Morgunblaðið - 29.09.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.09.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Áþján tímans linnir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Anna S. Björnsdóttir: ÖRUGG- LEGA ÉG. Kápumynd: Benedikt Gunnarsson. Vatnslitamyndir eftir Blöku Jónsdóttur. Útgef- andi höfundur 1988. í Örugglega ég eru ljóð eftir nýjan höfund, Önnu S. Bjömsdótt- ur. Þessi ljóð fjalla einkum um ást- ina, samskipti karls og konu og eru hófsöm í framsetningu. Þetta eru einlæg ljóð og blátt áfram. Anna S. Bjömsdóttir yrkir með eftirfar- andi hætti: Þegar ég er hjá þér verður allt kynt. Ég tek ekki eftir neinu i kring um mig, man ekki hvaðan ég kom, eða hvert ég er að fara. Áþján tímans linnir um stund. Þetta Ijóð nefnist Nærvera og er dæmigert fyrir bókina. En í nokkr- um ljóðum kveður við annan tón, dæmi em Fyrir hönd vandamanna og ekki síst Hugrekki: Anna S. Björnsdóttir Gamli maðurinn sem var að deyja í bíómyndinni, sagði við konuna í aðalhlutverkinu, „vertu nógu hugrökk til að vera viðkvæm”. Svo dó hann blessaður og hún fór að gráta af því að hún var orðin svo hugrökk. í Örugglega ég em smellnar at- hugasemdir um mannlífið, yfirleitt laglega orðaðar. í bókinni er góð viðleitni í þá átt að forðast óþarfa mælgi og reyna að orða hlutina á nýstárlegan hátt. Helst ber að var- ast yfirlýsingar og setningar sem em of almennar vegna mikillar notkunar. Til þín, Kristaliar og Og nóttin hló em til marks um ljóð sem em slíku marki brennd, en þau fara þó alls ekki illa í því samhengi sem þau em sett. Örugglega ég er snotur bók skreytt fallegum vatnslitamyndum eftir Blöku Jónsdóttur. HEILSUGARÐURINN Garðatorgi 1, Garðabæ. Sími 656970-71 HAUSTNÁMSKEIÐ ÍALHUDA LÍKAMSMÁLFUN Heilsugarðurinn býður nú aö nýju 6 vikna námskeið í alhliða líkamsþjálfun fýrir almenning, sem slógu svo rækilega í gegn sl. vor. Mun þátttakendum boðin ráðgjöf læknís, næringafræðings og íþrótta- kennara í upphafi, sem innifelur viðtal, skoðun, stutt áreynslupróf, næríngarfræðslu og ráðleggingar um þjálfun og útbúnað. Eftir það munu þátttakendur stunda göngu eða skokk og tækjaþjálfun þrisvar í viku undir eftirliti íþróttakennara og sjúkraþjálfara. MARKMKMÐ ER AÐ ÞÁTTTAKENDUR AUKIÞOL, STÆU OQ MÓTl LÍKAMANN 00 MEGRUN. Að loknum námskeiðum munu læknarog næringarfræðingar meta árangur þjálfunarinnar. Skráið ykkur sem fyrst á námskeiðin í síma 656970 eða 71. NOTIÐ ÞETTA EINSTÆÐA TÆKIFÆRITIL AÐ HEFJA ÞJÁLFUN UNDIR TRAUSTU EFTIRLITI. Orð sem koma öðrum við Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ari Gísli Bragason: ORÐ ÞAGN- ARINNAR. Myndskreytingar: Ragnheiður Clausen, Melkorka Th. Ólafsdóttir og Margrét Blöndal. Baksíða: Jóhann. Gefið út á kostnað höfúndar 1988. Ari Gísli Bragason fer ekki af stað með miklum bægslagangi, enda nefnir hann bók sína Orð þagnarinnar. Ari Gísli kemst þannig að orði í ljóðinu Kennslutími að orð þagnarinnar séu engum viðkom- andi. Vissulega má það til sanns vegar færa með það í huga að þeim sé haldið leyndum, réttast sé að geyma þau í hugarfylgsni. En slík orð er tilvalið að setja í ljóð og hvísla þeim með því móti að öðrum. Þá getur komið á daginn að þau eigi erindi til annarra. Eins og ungum höfundum er tamt yrkir Ari Gísli um ástina. Hann getur verið angurvær þegar ástina ber á góma, en nokkuð kald- hæðinn á köflum. í Ást eru til dæmis birt fom og ný sannindi: „að eftir að þú fórst/ er enginn vígvöll- ur lengur". Ég hafði líka gaman af Þú, hispurslausu og vel orðuðu ljóði: Þú getur leitað lengi - mjög lengi þú getur skimað í myrkrinu lengi - mjög lengi þú getur klætt þig í gervi oft - mjög