Morgunblaðið - 29.09.1988, Side 13

Morgunblaðið - 29.09.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 13 Alþingismenii með danska kórónu? Sumarbústaðaeigendur Þjóðminjaverði svarað eftir Guðmund H. Guðjónsson Þjóðminjavörður, Þór Magnús- son, reit grein í Morgunblaðið 16. sept. sl. þar sem hann varar við því að sögulegar minjar eða mannvirki séu hreyfð úr stað eða þeim eytt vegna einhverra skammtíma sjón- armiða, vanhugsunar eða vanmati á gildi þeirra. Ekki er nema eðlilegt að þjóðminjavörður veki athygli á því fíð þjóð hans skuli huga vel að þeim fáu sögulegu verkhlutum og byggingum, sem varðveist hafa svo vel sem hægt er, enda er það hans skylda. En, greinin var skrifuð til að réttlæta tilveru dönsku kórón- unnar á þinghúsi íslenska lýðveldis- ins og er það ástæðan fyrir þessum línum frá mér. Ég er sammála þjóðminjaverði um allt það sem hann sagði um vemdun sögulegra minja og bygg- inga en ekki því sem hann heldur fram um danska merkið á þing- húsinu, á því hef ég allt aðra skoð- un. Allir vita að þjóðir hafa verið hemumdar af öðram þjóðum í gegn- um söguna og margar hveijar hafa borið gæfu til að losa sig við hina óboðnu yfirtroðsluseggi aftur, jafn- vel þó langur tími hafi liðið þar til það markmið náðist. Einnig vitum við að slíkir atburðir setja mark sitt bæði á menningu, tungu og byggingarlist þeirra sem troðið er á. Oft era slík spor það djúp að þau - verða ekki afmáð hvorki í tungu né menningu, en byggingar sem yfírtroðslumenn reistu á hvetjum stað era kannski það sem hægt væri að afmá og oft hefur verið gert. En þær geta einnig verið góð tákn um liðna tíð og þar með góð viðvöranarmerki til að halda vöku sinni gegn yfírtroðslu annarra þjóða. Þjóðminjavörður vitnaði mikið í Finna og lýsti hvemig þeir halda í hina ýmsu byggingar og styttur, sem minjar frá tímum ásælni og yfírtroðslu Rússa og Svía bæði fyrr og síðar og hafði eftir merkum manni, sem sagði: „þetta er okkar saga“, og henni mætti ekki gleyma. Þessi frásögn var falleg í grein þjóðminjavarðar og ekki dettur mér í hug að reyna að snúa útúr neinu sem þar er sagt. Hitt er mér þó ljóst að enginn Finni myndi nokk- um tíma láta sér detta í hug að hengja merki rússnesku keisar- anna, eða merki núverandi valdhafa í Moskvu á fínnska þinghúsið, enda man ég hvorki eftir að hafa séð keisaramerkið né hamar og sigð á því þegar ég barði það augum fyrir mörgum áram, og ekki heldur kór- ónu eða skjaldarmerki Svíþjóðar þar í grenndinni. Við þurfum ekki að líta lengra aftur í söguna en til síðari heims- styijaldar til að fínna góð dæmi um hið gagnstæða því sem þjóðminja- vörður vitnaði í máli sínu til stuðn- ings. . Þegar nasistar raddust yfir Evr- ópu var það eitt þeirra fyrsta vert að setja þýzka öminn með haka krossinn í klónum á allar þæi stjómarbyggingar sem þeir tóku ; sína þágfu. Þar með sönnuðu þeir yfirráð sín á hveijum stað. Einnig var það eitt hið allra fyrsta sem heimamenn rifu niður eftir að frelsi var endurheimt. Og hér er komið að kjama máls- ins. Það er ekki sama hvar hin sögu- legu tákn era staðsett. Allar stjóm- arbyggingar eiga að vera auð- kenndar því ríki sem á þær, skiptir þá ekki máli hverjir og hve margir hafa slegið eign sinni á þær í gegn- um tíðina. Og þegar um þjóðþing er að ræða þá er það auðvitað hrein fírra að eitthvert annað tákn en „Dönsku kórónuna á þinghúsinu á þjóð- minjavörður auðvitað að biðja um að fá að geyma í þeirri deild Þjóðminjasafnsins sem Qallar um yfirráð Dana á Islandi og finna henni þar viðeigandi stað. Friðlýsing Alþingis- hússins hefur ekkert með það mál að gera.“ ríkismerki eigin þjóðar tróni á toppi þeirrar byggingar sem það starfar í. Það er kannski ekki sanngjamt að vitna í sögulegan eftirmála þýzka nasismans, svo ógeðfelldur sem hann var. En tákn hans og merki era ekki finnanleg utandyra sem sögulegar minjar í því landi sem skóp hann, Þýzkalandi og hvað þá í þeim löndum sem hann óð yfír. Dönsku kórónuna á þinghúsinu á þjóðminjavörður auðvitað að biðja um að fá að geyma í þeirri deild Þjóðminjasafnsins sem fjallar um yfírráð Dana á íslandi og fínna henni þar viðeigandi stað. Friðlýs- ing Alþingishússins hefur ekkert með það mál að gera. Og það á heldur ekkert sameiginlegt með því að fjarlægja styttur eða merki sem fínnast kunna enn á gömlum húsum frá tíð Dana hér á landi, og hefur ekki neitt með þjóðemisrembing eða minnimáttarkennd að gera. Við slitum öll tengsl við Dani 17. mirage Gæsaskot Höfum nú fyrirliggjandi hin frábæru Mirage gæsa- skot. 38 grömm 42 og 76 magnum Kaupfélögin um allt land og sportvöruverslanir í Reykjavík júní 1944, og frá og með þeirri stundu átti íslenzka skjaldarmerkið að koma í stað danska merkisins á þinghúsið, upphleypt og tignarlegt. Það er ekki þjóðlegt af þjóðminja- verði að vilja að alþingismenn Iýð- veldisins íslands starfi svo gott sem með danska kórónu á höfðinu. Þetta er mín skoðun og styð ég því heils hugar þingsályktunartil- lögu Áma Gunnarssonar sem hann lagði fram á Alþingi í vor, um að fjarlægja merki Kristjáns 9. af þinghúsinu og setja íslenzka skjald- armerkið þar í staðinn. Höfundur er skólastjórí Tónlistar- skóla Vestmannaeyja. NORSKU ARINOFNARNIR nú aftur fáanlegir. Margar nýjar geröir. (Ósóttar pantanir óskast sóttar). GEfSÍR H BENIDORM 4-11. okt. 7 dagar á Benidorm kr. 24.900,- Sameinið sumarauka og verslunarferð á haustdögum HELGARFERÐIRNAR VINSÆLU Hamborg - Amsterdam London - Glasgow Frábær verð jjFERÐA.. !lMIDSTODIIM CiUittcdlccMl ADAIS1MÆTI9 10IREVKJAVIK TELEPHONF 28133 TELEX 2154 ICELAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.