Morgunblaðið - 24.09.1988, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988
Morgunblaðið/Bj ami
Orgelleikarinn Björn Boysen og þjóðlagasöngvarinn Sondre Brat-
land.
Sálmar í Hall-
grímskirkju
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Orgelleikarinn Bjöm Boysen og
þjóðlagasöngvarinn Sondre Brat-
land stóðu fyrir fallegum tónleikum
í Hallgrímskirkju sl. miðvikudag,
þar sem leikið var með sálmforleiki
eftir J.S. Bach og hliðstæða sálma
úr norskri þjóðlagahefð. Mikið hef-
ur verið fjallað um útfærslur Bachs
á sálmalögunum og jafnvel reynt
að útskýra ýmsar þær vinnuað-
ferðir, sem Bach notar í þessum
tónsmíðaperlum á guðfræðilegan
máta. Á þann hátt verður t.d. fyrir-
bæri eins og þrástefjavinna túlkuð
á marga vegu og þó aldrei verið
sannað, að meistarinn hafi í raun
verið að gera annað en að nota þær
aðferðir sem þá voru í tísku, eru
einstaka hugmyndir um táknræna
stefnunotkun hans mjög fallegar,
jafnvel glæsilegar og skáldlegar.
Á móti umfjöllun J.S. Bachs er
alþýðleg útfærsla á þessum sömu
lögum og öðrum þeim er lagst hafa
til á löngum tíma sambærileg við
útfærslu meistarans, en munurinn
aðeins sá, að umbreytingamar
verða til í söng og textatúlkun al-
þýðumannsins sem í einlægni sinni
syngur sér og öðrum til huggunar.
Sondre Bratland söng norsku
sálmalögin mjög vel og af slíkri
alúð sem aðeins getur að heyra hjá
manni, þar sem söngurinn er miklu
fremur nær því að vera hugleiðsla
en uppfærsla á tónleikum.
Bjöm Boysen er traustur orgel-
leikari er lék sálmforspilin af ör-
yggi og án þess leikaraskapar, sem
oft má heyra í meðferð þessara ein-
stæðu tónverka. Það væri trúlega
nokkur matur í því að heyra Boysen
fást við stærri viðfangsefni eftir
meistara Bach og þá á „fullgilt"
orgel.
21150-21370 Æi
Þ, VALDIMARSSON sölustjóri
BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og söiu auk annarra eigna:
í Hvömmunum í Kópavogi
Glæsil. steinh. samt. 248,6 fm með 5 herb. íb. á hæð. 2Ja herb. séríb.
á jarðh./kj. Góður innb. bflsk. Lóð 837 fm með fallegum trjám. Arkitekt:
Slgvaldi Thordarson. Margskonar eignarskiptl mögul.
Einbýlishús - íbúö - skipti
Gott timburhús á góðum stað við Keilufell með 5 herb. íb. Skipti
mögul. á 2-3ja herb. íb. Nánari uppl. aðeins á skrifst.
4ra herb. íbúðir við:
Hvassalerti 3. hæð. Suðurendi. Góður bílsk.
Kleppsveg 3. hæð 95,7 fm. Suðurendi. Mikið útsýni.
Brávaliagötu 1. hæö í þríbhúsi. Vinsæll staöur.
Vegna flutnings til borgarinnar
óskast gott einbhús eða húseign með tveim íb. Rúmg. sérh. kemur til gr.
Opið i dag
laugardag
kl. 11-16.
AIMENNA
FASniGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
ífcOnsíM œdIö
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Mér verður hörpunnar dæmi,
þeirrar er á vegg hvolfír
stjómarlaus og strengja;
stillarinn er fallinn.
Fellur á sót og sorti,
saknar manns úr ranni.
Svo kveður mann hver þá momar
mæddur í raunum sínum.
Þetta er ein vísan úr marg-
frægu kvæði allgömlu sem eng-
inn veit fyrir víst hver orti. Menn
hafa látið höfundinn heita
Fiðlu-Bjöm heldur en ekki neitt.
Umsjónarmaður vill koma því
að strax, að hann heldur, gagn-
stætt því sem iesa má í nokkrum
skýringabókum, að stillari
merki þama mann, þann sem
strengina stillir, hörpuleikarann
sjálfan. Hann er fallinn frá, og
harpan saknar manns úr ranni.
En lítum svo á sagnmjmdina
mornar í viðlaginu (stefinu).
Ég var nefnilega ekki alveg viss
um hvemig ég ætti að stafsetja
þetta. Ég held þó að mornar
sé rétt. Til em tvær sagnir í
máli okkar, þær sem hljóma
ærið líkt, ef ekki alveg eins, en
em stafsettar sín með hvom
móti. Önnur er morgna. Hún
merkir að morgunninn kemur
og er ópersónuleg: það morgn-
ar. Þessi sögn er oftast stafsett
með g-i (sjá þó Orðabók Menn-
ingarsjóðs) hvað sem framburði
líður, því að auðvitað er hún af
sama uppmna og morgunn, og
þarf enginn að velkjast í vafa
um g-ið þar.
