Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 16
16________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988_ Akstur er dauðans alvara eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Jóns þáttur Jónssonar Mánudagur: Klukkan er að verða níu að morgni. Jón Jónsson lýkur við morgunmatinn, gjóar augunum á klukkuna og sér að tíminn er að renna frá honum. Stimpilklukkan bíður. Hann kastar kveðju á konu sína og böm og hleypur út í bílinn — nítímafarskjótann sem aldrei bregst. Haustsólin varpar ljóma á borgina sem skartar sínu fegursta. Jón kveikir á útvarpinu og heyrir að ljósvíkingurinn talar um um- ferðina á götum borgarinnar. „Stillið hraðanum í hóf og takið tillit hvert til annars í umferðinni," hljómar á öldum ljósvakans um það bil sem vísirinn á hraðamælinum á Lödunni hans Jóns færir sig upp á 90 kílómetrana. Hann nálgast nú miðborgina og sér að hann er að verða of seinn í vinnuna. Um leið og hann bíður eftir að komast inn á Miklatorgið minnist hann þess að seinna um daginn ætlar hann að fylgja sex ára dóttur sinn í fyrsta sinn í skólann. Hann ekur áfram og sér lítil böm í litríkum fötum á leið í skólann. Hann beygir vestur Eiríksgötuna og áttar sig skyndi- lega á því að klukkan er að verða níu. Hann stígur fastar á bensín- gjöfina og hugsar til þéttskrifaðrar dagbókar sinnar sem geymir óleyst verkefni dagsins. Allt í einu verður hann var við bam sem skýst út á milli tveggja kyrrstæðra bfla. Sker- andi hemlahljóð — högg — hræðileg þögn. Óttinn heltekur Jón sem get- ur hvorki hreyft legg né lið. Hann sér aðvífandi vegfarendur stumra yfír litlum Kflausum líkama sem íiggur á götunni. „Þetta getur ekki verið satt,“ hugsar Jón og fellur fram á stýrið yfírkominn af harmi. „Af hveiju ég,“ spyr hann sjálfan sig aftur og heyrir skerandi sírenu- væl. Um leið og hann stígur út úr Lödunni sér hann umferðarskilti sem gefur til kynna 30 kflómetra hámarkshraða. Morgunblaðið daginn eftir: „Banaslys varð í umferðinni í gær. Ekið var á sex ára gamalt bam með þeim afleiðingum að það lést skömmu síðar.“ Dæmið um Jón Jónsson er sett á svið en staðfært úr raunveruleik- anum. Það gæti rétt eins verið hel- köld staðreynd. í umferðinni í Reykjavík eru því miður allt of margir „Jónar" sem gætu fallið undir þessa lýsingu. Ert þú einn af þeim? Nei, sú hugsun er fjarri sanni. Það kemur nefnilega aldrei neitt fyrir þig — það eru hinir sem valda slysunum. Ekki ég — bara hinir Þriðjudagur: Þúsundir ökumanna setjast undir Rúna Gísla- dóttir sýnir á Blönduósi RÚNA Gísladóttir, listmálari, hef- ur opnað sýningu á Hótel Blöndu- ósi, þar sem hún sýnir verk frá siðastliðnum 2—3 árum bæði mál- verk og „collage1* eða samfellu- myndir. Þetta er önnur einkasýn- ing Rúnu, þá fyrri hélt hún á Kjarvaisstöðum i nóvember siðast- liðnum. Rúna hefur einnig tekið þátt f nokkrum samsýningum, þar af tveim FÍM-sýningum 1981 og 1983, Kirkjulistarsýningunni á Kjarvals- stöðum 1983 og sýningunni „Reykjavík í myndlist" á Kjarvals- stöðum 1986. Rúna nam við Myndlista- og hand- fðaskóla íslands í 4 ár og útskrifað- ist frá málaradeild 1982. Hún stund- stýri og renna áfram á æðandi blikkbeljum um götur borgarinnar. SSrenuhljóð í fjarska. „Enn eitt umferðarslysið,“ hugsum við með okkur og hristum höfuðið. En hvað varðar mig um það — ég ek eins og maður. En er það svo í raun og veru? Jón Jónsson hugsaði ná- kvæmlega það sama áður en hann varð fyrir þeirri skelfílegu lífsreynslu að verða valdur að dauða bams. Ert þú einn af