Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 félk f fréttum B urt Reynolds sem ordinn er 52ja ára, hef- ur vist talað um það í mörg ár að hann vildi gjarnan verða faðir. Það er loks að verða að veruleika. Burt og kona hans, Loni Anderson, 42ja ára, eru nú að ættleiða barn sem fæddist í ágústlok. Meðan verið er að ganga frá öllum formsatriðum bíða þau eftir að fá barnið, sem þau vita ekki hvort er, drengur eða stúlka, og sagt er að þau vi^ji ekki vita það fyrr en þau sjá barnið. Þetta er fyrsta barn Burt Reynolds, en Loni á eina dóttur sem orðin er 23ja ára og kennir hún sögu við fram- haldsskóla í Kalíforníu. M arg’millj ónerinn og söngvarinn, Elton John, 41 árs, stend- ur nú í skilnaði við konu sínu Renötu, en þau voru gift í fjölda ára. Þau hafa ekki búið saman í nokkra mánuði, en upp á síðkastið reyndu þau víst að lappa eitthvað upp á sambandið en án árangnrs. Orsökin er sögð verá gagnkynhneigð söngvar- ans. Skilnaðurinn verður honum dýrkeyptur, ekki var gerður neinn kaupmáli við giftingu. Elton John er nú í Bandaríkjunum en Renata flaug heim til foreldra sinna í Þýskalandi. „EDDA“í ÚTLÖNDUM 60 manna leiðangur í sjö landa sýn Morgunblaðið/Bryiya World Renaissance, gríska skemmtiferðaskipið sem Edduhópurinn siglir á um Miðjarðarhaf, Adriahaf og Svartahaf. Frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins á Italfu Félagar í ferðafélaginu Eddu, sem starfrækt hefur verið í 21 ár, brugðu undir sig betri fætinum og fóru 60 manns í leiðangur um sjö lönd. Á Ítalíu heimsóttu þau forvitnilegustu staðina í iðnaðar- borginni Tórínó og nágrenni. Þeir fóru meðal annars í FIAT verk- smiðjumar sem vakti mikla hrifn- ingu ferðalanga fyrir glæsileik, og gerðu ýmislegt annað sér til gam- ans áður en Ítalía var kvödd. Undir- rituð gekk á fund forsvarsmanna Eddu-hópsins til að forvitnast um tilvist félagsins, og slóst í för með hópnum til Alba-dalanna þar sem stærstu vínekrur Ítalíu em. Harðfískur, hákarl og brennivíii í almenningsgarði Ferðafélagið Edda er hópur fólks sem skipuleggur sjálft ferðir innan lands og utan. Innan hópsins em tveir blaðafulltrúar sem sjá um fréttir að heiman af telexskeytum. Félagar í Eddu em aðallega af Suður- og Vesturlandi. Félagið er í senn formlegt og óformlegt, en að því er virðist afskaplega vel skipulagt. Undirbúningur ferðar eins og þeirrar sem farin var í ár tekur tvö ár. Það er iðulega stutt í íslenska þjóð- hætti, jafnvel hjá veraldarvönustu heimsborgumm. Eddu-menn fengu sér til að mynda harðfisk, hákarl og brennivín í almenningsgarði í Tórínó og buðu forvitnum ítölum að bragða á góðgætinu. Fæstir þáðu boðið, en þeir sem það gerðu vom ánægðir yfír því að hafa kynnst hinum undarlegu matar- venjum íslendinganna. Þjóðlegar gjafír Mér er sagt að hópurinn hafí ávallt góðar gjafir í farteskinu sem gefnar em til minja um ísland. í þetta sinn hafði ein úr hópnum, Ásta Ámadóttir, til dæmis skraut- ritað erindi úr Hávamálum á kálfa- skinn, síðan skrifuðu Eddu-félagar nöfnin sín undir. Skipstjóra gríska skemmtiferðaskipsins var afhent skinnið í veislu sem hann hélt gest- um skipsins fyrsta kvöldið. Einn úr hópnum segir að alltaf þegar ferðafélagar Eddu fari í siglingu sé skipstjómnum gefínn minjagrip- ur frá íslandi. „Þegar við sigldum um Karabíska hafíð fyrir nokkmm ámm vildi svo skemmtilega til að skipstjórinn hafði á sínum yngri ámm verið sjómaður á Islands- miðum. Við færðum honum að gjöf öndvegissúlur úr íslensku birki sem í vom skomir sjávarguðimir. Karl- greyið var klökkur þegar hann tók við gjöfínni, hann var ekki vanur því að gestir skipsins færðu honum eitt eða neitt.“ Hópurinn flaug til Lúxemborgar, þar sem tekin var á leigu tveggja hæða rúta. Síðan var ekið til Luz- em í Sviss og þaðan til Tórínó á ítah'u. Eftir þriggja daga dvöl í Tórínó var farið til Genoa, þar sem við tók tveggja vikna sigling á grísku skemmtiferðaskipi. Hópur- inn er einmitt á skipinu þessa dag- ana og siglir um Miðjarðarhaf, Adríahaf og Svartahaf með við- komu á nokkmm stöðum. Sigling- unni lýkur í Feneyjum þar sem dvalið verður í tvo daga. Frá Fen- eyjum verður farið á Rivíerana, þar sem hópurinn verður í viku áður en haldið verður aftur heim á leið. Borðuðu sama mat og’páfinn í ferð sem undirrituð fór með hópnum til Alba-dalanna var meðal annars heimsóttur kastali frá 13. öld, sem eitt sinn var bústaður greifans af Cavour. Þar er nú mik- ið vínsafn og er gestum gefínn kost- ur á að bragða helstu víntegundir héraðsins gegn vægu verði. (Hvert pmfuglas kostar um 20 krónur.) Þá var farið á vínyrkjubú, þar sem tekið var á móti hópnum með heimagerðum salami-pylsum og ostum, auk þess sem umsjónarmað- ur búsins kynnti rauðvínsfram- leiðslu fyrir komumönnum. Að sjálf- sögðu fengu menn að bragða á víninu og að lokum fékk hver gest- ur eina flösku af úrvalsrauðvíni til minja. Hópurinn snæddi kvöldverð á einum glæsilegasta veitingastað héraðsins, þar sem borinn var á borð sami matur og Jóhannes Páll II páfí fékk þegar hann var í heim- sókn í Tórínó. Eddu-menn vom í lokin inntir eftir því hversu dýr mánaðarferð sem þessi væri. „Litlar 180 þúsund krónur," var svarið. „En ég get sagt þér, að það er vel þess virði og ég nýt þess að hafa tekið allar aukavaktimar í vetur til að geta borgað ferðina," sagði ein eldhress „Edda“ um leið og hún steig uppí rútuna sem flutti hópinn til Genoa þar sem hófst tveggja vikna sigling um fjarlæg höf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.