Hin sögnin er g-laus og hefur
alltaf verið það. Hún merkir að
veslast upp, hröma. Ég held að
það sé hún sem í vísunni er hér
í upphafinu. Nafnorðið morn
kemur fyrir í Skírnismálum og
hvergi nema þar. Það sýnist
merkja sorg eða hugsýki, og fer
þá að verða skammt yfir í ensku
mourn=syrgja sem talin er
skyld lat. memoria=minni.
Reyndar era uppranafræðingar
mjög í vafa um íslensku sögnina
að morna. Sumir reyna að
tengja hana við morkna og
merkja. En við skulum aðeins
sjá dæmi af notkun hennar. Þau
em alls ekki svo fá í fomum
bókum. í Bjamar sögu Hítdæla-
kappa segir um Oddnýju Þor-
kelsdóttur eykyndil, að hún tók
hugsóttir miklar eftir Bjöm Am-
geirsson Hítdælakappa dauðan:
„Hon momaði öll ok þormaði
ok tæði aldri síðan tanna ok lifði
þó mjök lengi við þessi óhæg-
endi.“ Þetta er víst svo að skilja
að hún syrgði og veslaðist upp
og bar aldrei barr sitt framar.
Annað dæmi tek ég hér. Það
er úr helgisögunni af Barlaam
og Jósafat (afbrigði af sögnum
um Búdda) og hljóðar svo: „Ef
þér líkar heldr héðan af at halda
mik hér sem hertekinn mann,
þá mant þú sjá mik brátt hér
þoma ok moma, þverra ok af
angri deyja.“ Ljóst er af þessum
dæmum að það hefur verið mik-
ill siður að hafa sagnimar að
morna og þorrna í sambýli.
Eigum við ekki þá að fá okk-
ur eitt dæmi nær okkur? Grímur
Thomsen þýddi á efri ámm
klassíska gríska höfunda. Hér
koma Æschylos og Grímur
(stafs. úr útg. 1895 haldið):
Glæpsins foma grein ei momar
Gild og sterk,
Ný hún getur níðingsverk.
Óvinnandi er þá fjandi
Arin seztur við,
Flár sem foreldrið.
★
En hvað eiga allar þessar mála-
lengingar um morna og morgna
að þýða? Þær eru komnar til út
af vangaveltum um brottfall sam-
hljóða og hvort það er viðurkennt
í stafsetningu eða ekki, þar sem
hún fer í aðalatriðum eftir uppr-
una. Þetta er flókið mál, en ég
held megi fullyrða að samhljóð
týnist oft í framburði, ef þau fara
454. þáttur
t.d. þijú saman. Oft fellur þá mið-
samhljóðið brott, hvort sem okkur
þóknast að viðurkenna það í staf-
setningu eða ekki. Dæmi: þar(f)n-
ast, styr(k)ti, hor(f)ði, har(ð)n-
aði. Og svo er það þátíðin af
yrkja=setja saman kvæði. Bjöm
Stefánsson í Keflavík víkur að
vanda þessum í góðu bréfi sem
ég þakka honum. Hefð er nú kom-
in á það, að skrifa orti, en ýmsir
tregðast þó enn við og vilja fara
nær upprunanum og skrifa orkti,
eins og t.d. dr. Páll Eggert Ólason
gerði og fleiri góðir höfundar.
★
Málvemd á striðsárunum:
„Eitt hinna dýrmætustu verð-
mæta hverrar þjóðar er hrein og
þróttmikil tunga. Af ræktarsemi
og ást þjóðanna á tungu sinni
má marka virðingu þeirra fyrir
menningarlegu sjálfstæði sínu.
Þjóð, sem bjagar málfar sitt og
kámar tungu sína erlendum áhrif-
um, er á hraðri leið til niðurlæg-
ingar. Hún hefír misst sjónar af
einum snarasta þættinum, sem
sjálfstæði hennar er ofíð af. Hún
hefir glatað virðingunni fyrir því
þjóðlega verðmæti, sem tilvist
hennar sem sjálfstæðrar þjóðar
að verulegu leyti byggist á.
Oss íslendingum er það rík
nauðsyn að vera vakandi í þessum
efnum nú. Nábýlið við öflug er-
lend áhrif krefst árvekni af oss.
Vjer verðum umfram alt að átta
oss á því í tíma, hve helg skylda
hvílir á þeirri kynslóð, sem lifir
líðandi reynslutíma, um varðveislu
þess arfs, er liðnar kynslóðir hafa
skilað oss dýrmætustum, sjálf-
stæðri og fágaðri tungu. Vjer
verðum í tíma að segja stríð á
hendur hverskonar þýlyndi eða
ósjálfstæði gagnvart þeim erlendu
áhrifum, sem leika um þjóðlíf
vort.“
(Úr leiðara Morgunblaðsins
7. ágúst 1941, stafsetningu hald-
ið.)