Jónunum? Veistu hvað þú ert að gera þegar þú ekur á 60 kflómetra hraða um íbúðarhverfí? Veistu hvað getur leynst á milli kyrrstæðra bíla? Hveijir eru mögleikar þínir á að stöðva ef bam hleypur skyndilega í veg fyrir bflinn? Svarið er einfalt? Þú átt enga möguleika. Hvemig ætlast þú til þess að aðrir aki um þitt hverfí? Eða er þér hjartanlega sama? Nei, varla. Nú átt þú ef til vill lítil böm sem nýlega eru farin að feta sfn fyrstu spor úti í um- ferðinni. Sem ábyrgt foreldri brýnir þú fyrir bami þínu að gæta sín á umferðinni. En er það nóg? Hvflir ekki skyldan fyrst og fremst á okk- ur sem eigum að heita fullorðnar og viti bomar manneskjur? Okkur ber skylda til þess að vemda bömin í umferðinni og gera allt sem í okk- ar valdi stendur til þess að tryggja öryggi þeirra. En það eru ekki bara hinir sem eiga að aka eins og menn — þú verður líka að gera það. „Ég myndi gefa aleiguna ef ég gæti snúið tímanum við og feng- ið tækifæri til þess að bregðast öðruvísi við,“ sagði harmi sleginn ökumaður eftir að hafa stórslasað bam f umferðinni með gáleysisleg- um akstri. „Ég óska engum manni svo ills að lenda í slíkri lífsreynslu,“ bætti hann við. Veist þú að árlega deyja og slas- ast fjölmörg böm í umferðarslys- um? Veist þú að til eru verri stað- reyndir en dauðinn sjálfur? Veist þú að fjölmörg böm og unglingar hafa hlotið varanleg örkuml af völd- um umferðarslysa? Veist þú að á hinum ýmsu stofnunum fyrir þroskahefta dvelja nú m.a. fóm- arlömb umferðarslysa? „Bamið var flutt á slysadeild og líður eftir atvik- um,“ er oftar en ekki niðurlag frétta af umferðarslysum í dagblöðunum. Við lesum þessar fréttir yfír morg- unkaffínu og gleymum þeim síðan í amstri hversdagsleikans — þangað til eitthvað hendir okkur sjálf. En það er of seint að vera vitur eftir á. Látum ekki hraðann og stressið stjóma gerðum okkar í umferðinni. Gefum okkur tíma til þess að kom- ast á milli staða — það gæti skipt sköpum um líf og heilsu samferða- manna okkar. Snúum vöm í sókn — ökum eins og menn! Þáttur hins opinbera Eins og flestum er kunnugt er nú í gangi mikil áróður fyrir bættri umferðarmenningu. Lengst af hef- aði einnig myndlistamám í Noregi um tíma. Siðan hefur hún starfað við myndlist í eigin vinnustofu á Seltjamamesi og kennt myndlist. ur sá áróður hvílt á Umferðarráði sem unnið hefur ágætt starf ef miðað er við þann þrönga stakk sem þeirri stofnun er sniðinn fjárhags- lega. En því miður hefur árangurinn af þvi mikilvæga starfí verði lítill enn sem komið er. Um það vitnar flölgun árekstra og slysa í umferð- inni undanfarin ár. Auk hins hefð- bundna áróðurs Umferðarráðs hef- ur lögreglan í æ ríkari mæli beitt sér fyrir ýmiss konar áróðri og fræðslustarfsemi og er vonandi að áframhald verði á þeirri þróun. En hvers vegna lætur árangurinn af öllu þessu starfí á sér standa? Gæti hugsast að ekki sé lögð næg áhersla á rétta þætti í áróðrinum? Það er vissulega góðra gjalda vert að brýna fyrir vegfarendum tillitssemi og náungakærleik í umferðinni. En hefur slfkur áróður skilað sér f fækkun á slysum? Varla. Það er einnig umdeilt hvort aðgerðir lög- reglunnar til þess að ná niður öku- hraða skili þeim árangri sem til er ætlast. Þar er einnig umhugsunar- vert hvort umferðarlöggæslan bein- ist að réttum áhersluþáttum. Hing- að til hefur eftirlit lögreglunnar með hraðakstri aðallega beinst að radarmælingu á þeim götum og vegum þar sem gangandi umferð er lftil sem engin. Oftar en ekki mælir lögreglan hraða ökutækja á Kringlumýrarbraut, Elliðavogi