Morgunblaðið - 29.09.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.09.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Samtök fiskvinnslustöða Uppsagnir og rekstrar- stöðvun heldur áfram - skapi stjórnvöld ékki almenn skilyrði til hagnaðar STJÓRN Samtaka fískvinnslustöðva sendi frá sér á þriðju- dag ályktun, þar sem hafnað er hugmyndum um milli- færslu Qár innan sjávarútvegsins. Jafnframt er sagt þar, að skapi ráðstafanir stjórnvalda ekki almenn skilyrði til hagnaðar fyrir fískvinnsluna, verði ekki komist hjá því að uppsagnir starfsfólks í atvinnugreinninni og stöðvun haldi áfram. Ályktun þessi er svohljóðandi: „í fréttum af stjómar- myndun hefur borið á hugmyndum um millifærslur innan sjávarútvegs. Samtök fiskvinnslustöðva hafíia þeirri leið að afla láns til að greiða úr Verðjöfhunarsjóði fiskiðnaðar- ins, lækkun raforkuverðs sem nái eingöngu til frystingar og stofnun sérstaks lánasjóðs útflutningsgreina. Mismunun innan sjávarútvegs og lánveitingar til áfram- haldandi tapreksturs leysa engan vanda. Stjómvöld verða að búa fiskvinnslufyrirtækjum almenn skilyrði til hagnað- ar. Ef efíiahagsráðstafanir skapa ekki þessi almennu skil- yrði, þá verður ekki hjá þvi komist að uppsagnir og stöðv- un fiskvinnslufyrirtækja haldi áfram.“ Hér fara á eftir viðtöl við stjómendur 6 fiskvinnslu- stöðva, þar sem ijallað er um núverandi stöðu vinnslunnar og hvað framundan sé. Viðtölin vom tekin á þriðjudag: Hólmsteinn Bjömsson, Raufarhöfn: Gengislækkun versta leiðin „ÞAÐ vita allir sem vifja hvernig staðan er. Nú kostar of mikið að framleiða sjávarafúrðir, eða að verðið er of lágt, eftir því hvern- ig menn vilja stilla þessu upp. Þess vegna verður að lagfæra stöðuna með þvi að hækka verð- ið eða lækka kostnaðinn. Hvern- ig, sem það verður gert, þýðir það breytingu á ráðstöfún þjóð- artekna," sagði Hólmsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Raufarhafnar. Hólmsteinn Björnsson „Gengisfelling þýðir að við fáum fleiri íslenzkar krónur fyrir afúrð- imar, en hún leysir í sjálfu sér eng- an vanda, þar sem lánin eru gengis- tryggð. Því virðist verða að koma til annaðhvort lækkun á fram- leiðslukostnaði, sem að mestu leyti felst í greiðslum launa og fyrir hrá- efni, eða millifærslu sem uppbót á afurðaverðið. Hvor leiðin er betri veit ég ekki, en gengislækkun er versta leiðin. Sumir hafa haft þá stefhu að ekkert eigi að gera og í raun hefur ekkert verið gert. Verði hins vegar ekkert gert, fara ekki bara verst stöddu fyrirtækin á hausinn, það fara allir á hausinn. Fijálshyggjan gengur ekki í bland við höftin. Það getur ekki gengið að gengið sé fest og aflinn takmarkaður, en hækkun vaxta og þjónustu ýmiskonar sé ftjáls. Þar að auki hefur öllum ver- ið opin leið inn í fískvinnsluna, meðal annars með kaupleigulánum. Því fleiri, sem eru með, þeim mun minna verður til skiptanna fyrir hina. Venjulega næst svo ekki jafti- vægi í þessum málum fyrr en allir eru hættir að skila hagnaði. Það er mesti misskilningur að fiskvinnslan sé illa rekin. Það hefur ■ • : orðið mikil endumýjun innan henn- ar og menn hafa lagt sig fram við að ná sem mestri hagkvæmni í rekstri. Það hefur hins vegar háð þessum fyrirtækjum, að erfíðlega hefur gengið að fá fólk til vinnu og þar með nýta fjárfestinguna eins og unnt er. Jafnframt hafa menn orðið að leggja verulegt fé í bætta starfsaðstöðu, kaffistofur og fleira til að geta keppt við þjónustugrein- amar um vinnuaflið. Þetta kalla sumir kannski offjárfestingu og vissulega er erfitt að gera öllum til hæfis.