íslendingasög-
ur hinar nýju
Undan skiln-
ingstrénu
Egill Egilsson
Altari nútímaheimilisins er
sjónvarpstækið. Þar fómar hver
og einn tveimur tímum daglega
og styttir biðtímann fram að and-
látinu, líkt og andlátið sé hið eina
skemmtilega sem hann á von á í
lífi sínu.
Eindrægni
Stöð 2 hefur raskað eindrægn-
inni sem var með þjóð vorri. Áður
sat hún sameinuð og velti öll fyr-
ir sér sama morðinu, grunaði
sama morðingjann. Allir nema
yfírritaður, sem er ekki búinn að
uppgötva enn að sá líklegasti er
alltaf ólíklegastur. 250.000
manns sitjandi við 100.000 eins
kassa, og gmnar sama morðingj-
ann. Á síðustu sekúndu kemur
Hetjan og finnur allt annan til
morðsins en fyrsta frambjóðanda.
Samkvæmt félagsfræðilíkani Por-
eskis er talið að slík sameiginleg
athöfti auki eindrægni þjóðar.
(Poreski 1987, sjá heimildaskrá.)
Vér morðingjar
Mér gengur illa að finna upg
aðferð til að finna morðingja. í
amerískum myndum er vondi
maðurinn aldrei morðinginn, held-
ur myrðir sá góði. Ef prestur,
munkur eða góðlegur bamakenn-
ari fyrirfinnst í myndinni, er hann
oft morðinginn. Morðinginn er
semsé góður eins og ég eða þú.
Það fær mig til að trúa að ég
geti rétt eins farið að salla niður
menn eins og ijúpur. Kannski lif-
ir þú fyrir það eitt að ég á ekki
byssu.
Stöð 1, Stöð 2 (stöð 3) og
innra ósætti
Stöð 2 raskaði eindrægni sam-
kvæmt fræðilíkani Poreskis. (Sbr.
einnig ósamkomulag í stjómmála-
lífinu síðustu viku.) A meðan
helmingur þjóðarinnar horfir á
Mattlokk fylgist hinn helmingur-
inn með Déssíku Fletsér. Örfáir
skipta á milli 1 og 2 og reyna að
sjá ástfanginn lögfræðing lauma
pillu í glas elskunnar sinnar á 1
og líka þegar ung stúlka læðist
með hnífgrélu aftan að unnusta
sínum á 2. Heppnir náð báðum
morðunum.
Svo er búið að hóta okkur þriðju
stöðinni. Hvað er þá orðið um ein-
drægni þjóðarinnar skv. Poreski?
Líkön
Amerískur þrillari: Vafasamur
náungi dulbúinn sem löghlýðinn
lögfræðingur á vafasama fortíð
og enn vafasamari framtíð. Töff
lögreglumaður kemst á snoðir um
eiturlyfjabrugg hans. Vinkona
Töffs er sexí. Vondi maðurinn,
sem virðist góður, kemst á snoðir
um að Töff hafi komist á snoðir
um illvirki hans. Hann tekur sexí
stúlku í gíslingu. Hún er lokuð
inni í loftþéttum skáp. Þjóðin telur
hana af. Töff lögreglumaður sall-
ar vonda manninn og 18 aðra
niður og labbar yfir líkin að loft-
þétta búrinu. Stór rotta hefur
nagað gat á loftþétta búrið henn-
ar sexí stúlku. Þjóðin getur andað
léttar.
Þýskur hjartaknosari: Yfir-
læknir lætur freistast af kven-
snift. Unga fallega konan hans
móðgast. Á meðan hún er að
móðgast, slasast ungt bam í um-
ferðinni. Læknirinn flýtir sér af
kvensniftinni til að bjarga bam-
inu. Það er dáið skv. 18. gr. laga
nr. 47 frá 1901. Samt bjargar
hann því af því að hann er svo
góður Iæknir. Þess vegna er þjóð-
in sæl. Og fallega konan fyrirgef-
ur.
Amerískur þrillaraknosari: Því
miður er aðeins einn slíkur í gangi
nú. Það er Dallas. Hann felur í
sér allt upptalið að framan og
meira. Hann er íslendingasögur
nútímans. Öll þemu fomsagnanna
er að finna þar: Sitt er hvað,
gæfa og gjörvileiki (sbr. Bobby
Ewing, sbr. einnig Laxdælu).
Slægðin sigrar að lokum. (Sbr.
J.R. Ewing, sbr. Bandamanna
sögu). Öll þemu sem fyrirfinnast
í Dallas fyrirfinnast einnig í Njálu
og öfugt. Tekið skal fram að þetta
er ekki upphafleg hugmynd yfír-
ritaðs, heldur er frændi minn að
skrifa langa fræðiritgerð um áhrif
íslendingasagna á sjónvarps-
blautsápulanglokur nútímans.
Með öðrum orðum: íslensk menn-
ing er ekki í hættu. Hún er á stöð
1 og einkum á Stöð 2.
(Heimild: Poreaki, W. Joura.
Am. Soc. Soc. 17 1987.)