og fleiri götum en ekki að sama skapi þar sem þörfín er mest — þ.e. í íbúðarhverfunum. Daglega verðum við vitni að glannaakstri um þær götur sem 30 kflómetra hámarkshraði gildir. Þeir sem til þekkja vita að fæstir virða hraðatakmarkanir í þessum hverf- um og ef tekið er mið af þeim flölda gangandi vegfarenda sem þar eiga leið um er hraðakstur beinlínis lífshættulegur. Ökumaður sem ekur á 60 kflómetra hraða um götur þar sem hámarkshraði er 30 er mun sekari en sá sem ekur á 120 kíló- metra hraða um götur þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. í seinna tilfellinu er ökumaðurinn sviptur ökuréttindum. Við getum því rétt ímyndað okkur hvers konar glæfraakstur á sér stað í íbúða- hverfum borgarinnar — án þess að við ökumönnum sé blakað af lög- reglunni — utan örfárra undantekn- inga. En það eru fleiri leiðir en radarmælingar sem haldið geta ökuhraða í skefjum. Á undanföm- um árum hafa verið settar niður hraðahindranir (öldur) sem þegar hafa sannað gildi sitt f minnkandi umferðarhraða og þar með fækk- andi slysum á gangandi vegfarend- um. Ef skoðaðar eru slysatölur frá götum innan íbúðahverfa í Reykjavík þar sem settar hafa ver- ið niður hraðahindranir má sjá að slysum á bömum hefur fækkað um allt að helming á aðeins örfáum árum. Auk þess var gerð könnun á ökuhraða þeirra bfla sem ekið er yfír þessar öldur og kom þá m.a. í Sýningin er sölusýning og mun standa í þijár vikur eða fram til 1. október. Hún verður opin alla daga á opnunartíma Hótels Blönduóss. ljós að mesti hraði yfír u.þ.b. 11 cm háa öldu var 35 kílómetrar en þess má jafnframt geta að hraðinn fór stighækkandi eftir því sem öld- umar vom lægri. í seinni tíð virð- ast umferðaryfírvöld Reykjavíkur hafa bmgðið á það óheillaráð að lækka og lengja öldumar en með hliðsjón af framangreindu eykst þá hraðinn í jöfnu hlutfalli. Ef tekið er mið af þeim samfélagslega kostn- aði sem umferðaróhöpp og slys hafa í för með sér er ljóst að spara má umtalsverðar upphæðir með því að fjölga hraðahindmnum til muna. Til marks um það má geta þess að kostnaður við eina öldu er u.þ.b. 70.000 krónur. Á sama tíma og meðalkostnaður við eitt umferðar- óhapp án slyss er um 200.000 krón- ur. Og ef við höldum áfram að leika okkur með tölur má einnig koma fram að umferðaróhapp og minni- háttar slys kostar samfélagið að meðaltali 600.000 krónur og um- ferðaróhapp með meiriháttar slysi kostar að meðaltali litlar 6 milljón- ir! Það þarf því ekki glöggan mann til þess að sjá hagkvæmni og mikil- vægi hraðahindrana. Höfum við efni á að horfa framhjá þessum staðreyndum? Smuga í kerfinu Með gildistöku nýrra umferðar- laga þann 1. mars sl. komu fram ýmsar markverðar breytingar til batnaðar og þarf varla að fara mörgum orðum um þær. Heldur minna hefur hins vegar borið á skuggahliðum þessara nýju laga. Ein þeirra er fyrirkomulag skýrslu- gerðar á árekstursstað. Nú gefst ökumönnum kostur á að skrifa sjálfír skýrslu um áreksturinn án afskipta lögreglunnar. Slflrt fyrir- komulag gefur ökumönnum tilefni til þess að sniðganga lögin á ýmsan hátt. Það er t.d. alkunn staðreynd að fjölmargir ökumenn gerast sekir um ölvun við akstur og oft kemst ekki upp um brotið fyrr en lögregl- an kemur á vettvang. Auk þess er algengt að ýmiss ákvæði umferðar- laganna eru brotin þegar árekstur verður, t.d. akstur á rauðu ljósi og stöðvunar- eða biðskyldubrot svo dæmi séu tekin. Nú hefur sú skylda verið lögð á árekstursaðila að kalla til lögreglu í slíkum tilfellum — jafn- vel þó