“ Ágúst Einarsson, Reykjavík: Verðbólgan er aðalor- sök vandans „ÞAÐ er vissulega válegt að illa skuli ganga að mynda nýja ríkis- Agúst Einarsson stjórn, en stjórnarmyndun leysir ekki öll mál samdægurs. Það skiptir okkur máli hvað gert verður, ekki hvernig stjóm verð- ur mynduð. Verði mynduð ríkis- stjóra, sem nær verðbólgunni niður og jafiivægi í ríkisbúskapn- um, getur sjávarútvegurinn rétt úr kútnum, þegar fram líða stundir, ef ekki, heldur allt áfram niður,“ sagði Ágúst Ein- arsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavik. „Staðan er vond eins og uppsagn- ir starfsfólks gefa til kynna og þó bráðabirgðaaðgerðir komi fram í nafni þess að verið sé að bjarga útflutningsgreinunum, mun líða langur tími þar til við náum að rétta okkur við. Það er hins vegar stað- reynd að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Margt má fara betur í rekstrinum hjá. fískvinnslunni, en aðalástæða vandans er sú, að verð- bólga hér á landi er miklu meiri en í viðskiptalöndunum. Stjómvöld hafa ekki getað náð niður verð- bólgunni og því er staðan ein slæm og raun ber vitni. Við erum mest hræddir við að- gerðir, sem muni mismuna aðilum innan sjávarútvegsins og millifæra fé innan hans. Slíkar lausnir eru lausnir stjómmálamanna fyrir þá sjálfa, en ekki einu sinni vísir að einhveiju sem okkur kemur til góða. Eg vona svo sannarlega að við fáum ekkert slíkt frá næstu ríkisstjóm." Gísli Jónatansson, Fáskrúðsfirði: Skyldaðir til atvinnu- bótavinnu „STAÐAN breytist ekkert nema til hins verra. Tapið á frysting- unni hefúr að minnsta kosti ver- ið um 15% í langan tíma og rekst- urinn því löngu kominn í ein- daga. Langbezt, fiárhagslega, væri fyrir okkur að hætta vinnslu í landi og láta skipin sigla með aflann, en þá legðist staðurinn í auðn,“ sagði Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði. „Ráðstafanir vegna þessa vanda mega alls ekki dragast stundinni lengur og það er hrikalegt að þurfa að ganga stöðugt á eiginfjárstöðuna með atvinnubótavinnu, sem við er- um skyldaðir til. Reksturinn er í raun ekkert annað eins og er. Mér finnst ástandið það alvarlegt að þingmenn ættu ekki að leyfa sér að vera að hanga á smámunum og eigin hagsmunum við myndun nýrr- ar stjómar. Það er spumingin um að halda fullri atvinnu í landinu, sem um er að ræða. Það hefur kom- Gísli Jónatansson ið sér mjög illa fyrir okkur, að frá- farandi ríkisstjóm kynnti ekki fyrir almenningi afleiðingar verulegrar verðlækkunar á afurðum okkar er- lendis og sölutregðu auk verðbólgu heima fyrir. Við réðum ekki við þessa hluti og þá verður að kynna fyrir fólkinu þannig að það geri sér ljóst hver rót vandans sé, að þetta sé alvara, ekki bara raus í okkur.“ Jón Páll Halldórs- son,ísafírði Eigið fé brennur upp „STAÐAN er alls staðar erfið. Hún fer ekkert eftir stöðum eða rekstrarformi. Orsökin er lang- varandi taprekstur, sem menn hafa sætt sig við mánuðum sam- an í von um betri tíð,“ sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtangans á ísafirði. „Menn hafa treyst því að stjóm- völd gerðu sér grein fyirir vandanum og sköpuðu atvinnugreininni eðlileg Jón Páll Halldórsson starfsskilyrði. Afleiðingin hefur verið sú, að sum fyrirtæki hafa verið að brenna upp eigið fé sitt, en hin að safna skuldum. Því miður er ég ekki bjartsýnn á að þetta lagist, en það er þó gleði- legt að menn skuli ætla sér að móta sérstaka fiskvinnslustefnu. Þá gera menn sér vonandi grein fyrir því að fískvinnslustefna og fiskveiðistefna verða að haldast í hendur. Hingað til hefur steftian verið að veiða fiskinn á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði án tiliits til þess hvers vinnslan þarfnast." Lárus Ægir Guðmunds- son Skagaströnd: Millifærsla dugirtæpast „UNDAN faraa mánuði höfiun við unnið úr mörgum togara- förmum án þess að fá nokkuð út úr því, svo miklar hafa verð- lækkaniraar á afúrðum okkar erlendis orðið. Þetta er enginn barlómur, staðan hefúr ekki ver- ið svona slæm að minnsta kosti síðustu fjögur árin. Lengur hef ég ekki verið í þessum atvinnu- vegi,“ sagði Lárus Ægir Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hólaness á Skagaströnd. „Það getur vel verið að einhver fyrirtæki innan vinnslunnar séu illa rekin, en það er þá ábyggilega und- antekning. Það gera allir sitt bezta, það dugir bara ekki til. Vinnslan á erfitt með á fá fólk til vinnu og Lárus Ægir Guðmundsson hefur þurft að eyða fé til að bæta starfsaðstöðuna til að geta betur keppt um fólkið. Stjómvöld hafa lítið gert til að bæta ástandið og líklega hafa menn hreinlega ekki trúað því að staðan væri jafnslæm og hún er. Ég tel hana svo slæma að verulega gengis- fellingu þurfi til, eigi að bæta hana, millifærsla dugir tæpast til.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.