkort Slysavarnafélags íslands Skrifstofan sendir þau bæði innanlands og utan. Þau fást með enskum, dönskum eða þýskum texta. Sími SVFÍ er 27000. Gjaldið er innheimt með gíró. Blómmtofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22;- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. Snæborg Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 17. október 1926 Dáin 4. september 1988 Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala. Og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú stiýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og Svanur á bláan voginn. (Davið Stefánsson) Mig langar að minnast tengda- móður minnar með fáeinum orðum og þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að vera samvistum við hana. Snæborgu kynntist ég fyrir tuttugu og fjórum árum þegar ég varð tengdadóttir hennar. Snæborg giftist Sigtryggi Jón- Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Guðrún Guðlaugsdóttir Legsteinar HARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður atanssyni, sem nú er látinn. Snæ- borg og Sigtryggur áttu saman átta böm. Líflð var Snæborgu ekki sem dans á rósum. Elsta bam henn- ar var á fermingaraldri og það yngsta aðeins á öðm ári, þegar hún veiktist af heilablóðfalli. A eftir komu mánuðir vonar og ótta, skyldi hún eiga afturkvæmt til bamanna sinna aftur. Mánuðimir urðu að árum og ekki varð batinn það mik- ill að hún gæti snúið heim aftur. Snæborg var skýr í hugsun og hélt andlegum styrk sínum. Fyrir tæpu ári uppgötvaðist annar erfiður sjúk- dómur, sem nú hefur orðið bani hennar. Megi hún hvíla í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HÖLLU SOFFÍU HJÁLMSDÓTTUR, Suðurgötu 27, Akranesi. Torfi Torfason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hásteinsvegi 43, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega öllum, sem vottuðu okkur samúð við andlát og útför RÚNU GUÐMUNDSDÓTTUR og heiðruðu minningu hennar. Magnús Guðmundsson, Guðmundur Hermannsson, Rúna Hauksdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Friðrik Á. Guðmundsson og börn. + Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR skipstjóra. Margrót Ingvarsdóttir, Kristjón Kristjánsson, Unnur Þ. Kristjónsdóttir, Vilborg I. Kristjánsdóttir, Rfkarður Guðjónsson, Ingvar Kristjánsson, Erla Nilsen, Gfslína Kristjánsdóttir, Guðjón Oddsson, börn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar og bróður, GUÐMUNDAR THORSTEINSSONAR, Dvergabakka 34. Elfsabet Jónsdóttir. Hailveig Guðmundsdóttir, Sigurveig Halldórsdóttir, Þóra Ágústsdóttir, Stefán Skaftason, Halldór Skaftason, Gyða Thorsteinsson, Jóhannes Freyr Guðmundsson Hallur Hermannsson, Jón Jónsson, Sigríður Hermóðsdóttir, ína Gissurardóttir, Rósa Thorsteinsson. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LEIFS H. MÚLLERS, Laugateig 13. Birna Muller, Stefanía Muller, Björg Miiller, Johnny Hansen, María Muller, Friðrik Ólafsson, Leifur Miiller, Anne Berit Dahl, Sveinn Miiller, Alda Hjartardóttir og barnabörn. + Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vináttu við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, Efstaleiti 12, Reykjavfk. Sórstakar þakkir til alls starfsfólks deildar 21 -A, Landspitalanum. Gunnar Þ. Gunnarsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Brynhildur Sch. Thorsteinsson, Hjördfs G. Thors, Ólafur Thors, Ólafur Þór Gunnarsson, Linda Róbertsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Rafn Ben. Rafnsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.