málsatvik árekstursins liggi ljós fyrir. En hvað gerir ökumaður sem lendir í árekstri í „rétti" og fær undirskrift mótaðilans á sekt sinni í árekstrinum? Hringir hann á lög- regluna ef hann finnur áfengislykt af hinum ökumanninum? Hann hef- ur jú sitt á hreinu og því skyldi hann klekkja á náunganum. Hvað með alla þá sem lenda í smávægi- legum árekstri og aka ökuréttinda- lausir eða á óskoðuðum eða van- búnum bflum? Er hægt að ætlast til þess að allir þeir sem kjósa að rita sína eigin skýrslu á áreksturs- stað gerist í leiðinni sjálfskipaðir lögreglumenn? Vissulega væri það ákjósanlegt ef hinn almenni borgari hefði svo ríka réttlætiskennd — en við vitum betur og í því felst hættan. Falskar forsendur? Nú virðist gæta ákveðinnar við- leitni hjá borgaryfirvöldum að skipuleggja gömul íbúðahverfí upp á nýtt með tilliti til umferðarþunga. í því sambandi hafa verið gerðar tillögur á tillögur ofan en minna hefur verið um framkvæmdir. Það er vissulega staðreynd að umferðar- þungi hefur aukist í gömlu hverfun- um auk þess sem bömum hefur að sama skapi fjölgað meðal íbúa. Þefear skoðuð eru þau rök sem liggja að baki þeim tillögum sem koma frá borgaryfirvöldum, má sjá að slysatölur eru m.a. lagðar til grundvallar. Það gleymist hins veg- ar að einungis er farið eftir skrifuð- um lögregluskýrslum, þ.e. þeim óhöppum og slysum sem lögreglan skrifar skýrslur um. Staðreyndin er hins vegar sú að á undanfömum árum hefur aðeins verið skrifuð lög- regluskýrsla á helming allra um- ferðaróhappa. Hinn helmingurinn Ragnheiður Davíðsdóttir „Veist þú að árlega deyja o g slasast fjöl- mörg börn í umferðar- slysum? Veist þú að til eru verri staðreyndir en dauðinn sjálfur? Veist þú að fjölmörg börn og unglingar hafa hlotið varanleg örkumi af völdum umferðar- slysa? Veist þú að á hin- um ýmsu stofnunum fyrir þroskahefta dvelja nú m.a. fórn- arlömb umferðarslysa? „Barnið var flutt á slysadeild og líður eftir atvikum,“ er oftar en ekki niðurlag frétta af umferðarslysum í dag- blöðunum. Við lesum þessar fréttir yfir morgunkaffinu og gleymum þeim síðan í amstri hversdagsleik- ans — þangað til eitt- hvað hendir okkur sjálf.“ kemst aldrei á skýrslu þar sem' aðilar kjósa að snúa sér beint till tryggingafélaganna eða gera uppi sín mál á annan hátt. Þetta verða skipulagsyfirvöld að gera sér grein fyrir þegar skipulögð eru eldri hverfí með tilliti til umferðarþunga. Að öðrum kosti verða vinnubrögðin aldrei annað en hálfkák og eru því í engu samræmi við raunveruleik- ann. Það er því mikið hagsmuna- mál fyrir alla þá sem búa í gömlu hverfunum að vel takist til um breytt skipulag og að það þjóni því hlutverki sem því er ætlað — að tryggja öryggi íbúanna f reynd. Ófagleg vinnubrögð í þessum efn- um geta verið verri en engin. Það er ekkert launungamál að við sem beijumst fyrir bættri um- ferðarmenningu ætlum okkur gott samstarf við alla þá aðila sem vinna beint eða óbeint að umferðarmál- um. Við erum rétt að byija og ætl- um okkur stóra hluti. En við getum ekki barist án þín — og allra hinna. Árangur næst ekki fyrr en allir — lærðir og leikir — taka höndum saman um að spoma við þeirri óheillaþróun sem umferðarmálin virðast vera að snúast til. Þar gild- ir því engin tvískinnungsháttur eða undanbrögð. Við verðum öll að við- urkenna mistök okkar og læra af þeim. Verum minnug þess að akst- ur er dauðans alvara. Höfuadur er blaðamaður ogþátt- takandi í áhugahópi um bætta umferðarmenningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.