oft þú getur afklæðst fyrir framan mig fallega — mjög fallega þú getur grátið hjá mér sárt - mjög sárt þú getur horft á gagnrýnin - gagnrýnin En geturðu elskað mig núna? Ari Gísli lætur sér nægja veröld ákveðinna tilfinninga, hefur líka tímann fyrir sér að glíma við önnur yrkisefni, takast á við flóknari heimsmynd. Það er þó nokkur ákvörðun að segja skilið við hvers- dagsleikann og leiða sjálfan sig á vit drauma eins og segir í Núna. Þetta tekst skáldum vissulega mis- jafnlega. Þótt ýmislegt megi finna að þessari frumraun Ara Gísla Bragasonar, orðavali og efnistök- um, er bók hans skemmtilegur vitn- isburður um þankagang ungs fólks. Hún er til marks um ljóðaáhuga sem nauðsynlegt er að hlúa að. SELLÓLEIKUR Tónlist Jón Ásgeirsson Frances-Marie Uitti sellóleikari stóð fyrir einleikstónleikum á veg- um Musica Nova í Norræna hús- inu sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru verk eftir Sciarrino, Pend- erecki, Scelsi,_ Nörgaard, Harvey, Xenakis og Áskel Másson. Tón- leikunum lauk svo með að einleik- arinn flutti smáverk eftir sig, þar sem leikið var með tveimur bog- um. í sem fæstum orðum, þá er Frances-Marie Uitti frábær sellisti og lék hún öll verkin á mjög sann- færandi máta. Sfðasta verkið var sérstætt vegna leikmátans, þar sem beitt var tveimur bogum. Neðri boganum var snúið upp og leikið á ystu strengina neðanfrá en með þeim efri samkvæmt venju. Þannig getur flytjandinn leikið á alla strengina í einu og var ekki annað að heyra en þetta tiltæki ætti sér fallega hljóman. Eltingaleikurinn við frumleik- ann hefur leitt listamenn inn á margar undarlegar brautir og oft hefur það verið tiltækið og þau listrænu markmið sem listamenn hafa sett sér og notað til að út- skýra verk sín, en ekki verkin sjálf, sem vakið hafa athygli. Ein- staka snillingar hafa notfært sér veikleika manna fyrir því furðu- lega, menn eins og Salvador Dalí, en eftir standa verk hans sem varðveitast vegna snilldar skapan- dans. Á tónleikunum voru tvö verk sem eru nærri 30 ára, eins og t.d. eftir Penderecki og Scelsi, þar sem leitað er nýrra leiða í tónsköp- un. Á þeim tíma voru slfkar til- raunir gerðar af djarfhuga lista- mönnum, er snerust gegn venju- bundnum viðhorfum en er tímar liðu urðu þessar tiltektir síðari mönnum sömu venjuviðjamar og barist hafði verið á móti og eiga skólamir þar nokkra sök. Þar með lauk tíma tilraunanna, er breyttist í að vera tími sannaðra viðhorfa. Þetta kom fram í yngri verkun- um sem ekki tóku þeim eldri fram hvað tónræna úrvinnslu varðar og það eina sem getur talist nýtt var notkun Frances-Marie Uitti á tveimur bogum, þrátt fyrir að þessi tiltekt væri ekki óskemmti- lega útfærð, hefur hún varla nokkra listræna þýðingu eða breytingar í för með sér varðandi leiktækni á selló. Að slepptum þessum vangaveltum, þá var leik- ur Frances-Marie Uitti frábær og eftir að hafa heyrt hana laða fram alls konar blæbrigði, vaknaði sú spuming, hvort ekki hefði verkað eins og sprengja að leika á þessum tónleikum eitthvert saklaust „lag“ upp á gamla móðinn. Trúlega hefðu áheyrendur hrokkið jafn- lega við og þegar núverandi leik- tækni var fyrst tekin upp, fyrir nærri hálfri öld. Þannig snýr nú tíminn oftlega öllum hlutum við fyrir mannfólkinu. FAXAFENS, SlMI:685680 (SKEIFUNNI) Hver og einn af háfunum frá Balster er handunninn meö handbragöi sem á aldalanga hefð að baki. Smíðajárnið, stálið, koparinn - alltfær þessa næmu meðhöndlun sem þarf til þess að notagildi og augnayndi fari saman. Form og áferð erfjölbreytt, þannig að hvert eldhús fær háf við sitt hæfi. Líttu inn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.