Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988_ Eru kosningar tímabærar? eftir Pétur Bjarnason Stjómmálaástandið er um þessar mundir óvenju skrautlegt hér á landi, og eru við þó ýmsu vön. í gegnum umrótið má ýmislegt heyra og m.a. það, að Kvennalistinn vill að þjóðin fái að gera upp sinn hug í kosningum hið fyrsta. Álit Kvennalistans er að öllum líkindum byggður á þeirri staðreynd, að sá flokkur hefur komið vel út í skoð- anakönnunum undanfarið, enda hefur einn talsmanna flokksins tek- ið það beinlínis fram að þjóðin hafí sýnt það í skoðanakönnunum að styrkleikahlutföll fylkinganna séu önnur nú en í kosningunum fyrir hálfu öðru ári. Stjómarskráin okkar gerir ráð fyrir þeim möguleika, að hvenær sem er sé hægt að boða til kosn- inga til Alþingis, og vissulega hefur oft verið boðað til kosninga áður en kjörtímabili lýkur. Þessu er ekki þannig farið alls staðar. Til dæmis skilst mér að í Noregi geri stjórnar- skráin ekki ráð fyrir því, að kosið sé oftar en fjórða hvert ár til Stór- þingsins, og hafa stjómmálamenn því þeirri ófrávíkjanlegu skyldu að gegna, að koma á starfhæfri stjóm milli kosninga. Einhverra ástæðna vegna hef ég það á tilfinningunni, að við væmm betur sett með norska fyrirkomu- Iagið. Með allri virðingu fyrir stjóm- málamönnum og stjómmálaum- ræðu hér á landi, þá held ég að okkar fyrirkomulag geri meiri kröf- ur til stjómmálamanna en svo að okkar stjómmálamenn rísa undir. Ég hef á tilfinningunni að of stór hluti þeirra sé með hugann meira við það, hvemig hugsanlegar kosn- ingar kæmu út fyrir þeirra flokk, heldur en þau vandamál, sem við er að kljást. Og það er alvarlegt mál fyrir þjóðina, ef heilu stjóm- málaöflin lýsa sig „stikk frí“ í þeirri vinnu að leysa vandamálin, vegna þess að skoðanakannanir em þeim í hag. Ég vil því beina þeirri áskomn til Kvennalistakvenna og annarra sem í svipaðri stöðu em að gleyma skoðanakönnunum milli kosninga, en taka þess í stað fullan þátt í sjálfri stjómmálavinnunni. Og ég vil einnig beina þeirri áskoran til „Ég vil einnig beina þeirri áskorun til al- þingismanna, að þrengja möguleikana til þess að boða til kosn- inga í tíma og ótíma, svo að vinnufriður gef- ist fyrir alvöru stjórn- mál.“ alþingismanna, að þrengja mögu- leikana til þess að boða tii kösninga í tíma og ótíma, svo að vinnufriður gefist fyrir alvöm stjómmál. Höfundur er Bskeldisfræðingur á Akureyri. Tðkum hðndum saman Verjum hagsmuni sparifjáreiqenda! OPINN FUNDUR Á HÓTEL ÍSLANDI Laugardaginn 1. október 1988, kl. 14:00 1. Fundursettur Skýring á tilurð og tilgangi fundarins Sigurður Gunnarsson, fjármálastjóri 2. Fundarstjóri tekur við stjórn fundar Helgi K. Hjálmsson, framkvæmdastjóri 3. Framsöguerindi a. Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmdastjóri b. Guðmundur Magnússon, prófessor c. Kristján J. Gunnarsson, íyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík 4. Almennar umræður Sparifjáreigendur eru allir þeir sem eiga eignir t.d. í bönkum, sparisjóðum, lífeyr- issjóðum eða verðbréfum. Spariíjáreigendur skipta tugum þúsunda. Peir eru t.d. eldra fólk og lífeyrisþegar, unglingar og böm, og allir þeir, sem eru að reyna að koma sér upp sjóði, til örygg- is eða annarra nota síðar. Spariíjáreigendur eru ekki fámenn klíka sem hefur safnað sér óhóflegum gróða. Spari^áreigendur úr öllum stjórnmála- flokkum, öllum starfsstéttum og á öllum aldri verða að taka höndum saman og vinna gegn ábyrgðarlausum aðgerðum stjórnvalda og stjórnmálamanna. Það á að verðlauna þá sem spara en ekki að refsa þeim! Samtök sparifjáreigenda Hægt er að skrá sig í samtökin í síma 680021. Símsvari allan sólarhringinn. Neytendasamtökin: Rættumsam- vinnu landa í neytenda- málum ÞING Neytendasamtakanna verður haldið að Hótel Sögu laugardaginn 15. október nk. og hefst kl. 9.15. Að loknum venju- legum þingstörfum flytur Bene- dicte Federspiel frá danska neyt- endaráðinu erindi um samvinnu landa á sviði neytendamála og hvaða áhrif aðild Dana að Evr- ópubandalaginu hefur haft á neytendastarf í Danmörku. Föstudaginn 14. október er fyrir- hugað að halda námsstefnu sem hefst kl. 14.00. Þar mun Jón Gíslason deildar- ráðunautur hjá Hollustuvemd ríkis- ins íjalla um matvælalöggjöf og Steinar Harðarson formaður Neyt- endafélags Reykjavíkur og ná- grennis segja frá væntanlegum breytingum á lögum og reglum er varða neytendur. Einnig verða á námsstefnunni fluttar skýrslur um starf neytenda- félaga og þrír fulltrúar neytendafé- laga ræða efnið: Öflugri neytenda- félög — samskipti Neytendasam- takanna og neytendafélaga. Þeir félagar í Neytendasamtök- unum sem áhuga hafa á að sitja þingið og námsstefnuna, em beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neytendasamtakanna sem fyrst segir í frétt frá samtökunum. í Kaupmannahöfn FÆST' í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.